Tíminn - 18.01.1974, Page 13

Tíminn - 18.01.1974, Page 13
Föstudagur 18. janúar 1974. TÍMINN 13 reiknuðum með þvi, að hann þyrfti þá að koma til okkar svo sem tvisvar i mánuði og fá lyf i mörg ár. Þúsund geðklofar utan spitalans — Mynduð þið álita, að úti i bær væru margir geðklofar á svipuðu stigi og Guðmundur. — Já, já, það er margt af svona fólki. Það eru likur til þess, að eitt prósent af landsmönnum muni einhvern tima þjást af geðklofa, og það þýðir kannski, að á hverj- um tima séu um þúsund manns utan spitalans, sem hafi eða hafi haft geðklofa, lauslega reiknað. — Hve stór hluti sjúklinga Kieppsspitalans eru geðklofar, Tómas? — 1 ársbyrjun 1972 voru á spitalanum eða á hjúkrunarheim- ilum hans 102 sjúklingar af 238 með geðklofa. Þessi sjúkdómur er yfirleitt nokkuð langvinnur og þess vegna er hátt hlutfall sjúk- linganna á spitalanum geðklofar, nálega 40%. En ef þú ferð 20 ár aftur i timann, þá voru 70% sjúkl- inganna á spitalanum með geðklofa. Þetta sýnir, að okkur gengur miklu betur meðferð þessara sjúklinga nú en áður, þannig að við getum komið þeim aftur af spitalanum og út i lifið. En eitt af aðaleinkennum geðklofa er það, að þeir loka sig inni i sinum eigin hugarheimi og missa sambandið við raunveru- leikann. — Eru þeir geðklofar e.t.v margir, sem aldrei hafa haft neitt af spitalanum að segja? — Já, þeir eru vafalaust margir. — Eru e.t.v. einhverjir úti i bæ, útskrifaðir frá ykkur, sem jafnvel eru ekki eins friskir og Guðmund- ur Arnar þó var á siðustu mánuð- um, Tómas? — Já, það má svara þvi játandi. En þarna ber að athuga, að geð- klofi er til i svo óskaplega mörg- um myndum, og þar af leiðandi er náttúrlega erfitt að bera nokkra tvo sjúklinga saman. — Hver úrskurðar sjúkling hæf- an til að yfirgefa spitalann? — Venjulega sá sérfræðingur eða læknir þeirrar deildar, sem sjúklingurinn dvelur á, en auðvit- að oft i samráði við yfirlækni. I tilfelli Guðmundar Arnars voru við læknarnir allir sammála um að útskrifa hann i sumar. Ekki komið fyrir áður — Hefur það komið fyrir áður, að fyrrverandi geðsjúklingur frá ykkur réði manni bana? — Sem betur fer ekki. Og það er alveg ákveðið miklu minni likur til þess, að fyrrverandi geðsjúk- lingar fremji slikt verk en aðrir. Og þetta gildir almennt. Þessi spurning hefur oft komið upp. Er- lendis hafa verið gerðar á þessu rannsóknir, er leitt hafa i ljós, að hlutfallslega miklu færri þeirra, sem dvalizt hafa á geðsjúkrahús um, fremja morð eða aðra of- beldisglæpi, heldur en aðrir, sem aldrei hafa á slikar stofnanir komið. Á þvi eru margar skýring- ar, sem ekki er hægt að fara út i hér. Það að ráða manni bana, eða fremja annan ofbeldisglæp er i sjálfu sér ekki einkenni þess, að viðkomandi sé geðveikur. —Step EINKAFRAMTAK í FÉLAGSAAÁLUAA Þeir hjálpa fólki til að leysa vandamál sín HÉR fer á eftir viðtal við danska félagsráðgjafann Leif Schiby, sem hefur ásamt öðrum komið á fót eigin ráðgefandi stofnun i Svendborg á Fjóni. Stofnun þessi er fyrir fólk, sem ekki hefur feng- ið viðunandi úrlausn hjá ráögjöf- um i þjónustu hins opinbera, en á þvi virðist nokkur misbrestur. Viðtalið