Tíminn - 04.01.1974, Síða 11
Föstudagur 4. janúar 1974
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Biaðaprent h.f.
Sni ■ ■■ —■ ■ >/
Árásir á Nato
í forustugrein Morgunblaðsins i gær er m.a.
komizt að þeirri niðurstöðu, að stefna Sjálf-
stæðisflokksins byggist á traustum grunni og
þvi til sönnunar er m.a. vitnað i áramótagrein
Geirs Hallgrimssonar. Þegar nánar er aðgætt
er þessi trausti grunnur fólginn i þvi að gera
litið úr Atlantshafsbandalaginu og þeirri yfir-
lýsingu þess, að árás á eitt aðildarrikið sé árás
á þau öll og verði mætt af bandalaginu i
samræmi við það. Þessi yfirlýsing Atlantshafs-
bandalagsins hefur þó nægt til þess að tryggja
frið i Evrópu i aldarfjórðung og þátttökuriki
bandalagsins hafa þvi búið við frið og öryggi.
Mbl. þykist a.m.k. i orði kveðnu styðja Atlants-
hafsbandalagið, en tekur þó, ásamt forkólfum
Sjálfstæðisflokksins undir róg þeirra, sem
reyna að telja bandalagið litilsvirði og sátt-
mála þess og yfirlýsingum sé þvi litið eða
ekkert að treysta. Þess vegna verði ísland að
vera hersetið.
Varnir Islands hafa siðastliðinn aldar-
fjórðung byggzt á þátttöku i Atlantshafsbanda-
laginu. Það hefur ekki komið til mála hjá núv.
rikisstjórn að ætla að breyta þessum megin-
grundvelli varnarstefnunnar. Þvert á móti er
þvi yfirlýst af stærsta flokki stjórnarinnar, að
stefna hans sé að ísland verði áfram i Atlants-
hafsbandalaginu að óbreyttum ástæðum. Það,
sem nú er hins vegar verið að undirbúa, er að
framfylgja þeirri margyfirlýstu stefnu þeirra
þriggja flokka, sem upphaflega stóðu að þátt-
tökunni i Nato, að hér sé ekki erlendur hér á
friðartimum. Af hálfu íslendinga var marg-
tekið fram og áréttað, þegar gengið var i
Atlantshafsbandalagið, að íslendingar vildu
ekki og myndu ekki taka á sig neina slika kvöð.
Þvi var þá yfirlýst, af utanrikisráðherra
Bandarikjanna, að engin slik kvöð fylgdi þátt-
töku i bandalaginu, enda yrði það á valdi
íslendinga að meta þetta sjálfir. Þrátt fyrir
það, þótt ísland tæki ekki á sig neinar skyldur i
þessum efnum, töldu hin þátttökurikin það
mikilsvert, að ísland yrði i bandalaginu, þar
sem það væri þá ekki hlutlaust svæði, sem yfir-
gangssinnaðir aðilar reyndu að slá eign sinni á
i trausti þess að það væri varnarlaust. Þátt-
taka íslands i Nato væri yfirlýsing um, að
landið yrði varið, ef á það yrði ráðizt, þótt
íslendingar hefðu sjálfir ekki her og hér væru
ekki erlendar hervarnir.
Ákvörðunin um þátttöku íslands i Atlants-
hafsbandalaginu var ekki tekin fyrr en allar
þessar yfirlýsingar lágu fyrir.
Óneitanlega eru friðarhorfur i heiminum nú
allt aðrar og betri en þá var. Þvi er eðlilegt, að
nú sé hafizt handa um brottför hersins i
samræmi við fyrri yfirlýsingar. Með þvi er
ísland ekki að vikja sér undan neinum skyldum
við Nato. Þvert á móti hefur komið fram, að
ísland er ekki aðeins reiðubúið til að uppfylla
skyldur sinar við bandalagið samkv. 7. grein
varnarsáttmálans, heldur til að veita Nato
ýmsa fyrirgreiðslu umfram það, sem þar
segir.
Sjálfstæðisflokkurinn og Mbl. ættu að hætta
þeim ljóta leik að gera litið úr Nato og gildi
sáttmála þess og yfirlýsinga. Það er vatn á
myllu þeirra, sem vilja koma íslandi úr banda-
laginu.
