Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 2
2 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Mikilvægt er að undir- strika sjálfstæði Mannréttinda- skrifstofu Íslands og auka fjár- framlög til hennar. Þetta kom fram í minnisblaði Halldórs Ásgrímsson- ar, þáverandi utanríkisráðherra, til ríkisstjórnar árið 1998 og virðist ganga þvert á nýlega ákvörðun fjárlaganefndar Alþingis um að hætta fjárveitingum til skrifstof- unnar. Magnús Stefánsson, formaður nefndarinnar, sagði í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær að það hafi verið gert að beiðni ríkisstjórnar- innar. Skrifstofunni verður nú gert að sækja sérstaklega um fé til dómsmála- og utanríkisráðuneytis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir lykilatriði að skrifstofan sé sjálfstæð og eigi starfsemi sína ekki undir velvilja einstakra ráðherra. „Það dregur úr sjálfstæði hennar,“ segir Lúðvík. „Alþingi getur ekki gert lítið úr sjálfstæði sínu með því að vísa á einstaka ráðherra um framlög. Af- staða ráðherra, einkum dómsmála- ráðerra, vekur upp hugrenningar um að hann óttist að Mannréttinda- skrifstofan taki illa í hugmyndir hans um að koma á fót einhverskon- ar leyniþjónustu.“ Samkvæmt heimildum blaðsins er von á mótmælum frá alþjóðleg- um stofnunum vegna ákvörðunar fjárlaganefndar og ráðherra dóms- mála og utanríkismála. - ghg Algjör óvissa ríkir í Úkraínu Hæstiréttur Úkraínu fjallar á mánudaginn um áfrýjun Viktors Júsjenko forsetaframbjóðanda. Allt að 200 þúsund manns mótmæla á götum Kænugarðs. Hnífstunga á aðfangadag: Maður sýknaður DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann um fertugt fyrir að hafa stungið fyrrverandi sambýliskonu sína með hnífi eða skærum í bringu í heimahúsi á aðfangadag árið 2002. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 18 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi. Maðurinn, konan og önnur kona sátu að drykkju og voru öll undir áhrifum áfengis og lyfja umræddan aðfangadag. Hæstiréttur telur að ekki hafi komið fram lögfull sönnun þess að maðurinn hafi stungið konuna. Hann beri við minnisleysi og konan hafi ekki getað borið af eigin raun hver hafi stungið hana. Framburður hinnar konunnar sé einnig á reiki. Hún hafi fyrst sagt að ókunnugur maður hefði verið að verki, en síðan sagt manninn hafa stungið konuna. - th Yfirstjórn Reykjavíkur: Konur í meirihluta BORGARRÁÐ Meirihluti borgarráðs samþykkti í gær skipan í stöður í yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Konur munu gegna tíu störfum af þeim fjórtán sem ráðið var í. Svanhildur Konráðsdóttir, for- stöðumaður Höfuðborgarstofu, var ráðin sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Hrólfur Jóns- son slökkviliðsstjóri var ráðinn í starf sviðsstjóra framkvæmda- sviðs, Anna Skúladóttir, fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar, var ráðin sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína Ásvaldsdóttir, verkefnis- stjóri þjónustu- og hverfamála hjá Reykjavíkurborg, var ráðin sviðs- stjóri þjónustu- og rekstrarsviðs. - ghg Heilbrigðisráðherra: Gagnrýndur fyrir svik STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar sóttu hart að Jóni K r i s t j á n s s y n i hei lbr igðisráð- herra á Alþingi í gær og sökuðu hann um að svíkja fyrirheit sín gagn- vart öryrkjum. Össur Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, las upp úr viðtali við ráðherra í DV 27. nóvember 2003 þar sem haft var eftir Jóni að hann hefði þá aðeins getað staðið við 2/3 hluta samningsins við öryrkja. Heilbrigðisráðherra svaraði því til að hér rugluðu menn saman samn- ingnum við öryrkja sem hefði falið í sér einn milljarð í hækkanir bóta og hins vegar óskum öryrkja- bandalagsins: „Sök mín var sú að vilja berjast áfram fyrir bættum kjörum öryrkja og koma til móts við skilning þeirra“. - ás „Já, það lítur út fyrir að það hlýni hraðar á norðurslóðum en vísinda- menn höfðu áður gert ráð fyrir.“ Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu að engar bindandi aðgerðir til að bregðast við hlýn- un á norðurhveli jarðar hefðu verið ákveðnar á ráðherrafundi Norðurheimskautsráðsins í Reykjavík í gær. Nýleg skýrsla bendir til þess að það hlýni helmingi hraðar á norðurhveli en ann- ars staðar og íshettan yfir norðurheimskautin kunni að bráðna. Árni Finnsson er formaður samtakanna. SPURNING DAGSINS Árni, er að bráðna undan okkur? Umferðarþing 2004: 1,6 milljarðar í öryggismál SAMGÖNGUR Á næstu fjórum árum verður 1,6 milljörðum króna varið til umferðarörygg- ismála. