Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.11.2004, Blaðsíða 43
Nýlegt gos í Grímsvötnummarkaði meiri tímamót enorðið hafa áður í íslenskum eldfjallarannsóknum. Í október í fyrra spáði Freysteinn Sigmunds- son, forstöðumaður Nor- ræna eldfjallasetursins eins og það heitir nú, að Grímsvötn mundu gjósa innan tveggja ára. Spá- dómur Freysteins er ekki lesinn úr kristalskúlu, heldur byggist á vísinda- legum athugunum. Í við- tali við Morgunblaðið 22. október 2003 sagði Freyst- einn að búast mætti við gosi í Grímsvötnum innan tveggja ára. Og nokkrum vikum fyrir gosið sögðu íslenskir jarðvísindamenn, að gjósa mundi í kjölfar hlaups úr Grímsvötnum. Það er reyndar gömul tilgáta Sig- urðar Þórarinssonar. Tilgáta Sig- urðar er nú staðfest en af var- færni vísindamannsins kalla Freysteinn hana vinnuhugmynd og segir kenninguna nú vera þannig að þegar kvikuþrýstingur hefur safnast á litlu dýpi undir Grímsvötnum dugi tiltölulega lít- ill þrýstiléttir til þess að gos hefj- ist. Vatnsþykktin sem hljóp fram í Skeiðarárhlaupinu var aðeins á milli tíu og tuttugu metrar en vegna þrýstings frá kviku á litlu dýpi hafi þetta dugað til þess að gos hæfist. „Þetta var miklu meira 1934, kannski 40-50 metrar,“ segir Freyst- einn. „En við höfðum séð núna, hvernig landið reis vegna söfnunar kviku í hólfið undir Grímsvötn- um. Við höfum getað fylgst nákvæmlega með landrisinu með mælitækj- um. Rannsóknarhópur á vegum Norræna eld- fjallasetursins, Raunvís- indastofnunar HÍ og Veð- urstofunnar fylgist með neti jarðskjálftamæla og GPS- stöðva sem mælir landrek, hæðar- breytingar og jarðskjálfta við eld- stöðvar landsins. Úrvinnslu er ekki að fullu lokið en það var með túlkun gagna úr þessum tækjum sem vísindamenn okkar gátu sagt að gos væri í aðsigi.Þessi störf ís- lenskra jarðvísindamanna hafa vakið heimsathygli og í dag held- ur Jarðvísindastofnun Háskólans málþing í Háskóla Íslands um eld- virkni í Vatnajökli og nýafstaðið Grímsvatnagos. Málþingið hefst klukkan fjögur, í Öskju, ráð- stefnusal 132. Þar tala Freysteinn Sigmundsson, Guðrún Larsen, Helgi Björnsson, Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einarsson og sýndar verða ljósmyndir og upptökur af Grímsvatnagosum í hléi og að loknum erindum. ■ 30 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR LEIKRITASKÁLDIÐ FRÆGA, EUGENE IONESCO, FÆDDIST ÞENNAN DAG 1912 Hann fæddist í Rúmeníu, átti franska móður og rúmenskan föður en lokaðist inni í Frakk- landi í upphafi seinna stríðs. Spáði Grímsvatnagosi FREYSTEINN SIGMUNDSSON:TÍMAMÓT Í ELDFJALLARANNSÓKNUM „Ég hef alltaf vantreyst því sem allir telja sjálfsagðan sannleik.“ - Verk hans eru nú sjálfsagðir hlutir. timamot@frettabladid.is FRÁ GRÍMSVATNAGOSI 2004. FREYSTEINN SIGMUNDSSON Fyrir réttum fimmtíu árum var Alger Hiss látinn laus úr fangelsi. Hiss var dæmdur fyrir meinsæri en grunaður um njósnir. Enn hef- ur ekki verið úr því skorið hvort hann var sekur eða saklaus. Hiss var fundinn sekur af kviðdómi 1950. Ástæða þess að hann var ekki dæmdur fyrir njósnir var að það var talið fyrnt. Einn helsti ákærandi hans var Richard Nixon sem þá var að hefja feril sinn í stjórnmálum. Nixon sagði m.a. um Hiss að ef bandaríska þjóðin vissi hið sanna eðli hans mundi hún steikja hann í olíu. Hiss var starfsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, var