birtist i timaritinu Sam- virke, sem er gefið út af danska samvinnusambandinu. — Við verðum að vona, að ein- hvern tima komi að þvi, að þjóð- félagið þróist svo, að ráðlegg- ingarstofnun okkar verði ekki lengur nauðsynleg. En þegar eftir reynslu fyrsta starfsársins viss- um við, að mikil þörf er á stofnun, sem fólk getur snúið sér til, þegar það er komið i blindgötu með vandamál, sem oft eru félagslegs eðlis og það getur ekki leyst af eigin rammleik. Opinberir aðilar eru þess ekki alltaf megnugir að leysa persónuleg vandamál, og þegnarnir gjalda þess. Leif Schiby barnaverndarfull- trúi er einn af stofnendum ráð- gjafastofnunar i Svendborg, sem fólk getur leitað til i neyðartilfell- um. Hann er félagsráðgjafi að mennt, en hinir stofnendurnir eru lögfræðingur og sálfræðingur. Siðar bættist starfsfræðslusér- fræðingur i hópinn. — Við komum þessari litlu stofnun okkar á fót fyrir tæpum þremur árum sem nokkurs konar neytendaþjónustu i félagslegum og lögfræðilegum efnum, segir Leif Schiby. Astæðan var einfald- lega sú, að við höfðum þráfald- lega orðið varir við það i störfum okkar að fólk, sem átti við félags- leg vandamál að striða, fékk enga úrlausn, er það reyndi að sækja tilsögn og ráð til opinberra aðila. I mörgum tilvikum vissi þetta fólk ekki hvert það átti að snúa sér, og þess vegna ákváðum við að gera eitthvað i málunum. En það varð að vera hlutlaus stofnun, einhver staður, þar sem fólk gæti komið og lagt vandamál sin á borðið án þess að það kostaði neitt, og að nöfnum þess væri haldið leyndum, væri þess óskað. Það átti ekki að halda neina skrá yfir starfsemina, né þá sem þang- að leituðu. Með þá sérþekkingu, sem við höfðum, hver á sinu sviði, ætluðum við, aðhægt væri að gefa góð ráð strax og vandamálin væru borin upp. Það stóð aldrei til að láta fólk biða eftir ráðlegging- um við úrlausn mála sinna, eða láta vandamálin daga uppi. Til þessa hefur viðtalstimi ráð- gjafastofnunarinnar verið tvær klukkustundir á tveggja vikna fresti, og á þriðja hundrað manns, viðsvegar að af Fjóni, sem á einn eða annan hátt hefur talið sig eiga við illviðráðanleg félagsleg vandamál að striða, 'hefur leitað ráða. — Þetta er sjálfboðaliðsstarf, segir Leif Schiby. Af þeim sökum höfum við ekkert fjármagn til starfseminnar. Við höfum ekki getað auglýst starfsemi okkar, né látið vita um hana á annan hátt. En við höfum komizt að þvi, að flestir þeirra, sem til okkar leita, hafa lesið um okkur i blaðagrein- um. Aðrir hafa heyrt um stofnun- ina i kunningjahópi, á vinnustað, eða innan fjölskyldna sinna. Við höfum jafnvel komizt að þvi, að opinber aðili hefur sent fólk til okkar. Aftur á móti hefur um helmingur þeirra, er til okkar leita, reynt að sækja ráð til opin- berra aðila, áður en þeir koma til okkar. I stuttu máli sagt er verk- svið okkar að útskýra lagagrein- ar. Við lifum i flóknu þjóðfélagi, þar sem lög og reglur eru flóknar. Það getur verið erfitt fyrir hinn almenna þjóðfélagsþegn að skilja þann hugsunarhátt, sem liggur að baki lagagreinum. 