Ritstjórnargrein úr The Times, London:
Friður kemst ekki á
án Palestínumanna
Þeir verða að fá aðild að Genfarráðstefnunni
Arafat. foringi Frelsishreyfingarinnar
21. DESEMBER settust full-
trúar Araba og Israelsmanna i
fyrsta sinni hvorir andspænis
öðrum til þess að ræða stjórn-
málalausn i löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Þessa
dags verður áreiðanlega
minnzt i sögunni, hver svo
sem niðurstaðan verður af
samningaviðræðunum.
Fulltrúar beggja eru fullir
tortryggni og vantrúar þegar
þeir setjast að samningaborð-
inu. Arabar draga i efa, að
Israelsmenn muni nokkurn
tima af fúsum og frjálsum
vilja hverfa á burt af þeim
landssvæðum, sem þeir hafa
hernumið. tsraelsmenn eru
hins vegar tórtryggir á, að
Arabar séu i raun og veru
reiðubúnir að viðurkenna til-
veru Israelsrikis og lifa i friði
við það.
ISRAELSMENN velta fyrir
sér fram og aftur muninum á
tveimur arabiskum orðum,
sem bæði tákna frið, eða
salaam og sulh. Arabiskir
stjórnmálamenn viðhafa eink-
um orðið salaam þegar þeir
tala um frið, en tsraelsmenn
halda fram , að það orð þýði i
raún og veru aðeins frið til
bráðabirgða, eða eins konar
vopnahlé.
Óski Arabar fyrst og fremst
eftir þess háttar friði vilja þeir
með öðrum orðum aðeins bæta
aðstöðu sina til þess að hefja
ófrið að nýju siðar meir, segja
tsraelsmenn. Þeir segjast
telja hreina fásinnu að fórna
góðri hernaðaraðstöðu fyrir
þess háttar frið.
HVAÐ veldur þvi, að Arabar
eiga bágt með að sætta sig við
sulh — fullan og einlægan frið
— við tsrael?
Þvi er auðsvarað og svarið
felst i einu orði: Palestina.
Allar þjóðir eru nú farnar að
viðurkenna, að þetta orð
tóknar ekki framar einungis
flóttamannavandamál, heldur
alvarlegan stjórnmálavanda.
Ef til vill er unnt að neita
þvi, að Palestinumenn hafi
getað talizt þjóð árið 1948 en
það eru þeir vissulega orðnir
nú. Þeir hafa orðið að sæta þvi
sameiginlega i 25 ár, að þreyja
vegabréfslausir og án þess að
eiga varanlegt þak yfir
höfuðið, og þetta riður bagga-
muninn.
Undangengna mánuði hafa
æ fleiri tsraelsmenn gert sér
þessa staðreynd ljósa. Verka-
mannaflokkurinn, sem fer
með völd i tsrael, hefir meira
að segja neyðzt til að viður-
kenna, með afar óákveðnu
orðalagi þó, þjóðlega tilvist
Jordaniumanna og Palestinu-
manna.
MJÖG margir Israelsmenn
lita svo á, að sérhver
hernaðarathöfn rikisins, allt
siðan að það var stofnað, hafi
verið lögmæt varnarráðstöfun
og ekkert annað. Þeir hinir
sömu væru eigi að siður reiðu-
búnir að viðurkenna, að stofn-
un rikisins hafi farið fram á
þann veg, að Palestinumenn
hafi óhjákvæmilega verið
órétti beittir. Ef til vill er að
renna upp fyrir tsraelsmönn-
um, að ef þeir vilji raun-
verulegan frið við Arabarikin
verði þeir sjálfir að byrja á þvi
að ná friði við Palestinumenn.
Ýmislegt bendir til, að Pal-
estinumenn séu loks reiðu-
búnir til að fallast á frið. Þeir
Palestinumenn, sem búið hafa
við hernám tsraelsmanna
undangengin sex ár, gera sér
fulla grein fyrir tilveru
tsraelsrikis og mætti. Þeir
vita mætavel, að Israelsrfki
verður ekki afmáð i einu vet-
fangi eða átakalaust. Þeir
kunna að óska eftir að fá að
flytjast til fyrri heimkynna
sinna i Jaffa eða Haifa, en úr
þessum óskum dregur óneit-
anlega sú vissa, að nú eru
þetta israelskar nútimaborg-
ir, sem likjast aðeins að litiu
leyti borgunum, sem þeir
bjuggu i forðum daga.