með Roosevelt forseta á Yalta-ráðstefnunni og gegndi mikilvægu hlutverki á stofnfundi Sameinuðu Þjóðanna. Eftir að hann hætti störfum í ut- anríkisráðuneytinu var hann sak- aður um hafa afhent manni að nafni Whittaker Chambers leyniskjöl. Ekki tókst ákæruvald- inu að sýna fram á hvað þau höfðu að geyma og Hiss hélt alla tíð fram sakleysi sínu. Bandaríkja- menn hafa alla tíð síðan skipst í tvennt í afstöðu sinni til sakleysis eða sektar Algers Hiss. Á seinni árum hafa komið fram mis- vísandi upplýsingar í málinu. Eftir fall Sovétríkjanna yfirmaður skjalasafns KGB því fram að eng- in gögn fyndust þar sem sönn- uðu að Hiss hefði verið njósnari en andstæðingar Hiss héldu því á hinn bóginn fram að athugunin hefði verið yfirborðsleg. Örlög Hiss urðu þó ekki eins slæm og Rosenberg-hjónanna sem dæmd voru fyrir njósnir og tekin af lífi um svipað leyti og Hiss var. Hiss dó hins vegar á tíræðisaldri og barðist fyrir hreinsun mannorðs síns fram í andlátið. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1594 Tilskipun gefin út um að Grallarinn skuli vera messusöngbók Íslendinga. 1862 Stærðfræðingurinn Charles Lutwidge Dodgson, seinna þekktur undir nafninu Lew- is Carroll, gefur lítilli vin- konu sinni handritið að Lísu í Undralandi. 1922 Howard Carter og Carnar- von lávarður komast inn í grafhýsi Tutankamons í dal konunganna í Egyptalandi. 1927 Nýr bíll kynntur hjá Ford, A-módelið. Fimm milljónir bíla af þessari gerð voru framleiddar til 1932 en þá var hann tekinn úr fram- leiðslu. 1940 Nasistar neyða 500.000 gyðinga til búsetu í gettó- inu í Varsjá. 1941 Japanskur herskipafloti leggur af stað til árásarinn- ar á Perluhöfn. Var hann njósnari? Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Magnússon Austurvegi 34, Seyðisfirði, áður til heimilis að Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar miðvikudaginn 24. nóvember. Útförin auglýst síðar. Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sig- urðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku systir okkar og frænka, Guðrún L. Vilmundardóttir Dunhaga 11, Reykjavík andaðist á Landakotsspítala að morgni 24. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, Valgerður Vilmundar- dóttir og frændsystkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jón K. Friðriksson hrossaræktandi, Vatnsleysu, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Árdís M. Björnsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Marjan Herkovic, Björn F. Jónsson, Arndís B. Brynjólfsdóttir og Jón Herkovic. Okkar ástkæra, Ágústa Gústafsdóttir frá Djúpavogi síðast til heimilis í Vogatungu 59, Kópavogi, andaðist föstudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landakoti. Friðrik E. Kristinsson Þórný Elísdóttir Hlín Kristinsdóttir Hreinn Jónsson Kenneth L. Pullen Þórarinn Kristinsson Erla Ármannsdóttir Hjördís B. Kristinsdóttir Sigurður Hendriksson Gústaf Kristinsson Gyða Maja Guðjónsdóttir Jóhann Kristinn Guðmundsson og fjölskyldur AFMÆLI Árni Ísaksson veiðimálastjóri er 61 árs. Kolbeinn Pálsson körfu- boltamaður er 59 ára. Guðmundur Örn Ragnarsson prestur er 48 ára. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHMR, er 45 ára. