Tíminn - 04.01.1974, Page 21

Tíminn - 04.01.1974, Page 21
Föstudagur 4. janúar 1974 TÍMINN 21 HÉR fara á eftir upplýsingar, sem safnað var saman siðla sum- ars, um smiðar verkamannabú- staða á vegum stjórna verka- mannabústaða, víðs vegar um land, samkvæmt lögum nr. 30/1970. Samkvæmt könnuninni höfðu þá 24 fbúðir verið fullgerðar á landinu, 137 voru I smiðum og undirbúningur var hafinn að smiði 507 íbúða. I. fullgerðar ibúðir i verkamannabústöð- um: Patreksfjörður. Þar höfðu 6 ibúð- I ir verið fullgerðar siðla sumars á þessu ári, og stjórn verkamanna- bústaða hefur uppi fyrirætlanir um smiði sex ibúða til viðbótar. Or þvi hefur hins vegar ekki orðið enn, þar sem fjármagnsgrundvöll skortir um sinn. Sauðárkrókur. A Sauðárkróki var lokið smiði 12 ibúða á árinu 1972. Neskaupstaður. Þar var lokið smiði 6 ibúða á þessu ári. Fyrir- ætlanir eru uppi um smiði 6 Ibúða til viðbótar, en fjárhagsgrundvöll skortir um sinn. Samtals eru þvi 24 fbúðir full- geröar i nýja verkamannabú- staðakerfinu, á þremur stöðum á landinu. II. Smiði hafin: Akranes. A Akranesi er smiði 18 ibúða hafin. tbúðirnar eru i fjölbýlishúsi, i tveimur stigahús- um, og eru þær fokheldar nú. Borgarnes. Þar eru 6 ibúðir i smiðum og er áætlað að þær verði fullgerðar um næstu áramót, 1973-1974. isafjörður. A Isafirði eru 20 Ibúðir i smiðum og er áætlað að þær verði fullgerðar i byrjun desember næsta ár, 1974. Hólmavík.Þar stendur yfir smiði fjögurra ibúða. Væntanlega verð- úr lokið við þær um næstu ára- mót, 1973-1974. Siglufjörður. Þar eru 3 ibúðir fullgerðar um þessar mundir. Akureyri. Á Akureyri eru i smiðum 28 ibúðir i f jölbýlishúsum og munu þær nú fokheldar. Vopnafjörður. 6 ibúðir eru i smiðum á Vopnafirði, en smiði þeirra hófst i sumar. Reyðarfjörður.Þar eru 4 íbúðir i smiðum. Verkið hófst i sumar. Fáskrúðsfjröður. Þar eru 4 Ibúðir i smiðum. Verkið hófst i sumar. Fáskrúðsfjörður. Þar eru einn- ig 4 ibúðir i smiðum og var byrjað á þeim i sumar, eins og á Reyðar- firði og Vopnafirði. Hafnarfjröður 1 haust hófst smiði 12 Ibúða i Hafnarfirði. Kópavogur. Unnið er að smiði 32 ibúða i Kópavogi, og hófst verkið þar einnig i haust. Samtals stendur þvi yfir smíði 137 ibúða i verkamannabústaða- kerfinu, samkvæmt lögum nr. 30/1970. III. Smiði i undirbúningi: Stykkishólmur Patreksfjörður Rildudalur Bolungarvik Dalvik Vesmannaeyjar Newkaupstaður Gerðahreppur Njarðvikur Ólafsvik Reykjavik Tölur þessar eru birtar með fyrirvara, þar sem þær geta breytzt enn. Til nánari skýringar má geta þess, að á Patreksfir i, i Stykkishólmi, og i Ólafsvik er ýmist unnið að teikningum, eða þær liggja fyrir fullgerðar. t Bolungarvik hefur útboð farið fram og samningar við verktaka eru I undirbúningi. Áætlað er, að smiði ibúðanna á Dalvik hefjist bráðlega. Fram- kvæmdir i Gerðahreppi hafa ver- iö heimiiaðar. Smiði ibúðanna 400 I Reykjavik mun vera um það bil að hefjast. t byrjun þessa árs, fyrir eldgosið i Vestmannaeyjum hafði verið lokið við teikningar af 54 ibúðum þar, og upplýst er, að fyrirhugaðar lóðir urðu ekki fyrir neinum spjöllum af völdum eld- gossins. Magnús Magnússon, 4 ibúðir 6 ibúðir 3 íbúðir 6 Ibúðir 6 ibúðir 54 ibúðir 6 ibúðir 4 ibúðir 6 ibúðir 12 ibúðir 400 ibúðir