1 ráðgjafastofnuninni i Svend- borg er engin biðstofa. Leitazt er við að haga þvi þannig að ávallt sé að minnsta kosti einn ráðgjaf- anna tilbúinn að taka við þeim, er þangað leita, til að sá, sem á i vandræðum, þurfi aldrei að biða eftir viðtali. Sé þörf á sérþekkingu einhvers annars en þess starfsmanns, sem tekur á móti viðkomandi, er reynt að ná til hins sama á eins stuttum tima og mögulegt er. Lögfræðing- urinn getur i flestum tilfellum leyst vandann, en oft eru vanda- málin margslungin, og þá koma hinir sérfræðingarnir til skjal- anna. Sjálfboðaliðarnir álita mik- ilvægt, að hægt sé að gefa góð ráð og leiðbeiningar, áður en ,,við- skiptavinurinn” yfirgefur stofn- unina, og er leitazt við lausn á annars staðar. Við vitum, að langflestir þeirra, sem til okkar leita, hafa fengið þær upplýsing- ar, sem sózt var eftir. Það liggur fyrir, að fjórðungur þeirra, sem til okkar koma, eiga við hjónabandserfiðleika að striða. Nær jafnstór hópur þarf á hjálp að halda vegna þjóðfélags- legra vandamála, svo sem fjár- hagsörðugleika, atvinnuvand- Leif Schiby: Aðeins Iltilsháttar tekjurýrnun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir cinstakling, sem orðinn er vanur bæði stuöningi þjóðfélagsins og skyldum við það. ræði, skaðabætur alls konar og afborganir. Sem dæmi um hjúskapar- vandamál get ég nefnt vandræði 45—50 ára gamallar konu, sem vildi fá skilnað frá manni sinum. Hún sótti ráð til okkar, þvi hún hafði ekki hugmynd um, hvað við tæki eftir skilnaðinn, til að mynda varðandi börn þeirra hjónanna. Hún vissi ekkert um réttindi sin, eða hvert hún ætti að snúa sér til að fá einhverjar upplýsingar varðandi þessi atriði. Við gátum veitt henni vitneskju um allt þetta. Vandamálin i þessu tilviki eru aðallega lögfræðilegs eðlis, en mörg atriði koma þar til. Það er i sjálfu sér ekki tilgangur okkar að hjálpa fólki til að slita hjúskap, heldur að gefa ráðleggingar á hlutlausan hátt. En þær leiðbein- ingar, sem við gefum, geta leitt til að fólk yfirvegar nánar, hvað ráðlegast er fyrir það að gera. — Til okkar kom ungt par, sem bjó saman i óvigðri sambúð. Þau áttu tvö börn, en ekki saman. Þau bjuggu i ibúð, sem var i eigu konunnar. Hún hafði fengið fram- færslustyrk frá bæjarfélaginu, en einn góðan veðurdag var henni tilkynnt, að hún ætti engan rétt á styrknum, og hann var tekinn af henni. Þau fóru saman á bæjar- skrifstofuna og kröfðust skýring- ar á þessu. Þeim var skýrt frá þvi að konan ætti ekki lengur rétt á framfærslustyrk, og hvers vegna, en þau botnuðu ekkert i útskýr- ingunum. Við skýrðum unga fólk- inu fra þvi, hvað okkur þætti sennilegast varðandi afnám styrksins, og ráðlögðum þvi siðan að fara aftur á bæjarskrifstofuna og fá útskýringu okkar staðfesta þar. Þegar við hófum samtalið við ungu hjúin, voru þau mjög sár vegna framkomu opinberu starfsmannanna, en þegar þau fengu fullnægjandi skýringu á að- gerðum hins opinbera, sáu þau, að styrksviptingin var sanngjörn með tilliti til aðstæðna þeirra og þeirrar staðreyndar, að heimilis- faðirinn hafði góðar tekjur. — 65 ára gömul ekkja leitaði til okkar, vegna þess að sonur henn- ar fór fram á, aðhún veitti honum psningalán. Maður hennar, sem látinn var fyrir