Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. janúar 1974.
TÍMINN
15
Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ölafur Ragnar
Grimsson, Pétur Einarsson. .
Örlagatímar í hermálinu
Á næstu dögum eða vikum verður tekin um það ák
vörðun, hvernig rikisstjórnin framkvæmir ákvæði
málefnasamningsins um brottför hersins á
kjörtimabilinu. Ljóst er, að þessi ákvörðun ræður
úrslitum um langlifi rikisstjórnarinnar. Hjá
einlægum stuðningsmönnum þessarar rikisstjórnar
fer þvi saman baráttan fyrir brottför hersins á kjör-
timabilinu og fyrir setu rikisstjórnarinnar út þetta
sama kjörtimabil.
Þessi staðeynd ætti að vera vinstri mönnum enn
frekari hvatning til að stuðla að þvi, að staðið verði
af einurð og festu við stefnumið rikisstjórnarinnar i
hermálinu.
Umræður ráðamanna um varnarmálin hafa farið
fram á bak við tjöldin. Almenningur hefur ekki haft
aðstöðu til að fylgjast með þvi, sem gert hefur ver-
ið. Þetta er öllum þeim, sem berjast fyrir opnum
þjóðmálaumræðum, mikil vonbrigði, ekki sizt, þar
sem ekki verður áéð, að meginatriði hermálsins séu
þess eðlis, að nauðsyn beri til að fela þau. á bak við
múr þagnar og leyndar.
Þótt viðræðurnar við Bandarikjamenn um
endurskoðun samningsins frá 1951, og viðræður
milli stjórnarflokkanna um eðlilegar tillögur Is-
lendinga i þeim viðræðum, fari fram á bak við
tjöldin, þá hafa sögusagnir komizt á kreik og verið
birtar i blöðum. Þannig leiðir leyndin oft til þess, að
umræður manna á meðal byggjast á ónákvæmari
upplýsingum en æskilegt væri.
SUF telur eðlilegt og sjálfsagt að stuðla að opnum
umræðum um málið, ekki sizt nú, þegar stund ák-
vörðunar er runnin upp. SUF mun að sjálfsögðu
leggja áherzlu á, að hin endanlega ákvörðun i
málinu verði i samræmi við þá stefnu, sem SUF og
Framsóknarflokkurinn i heild hefur markað og
málefnasamningurinn segir til um.
1 grein þeirri, sem birtist hér á siðunni, er fjallað
um sumar þær hugmyndir um ,,lausn” hermálsins,
sem ræddar hafa verið manna á meðal að undan-
förnu en i næstu greinum verður fjallað um ýmsar
aðrar hliðar málsins.
Rétt er að benda sérstaklega á niðurlag greinar-
innar, þar sem lagt er til, að íslendingar leggi nú
lokatillögur sinar fyrir Bandarikjamenn en þær til-
lögur feli i sér eftirfarandi meginatriði:
1. Að allur bandariskur her verði af landinu fyrir
lok kjörtimabilsins.
2. Að samningurinn frá 1951 verði felldur úr gildi
og enginn slikur tvihliða samningur gerður i hans
stað.
3. Að íslendingar viðurkenni og uppfylli þær
skyldur gagnvart NATO, sem felast beint i
NATO-samningnum og þeim fyrirvara, sem gefinn
var við undirritun hans 1949.
4. Að islenzka lögreglan sjái um gæzlu og viðhald
þeirra hernaðarmannvirkja, sem reist hafa verið
og verða ekki lögð undir innlenda starfsemi, enda
greiði NATO allan kostnað við það starf. Þetta
siðasttalda er eðlilegt, þar sem mannvirki þessi
yrðu „geymd” eingöngu með það i huga, að ófriðar-
ástand kynni að skapast og að íslenzk stjórnvöld ák-
væðu i framhaldi af þvi að verða við ósk NATO um
vissa aðstöðu hér á landi, þar á meðal afnot af
umræddum mannvirkjum.
Siðan er bent á, að ef Bandarikjamenn fallast
ekki á þessar tillögur, beri rikisstjórninni að segja
samningnum frá 1951 upp einhliða, og tryggja
þannig framgang ofangreindra atriða á kjörtima-
bilinu.
Aðeins slík lausn er i samræmi við fyrirheit
malefnasamningsins og stefnuyfirlýsingar Fram-
sóknarflokksins og SUF. -E.J.
ísland oq brottför hersins — /:
Eðlilegar tillögur
Islendinga til USA
Skyldur Islendinga verði einungis þær, sem
felast beint í NATO-samningnum og fyrirvaranum
frá 1949
Á næstu dögum og
vikum ráðast úrslit i
varnarmálunum. Ljóst
er, að á þeim tima
verður tekin ákvörðun
um, með hvaða hætti
fyrirheitið um brottför
bandariska hersins á
kjörtimabilinu verður
efnt.
1 þessari grein og öðrum
greinum á næstu SUF-siðum,
verður fjallað um ýmsa þætti
þessa þýðingarmikla baráttu:
máls, sem leggja verður allt
kapp á að komist i höfn.