SMIÐI VERKA- AAANNABÚSTAÐA bæjarstjóri, hefur sagt, að fullur vilji sé fyrir hendi um að hefja smiði þessara ibúða, enda hafa Vestmannaeyingar með réttum hætti greitt framlög sin i Bygg- ingarsjóð verkamanna. Samtals eru þvf I undirbún- ingi smiðar 507 fbúða á 11 stöðum á landinu. IV. óvissa um undirbúning: t 12 öðrum byggðarlögum en sagt hefur verið frá hér á undan, hafa stjórnir verkamannabú- staða verið skipaðar, og er þess vænzt, að þar sé undirbuningur smiða á döfinni. Hér er um að ræða bæði smá og stór byggðar- lög um land allt. Má búast við, að viðkomandi stjórnir séu a.m.k. sumar hverjar að „safna i sarp- inn”, það er að safna fé saman i Byggingarsjóð verkamanna, til þess að geta hafizt handa af full- um krafti siðar. Um stærðarreglur fyrir tvibýlis- og þribýlishús Að udnanförnu hefur nokkur vafi leikið á þvi, hvort stofnunin ætti að láta íbúðir i tvibýlishúsum og jafnvel þribýlishúsum búa við sömu stærðarreglur og ibúðir i einbýlishúsum og raðhúsum. Áð- ur fyrr leit stofnunin svo á, að Ibúðir I tvibýlis- og öðrum sam- býlishúsum heyrðu undir sömu stærðarreglur og Ibúðir i fjölbýl- ishúsum. Félagsmálaráðuneytið hefur nú staðfest, að þetta sé rétt og að þetta skuli gert áfram. Samkvæmt þvi gilda sömu stærð- arreglur um ibúðir í tvíbýlis- og öðrum sambýlishúsum eins og um ibúðir I fjölbýlishúsum. Hins vegar eru einbýlishús og raðhús áfram saman um sömu stærðar- reglur. Hámark meðalárstekna og meðaleigna ibúðar- kaupanda i verkamannabústað t reglugerð frá árinu 1970 er sagt fyrir um, hvert skuli vera hámark meðal árstekna ibúðar- kaupanda i verkamannabústað, þrjú siðustu árin áður en ibúð er keypt. Þá er einnig tilgreint hámark skuldlausrar eignar ibúðarkaupanda, miðað við meðaltal þriggja síðustu áramóta fyrir ibúðarkaup. Tölurnar breyt- ast I hlutföllum við breytingar á kaupgreiðsluvisitölu. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Islands, breytast nú tölur þessar og eru sem hér segir, pr. 1. janúar 1973 (þær breytast á nýjan leik pr. 1. janúar 1974): Arstekjur 1970 220.000 1971 250.602 1972 290.444 1973 338.250 Viðbót fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs 1970 1971 1972 1973 20.000 22.782 26.404 30.750 Skuldlaus eign 1970 1971 1972 1973 400.000 509.678 525.603 629.032 Þessar tölur eru miðaðar við atvinnu- og eignatekjur, það er þær tekjur, sem framtelandi, eig- inkona hans og börn innan 16 ára aldurs vinna fyrir á 3 sið- ustu skattárum, áður en ibúð er' keypt. Eigin húsaleiga og bætur frá Tryggingastofnun ríkisins teljast ekki atvinnu- eða eigna- tekjur i þessu tilliti. Hafi barn innan 16 ára aldurs verið sérskattað, skulu þær tekjur ekki reiknaðar með, en þess i stað skal reikna með fjárhæð sem nemi helmingi persónufrádráttar barns á hverju einstöku skattári. Að öðru leyti bætast tekjur barna innan 16 ára aldurs við tekjur framteljanda, en á móti hækka ofangreindar hámarkstölur meðaltekna framteljanda, við hvert barn innan 16 ára aldurs, án tillits til þess hvort barnið hefur tekjur eða ekki. Ef barnið nær 16 ára aldri á þvi þriggja ára tima- bili, sem að framan greinir, falla tekjur barnsins út á þvi ári er sextán ára aldri er náð, og þá um leið aukahámark