Fréttablaðið - 26.11.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 26.11.2004, Síða 47
34 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Við óskum... ... sunddrottningunni Ragnheiði Ragnarsdóttur góðs bata og vonumst til að sjá hana í lauginni sem fyrst. Ragnheiður er okkar besta sundkona í dag og það er óskandi að þetta þrefalda ökklabrot setji ekki stórt strik í reikninginn hjá þessari metnaðarfullu stúlku sem ætlar sér gull á Ólympíuleikunum í Peking eftir fjögur ár. sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeild karla SKALLAGRÍMUR - TINDASTÓLL 105-72 Stig Skallagríms: Clifton Cook 27 (5 stoðs.), Jovan Zdravevski 26, Ragnar Steinsson 16, Nick Anderson 13 (14 frák.) Stig Tindastóls: Ron Robinson 23, Bet- huel Fletcher 14 (5 frák., 5 stoðs.), Svavar Birgisson 11 (5 frák.) HAMAR/SELFOSS - KEFLAVÍK 92-86 KR - KFÍ 92-67 Njarðvík - Fjölnir 98-88 (eftir fram- lengingu). Stig Njarðvíkur: Matt Sayman 26 (12 frák., 11 stoðs.), Friðrik Stefánsson 21 (13 6 varin), Anthony Lackey 15 (8 frák.) Stig Fjölnis: Darrel Flake 24 (16 frák), Jeb Ivey 23, Nemanja Sovic 29 (13 frák.), Jafnt var eftir venjulegan leiktíma. Brynjar Kristófersson, leikmaður Fjöln- is, fékk tvö vítaskot þegar tvær sek- úndur voru til leiksloka og hefði getað tryggt Fjölni sigurinn en misnotaði bæði vítaskotin og leikurinn var því framlengdur. SNÆFELL - ÍR 104-88 Stig Snæfells: Pierre Green 31 (7 frák., 4 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 23, Hlynur Bæringsson 22 (13 frák., 4 stoðs.), Magni Hafsteinsson 20 (8 frák., 5 stoðs.), Pálmi Freyr Sigurgeirs- son 5 (6 stoðs.), Bjarne Níelsen 3, Stig ÍR: Theo Dixon 24 (5 frák., 5 stoln.), Grant Davis 19 (14 frák., 4 stoðs.), Eiríkur Önundarson 19 (4 stoðs.), Gunnlaugur Erlendsson 8, Ólafur Sigurðsson 6 (6 stoðs.), Fannar Helgason 6 (7 frák.), Ómar Sævarsson 4, Sveinbjörn Claessen 2, STAÐAN UMFN 8 7 1 769:626 14 Snæfell 8 6 2 707:638 12 Fjölnir 8 5 3 741:722 10 Keflavík 8 5 3 714:648 10 Skallagrímur 8 5 3 697:661 10 KR 8 4 4 667:665 8 Grindavík 7 3 4 626:630 6 Haukar 7 3 4 614:577 6 ÍR 8 3 5 727:755 6 Hamar/Self. 8 3 5 715:781 6 Tindastóll 8 3 5 655:751 6 KFÍ 8 0 8 664:842 0 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Föstudagur NÓVEMBER FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er ekki í góðum málum þessa dagana, hvort sem litið er á stöðu liðsins í úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni, eða þá stig- vaxandi fjölda lykilmanna á meiðslalistanum. Luis Garcia varð á þriðjudaginn þriðji fram- herji liðsins sem meiðist á stutt- um tíma en áður höfðu Djibril Cisse (fótbrot) og Milan Baros helst úr lestinni á síðustu vikum. Auk þessa er fyrirliðinn Steven Gerrard nýstiginn upp úr fótbroti sem hann varð fyrir í leik gegn Manchester United í september, Vladimir Smicer missir af öllu tímabilinu vegna meiðsla, Djimi Traore verður ekki með á næst- unni og þá er Spánverjinn Anton- io Nunez nýbyrjaður að æfa eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum á aðeins sinni annarri æfingu hjá félaginu eftir að hafa verið keypt- ur frá Real Madrid í haust. Liverpool seldi þá Emile Heskey og Michael Owen fyrir tímabilið þar sem ekki var talið að þörf væri fyrir þá en hún er vissu- lega núna þegar Rafael Benitez þarf að velja á milli þeirra Neil Mellor, Florent Sinama-Pongolle og Harry Kewell þegar liðið mæt- ir ensku meisturunum í Arsenal um helgina. Sá síðastnefndi hefur átt skelfilegt tímabil og er ekki líklegur til að nýtast liðinu mikið þrátt fyrir fyrri frægð og því kemur það væntanlega í hlut ungra og óþekktra leikmanna að leiða framlínu Liverpool á næst- unni. Varnarmaðurinn Sami Hyypia gerir sér grein fyrir að það er erfitt að sjá hverjir eiga að skora mörkin fyrir liðið á næstunni. „Þegar menn spila með Liverpool þurfa menn að sýna karakter og nú er tækifæri fyrir að aðra leik- menn að sýna sig og sanna. Það er samt mikið áhyggjuefni að sjá fyrir hverjir eiga að skora mörk- in fyrir okkur. Við erum búnir að missa Djibril og Milan og það er ljóst að ef þú tekur tvo aðalfram- herjana út úr hvaða liði sem er þá á það lið eftir að lenda í vandræð- um,“ sagði Hyypiä í viðtali á heimasíðu Liverpool. Liverpool er í þriðja sæti í Meistaradeildinni og þarf að vinna topplið Olympiakos í lokaleiknum til þess að komast áfram en leikmenn Liverpool hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum liðsins í Meistaradeild- inni þegar það er tekið inn í myndina að Jorge Andrade skor- aði eina markið í 1-0 sigri Liver- pool á Deportivo í sitt eigið mark. Í deildinni er staðan einnig döpur, liðið er í áttunda sæti og næstu þrír mótherjar eru allir meðal fimm efstu liða deildarinn- ar, nú fyrst lið Arsenal á sunnu- daginn. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, á í miklum vand- ræðum með að finna sóknarmenn til að spila fyrir liðið. Hver á að skora núna? Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur misst alla markaskorara sína. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Haukar mætast í Grindavík í Inter- sportdeild karla í körfubolta.  19.15 Breiðablik og ÍS mætast í Smáranum í 1. deild karla í körfu- bolta.  19.15 ÍBV og Víkingur mætast í Vestmannaeyjum í suðurriðli 1. deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leikina í ensku úrvalsdeildinni um helgina.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Mótorsport 2004 á Sýn. Sýnt frá torfærukeppni á Hellu í sumar.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deildina í fótbolta.  21.00 World Series of Poker á Sýn.  01.00 NBA-deildin á Sýn. Bein útsending frá leik Detroit Pistons og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er föstudagurinn á jólapökkum til Evrópu er mánudagurinn á jólapökkum innanlands er þriðjudagurinn 3.12. 13.12. 21.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólapakkana 46-47 (34-35) Sport 25.11.2004 22:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.