Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. febrúar 1974.
TÍMINN
3
Ös við skatt-
stofuna
gbk-Reykjavik. —Mikil ös var viö
skattstofuna i gær, enda seinasti
dagur til að skila skattframtöl-
um. Skilafrestur var til kl. 12 á
miðnætti, en þá mátti skila fram-
tölum i póstkassa skattstofunnar.
Timinn fékk þær upplýsingar
hjá skattstofunni, að um 43000
einstaklingar og 2500 félög væru
skattlögð i Reykjavik. Alltaf eru
nokkur hundruð manns, sem
kjósa heldur að láta áætla sér
tekjur heldur en að skila skatt-
•skýrslu.
Þótt dagurinn i gær væri sein-
asti skiladagur, hefur nokkrum
einstaklingum verið veittur frest-
ur, sem sótt hafa um hann, og ein-
staklingum með atvinnurekstur
er veittur frestur til 1. marz.
Thord
Stille
sex-
tugur
Sænski Islandsvinurinn Thord
Stille á sextiu ára afmæli í dag,
1. febr.
Hann er Islendingum vel
kunnur fyrir sinn mikla áhuga á
öllu þvf, sem viðkemur Islandi og
islenzkum málefnum.
Thord framleiðir og selur
loðkápur viða um heim úr is-
lenzkri skinnavöru, og á
viðskiptaferðalögum sinum er-
lendis lætur hann ekkert tækifæri
ónotað til þess að kynna tsland.
í Tranas, þar sem Thord er
búsettut hefur hann um áratuga-
skeið framleitt loðkápur úr grá-
vöru. Þegar hann hóf framleiðslu,
keypti hann allt hráefnið á
sænskum markaði. En framboð á
skinnum i Sviþjóð var litið og lita-
úrvalið fábreytilegt. Það var þá,
sem Stille kom tsland i hug. Hann
ákvað að ferðast hingað og kanna
möguleika á kaupum á islenzkri
grávöru. Þetta var árið 1948. Það
tókust samningar með honum og
Sambandi islenzkra samvinnu-
félaga, og viðskipti þeirra i milli
hafa verið óslitin upp frá þvi.
Árið 1969 var Thord Stille
sæmdur riddarakrossi fálkaorð-
unnar fyrir áhuga sinn á islenzk-
um málefnum.
Eftir gosið i Eyjum hóf hann að
safna fé til handa Vestmanna-
eyingum. Tókst honum að safna á
áttunda hundrað þúsund is-
lenzkra króna i Tranas, sem er
fámennur bær. Kom hann sjálfur
hingað til lands og afhenti Vest-
mannaeyingum söfnunarféð.
Kona Thords Stille, Doris, hefur
einnig komið nokkrum sinnum
hingað til lands með manni sin-
um. Hún hefur teiknað mikið af
loðkápum.
Yfirlýsing
t miðvikudagsblaði Timans
brenglaðist yfirlýsing Svölu
Thorlacius , umsjónarmanns
Landshorns í sjónvarpinu. Biðj-
um viö Svölu velvirðingar á mis-
tökunum og endurprentum yfir-
lýsingu hennar:
„Vegna ummæla Jónasar
Árnasonar á Alþingi i gær um
þáttinn Landshorn sl. föstudag,
tel ég rétt,að fram komi, hvernig
tími þátttakenda i þættinum
skiptist niður:
Ragnar Arnalds 11 min., 10 sek.
Einar Agústsson 8 min., 15 sek.
Geir Hallgrimsson 8 min., 55 sek.
Höröur Einarsson 2 min., 50 sek.
Dagur Þorleifsson 8 min., 20 sek.
Þá vil ég benda á, að tveir full-
trúar rikisstjórnarinnar voru i
þættinum, en einn fulltrúi frá
stjórnarandstöðunni. Vinsamleg-
ast birtið þessa yfirlýsingu i blaði
yöar, en hún er send öllum dag-
blöðunum og fréttastofu útvarps-
'ns- Virðingarfyllst,
Svala Thorlacius
umsjónarmaður Landshorns.”