framteljanda. Meðalárstekjur barnlausra hjóna, sem ætla að kaupa ibúð i verkamannabústað á árinu 1973, eru þvi reiknaðar þannig, að at- vinnu- og eignatekjur þeirra á árunum 1970, 1971 og 1972 eru lagðar saman og deilt i með þremur. Sú útkoma, er þannig fæst, má ekki vera hærri en 338.250 krónur. A sama hátt hækkar hámark tekna við hvert barn um 30.750 krónur. Skuldlaus eign miðuð við 31. desember 1970, 1971 og 1972, lögð saman og deilt i með þremur, má ekki vera hærri en 629.032 krónur. Frá teiknistofu Teiknistofa Húsnæðismála- stofnunarinnar vill vekja athygli á nokkrum atriðum, sem myndu flýta enn frekar afgreiöslu teikn- inga frá stofnuninni. Nauðsynlegt er, að með hverri pöntun i teikningu fylgi, auk nafns og heimilisfangs húsbyggj- anda, götuheiti og númer bygg- ingarlóöar, afstöðumynd, hæðar- blað og byggingarskilmálar, ef einhverjir eru. Ef þetta fylgir pöntuninni, er hægt að merkja hverja teikningu og númera hverri bygginarlóð, en það auðveldar niðurröðun teikn- inga I teikningageymslu viðkom- andi byggingarfulltrúa, svo og teiknistofnunnar sjálfrar. Ef húsbyggjanda ér mögulegt að fá upplýsingar um legu vatns- æðar og legu og hæð frárennslis- lagnar, er nauðsynlegt að fá þau gögn send með pöntunum á teikn- ingum. Teiknistofan vill vekja athygli á þvi, að talsverð vinna liggur i þvi að staðfæra hús á byggingarlóðir, en slikt verður að gera i hverju einstöku tilfelii. A þvi hefur borið, að teiknistofunni hefur ekki verið ætlaður nógu langur timi til þess að staðfæra teikningar. Þvi er mikilvægt, að væntanlegir hús- byggjendur leggi inn pantanir á teikningum með góðum fyirvara, áður en þeir hyggjast hefja hús- byggingu sina. Til þess að gefa til kynna verk- efni teiknistofunnar má geta þess, að þann 21. ágúst i sumar höfðu verið afgreiddar teikningar af 301 einbýlishúsi, frá áramót- um, og þá lágu fyrir 45 pantanir. A þessu timabili afgreiddi teikni- stofan þvi um það bil tvær teikn- ingar á degi hverjum. Talsvert hefur borið á þvi, aö byggingarlóðum einbýlishúsa er úthlutað seinni hluta vetrar og á vorin. Æskileg þróun þessara mála gæti verið sú, að lóðaúthlut- un færi fram seinni hluta sumars eða á haustin og væri þá ætlast til þess að smiðar hæfust ekki fyrr en að vori. Þá gæfist meiri timi og næði til þess að inna ýmiss konar undirbúningsvinnu af hendi og á þetta jafnt við um húsbyggjend- ur, hvort sem þeir eru viðskipta- vinir Húsnæðismálastofnunar- innar eða ekki. Með þessu móti yrðu möguleikar á, að allri teikni- og annarri undirbúningsvinnu væri lokið áður en smiði hæfist. Þegar um er að ræða stærri bygg- ingar, þarf að sjálfsögðu lengri undirbúningstima. Teiknistofan vill koma á fram- færi þakkiæti til byggingarfull- trúa fyrir gott samstari á umliðn- um árum. Stofnunin ætlast að jafnaði til nokkurs af þeim og vinna þeir óeigingjarnt starf sem er ómetanlegt fyrir teiknistofuna og húsbyggjendur. Framsóknarfélögin í Reykjavfk efndu að venju til jólatrésskemmtunar, sem haldin var að Hótel Sögu milli jóla og nýárs. Þar var margt um manninn, og glaðlegt bros á mörgu ungu andliti enda margt til gamans gert. — __ — Tfmamynd: Róbert. § V*'"* 'i ”, „ ' ííR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.