Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 18. janúar 1974. |i III S. jIIs b ! AiðLR =■ n rOOQ, Vonandigengur það betur núna George Lazenby varð heims- frægur þegar hann lék James Bond hérna um árið. Árangur- inn var hörmulegur, og kappinn treysti sér ekki til að halda áfram. Framleiðendurnir voru lika dauðfegnir að losna við hann og fengu i staðinn Roger Moore (Dyrlinginn), sem hefur staðið sig með sóma i hlutverk- inu. Lazenby var samt ekki af baki dottinn eftir þessa slæmu útreið, og nú er hann orðinn all- vinsæl sjónvarpsstjarna. Kven- hylli skortir hann ekki, þótt leik- hæfileikarnir séu með minnsta móti, enda er þetta myndar- maður. Skömmu fyrir jól var honum svo kippt af hjónabands- markaðnum og dreginn upp, altarinu. Sú, sem það afrekaði heitir Christine Townson, ljós- hærð þokkagyðja. A meðfylgjandi mynd sjást nýgiftu hjónin, brosandi og bjartsýn. Vonandi gengur Lazenby lika betur i eigin- mannshlutverkinu, en að túlka hinn harðsviraða James Bond. Hún léttist um 77 pund á einu úri begar Randi Hoyt i Banda- rikjunum var um tvitugt þá vóg hún 208 pund. Hún var bráðlag- leg og hafði verið vel vaxin telpa. Hún fór i fóstur til ömmu sinnar, sem var ósköp góð við hana — gaf henni mikiðsælgæti og dekraði við hana i mat. Aöur en þær áttuðu sig á þvi var aumingja Randi orðin óskapleg fituhlussa. En nú var erfiðara fyrir stúlkuna að ná þessu spiki af sér. Hún hafði vanið sig á mikið gosdrykkjaþamb og sæl- gætisát, og það var hægara sagt en gert fyrir ungu stúlkuna að venja sig af þvi. Svo var von- laust að hún gæti komizt i þau föt, sem hana langaði mest i og svipað og vinkonur hennar klæddust. Þetta gerði hana svo kjarklausa, að hún vildi helzt sitja heima og lesa — og borða sér til huggunar. Hún fór yfir- leitt aldrei út að skemmta sér. Eitt sinn sagði ein vinkona hennar, að sig langaði til að kynna hana fyrir ungum manni, hvort hún mætti koma með hann til hennar. Randi var treg til, en svo hringdi hann til hennar dag eftir dag og þau höfðu mjög gaman af þvi að tala saman. David, en svo heitir pilturinn, sagðist vita að þau ættu við sameiginlegt vanda- mál að strfða, sem sagt offitu. Þau töiuðu saman öðru hverju i mánuð, en svo kom hann og bauð henni i bió. Þeim leizt strax vel hvort á annaö, og þau voru stórt og stæðilegt par, hún 208 pund og hann 240! Stuttu seinna skipti Davið um vinnu og fór að vinna i stál- brennslustöð. Það var erfið vinna og nú fór hann að leggja af. Og eftir stuttan tima var hún ein að striða við offituna en nú gafst Randi ekki upp. Þegar þau opinberuðu trúlofun sina hafði hún þegar byrjað strangan megrunarkúr samkvæmt læknisráði og stundaði iþróttir, og árangurinn lét ekki standa á sér. Nokkrum mánuðum seinna giftust þau, og bezta brúðar- gjöfin, sagði Randi, að sér hefði fundizt, þegar frænka Daviðs sagði i brúðkaupinu þegar hún heilsaði þeim : ,,Nú, þú hefur þá ekki gifzt þessari feitu, sem ég sá þig með i fyrra”! Hún þekkti hana sem sagt ekki aftur. Frá ömmu sinni fékk hún stuttu seinna i afmælisgjöf stóra ávisun, sem amman tók fram,- að ætti öll að vera fyrir nýjum og fallegum fötum! DENNI DÆMALAUSI Ef ég ætti peninga myndi ég kaupa kort handa ykkur, þar sem ykkur væri óskað skjóts bata.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.