Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 21
Föstudagur 18. janúar 1974.
TÍMINN
21
Göppingen vann Sviss
— en tapaði fyrir Rússlandi í
úrslitaleik
Göppingenliðið náði mjög góð-
um árangri i hraðkeppnismóti
i Freiburg sl. sunnudag.
Göppingen tók þátt i fjögurra
liða keppni, þar sem iandslið
Hússa og Svisslendinga léku,
ásamt Göppingen og úrvalsliði
Suður-Þýzkalands. Geir og
félagar lentu i öðru sæti i
keppninni, næst á eftir lands-
liði Rússa.
Leikir Göppingen, sem
stóðu yfir i 2x20 min. fóru
þannig:
Göppingen—Sviss 6:5
Göppingen—Úrval 6:6
Göppingen—Kússland 8:9
Geir skoraði þrjú mörk gegn
Sviss, tvö mörk gegn úrvalinu
og einnig tvö gegn Rússum.
STEFAN ÞÓRÐARSON... hinn eldfljóti leikmaður Fram, sést hér brjótast framhjá Hermanni Gunnarssyni (2) og ólafi Jóns-
syni. Stefán lék Ólaf oft grátt I leiknum. (Timamynd Róbert)
FRAAAARAR í HAAA
r
Þeir léku sér að Islandsmeisturum Vals eins og köttur að mús og unnu 27:21
Björgvin Björgvinsson og
Axel Axelsson, eða litli og
stóri, áttu frábæran leik,
þegar Framarar léku tslands-
meistara Vals heldur grátt i
Laugardalshöllinni á miöviku-
dagskvöldið. Framliðið
sannaöi þar, að það er okkar
bezta félagslið — ekkert lið
leikur betur en Framliðið,
þegar það er fullskipað I ham.
Framarar léku sér að hinni
annáluðu vörn Vals, eins og
köttur að mús —þeir Björgvin
og Axel voru eins og kokkar
sem hræðru i grautarpotti. Og
hjálparkokkar þeirra voru
ekki af verri endanum, nefni-
lega hinn útsjónarsami
Ingólfur óskarsson og hinn
eldfljóti Stefán Þórðarson,
sem þeir voru alltaf tilbúnir að
hjálpa og bera mörk og mark-
tækifæri í borö. Þessir tveir
leikmenn léku nú aftur með
Framliðinu eftir stutta fjar-
veru, og þótti endurkoma
þeirra takast frábærlega vel.
Þá var varnarleikur Fram
stórgóöur, og markvarzla
Guðjóns Erlendssonar, var
einnig góð.
Valsmenn byrjuðu að sjálf-
sögðu leikinn á þvi að láta
mann taka Axel úr umferð.
En Axel sleit sig lausan og
opnaði leikinn með góðu
marki. Þótt Axel væri tekinn
úr umferð, skoruðu Framarar
þrjú fyrstu mörkin. Ingólfur
og Stefán kunnu svo sannar-
lega að láta krók koma á móti
bragði — þeir „krossuðu”
skemmtilega fyrir framan
miðvörö Valsmanna, Ólaf
Jónsson, og hanríréð ekki við
tvö góð skoi frá Ingóifi, sem
sungu i Valsmarkinu. Bergur
Guðnason skoraði fyrsta mark
Vals úr vitakasti á 9. min.
Stefán svaraði með góðu
marki, og Valsmenn fóru nú
aö sjá, að þeir Ingólfur og
Stefán voru orðnir nokkuð
ágengir. Þegar staðan var 4:1
fyrir Fram, hættu þeir að láta
mann elta Axel. Axel fagnaði
þvi að fá að leika lausum hala.
Hann gaf stórglæsilega linu-
sendingu á Björgvin, og
staðan var orðin 2:5. Vals-
mönnum tókst að jafna 5:5, og
siðan 7:7 og 9:9. Staðan var
12:10 fyrir Fram i hálfleik.
Framarar náðu sér heldur
betur á strik i siðari hálfleik,
þeir juku forskotið smátt og
smátt, og um miðjan hálf-
leikinn var staðan orðin 21:15.
Stuttu siðar mátti sjá 25:18, og
lokatölur leiksins urðu 27:21.
Sigur Fram hefði getað orðið
meiri, ef þeir hefðu ekki
slakaðá undir lokin, en þá létu
þeir þá Axel og Sigurberg
hvila sig.
Framliðið, sem lék nú með
sina alla sterkustu leikmenn,
átti frábæran leik. Liðið
hefurá að skipa mjög góðum
einstaklingum, sem vinna vel
saman i vörn og sókn. Liðiö
náði að leika bezta leik, sem
islenzk félagslið hefur náð að
sýna i vetur. Beztu menn
liðsins voru þeir Björgvin,
Axel, Ingólfur, Stefán og
Guðjón. Þá áttu þeir Arnar,
Pálmi, Pétur, Sigurbergur og
Andrés góðan leik, sérstak-
lega i vörninni, en vörn Fram-
liðsins er mjög hreyfanleg.
Mörk Fram skoruðu: Axel 8 (2
viti), Björgvin 7, Stefán 5,
Ingólfur 4, Sigurbergur, Pétur
og Andrés eitt hver.