átta árum, hafði séð svo um, fyrir dauða sinn, að hún yrði fjárhagslega sjálfstæð. Konan hafði ávallt lifað áhyggju- lausu lifi, en skyndilega stóð hún frammi fyrir þeim vanda að þurfa að taka afdráttarlausa á- kvörðun. Hvað myndi gerast, ef hún yrði við bón sonar sins? Hvernig yrði þvi tekið, ef hún sækti samtimis um ellilaun? Það eru ekki beinlinis þeir, sem verða undir i þjóðfélaginu, sem leita ráða hjá okkur, heldur miklu fremur fólk, sem stendur frammi fyrir félagslegu vandamáli, sem það finnur ekki lausn á af eigin rammleik. Þjóðfélagsþegn, sem skyndilega á við lélagslegt vandamál að striða, verður ber- skjaldaðri nú á timum en áður, vegna þess að hann er orðinn van- ur meiri afskiptum og/eða stuðn- ingi þjóðfélagsins, t.d. i formi samninga, greiðslna og afborg- ana, og honum eru lagðar alls konar skyldur á herðar. Ekki þarf meira til en að mánaðartekjur manns lækki um 3 þúsund krónur, þvi að það getur haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir einstakl- ing, sem kannski er búinn að ráð- stafa tekjum sinum langt fram i timann. Það getur orðið orsök fjölskylduvandræða og tauga- veiklunar. Min persónulega skoð- un er sú, að fólk sem hefur meðal- tekjur og þar yfir, þurfi oftast á aðstoð að halda, þ.e. þeirri að- stoð, sem við látum i té. Opinber- ar stofnanir hafa til þessa ekki orðið varar við þessa þjóðfélags- stétt, þvi hún leitar ekki aðstoðar þeirra, er félagsleg vandamál skjóta upp kollinum. Það eru næstum alltaf ytri einkenni vandamálanna, sem liggja i aug- um uppi, eins og atvinnuleysi, sjúkdómar og annað þvi likt. ítáðgjafahópurinn i Svendborg tekur nú orðið einnig að sér að leiöbeina varðandi fjölskyldu- vandamál. Slik mál er ekki hægt að afreiða með einu viðtali, held- ur tekur það legnri tima. t sambandi við leiðbeiningar okkar höfum við komizt að þvi, að vandkvæðin eru oft bundin heil- um fjölskyldum, segir LeifSchiby, og það er vissulega mikið verk að vinna á þvi sviði. t stuttu máli sagt leitumst við við að fá fjöl- skyldumeðlimina til að ræða mál- in hver við annan. Það er ekki nóg að ræða eingöngu við foreldrana, við tölum einnig við börnin. Fjöl- skylda sem æskir aðstoðar okkar, fær svo og svo marga viðtalstima, og við hjálpum fólkinu til að finna lausn á eigin vandamálum. Þessi aðferð hefur þann kost, að þeir sem æskja leiðsagnar, vita ná- kvæmlega hvað til stendur, og hafa fallizt á að reyna að finna lausn. Engin opinber stofnun fær nokkru sinni að vita neitt um við- töl okkar við tilteknar fjölskyld- ur. Það hlýtur að vera hægt að koma á fót opinberri stofnun, sem er óháð öðrum opinberum stofn- unum á þann hátt, að maður sem leitar til hennar, er ekki skyldug- ur til að láta skrá sig eða erindi sitt i opinberar skýrslur. En komi maður á opinbera skrifstofu meö vandamál, er maður þvingaður til að beygja sig fyrir kerfinu. Þá er yfirleitt ekki nægilegt að fá stutt viðtal við meira eða minna upptekinn starfsmann. Þar verð- ur að vera trúverðug persóna, sem kann góð skil á þvi vanda- máli, sem um er að ræða hverju sinni. (þýttOó)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.