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson fót- boltakappi og tvíburasystir hans Guðrún Ýr flugfreyja eru þrítug. ANDLÁT Kristín Gunnþóra Haraldsóttir, frá Rauf- arhöfn lést þriðjudaginn 23. nóvember. Gísli Friðrik Þórisson læknir, Sóltúni 28 er látinn. Sigurjón Pétursson Fannafold 104 lést mánudaginn 22. nóvember. Ragnheiður Friðriksdóttir Hringbraut 52, Reykjavík lést þriðjudaginn 23.nóv- ember. Hreggviður Eyfjörð Guðgeirsson bygg- ingameistari og fyrrv. byggingafulltrúi, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi lést þriðjudag- inn 23. nóvember. Henry Berg Johansen lést laugardaginn 20. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Friðþjófur G. Kristjánsson frá Ísafirði, Langholtsvegi 122, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 15.00 Rósa Dagrún Einarsdóttir Hrafn- istu, áður Þórsgötu 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Valgarð J. Ólafsson Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. Guðrún Þóra Hjaltadóttir er fimmtug í dag. Sungið, dansað og spilað Guðrún Þóra Hjaltadóttir næring- arráðgjafi er fimmtug í dag. Við náðum tali af henni þar sem hún var við kennslu í heimilisfræði í Hagaskóla. Af hverju ertu við þetta? „Ég er bara búin að sjá svo marga brenna upp í starfi þannig að mér fannst ágætt að breyta til. En manni svíður auðvitað hve lítið er lagt í þessa grein. Matreiðsla er miklu mikilvægari undirstaða en menn gera sér almennt grein fyrir. Það er sparað í hráefnis- kaupum og ekki endilega ráðið menntað fólk til kennslunnar. Heimilisfræði er grein sem skólar geta sleppt og gera það, jafnvel hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þó er meira fé til skólastarfs- ins en annars staðar. Manni finnst það furðulegt þegar fyrir liggur að þjóðin verður stöðugt feitari og það er ekki hægt að snúa þessari þróun við nema byrja á krökkun- um. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann. Krakkarnir spyrja gjarnan: „Hvenær fáum við pitsu?“ Rétt eins og pitsan sé undirstöðufæða. Svo er almenningur hrifinn af ráðstöfunum t.d. eins og hjá Bret- um sem banna auglýsingar í barnasjónvarpi. En rætur vand- ans liggja dýpra. Það þarf að leggja rækt við mataræði þjóðar- innar. Það eru ótal hættumerki í samfélaginu. Við borðum sífellt meira af einföldu orkumiklu skyndibitafæði. Það er vitað að hægt er að draga úr eða koma að mestu í veg fyrir sjúkdóma á borð við sykursýki II. Þetta er tifandi tímasprengja En við gerum sára- lítið í þessu. Við fáumst bara við afleiðingarnar, þótt öll vitneskja liggi fyrir um hvað sé að “ Hvað ætlarðu að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að halda dúndrandi veislu, hundruð manna að dansa og skemmta sér. Sjálf er ég með insúlínháða sykursýki, þannig að ég veit vel að mér er skammtaður tími. Við sem erum sykursjúk frá unga aldri lifum að meðaltali ekki nema 75% af meðalævi. Ég hef stundum hugsað og sagt sem svo í erfidrykkjum eftir ættingja: „Mikið væri nú gaman ef hún frænka hefði getað verið með okk- ur.“ Þannig mætti segja að ég sé bara að halda eigin erfidrykkju. Meðan ég hef gaman af því og er við góða heilsu. Ég hlakka óskaplega mikið til og er þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að hitta vini mína og skemmta mér með þeim.“ ■ GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR Ég veit ekki hvað ég á mörg stórafmæli eftir 42-43 (30-31) Tímamót 25.11.2004 18:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.