Valsliðið náði »ér aldrei á
strik gegn hinni sierku vörn
Framliðsins. Það eina
skemmtilega við Valsliðið var
hvað þeir Hermann Gunnars-
son og Gunnsteinn Skúlason
voru lagnir við að skora úr
hornum. Þessir tveir leik-
menn, ásamt Sigurhergi Si-
gsteinssyni, eru okkar lang-
beztu henamenn. Olafur
Benediktsson, markvörður
Vals, náði sér heldur ekki á
strik, og var það engin furða,
þvi að hvaða markvörður
hefði ráðið við skotin, sem
hann fékk á sig? Oll mörkin,
sem Framarar skoruðu, voru
óverjandi fyrir hvaða mark-
vörð sem var. Mörk Vals i
leiknum skoruðu: Gisli 5 (1
viti), Gunnsteinn 4, Hermann
4 (2 viti), Bergur 3 (3 viti),
Ólafur 2, Jón K., Jón J. og
Þorbjörn eitt hver.
Ekki stóð á faðmlögum,
stjaki og húkhljóðum i leikn-
um, sem þeir Björn Kristjáns-
son og Óli Ólsen dæmdu. Það
var erfitt að dæma þenna leik,
enda sterkir varnarleikmenn
á ferðinni Þeir Björn og Óli
stóðu sig mjög vel, og var alit
annað að sjá til þeirra, heldur
en dómaranna, sem dæmdu
fyrri leikinn, leik Viking og
Þórs. Þann leik dæmdu
nýliðarnir Kjartan Steinback
og Kristján 0. Ingibergsson.
Þeir voru ekki nógu ákv -SOS.
AXEL MARK-
HÆSTUR...
Axel Axelsson I Fram er nú markhæstur eftir fyrri umferðina I 1.
deildar keppninni i handknattlcik. Það telst mjög gott hjá Axeli, þvi
að hann hefur veriö tekinn úr umferð i nær öllum leikjum tslands-
mótsins:
Axel Axelsson, Fram 49 (20 víti)
Einar Magnússon Vik. 47 (18 vlti)
Viöar Símonarson FH 45 ( 6 vítí)
Gunnar Einarsson FH 43(14 vfti)
Höröur Sigmarsson Haukum 42 (11 vlti)
Agúst Svavarsson 1R 38 ( 1 víti)
Sigtryggur Guðlaugsson Þór 38 (22 viti)
AJAX
VANN
Meistaraliðið Ajax vann
stórsigur ylir A(' Milan i
„stórbikarkeppni” Evrópu á
miðvikudagskv öldið.
Leikurinn, sém fór fram i
Amsterdam i Hollandi, lauk
6:0, Fyrri lciknum, scm fór
Iram i Milanóá italiu, lauk 1:0
fyrir AC Milan. Ajax vann þvi
samanlagt 6:1.
CITY OG
NORWICH
í UNDAN-
ÚRSLIT
Manchestcr C'ity tryggði sér
rétt til að leika i 4-liða úrslit-
um ensku deildarbikarkeppn-
innar. C'ity vann Coventry 4:2
á miðvikudagskvöldið i spenn-
andi leik, sem fór fram i j
Manchestcr. Brian Alderson
skoraöi fyrsta mark leiksins
fyrir C'oventry, en Mick
Summerhee jafnaði.
Coventry náði aftur forustu,
þegar Alderson hætti marki
við. Siðan komst C'ity-liðið á
skrið, i.ee skoraði tvivegis og
Law einu sinni.
Norwich tryggði sér einnig
rétt til að leika i undanúrslit-
um deildarbikarkeppninnar,
þegar liðið sigraöi Lundúna-
liðið Millvall 2:1 á miðviku-
dagskvöldið. Norwich, sem
lék til úrslita gegn Tottenham
i deildabikarkeppninni sl.
keppnistimabil, leikur gegn
Úlfunum i 4-liða úrslitunum,
og Manchester City mætir
Plymouth.
Geysileg barótta milli þriggja liða í suður-deildinni. Tvö lið
úr suður-deildinni og tvö úr norður-deildinni berjast um
Vestur-Þýzkalandsmeistaratitilinn
Geir Hallsteinsson og félagar
lians i Göppingen, eru nú
byrjaðir að berjast fyrir sæti i
úrslitunum um Vestur-Þýzka-
landsmeistaratitilinn i hand-
knattleik. Keppnin er geysi-
lega hörð i suður-deildinni, en
þar berjast þrjú lið um sætin
tvö i lokakeppninni. Það eru
Göppingen. Rinteim og
lluttenberg. Um siðustu helgi
vann Göppingen Dietzenbach
22:19 i gifurlegum slagsmála-
leik. Göppingen komst i 0:4 i
byrjun, og þá hófust slagsmál-
in. Ahorfendur ætluðu vitlaus-
ir að verða, og I hvert sinn sem
lcikmanni úr Göppingen var
visað af leikvelli, brutust úl
geysileg fagnaðarlæti en
Göppingen-liðið lék nær allan
siðari hálfleikinn með einum
manni færra.
Þegar ein minúta var til
leiksloka, var staðan 20:19
fyrir Göppingen. Þá skoraði
Geir mjög fallegt mark með
langskoti, og stuttu siðar
komst félagi hans, Patzer, inn
i sendingu og skoraði siðasta
mark leiksins, en þá voru 9
sek, til leiksloka. Geir og
landsliðsmaðurinn Bucher
voru beztu menn Göppingen.
Geir skoraði 6 mörk með lang-
skotum og Bucher skoraði 7
mörk.
Nú er staða efstu liðanna
þannig i suður-deildinni:
Rinthcim
Huttenberg
Göppingen
Göppingen á eftir að leika
bæði við Rintheim og Hutten-
herg á heimavelli sinum.
GEIR OG FELAGAR
í LOKAÁTÖKUNUM