VERA má, að þorri þeirra
flóttamanna, sem búið hafa
utan Palestinu, geri sér ekki
fulla grein fyrir þessu. Leið-
togar andspyrnuhreyfingar
Palestinumanna vita hins
vegar vel, að markmiði þeirra
um „sameinað lýðræðisriki i
trúarlegri einingu” i Palestinu
verður ekki með nokkru móti
náð fyrr en einhvern tima i
órafjarlægri framtið. Margir
þeirra eru reiðubúnir að at-
huga þá iausn að minnsta
kosti til bráðabirgða, að riki
Palestinu-Araba verði stofnað
við hliðina á riki Gyðinga.
Enn hafa leiðtogar tsraels-
manna tekið þessari hugmynd
með háði og spotti einungis.
Þeir halda fram, að riki þetta
yrði of litið tii þess að þvi væri
lifvænt efnahagslega, og auk
þess hlyti öryggi tsraels að
stafa af þvi stöðug hætta, að
minnsta kosti ef leiðtogar
skæruliða færu þar með stjórn
og nytu aðstoðar Rússa.
PALESTINUMENN verða
sjálfir að taka sinar ákvarð-
anir að þvi er fyrra atriðið
varðar. Flestir þeirra vildu
efalaust fegnir hafa náið
samband ef ekki rikjasam-
band við Jordaniu, að minnsta
kosti ef þeir gætu reitt sig á, að
það samband yrði ekki til
þess, að þeir yrðu að nýju að
lúta arfbundinni stjórn
Hussein konungs. Ekki verður
séð, að Palestinumönnum beri
á nokkurn hátt að láta
tsraelsmenn ráða fram úr
þessu máli fyrir sina hönd.
Hvað öryggið varðar hlýtur
friðarráðstefnan að hafa sitt
að segja fyrst og fremst,
Friðarsamningarnir verða að
vera bindandi fyrir Palestinu-
menn og þess vegna verða
þeir að eiga sina fulltrúa á
ráðstefnunni. Ekki skiptir
miklu máli þó að þeir eigi ekki
setu á ráðstefnunni meðan
aðeins er rætt um „brottflutn-
ingherja” frá Egyptalandi, en
þeir verða að vera setztir að
samningaborðinu þegar farið
verður að fjalla um kjarna
máisins.
ISRAELSMENN eru vita-.
skuld andvigir þvi, að setjast
að samningaborði með
„hermdarverkamönnum”.
Þeir andmæla rétti Frelsis-
hreyfingar Palestinu til þess
að koma lram fyrir hönd allra
Palestinumanna, og eru þar á
sama máli pg Hussein
konungur. Fyrrverandi
hermdarverkamenn hafa
orðið virkir stjórnmálamenn i
mörgum rikjum, ekki Siður i
tsrael en annars staðar.
Réttur Frelsishreyfingar Pal-
estinu til þess að koma fram
fyrir hönd Palestinu-
manna verður ekki úrskurðað
ur á fullnægjandi hátt fyrri en
að frjáls stjórnmálasamtök
geta tekið til starfa á vestur-
bakka Jordan og Gaza-
svæðinu,og frjálsar kosningar
fara þar fram.
Hér verður hið sama uppi á
teningnum og áður, þegar
betur er að gáð. Palestinu-
menn verða sjálfir að kveða á
um, hver komi fram fyrir
þeirra hönd, en tsraelsmenn
hafa þar ekki ákvörðunarrétt.
Vilji Palestinumenn, að
Frelsishreyfingin komi fram
fyrir þeirra hönd, er bæði
ósanngjarnt og auk þess til-
gangslaust fyrir tsraelsmenn
að reyna að semja um framtið
þeirra við einhverja aðra.
tsraelsmenn geta ekki gert sér
vonir um að koma á raunveru-
legum og varanlegum friði við
arabiska granna sina fyrr en
að þeir semja þar um við þá
fulltrúa, sem Palestinumenn
hafa sjálfir gefið gild umboð.
Þ.Þ.