Tíminn - 18.01.1974, Side 16

Tíminn - 18.01.1974, Side 16
16 TÍMINN Föstudagur 18. janúar 1974. A. Conan Doyle: Doktor Lana (Dularfulli læknirinn) 2 sem hún áleit aö væri læknisins. En röddin var svo hvöss og ólik venjulegum málrómi húsbónd- ans, að frú Woods sárnaði mjög mikið. „Mér heyrðist þér kalla, lækn- ir”, sagði frú Woods. Hún fékk ekkert svar. Hún leit á klukkuna á leiðinni til herbergis stns, þá var klukkan hálftólf. Litlu sfðar milli klukkan ellefu og tólf, kom einhver, sem finna vildi lækninn, sá barði að dyrum, en engu var þá svarað. Þessi sið komni gestur var kona ein, frú Madding, kona kaupmannsins i þorpinu, og lá maöur hennar þungt haldinn i taugaveiki. Lana læknir hafði fyrr um daginn þeðið hana að lita inn og láta sig vita, hvernig liðan manns hennar væri. Frú Madding sá, að ljós log- aði I bókastofunni, en er hún hafði árangurslaust barið nokkrum sinnum að dyrum, áleii hún að læknirinn hefði farið i sjúkravitjun og sneri við það heim til sin. Stuttur akvegur lá frá húsinu niður á þjóöveginn, var akbrautin lýst af gaslukt, sem hékk á hliðstólpanum. Þegar frú Madding ætlaði út um hliðið, kom maður gangandi eftir veginum Hún hélt, að það væri kannski læknirinn að koma frá sjúkravitj- un, hún beið þvi viö og varð undr- andi, er hún sá að þetta var Arthur Morton, hinn ungi góss- eigandi. Við birtuna frá luktinni sá hún, að hann var æstur i bragði, og aö hann hélt á stórri svipu í hendinni. Hann var i þann veginn að fara inn um hliðið, er hún ávarpaði hann. „Læknirinn er ekki heima, herra Morton”. „Hvernig vitið þér það?” spuröi hann með nokkrum þjósti. „Ég barði að dyrum á lækningastofunni”, svaraði hún. „Ég sé, að þarna logar ljós”, mælti ungi maðurinn og horfði heim aðhúsinu. „Það er i lesstofu hans, eða er ekki svo?” „Jú, herra Morton, en ég er viss um að hann er ekki heima”. „Jæja, hann hlýtur þó að koma aftur”, sagði Morton um leið og hann fór inn um hliðið, en frú Madding hélt heim til sín. Klukkan þrjú um nóttina versn- aði manni hennar svo mjög, að hún varð óttalsegin og ákvað að sækja strax lækninn. Þegar hún fór inn um hliðið, þótti henni kynlegt að sjá mann einn, sem virtist vera að fela sig bak við nokkra lárviðarrunna i garðinu. Þetta var áreiðanlega maður, og að þvi er hún gat bezt séð var það herra Morton. En hún var svo áhyggjufull um erindi sitt, að hún gaf litinn gaum að öðru og hrað- aði för sinni heim að húsinu. Þegar hún kom þangað, sá hún sér til undrunar að ljós logaði enn i lesstofu læknisins. Hún barði þar að dyrum, en enginn svaraði. Hún barði mörgum sinnum, en án árangurs. Henni fannst óliklegt, að iæknirinn hefði gengið frá log- andi ljósi, hvort sem hann hefði farið að heiman eða gengið til rekkju. Þvi kom henni i huga, að hann hefði kannski sofnað i stóli sinum. Hún barði þvi á gluggann á lesstofunni, en það bar engan árangur. Hún tók eftir þvi, að dálitil rifa var milli gluggatjaids- ins og gluggakarmsins, og var þvi hægt að gægjast inn i stofuna. Þetta var litil stofa, lýst upp með stórum lampa, sem stóð á kringlóttu borði i miðri stofunni. Engan mann var að sjá, og hún gat ekki komið auga á neitt óvanalegt, nema hvað óhreinn, hvitur hanzki lá i einu horninu utan við ljósbauginn frá lampan- um. En þegar hún litaðist betur um, gat hún greint mannsfót á gólfinu, og við nánari athugun sá hún sér til skelfingar, að það sem henni hafði sýnzt vera hvitur hanzki, var mannshönd, sem