1 gær voru sfðustu forvöð að afhenda skattaskýrslurnar, nema þvl aðeins að fólk heföi orðið sér úti um
frest. Þessa mynd tókum við í gær, er lögregluþjónn, sem var að greiða fyrir umferð, tók við skýrslu
eins skattþegnsins, ersýnilega hefur kunnað að meta þessa hjálpsemi. —Timamynd: Róbert.
Álit Þorbjarnar Sigurgeirssonar prófessors:
Hitinn í hrauninu helzt
trúlega í hálfa öld
Ekkert nýrunnið hraun jafn þykkt til samanburðar
JH-Reykjavik. —
Við höfum ekki
nándarnærri nógu þykkt hraun,
tiltölulega nýrunnið, til þess að
mæla, hversu hiti helzt lengi i
hraunlögunum, sagði Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor við
Timann i gær, er við leituðum
álits hans á hraun-hitaveitu i
Vestmannaeyjum. Það er þá
helzt Surtsey, sem kemur til
greina, og svo mikið er vist, að
hún helzt enn heit. En mér dettur
i hug, að á að gizka fimmtiu ár
geti liðið, þar til hitinn i
hrauninni á Heimaey er kominn
niður I hundrað stig.
— Mér sýnist það nokkurn veginn
vlst, að ráðizt verði i hraun-hita-
veitu i Eyjum, hélt Þorbjörn
áfram, og ég álit, að það ætti sem
fyrst að bora holu niður i gegnum
þétta hraunið, sem undir er, þar
sem það er nægjanlega sprungið
til þess að sjór sigi inn i það, en þó
ekki svo sprungið, að sjór streymi
um það. Hraunið mun lengi hald-
ast heitt, þar sem það liggur i
vatni eða sjó, sem ekki er á
hreyfingu.
Matsveinar sömdu
um 18% kaup
hækkun
Fr.Bj.-Reykjavik. Félag
matreiðslumanna og viðsemjend-
ur þess komust að samkomulagi
um kauphækkanir til handa
matreiðslumönnum á sáttafundi,
sem hófst á miðvikudagskvöld og
stóð fram á fimmtudagsmorgun.
Samið var um 18% kauphækkun,
sem kemur til framkvæmda i
þrennu lagi. Fyrst verður 10%
hækkun nú þegar, siðan 4% 1.
september i haust, og að lokum
4% 1. april 1975, en samningarnir
gilda til 1. desember 1975.
Hallgrimur Jóhannesson, for-
maður Félags matreiðslumanna,
sagði, að þetta hefði verið 7.
samningafundurinn og sá fyrsti
með sáttasemjara. Hann sagði að
samningar hefðu verið lausir til
1. nóv sl., og hefði félagið verið
búið að boða til verkfalls, sem
komið hefði til framkvæmda, ef
af hefði orðið, kl. 12 á hádegi 6.
febrúar næst komandi.
Samningana átti að undirrita
kl. 5 i gærdag, en siðan verður
félagsfundúr um þá i dag, eða
næsta mánudag.
Hallgrimur sagði, að
samningarnir, sem nú hefðu verið
gerðir, giltu fyrir matsveina, sem
vinna i landi, en um matsveina,
sem vinna á skipum, gilda aðrir
samningar, og hefur enn ekki
náöst samkomulag um kjör
þeirra.
Auk áðurgreindra prósentu-
hækkana fá matsveinar starfs-
aldurshækkanir, og einnig verður
nemum greitt vaktaálag.
Holur, sem boraðar yrðu,
þyrftu siðan að biða um skeið, svo
að I ljós komi, hvort kólnar i
þeim, þvi að erfitt er að segja um
það að óreyndu hversu endingar-
góöur hitinn i þeim verður. Að
sjálfsögðu vitum við ekki með
vissu, hvar hraunið er hóflega
sprungið, en það getur verið til
leiðbeiningar, hvar það
hrönglaðist upp i upphafi gossins.