Stefna SUF
Ungir framsóknarmenn hafa
almennt verið andvigir dvöl
bandarisks hers á íslandi
undanfarna áratugi.Og árið 1966
naðist fullt samkomulag innan
SUF um þá stefnu i varnarmál-
um, sem gerði ráð fyrir brottför
hersins á ákveðnu timabili þ.e.
fjórum árum. Þessi stefna var
borin fram til sigurs á
flokksþingi framsóknarmanna
áriö eftir, 1967, og hefur hún
siðan vcriö stefna Framsóknar-
fiokksins. Hann hefur sem sagt i
tæp sjö ár barizt fyrir brottför
hersins á mcst fjórum árum,
þ.e. einu kjörtimabili.
Samkvæmt samþykktum
siöasta þings SUF stefna ungir
framsóknarmcnn aö „frjálsu,
herstöðvalausu landi.” Siöasti
miðstjórnarfundur SUF lagöi
áherzlu á, að þvi markmiði yröi
náö meö þvi, aö „bandariska
herliðið hverfi af landi brott
fyrir lok kjörtimabilsins.”
1 greininni „Við upphaf
ársins”, sem birt var á siðustu
SUF -siðu, var þessi stefna
nánar útfærð af forystu SUF á
þennan hátt:
„A fyrstu vikum og mánuöum
nýja ársins munu ungir fram-
sóknarmenn leggja á þaö
höfuðáherzlu, að staðiö veröi viö
fyrirheitiö um brottför alls
bandarisks herliös af landinu
fyrir lok yfirstandandi kjör-
timabils. Það mun skapa sams
konar ástand hér I varnarmál-
um og var áður en samningur-
inn frá 1951 var gerður. Eðlilegt
er og sjálfsagt, að með brottför
hersins hverfi allar kvaðir þess
samnings úr gildi aö islenzkum
lögum, og aö skuldbiningar
okkar gagnvart NATO verði
þær einar, sem NATO-samning-
urinn sjálfur, og fyrirvarinn frá
1949, kveður á um.”
Þetta er i stuttu máli sú
stefna, sem SUF hefur barizt
fyrir og mun leggja áherzlu á
næstu vikurnar.
Stefna
rikisstjórnarinnar
Stefna rikisstjórnarinnar i
málinu var mörkuð með eftir-
farandi yfirlýsingu i málefna-
samningi stjórnarflokkanna:
„Varnarsamningurinn viö
Kandarikin skal tekinn til
endurskoðunar eða uppsagnar i
þvi skyni, að varnarliöið hverfi
frá islandi i áföngum. Skai að
þvi stefnt, að brottför liðsins
eigi sér stað á kjörtímabilinu.”
1 umræðum á Alþingi 12.
nóvember siðastliðinn sagði
Ólafur Jóhannesson forstisráð-
herra, að i þessu markmiði
fælist ,, sem sé aö reyna að
endurskapa það ástand, sem
hér rikti á árunum 1949-1951.”
Þessar tvær yfirlýsingar ættu
að taka af allan vafa um, hvað
það er i raun og veru, sem að er
þannig að öllum er ekki eins
ljóst og skyldi, hvað gera skal,
hvaða skuldbindingar við þurf-
um að standa við og hvernig á
að standa að málinu að öðru
leyti.
Nauðsynlegt er þvi að fjalla
nánar um þessar hugmyndir til
að skýra málið.
Brottfor á
kjörtimabilinu
Nokkuð hefur bryddaö á
þeirri hugmymd að ekki sé
nauðsynlegt, að herinn fari á
kjörtimabilinu eins og fyrirheit
málefnasamningsins segir til til
um, — heldur sé i lagi að semja
um brottför hersins með þeim
hætti, aö einungis hluti hans
veröi farinn fyrir næstu þing-
kosningar.
Það hfýtur aö teljast eitt af
grundvallaratriðum hermáls-
ins, að það verði komiö I höfn
áður en gengiö verður til næstu
þingkosninga. Kemur þar bæði
til fyrirheitið um brottför
hersins á kjörtimabilinu og eins
hitt, að enginn veit hvað við
kann að taka að loknum næstu
þingkonsingum. Að sjálfsögðu
erþaö von allra vinstri manna,
að vinstri stjórn veröi aftur
mynduö að þeim loknum, en
fyrir þvfr þó engin trygging. Þvl
kann svo illa að fara, að ihaldið
kæmist aftur til valda. Vegna
þess möguleika er algjör
nauösyn, að herinn verði farinn
og málið afgreitt fyrir
kosningar, þvf aö það yrði vafa-
laust fyrsta verk fhaldsrfkis-
stjórnar að stöðva brottflutning
hersins, ef hann væri aðeins
skammt á veg kominn við
valdatöku hennar.
Brottför hersins er svo mikil-
vægt mál og fyrir þvi hefur
verið barizt i svo mörg og löng
ár, að engin ástæða er til að
taka I þvi máli neina slika
áhættu.