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra á Umferðarþingi í gær. „Dregið hefur úr umferðaröryggi á Íslandi,“ sagði Sturla og bætti við að stefna sam- gönguráðuneytis- ins væri skýr; um- ferðaröryggisáætl- un yrði fylgt fast eftir með auknum fjárveitingum á næsta ári og rann- sóknir á umferðarslysum yrðu auknar. Birgir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri umferðaröryggis- sviðs, sagði að auglýsingaherferð Umferðarstofu þar sem reynt er að hafa áhrif á hegðan ökumanna og auka umferðaröryggi hefði skilað góðum árangri. Samkvæmt Gallup- könnun töldu 85,4 prósent að boð- skapurinn kæmist til skila og væri árangursríkur. -bs Dalvík: Meirhlutinn náði saman BÆJARSTJÓRN Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa aftur tekið upp samstarf um meirihluta í bæj- arstjórn Dalvíkur, en því var slitið formlega á laugardag. Upp úr slitnaði vegna skólamála, en sjálfstæðismenn vildu sameina rekstur Húsabakkaskóla og Dalvík- urskóla. Það var nokkuð sem fram- sóknarmenn sættu sig ekki við. Svanhildur Árnadóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, segir að nefnd muni skoða málið. Ákvörðun verði tekin í byrjun næsta árs. ■ STURLA BÖÐVARSSON Ráðherra segir umferðaröryggi hafa minnkað. JÓN KRISTJÁNSSON Vísaði öllum svikabrigslum á bug. Fréttablaðið: Frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn LAUGARDALUR Fréttablaðið býður landsmönnum frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla aðvent- una. Þar verður lífleg röð við- burða sem hefst nú á sunnudag- inn með opnun jólamarkaðar handverksfólks er verður opinn frá 13.30 til 17 alla daga til jóla. Helgistund í umsjá sr. Jóns Helga Þórarinssonar, prests í Langholtskirkju, verður klukk- an 15.30 þennan fyrsta sunnu- dag í aðventu og Skákfélagið Hrókurinn verður með þriðja mót Tívolísyrpu Íslandsbanka sama dag. Fram undan er svo fjölbreytt dagskrá fram á Þor- láksmessu með sögustundum, jólahlaðborðum og heimsóknum jólasveina þegar þeir fara að tínast til byggða frá og með 12. desember. Fiskasafn garðsins verður opnað þann 1. desember og þar verður margt skemmti- legt og fræðandi að sjá. Svo eru það húsdýrin sem ávallt laða að og ekki úr vegi að minnast þess þegar þau eru heimsótt í að- draganda jólanna að Jesúbarnið fæddist í fjárhússjötu. - gg HÚSDÝRAGARÐURINN Fjölbreytt dagskrá verður á aðventunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Undirstrikaði mikilvægi sjálfstæði Mann- réttindaskrifstofunnar. Nú hefur fjárfram- lögum til hennar verið hætt og henni gert að sækja um fé til ráðuneyta ár hvert. Barnsránið í Kópavogi: Skólastjórar ræði við börn MANNRÁN Brýnt verður fyrir skólastjórum í Kópavogi að ræða við grunnskólabörn vegna brottnáms níu ára stúlku í bæn- um í fyrradag. Henni var rænt og hún skilin eftir við Skálafell. Árni Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri fræðsluskrif- stofu Kópavogs, segir að af gefnu tilefni hafi fyrr á þessu ári verið brýnt fyrir börnum í Digranesskóla, Hjallaskóla og Lindaskóla að fara ekki upp í bíl með ókunnugum. Þetta verður að sögn Árna endurtekið í öllum skólum í bænum í forvarnar- skyni. - ghg Mannréttindaskrifstofa: Mikilvægi virðist umdeilt í ríkisstjórn MÓTMÆLT Í NÍSTINGSKULDA Þúsundir stuðningsmanna Júsjenkos hafa mótmælt á götum Kænugarðs og annarra borga landsins síðan á sunnudaginn. ÚKRAÍNA, AP Hæstiréttur Úkraínu ætlar ekki að birta niðurstöðu for- setakosninganna fyrr en hann hefur tekið fyrir áfrýjunarbeiðni Viktors Júsjenko, sem tapaði kosn- ingunum samkvæmt niðurstöðum yfirkjörstjórnar. Júsjenko sættir sig ekki við niðurstöðuna þar sem hann segir kosningarnar hafa verið ólýðræðislegar. Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu hefur meðal annars tekið undir gagnrýni Júsj- enkos. Einn af ráðgjöfum Viktors Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, sem yfirkjörstjórnin hefur lýst sigurvegara kosning- anna, segir hæstarétt ekki hafa heimild til þess að ógilda kosning- arnar. Rágjafar Júsjenkos vísa því alfarið á bug. Þúsundir stuðningsmanna Júsj- enkos, sem ólíkt Janukovitsj vill efla tengslin við Vesturlönd, hafa mótmælt á götum Kænugarðs og annarra borga landsins síðan á sunnudaginn. Júsjenko hefur ávarpað fjöldann og hvatt til alls- herjarverkfalls verði Janukovitsj lýstur sigurvegari. Ekki er búist við að hæstiréttur Úkraínu komist að niðurstöðu fyrr en á mánudaginn. Talið er að Júsj- enko muni nota tímann þangað til til að hvetja stuðningsmenn sína enn frekar til mótmæla. Allt að tvö hundruð þúsund manns hafa mótmælt á götum Kænugarðs undanfarið í miklum kulda. Ráðamenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og varað við því að ef ekki verði komist að lýðræðislegri niðurstöðu kunni það að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir samband Úkraínu við Vestur- lönd. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist allt öðruvísi við. Í gær- morgun endurtók Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hamingjuóskir sínar til Janukovitsj, sem vill efla tengsl Úkraínu og Rússlands á nýj- an leik eftir þrettán ára aðskilnað. Ráðgjafar Janukovitsj hafa sagst vilja ná sáttum við Júsjenko, sem hefur þvertekið fyrir nokkurs konar málamiðlun. ■ 02-03 fréttir 25.11.2004 22:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.