Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 47
34 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Við óskum... ... sunddrottningunni Ragnheiði Ragnarsdóttur góðs bata og vonumst til að sjá hana í lauginni sem fyrst. Ragnheiður er okkar besta sundkona í dag og það er óskandi að þetta þrefalda ökklabrot setji ekki stórt strik í reikninginn hjá þessari metnaðarfullu stúlku sem ætlar sér gull á Ólympíuleikunum í Peking eftir fjögur ár. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeild karla SKALLAGRÍMUR - TINDASTÓLL 105-72 Stig Skallagríms: Clifton Cook 27 (5 stoðs.), Jovan Zdravevski 26, Ragnar Steinsson 16, Nick Anderson 13 (14 frák.) Stig Tindastóls: Ron Robinson 23, Bet- huel Fletcher 14 (5 frák., 5 stoðs.), Svavar Birgisson 11 (5 frák.) HAMAR/SELFOSS - KEFLAVÍK 92-86 KR - KFÍ 92-67 Njarðvík - Fjölnir 98-88 (eftir fram- lengingu). Stig Njarðvíkur: Matt Sayman 26 (12 frák., 11 stoðs.), Friðrik Stefánsson 21 (13 6 varin), Anthony Lackey 15 (8 frák.) Stig Fjölnis: Darrel Flake 24 (16 frák), Jeb Ivey 23, Nemanja Sovic 29 (13 frák.), Jafnt var eftir venjulegan leiktíma. Brynjar Kristófersson, leikmaður Fjöln- is, fékk tvö vítaskot þegar tvær sek- úndur voru til leiksloka og hefði getað tryggt Fjölni sigurinn en misnotaði bæði vítaskotin og leikurinn var því framlengdur. SNÆFELL - ÍR 104-88 Stig Snæfells: Pierre Green 31 (7 frák., 4 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 23, Hlynur Bæringsson 22 (13 frák., 4 stoðs.), Magni Hafsteinsson 20 (8 frák., 5 stoðs.), Pálmi Freyr Sigurgeirs- son 5 (6 stoðs.), Bjarne Níelsen 3, Stig ÍR: Theo Dixon 24 (5 frák., 5 stoln.), Grant Davis 19 (14 frák., 4 stoðs.), Eiríkur Önundarson 19 (4 stoðs.), Gunnlaugur Erlendsson 8, Ólafur Sigurðsson 6 (6 stoðs.), Fannar Helgason 6 (7 frák.), Ómar Sævarsson 4, Sveinbjörn Claessen 2, STAÐAN UMFN 8 7 1 769:626 14 Snæfell 8 6 2 707:638 12 Fjölnir 8 5 3 741:722 10 Keflavík 8 5 3 714:648 10 Skallagrímur 8 5 3 697:661 10 KR 8 4 4 667:665 8 Grindavík 7 3 4 626:630 6 Haukar 7 3 4 614:577 6 ÍR 8 3 5 727:755 6 Hamar/Self. 8 3 5 715:781 6 Tindastóll 8 3 5 655:751 6 KFÍ 8 0 8 664:842 0 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Föstudagur NÓVEMBER FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er ekki í góðum málum þessa dagana, hvort sem litið er á stöðu liðsins í úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni, eða þá stig- vaxandi fjölda lykilmanna á meiðslalistanum. Luis Garcia varð á þriðjudaginn þriðji fram- herji liðsins sem meiðist á stutt- um tíma en áður höfðu Djibril Cisse (fótbrot) og Milan Baros helst úr lestinni á síðustu vikum. Auk þessa er fyrirliðinn Steven Gerrard nýstiginn upp úr fótbroti sem hann varð fyrir í leik gegn Manchester United í september, Vladimir Smicer missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla, Djimi Traore verður ekki með á næst- unni og þá er Spánverjinn Anton- io Nunez nýbyrjaður að æfa eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum á aðeins sinni annarri æfingu hjá félaginu eftir að hafa verið keypt- ur frá Real Madrid í haust. Liverpool seldi þá Emile Heskey og Michael Owen fyrir tímabilið þar sem ekki var talið að þörf væri fyrir þá en hún er vissu- lega núna þegar Rafael Benitez þarf að velja á milli þeirra Neil Mellor, Florent Sinama-Pongolle og Harry Kewell þegar liðið mæt- ir ensku meisturunum í Arsenal um helgina. Sá síðastnefndi hefur átt skelfilegt tímabil og er ekki líklegur til að nýtast liðinu mikið þrátt fyrir fyrri frægð og því kemur það væntanlega í hlut ungra og óþekktra leikmanna að leiða framlínu Liverpool á næst- unni. Varnarmaðurinn Sami Hyypia gerir sér grein fyrir að það er erfitt að sjá hverjir eiga að skora mörkin fyrir liðið á næstunni. „Þegar menn spila með Liverpool þurfa menn að sýna karakter og nú er tækifæri fyrir að aðra leik- menn að sýna sig og sanna. Það er samt mikið áhyggjuefni að sjá fyrir hverjir eiga að skora mörk- in fyrir okkur. Við erum búnir að missa Djibril og Milan og það er ljóst að ef þú tekur tvo aðalfram- herjana út úr hvaða liði sem er þá á það lið eftir að lenda í vandræð- um,“ sagði Hyypiä í viðtali á heimasíðu Liverpool. Liverpool er í þriðja sæti í Meistaradeildinni og þarf að vinna topplið Olympiakos í lokaleiknum til þess að komast áfram en leikmenn Liverpool hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum liðsins í Meistaradeild- inni þegar það er tekið inn í myndina að Jorge Andrade skor- aði eina markið í 1-0 sigri Liver- pool á Deportivo í sitt eigið mark. Í deildinni er staðan einnig döpur, liðið er í áttunda sæti og næstu þrír mótherjar eru allir meðal fimm efstu liða deildarinn- ar, nú fyrst lið Arsenal á sunnu- daginn. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, á í miklum vand- ræðum með að finna sóknarmenn til að spila fyrir liðið. Hver á að skora núna? Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur misst alla markaskorara sína. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Haukar mætast í Grindavík í Inter- sportdeild karla í körfubolta.  19.15 Breiðablik og ÍS mætast í Smáranum í 1. deild karla í körfu- bolta.  19.15 ÍBV og Víkingur mætast í Vestmannaeyjum í suðurriðli 1. deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leikina í ensku úrvalsdeildinni um helgina.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Mótorsport 2004 á Sýn. Sýnt frá torfærukeppni á Hellu í sumar.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deildina í fótbolta.  21.00 World Series of Poker á Sýn.  01.00 NBA-deildin á Sýn. Bein útsending frá leik Detroit Pistons og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er föstudagurinn á jólapökkum til Evrópu er mánudagurinn á jólapökkum innanlands er þriðjudagurinn 3.12. 13.12. 21.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólapakkana 46-47 (34-35) Sport 25.11.2004 22:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.