lá þar á gólfinu. Hún skildi nú, að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir, hringdi þvi við aðaldyrnar og vakti ráðskonuna, frú Wood. Konurnar tvær fóru þvi næst inn i bókaherbergiö en sendu þjónustustúlkuna eftir lögregl- unni. Hjá boröinu lengst frá gluggan- um fundu þær Lana læknir er lá þar á gólfinu endilangur — steindauður. Sjá mátti, að þarna hafði verið beitt ofbeldi, þvi ann- að augað var bólgið, og merki eft- ir högg voru sjáanleg á hálsi og andliti. Andlitsdrættirnir voru þrútnaöir, og þótti af þvi mega ráða, að maðurinn hefði verið kyrktur. Hann var i hversdags- fötum sinum og hafði á fótum inniskó, og voru sólar þeirra al- veg hreinir. Gólfábreiðan bar aft- ur á móti merki um óhrein för eft- ir stivél, þar sem morðinginn hafði aö líkindum stigið fótum niður. Það sýndist vafalaust, að árásarmaðurinn hefði farið inn um dyrnar að lækningastofunni, drepið lækninn, og þvi næst lagt á flótta. Eftir fótsporunum að dæma var auðsætt að þau voru eftir karlmann Lengra en þetta komst lögreglan ekki i rannsókn sinni. Engin merki um rán voru sýni- leg, og gullúr læknisins var I vasa hans Stór peningaskápur var i herberginu, hann var læstur en tómur. Frú Woods hafði orðið þess vör, að læknirinn geymdi þar allmiklar upphæðir i pen- ingum en daginn áður hafði hann borgað út háan reikning, og þótt einsætt, að sú Væri ástæðan fyrir þvi að skápúrinn var tómur, en ekki hitt, að rán hefði verið framið. Einn var sá hlutur, er saknað var þarna úr stofunni og grumgrunsamlegt þótti. Ljós- mynd af ungfrú Morton hafði ávallt staðið á skrifborðinu. Nú hafði hún verið tekin úr um- gerðinni og var horfin. Frú Woods hafði sér myndina, þegar hún kom inn kvöldið áður, en nú var hún horfin. En þarna á gólfinu fannst annar hlutur, grænn augn- hlif,. sem frú Woods gat ekki munað til að hafa séð áður. Vel mátti þó vera að þessi hlif hefði verið i eigu Lana læknis, og virtist þetta ekki geta gefið neina bend- ingu um glæpinn. Grunurinn snerist allur i eina átt, og Arthur Morton, hinn ungi herragarðseigandi, var strax tek- inn fastur. Hann unni mjög systur sinni, og það var sannað, að eftir að trúiofun þeirra, hennar og Lana læknis var rofin, hafði Morton verið mjög reiður og hefnigjarn i tali um þennan fyrr- verandi unnusta systur hans. Einhver hafði lika séð hann á leið upp akbrautina heim að húsi læknisins klukkan um ellefu kvöldið áður en glæpurinn var framinn, og hafði hann þá veiði- mannssvipu i hendi. Þvi var það skoðun lögreglunnar, að hann hefði ruðzt inn til læknisins, sem annaðhvort af ótta e7a reiöi hefði hrópaö svo hátt, að lrú Woods heyröi það. Þegar svo frúin kom á vettvang, þótti liklegt, að hann hefði reynt að sefa gestinn, og þess vegna boðið ráðskonunni að hverfa aftur til herbergis sins. En eftir það mundi ræðan hafa harðnað rnilli gestins og húsráö- anda, þar heföu orðið átök og of- beldi framið, sem endaði með dauða læknisins. Við likskoðun og krufningu kom það i ljós, að hann hafði gengið með hjartasjúkdóm, þótt engan hefði grunað það áður. Mátti þvi vel vera, að hann hefði beðið bana af einhverjum orsökum, sem heilbrigðum manni hefðu verið óskaðlegar. Loks var þaö skoðun manna, að Arthur Morton hefði fjarlægt mynd systur sinnar og snúið siðan heim á leið, en dregiö sig i hlé milli lárviðarrunnanna til þess að mæta ekki frú Madding við garðshliðið. Þannig hafði safnazt keðja af likum, og ákæran var alvarleg. Að