Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. janúar 1974.
TÍMINN
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — aug-
' lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
V'" —■■■■- ■ .. y
Ófrelsi
og kúgun
Sovézk yfirvöld gera nú harða hrið að nóbels-
höfundinum Alexander Solzhenitsyn. Þessi
mikilhæfi rithöfundur fær ekki bókmenntaverk
sin útgefin i Sovétrikjunum, og hann fékk ekki
fararleyfi til að veita viðtöku nóbelsverðlaun-
unum i bókmenntum.
Kommúnistaflokkurinn, og útibú hans, hafa
stjórn á allri útgáfustarfsemi i Sovétrikjunum.
Vegna banns á útgáfu bóka Solzhenitsyns i
Sovétrikjunum hefur hann orðið að smygla
handritum sinum til annarra landa. Nýjasta
bók hans, „Archipelag Gulag”, er með þeim
hætti nýkomin út i Paris.
Hið opinbera timarit rithöfundasamtaka
Sovétrikjanna, „Literaturnaja Gazeta”, hefur
nú bætzt i hóp þeirra fjölmiðla i Sovétrikjun-
um, sem fordæma nóbelsskáldið og snillinginn
Solzhenitsyn. Þar er Solzhenitsyn kallaður
óvinur Sovétrikjanna og honum hótað brottvis-
un úr föðurlandi sinu. Þá er hann sagður i and-
legu samfélagi við landráðamenn, og að hann
berjist gegn hugmyndum sósialismans.
Solzhenitsyn hefur sætt margvislegum of-
sóknum lögregluyfirvalda undanfarin misseri
og óeinkennisklæddir lögreglumenn standa
vörð um hús hans dag og nótt.
Solzhenitsyn gagnrýnir vissulega hið
ómannúðlega kerfi kommúnismans i Sovét-
rikjunum. Það gerir hann ekki af hatri, heldur
samúð með þjóð sinni, sem ekki nýtur þess,
sem menn i lýðræðisrikjum á Vesturlöndum
kalla sjálfsögð, almenn.. mannréttindi. Meðal
almennra mannréttinda er málfrelsið, og tveir
af þáttum þess er ritfrelsi og útgáfufrelsi.
Solzhenitsyn hefur verið sviptur hvoru tveggja,
vegna þess að hann skrifar ekki eins og valda-
kerfi kommúnismans býður heldur krefst
breytinga á þvi ómannúðlega kerfi og meiri
réttinda til handa fólkinu.
Annar mikilhæfur maður, kjarneðlisfræðing-
urinn Zacharoff, sætir nú einnig ofsóknum af
hálfu sovézkra yfirvalda vegna sömu kröfu,
þ.e. aukinna mannréttinda til handa þjóðum og
einstaklingum i Sovétrikjunum.
Sovézk yfirvöld telja þessa gagnrýni á valda-
kerfi kommúnismans algerlega óraunhæfa, að
þvi er bezt verður skilið, og kröfum um aukin
mannréttindi fóksins i Sovétrikjunum likir hún
við landsráðastarfsemi.
Allir, sem kynnthafa sér sovézka þjóðfélags-
hætt: réttindi fólks þar til að notfæra sér rit-
frelsi, málfrelsi og fundafrelsi eins og hugur
þess stendur til, vita, að þessi rettindi eru þar
mjög takmörkuð, svo ekki sé meira sagt. Upp-
lýsingastreymi til Sovétrikjanna er einnig
mjög takmarkað og fer i gegnum margar siur
valdakerfisins. Hörð andstaða sovézkra yfir-
valda gegn tillögum um frjálsara upplýsinga-
streymi sem þátt i bættri sambúð og samskipt-
um Vestur- og Austur-Evrópu sýna, að þau
ætla sér að viðhalda þessu kerfi. Og viðbrögð
þess gegn þeim Solzhenitsyn og Zacharoff sýna
einmitt, að gagnrýni þeirra á það er fullkom-
lega réttmæt.
ERLENT YFIRLIT
Japanir óvinsælir
í Suðaustur- Asíu
Sögulegt ferðalag Tanaka forsætisráðherro
Tanaka og Brézjnef — Tanaka fékk góöar móttökur. þegar
hann heimsótti Sovétrikin á siöastliönu ári.
SIÐASTLIÐINN miðviku-
dag lauk Kakuei Tanaka for-
sætisráðherra ferðalagi sinu
til fimm rikja i Suðaustur-
Asiu. För sina hóf hann 6. þ.m.
og voru Filippseyjar fyrsta
rikið, sem hann heimsótti.