Hvaða skyldur höfum
við gagnvart NATO
Ýmsar sérstæðar hugmyndir
hafa verið á kreiki um það,
hverjar skyldur við hefðum
gagnvart NATO, eftir að herinn
væri farinn úr landinu.
Þetta ætti þó ekki að vera svo
flókið, þvi ef endurskapaá það
ástand, sem hér rikti eftir
aðildina að NATO.en áöuren
varnarsamningurinn var
gerður 1951, þá felst auðvitað i
þvi, að varnarsamningurinn
veröi numinn úr gildi — annað
hvort með samkomulagi við
Bandarikjamenn eða með ein-
hliða uppsögn Islendinga.
Þá verða skyldur okkar við
NATO eingöngu þær, sem felast
I NATO-samningnum sjálfum
og þeim fyrirvara, sem
gerður var af islands hálfu,
þegar sá samningur var
samþykktur af islending'um
áriö 1949.
Hverjar eru þessar skyldur?
Samkvæmt NATO-samningn-
um sjálfum skuldbinda aðildar-
rikin sig til þess að varðveita og
efla möguleika hvers um sig og
allra saman til að standast
vopnaða árás, en vopnuð árás á
einn aðila skal talin vopnuð árás
á þá alla. Ef til slikrar árásar
kemur mun hver aðili gera þær
ráðstafanir, sem hann telur
naubsynlegar til þess að koma
aftur á og varðveita öryggi
Norður-Atlantshafssvæðisins.
Þetta er kjarni NATO-
samningsins, en i sérstakri yfir-
aöili að NATO.
Þarna var lýst yfir:
1. Að ef til ófriðar kæmi, myndu
bandalagsþjóöirnar óska
svipaðrar aðstöðu á islandi og
var I siðasta strlði, og það
myndi algerlega vera á valdi
islands sjálfs , hvenær sú að-
staða yrði látin i té.
2. Aö allir aðrir samningsaðilar
licfðu fullan skiining á sér-
stöðu islands.
:i- Að viðurkennt væri, að island
hefði engan her og ætlaði ekki
að stofna her.
4. Að ekki kæmi til inála, að cr-
lendur her eða herstöðvar
yrðu á tslandi á friðartim-
um.”
Þetta verða skyldur okkar við
NATO, eftir að varnarsamning-
urinn við Bandarikin er úr gildi
fallinn og þannig endurskapað
það ástand, sem felst i NATO-
aðild an sérstaks varnar-
samnings.
Við höfum sem sagt engar
skyldur vegna NATO-
aðildarinnar til að hafa hér her
né herstöðvar á friðartimum, og
jafnvel á ófriðartimum er það
algerlega á valdi lslendinga
sjálfra, hvort NATO yrði veitt
hér svipuð aðstaða og var i
siöasta striði eða ekki.
Uppsögn eða
ekki uppsögn
Sumir hafa reynt aö halda þvi
fram, að þótt varnarsamningn-
um frá 1951 verði sagt upp, þá
muni einhver ákvæði hans gilda
áfram. Þetta er meö lang-
sóttustu hugmyndum, sem fram
hafa komið lengi i þessum mál-
um, og hefur þó ótti bæði við
nýtt Tyrkjarán og endurkomu
Jörundar hundadagakonungs
blandazt inn i umræðuna um
brottför hersins.
Þeir, sem þessa hugmynd
hafa, visa til eftirfarandi
ákvæðis i 7. grein samningsins
frá 1951:
„llvenær sem þcir atburöir
verða, sem 5. og 6. gr. Norður-
Atlantshafssamningsins taka
til, skal aðstaða sú, sem vcitt cr
mcð samningi þessum, látin i té
á sama hátt. Meðan aðstaðan er
eigi notuð til hernaðarþarfa,
niun tsland annaðhvort sjálft
sjá um nauösynlegt viðhald á
mannvirkjum og útbúnaði eöa
heimila Bandarikjunuin aö
annast það.”
Svo sem kunnugt er, hefur
samningurinn frál951 lagagildi
á Islandi. Verði samningnum
sagt upp, verður hann að sjálf-
sögðu felldur úr gildi sem is-
lenzk lög. Þar með ei. hann
ekki lengur i gildi, hvorki ein-
stök ákvæöi hans né samningur-
inn i heild.
Ofangreint ákvæði i 7.
greininni á þvi eingöngu við á
meðan samningurinn i heild er i
gildi. Forsenda þessa ákvæðis
er fyrst og fremst sú, að varnar-
samningurinn gerir ekki endi-
lega ráð fyrir þvi, að hér á landi
sé erlendur her. Þetta kemur
fram I 4. grein samningsins, en
þar segir:
„Það skal háð samþykki is-
lenzku rikisátjórnarinnar,
hversu margir menn hafa setu á
isiandi samkvæmt samningi
þessum.”
Framhald á bls. 14
stefnt.
Hins vegar er þvi ekki að
leyna, aö ýmsar hugmyndir
hafa verið á lofti undanfarið,
sem flækt hafa málið nokkuð,
lýsingu er útskýrt nánar,
hvernig lita bæri á skyldur ts-
lands eftir að landið væri orðið