Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 18. janúar 1974. Ljóniö (Þórunn Magnúsdóttir) vekur mikla káttnu meö skritnum uppátækjum trönurnar hjá listamanninum (Hákon Waage), meðan hann snýr sér undan. Barn úr salnum (Einar Sveinn Armannsson) og sætavisan (Ingunn Jensdóttir) togast á um sögumann inn (Ævar Kvaran). „Köttur úti í mýri" — Við erum öll sam- mála um það leikararn- ir, að þetta sé lang- skemmtilegasta barna- leikrit, sem hér hefur verið sett á svið, sagði Gisli Alfreðsson leik- stjóri, þegar við spurð- um hann um nýtt barna- leikrit Þjóðleikhússins, ,,Köttur úti i mýri”. — Það er svo lifandi og skemmtilegt, að við höf- um öll haft mikla ánægju af þvi að vinna við það. Andrés Indriðason, dagskrár- maður hjá sjónvarpinu, hefur skrifað leikritið fyrir Þjóðleik- húsið. Þetta er i fyrsta skipti sem Andrés skrifar fyrir leiksvið, en hann hefur áður skrifað fyrir Stundina okkar, auk þess sem hann hefur stjórnað upptöku leik- rita og þátta fyrir sjónvarpið. — I byrjun leiksins er börnun- um kynntur heimur leikhússins, sagði Andrés. Þeim er sýnt, hvernig ljósunum er beitt, hvernig ýmis leiktjöld koma nið- ur úr loftinu, og aðrar starfsað- ferðir, sem viðhafðar eru i leik- húsi. — Börn utan úr sal eru einnig þátttakendur i leiknum. Sögu- maður, sem Ævar Kvaran leikur, og barn utan úr sal leiða leikinn til að byrja með og láta hann ger- ast eftir sinu höfði. Þau skapa ýmsar sögupersónur, þar á meðal konung, sem hefur skopskyn i skritnara lagi, og prinsessu, sem er mun sjálfstæðari en gengur og gerist með prinsessur. Einnig fá börnin i salnum að láta álit sitt i Aslákur ráðgjafi konungs (Sigurður Skúlason) og konungur (Flosi ólafsson) hafa uppi ráöagerðir um að gifta prinsessuná (Anna Kristin Arngrimsdóttir), en prinsessan, sem er sjálfstæðari en gengur og ger> ist með prinsessur, vill pipra og tekur þvi til sinna ráöa. ljós og koma með tillögur um gang leiksins. En svo koma tveir bófar til sög- unnar, sem taka leikinn i sinar hendur og ráða alveg ferðinni, þannig að sögumaðurinn missir tökin á leiknum. Það er ekki fyrr en i lok leikritsins, sem sögu- manni tekst aftur að ná valdi á at- burðarásinni og reka endahnút- inn á verkið. — Hefurðu fylgzt með æfingum frá þvi að þær hófust, Andrés? — Ekki get ég sagt það. Það er ekki fyrr en núna undir lokin, sem ég hef fylgzt með. — Hefurðu þurft að breyta ein- hverju i handritinu? — Nei, engu, en hnyttin tilsvör, sem oltið hafa upp úr leikurunum, hafa verið látin standa. — Finnst þér betra að skrifa fyrir börn en fullorðna? — Börn eru betri viðtakendur. Það eru þeir Jón Júliusson og Þórhallur Sigurðsson, sem leika bófana. Aðrir helztu leikendur eru Anna Kristin Arngrimsdóttir, Bófarnir tveir (Jón Júliusson og Þórhallur Sigurösson) eru heldur betur kampakátir. Það hiakkar i þeim, þvi þeir hafa leikiö á lögguna og eru nú að gera áætlun um að ræna prinsessunni raunamæddu, en þar keyptu þeir köttinn I sekknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.