hinu leytinu var hægt að færa fram ýmis atriði til varnar hinum ákærða. Arthur Morton var ákaflyndur og nokkuð drembilegur, eins og systir hans, en hann var mikils virtur og vin- sæll af öllum. Engin vildi trúa þvi, að hann hefði drýgt slikan glæp, það var i algjörri mótsögn við hina heiðarlegu og drengilegu persónugerð mannsins. Sjálfur kvaðst Arthur Morton hafa verið ákveðinn i þvi að ná tali af Lana lækni um nokkur áriðandi fjölskyldumálefni. Hann neitaði með öllu að nefna systur sina i þessu sambandi. Hánn neit- aði þó ekki, að þetta fyrirhugaða samtal hefði, eða mundi hafa orð- ið óvinsamlegt. Hann hefði frétt hjá sjúklingi einum, að læknirinn væri úti, svo hann beið við til klukkan 3 um morguninn eftir þvi, að læknirinn kæmi heim aft- ur. En svo þraut hann þolinmæð- ina og fór heim. Hvað snerti dauða læknisins, þá vissi hann ekki meira um þann atburð en lögregluþjónninn, sem tók hann höndum. Aður fyrr höfðu þeir verið nákomnir vinir, hann og hinn látni maður, en atvik, sem hann vildi helzt ekki tala um, HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R /Þú skalt lita þannig áþað\ er meö]að tönnin þin sé eitt af þvi for tannninu. 'gengilega iþessum óendanlega ° alheimi, þar sem timinn itekur aldrei enda. r 1 Ég er samt^ með tannpinu. llill iill: iÍi Föstudagur 18. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram að lesa söguna „Villtur vegar” eftir Oddmund Ljone (12). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- poppkl. 10.25: John Mayall 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.10 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir” eftir Valentin Katajeff. Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les (10). 15.00 m iðdegistónleikar: Wagner-söngvar. George London, Birgit Nilsson og fleiri syngja ariur úr óper- um eftir Wagner. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Blesi" eftir Þorstein Matthiasson. Höfundur les (5). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Auðlindasjóður. Kristján Friðriksson forstjóri flytur erindi. 19.45 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir flytur erindi: Hringrás lifs- ins og lifræn ræktun. 20.00 Sinfóniskir tónleikar: Frönsk hljómsveitarverk. a. Sinfónia nr. 1 i C-dúr eftir Georges Bizet. Fila- harmóniusveitin i New York leikur, Leonard Bernstein stj. b. „Sheherazade”, verk fyrir sópranrödd og hljóm- sveit eftir Maurice Ravel. Victoria de Los Angeles syngur með hljómsveit Tón- listarskólans i Paris, Georges Pétre stj. c. „Vor” eftir Claude Debussy. Hljómsveit Tónlistarskól- ans i Paris leikur, Ernest Ansermet stj. 21.00 Við brimhljóð undir Bú- landstindi. Kristján Ingólfs- son spjallar við Valgeir Vil- hjálmsson oddvita á Djúpa- vogi. 21.30 Útvarpssagan: „Foreldravandamálið — drög að skilgreiningu”.eftir Þorstein Antonsson. Erling- ur Gislason leikari les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.45 Draumvisur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 18» janúar 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 íþróttir fyrir alla Sænsk mynd iþróttir, sem bæði heilbrigðir og fatlaðir geta stundað. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 21.05 Landshorn Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.40 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 25. þáttur. Endatafl II Þýðandi Kristin Eiðsson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.