Siðar hélt hann til Thailands,
Singapore og Malasiu. Ferð-
inni lauk hann svo i Indónesiu.
Erindi hans var að ræða við
forustumenn umræddra landa
um efnahagslega samvinnu og
viðskipti þeirra og Japans.
Tanaka bauð þeim aukna
efnahagslega aðstoð, sem yrði
fyrst og fremst fólgin i fjár-
festingu japanskra fyrirtækja
i viðkomandi löndum. Þannig
gætu Japanir lagt bæði fram
fjármagn og þekkingu til að
treysta efnahagslegar fram-
farir þeirra. I kjölfarið ætti
svo að koma aukin viðskipti og
verzlun milli þeirra og
Japans. Einkum lagði Tanaka
áherzlu á, að Japan héldi
áfram að fá hráefni, sem þeir
höfðu fengið frá þessum
löndum, og yrðu gerðir sér-
stakir samningar til að
tryggja það. A móti gæti
komið, að Japanir tryggðu
þeim hagkvæm viðskipti á
öðrum sviðum.
UMRÆDDU ferðalagi
Tanaka hefur verið veitt sér-
stök athygli sökum þess, að
talsvert hefur verið rætt um
að Japanir tækju að sér
vaxandi forustu i málum Suð-
austur-Asiu, eöa i sama hlut-
falli og Bandarikjamenn
drægju sig þar i hlé. Bent
hefur verið á, að Japanir
hefðu bæði fjármagn og
þekkingu til þess að geta gerzt
forustuþjóð i þessum heims-
hluta. Opinberlega hafa
Japanir þó talið rétt að fara
gætilega i þessum efnum og
láta sem minnst á þvi bera, að
þeir litu á sig sem sérstaka
forustuþjóð i Suðaustur-Asiu.
Þetta stafar m.a. af þvi, að
þeir unnu sér litlar vinsældir,
þegar þeir lögðu löndin þar
undir sig i siðari heims-
styrjöldinni. Hins vegar hafa
japönsk fyrirtæki fjárfest
mikið i þessum löndum á
siðari árum og keypt af þeim
hraefni i vaxandi mæli.
Athyglin, sem beindist að
ferðalagi Tanaka, stafaði ekki
sizt af þvi, að þetta var i fyrsta
sinn, sem helzti forustumaður
Japans heimsótti þessi lönd i
þeim tilgangi að ræða við
forustumenn þeirra um efna-
hagsmál. Það þótti benda til
þess, að Japanir ætluðu sér nú
aukinn hlut i málum
Suðaustur-Asiu og væru orðnir
óragir við að láta það ótvirætt
i ljós.
ÞAÐ ER ekki ofsagt, að
feröalag Tanaka hafi orðiö hið
sögulegasta og orðið blaða-
mönnum fréttnæmt efni.
Viðræður hans i Manila við
Marcos forseta og Romulo
utanrikisráðherra leiddu i ljós
mikinn ágreining milli
Filippseyinga og Japana.
Tanaka hét Filippseyingum
góðum stuðningi til að efla
landbUnað þeirra, sem gæti
haft mikla framtiðarmögu-
leika, þar sem matvæli skorti i
heiminum. Marcos og Romulo
svöruðu með þvi að leggja
fyrir Tanaka áætlun um eins
konar Marshall-áætlun um
efnahagsaðstoð við Suðaustur-
Asiu og leggðu Japanir fram
fé til hennar á likum grund-
velli og Bandarikin til Mars-
halláætlunarinnar fyrir
Evrópu á sinum tima. Þessu
tók Tanaka fálega. Þá lagði
Marcos fyrir Tanaka tillögu
um, að boðið yrði til ráðstefnu
allra Asiurikja, þar sem rætt
yrði um stjórnmálalegt
samstarf til að tryggja frið i
álfunni. Þessari tillögu tók
Tanaka einnig fálega. Verst
féll honum þó sU yfirlýsing
stjórnar Filippseyja, að hUn
mvndi bráðlega tilkynna, að
landhelgi Filippseyja næði til
allra sunda milli eyjanna,
ásamt stóru hafsvæði um-
hverfis þær. Útlendingum yrði
ekki leyfðar fiskveiðar á þessu
svæði, án leyfis, og heldur ekki
siglingar um sundin, nema
þeir sættu sig við eftirlit
stjórnarvalda Filippseyja.
