Tíminn - 18.01.1974, Page 10

Tíminn - 18.01.1974, Page 10
10 TÍMINN Föstudagur 18. janúar 1974. Hallveig Fróðadóttir ar, en bíður hér, unz Ilallveig Fróöadóttir hefur flutt björg I bú I sem næst fjóröung aldar. Nú á skipifi senn aö fara til Spánar eftir allt volkiö á tslandsmiöum. þér getíð veríð orugg... sé það Westinghouse Westinghouse uppþvottavélin er fáanleg til innbyggingar, fríttstandandi og med toppbprði. Tekur inn kalt vatn, er meö 2000 w elementi og hitar í í 85° ( dauöhreinsar). Innbyggð sorpkvörn og öryggisrofi i hurð. Þvær frá 8 manna borðhaldi með Ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin á markaðinum. ÚTSÖLUSTAÐIR Í REYKJAVÍK LIVERPOOL DOMUS DRÁTTARVÉLAR HF KAUPFELÖGIN VIÐA UM LAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 seld til Spán- bankaábyrgð hefur borizt BÆJARÚTGERÐ Reykjavíkur hefur selt útgeröarfyrirtæki í Kadiz á Spáni togarann Hallveigu Fróðadóttur á nokkuð yfir hálfa fimmtu milljón króna. Hafa samningar um þetta verið undir- ritaðir af báöum aðilum. Sam- dægurs og samningar voru undir- ritaöir af Marteini Jónassyni for- stjóra, 7. janúar, var kaupendum veitt innflutningsleyfi hjá spænska viðskiptamálaráöuneyt- inu. Söluverðið er miðaö við, að skipinu verði skilað i spænska höfn, og var ráögert, að sama á- höfn og sækja skyldi hinn nýja Ingólf Arnarson til Spánar, sigldi Hallveigu Fróðadóttur. Af þvi varð þó ekki, þar eð óafturkallan- leg bankaábyrgð á verði Hall- veigar haföi ekki borizt Land- bankanum i tæka tiö, og hefur raunar ekki borizt enn. Vikusigl- ing er til Spánar, og getur brottför Hallveigar enn tafizt, ef frekari dráttur verður á, að gengið verði frá bankaábyrgöinni. Ahöfnin, sem sækir Ingólf Arnarson, fór flugleiðis til Spánar á laugardaginn var, og mun skip- ið leggja af staö til Islands nú I vikulokin eöa um helgina. Hestur í verð- laun fyrir beztu ritgerðina NOKKRIR félagsmenn i hestamannafélaginu Fáki.sem hafa aðsetur í Viðidal viö Ileykjavik, hafa ákveðið aö gefa reiöhest i verölaun fyrir beztu skólaritgeröina um is- lenzka reiöhestinn fyrr og nú. Mun Fákur sjá um hiröingu hestsins fram á næsta haust. Eru þetta stærstu verölaun, sem veitthafaveriö I slikri rit- geröarsamkeppni, en verð hests er núna milli 50 og 80 þúsund. Sagði Sveinn K. Sveinsson, formaður Fáks, á blaða- mannafundi, sem stjórnin hélt, að ekki væri búið að velja hestinn endanlega, en þrir menn tóku að sér að velja hestinn, sem verður 5-6 vetra. Sagði Sveinn, að þessi rit- gerðarkeppni væri i sam- vinnu við fræðsluyfirvöld og æskuiýðsráð. Fá nemendur tvær samstæðar kennslustundir til þess að skrifa ritgerðina i skólanum. Þeir mega undir- búa sig með öflun heimilda og skipulagningu efnisins, en heimavinna aö ritgerðinni um fram það er ekki leyfð og alls ekki heimilt að koma með skrifaða ritgerð i skólann. Það verða islenzkukennar- ar, sem velja beztu ritgerðirn- ar (1-3 frá hverri bekkjar- deild), og senda þær siðan til dómnefndar i fræðsluskrif- stofu Reykjavikur fyrir 15. febrúar 1974. Það verður nafn- leynd á þeim ritgerðum, er til úrslita koma, en nafn höfundar og skóla fylgir i lok- uðu umslagi, er ber sama auð- kenni og ritgerðin. Dómnefnd- ina skipa Arni Þórðarson fyrir Fák, Hinrik Bjarnason fyrir æskulýösráð, en fræðsluráð á eftir áð tilnefna einn mann. Sagði Sveinn K. Sveinsson að búið væri að grafa grunninn að hinu nýja félagsheimili Fáks. Verður húsið reist i áföngum, og vonast er til að fyrstu áfanginn risi i vetur. Sagði Sveinn, að hesta- mannafélagið Fákur væri ekki i iþróttasambandinu, en þeir hefðu hug á að sækja um þátt- töku, gegnum t.B.R. Tamningastöð Fáks tók til starfa upp úr áramótunum, og eru þar tamdir fyrst og fremst folar. Einn tamningamaður er nú starfandi hjá Fák. Skafti Sveinbjörnsson úr Skagafirði, en i marz mun Ragnar Hinriksson einnig taka að sér tamningu fyrir Fák. Reiðskóli Fáks tekur til starfa um mánaðamótin febrúar og marz. Er hvert námskeið hálfan mánuð i einu. I mai flytur skólinn upp i Slatvik og mun starfa þar i samvinnu við æskulýðsráð. — kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.