Þetta siðastnefnda á m.a. eftir
að verða mikið deilumál á
hafréttarráðstefnunni, þvi að
stórveldin og ýmsar siglinga-
þjóðir krefjast, að siglingar
verði alveg frjálsar um ýms
þessara sunda, eins og verið
hefur til þessa. Japanir eru og
mjög andvigir stækkaðri
fiskveiðiiögsögu F'ilippseyja,
þar sem þeir hafa aukið mjög
veiðar sinar við Filippseyjar
að undanförnu.
Það bætti svo ekki Ur skák,
að Romulo utanrikisráðherra,
sem er einn af þekktustu
stjórnmálamönnum i Asiu og
var eitt sinn forseti allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna,
lét svo ummælt i sambandi við
heimsókn Tanaka, að vont
gæti verið að bUa við erlend
hernaðarleg yfirráð, en erlend
efnahagsleg yfirráð gætu þó
reynzt enn verri. Engum gat
dulizt, hvað Romulo átti við
með þessum orðum sinum.
ÞÓTT Tanaka fengi þannig
heldur andstæðar undirtektir i
Manila, tók ekki betra við,
þegar hann kom til Bangkok,
höfuðborgar Thailands. Þar
efndu stUdentar til mikilla
mótmæla i tilefni af komu
hans og stjórnarvöld munu
hafa tekið máli hans likt og i
Manila. Mótmæli stUdenta
beindust einnig gegn sendi-
herra Bandarikjanna, Villiam
R. Kintner, en þeir kröfðust,
að hann yrði kvaddur heim,
þar sem hann hefði eitt sinn
verið starfsmaður C.I.A.
bandarisku leyniþjónust-
unnar. C.I.A. býr við miklar
óvinsældir i Thailandi um
þessar mundir sökum þess, að
sannazt hefur á einn starfs-
mann hennar, að hann hafi
falsað bréf, sem sagt var vera
frá kunnum skæruliða-
foringja. Það reyndist
sérstaklega óheppilegt fyrir
Tanaka, að þetta mál skyldi
vera á dagskrá á sama tima
og hann kom til Bangkok, og
stUdentarnir skyldu tengjs
það við heimsókn hans. Þegai
Tanaka kom til Kuala
Lumpur, höfuðborgai
Malasiu, var hins vegar ekki
hægt að kenna C.I.A. um, af
stUdentar þar tóku honum
engu betur en i Bangkok. Þeir
efndu þar til meiriháttar
mótmælagöngu og mótmæla-
funda, enda þótt slikt hefði
verið bannað af stjórnar-
völdunum. Langmestar urðu
þó óeirðir i Jakarta, höfuðborg
Indonesiu. Þar efndu
stUdentar til svo mikilla
óeirða, að lögreglan réði ekki
við neitt, og varð herinn að
skerast i leikinn og féllu um 10
manns i átökunum. Þar
endurtóku þessar óeirðir sig i
þrjá daga. Skólum var lokað
vegna þeirra og margar aðrar
öryggisráðstafanir gerðar.
Þegar á leið, beindust þær
ekki aðeins gegn Japönum,
heldur einnig gegn Kinverjum
og stjórn Indónesiu. Tanaka
var eins konar fangi i
forsetahöllinni meðan hann
dvaldi i Jakarta og varð
ekkert Ur þvi, að hann
heimsækti verksmiðjur og
menntastofnanir, eins og
fyrirhugað hafði verið.
Heimsókn hans þangað fékk
þvi mæsta ömurlegan blæ.
Singapore var eina rikið,
þar sem Tanaka var vel takið.
ÞETTA FERÐALAG
Tanaka leiddi það ótvirætt i
ljós, að Japanir njóta litilla
vinsælda i umræddum
löndum. Almenningur þar er i
þeirri trU, að Japanir hafi
hagnazt óeðlilega á skiptum
við þau, þar sem þeir hafi
keypt hráefni fyrir litið verð
og selt i staðinn iðnaðarvörur
dýru verði. Þá stafi efna-
hagslegu sjálfstæði landanna
vaxandi hætta af fjárfestingu
japanskra einkafyrirtækja.
Svipuð andstaða, sem hér
kemur fram gegn Japönum,
beinist einnig gegn Kinverjum
en þó ekki enn i eins rikum
mæli. Segja má, að hUn sé
þáttur i viðleitni þróunarland-
anna til að rétta hlut þeirra i
óhagstæðum skiptum við
iðnaðarrikin.
Þ.Þ.
- - - - - -----
-TK.