Aðferðin yrði vafalaust sú að
nota hitaskipti, sem flytur hitann
úr gufu eða heitum sjó ef honum
yrði dælt upp, yfir i vatn, og
meðan hitinn undir niðri er nógu
hár, getur gufa streymt sjálf-
krafa upp við þrýsting þann sem
á henni er. Eins og kunnugt er
hefur Sveinbjörn Jónsson, for-
stjóri i Ofnasmiðjunni, þegar gert
þá tilraun að setja viðeigandi út-
búnað i borholu á bæjarlandinu,
sem nýtt hraun fór ekki yfir, og I
hana setur hann kalt vatn, sem
aftur kemur upp heitt. Orku-
stofnun hefur að sinu leyti gert
áætlun, eða að minnsta kosti
könnun á þvi, hvernig viðtækari
nýtingu hitans i hrauninu má
haga, og fyrsta skrefið er að
kanna nýja hraunið á þeim
stöðum, sem liklegastir eru til
virkjunar.
Sóttur í flugvél
tll að syngja
í óperunni
SJ-Reykjavik. — Sigurður
Björnsson óperusöngvari fer
sem kunnugt er með eitt aðalhlut-
verkið i Leðurblökunni. sem flutt
er i Þjóðleikhúsinu um þessar
mundir. 1 gærkvöldi var sýning á
óperunni.en Sigurður veiktist. A
siöustu stundu var reynt að fá
Garðar Cortes til að hlaupa i
skarðið fyrir Sigurð, en hann var
þá norður á Blönduósi. Til að
bjarga málinu var vél frá flug-
félaginu Vængjum, sem var að
leggja af stað frá Gjögri,snúið við,
og var Garðar sóttur til Blöndu-
óss. óperugestir urðu þvi ekki af
skemmtuninni i gærkvöldi.
Könnun varnar-
málanna
í Þjóðólfi, blaði
Framsóknarmanna á Suður-
landi, er út kom 25. janúar, er
rituð l'orystugrein um varnar-
málin. Þar segir m.a.:
„Eins og heitið var strax i
byrjun núverandi s,tjórnar-
samstarfs, hefur nokkur
könnun farið fram á aðstæð-
uin varðandi varnarstöðina.
Skyldi slik könnun fara fram^
áður en viðræður við Banda-
rikin hæfust um ENDUR-
SKOÐUN varnarsamningsins.
Þessi könnun hefur eðlilega
tekið sinn tima, og á meðan
voru ekki hafnar viðræður um
varnarsamninginn. Land-
lielgismálið hafði algjöran
forgang og könnun látin víkja
um sinn.
Vár það skynsamleg
ákvörðun. Nú er nokkuð siðan
viöræður við Bandarikin
hófust. Siðast var þeim
frestaö i nóvember sl. Nýlega
liefur veriö tilkynnt, að þær
haldi áfram upp úr næstu
mánaðamótum.
Endanleg ákvörðun
hjá Alþingi
Eigi hefur af opinberri
hálfu neitt verið upplýst á
In erju stigi viðræðurnar eru.
Sennilega hefur þeim þokaö
eitthvað áleiðis, en líklegt er
talið, að þær geti dregizt fram
eftir vetrinuin. Þegar svo
viðræðum þessum lýkur, mun
rikisstjórnin leggja fyrir
Alþingi tillögur slnar uin
l'rekari málsmeðferð, ásamt
niðurstöðum könnunar um
málefni varðandi varnar-
stöðina, svo og skýrslu uin efni
og úrslit viðræðnanna að öðru
leyti. Endanlegt ákvörðunar-
vald er i höndum Alþingis.
Tiltölulega hljótt hefur
verið um varnarmálin fram
undir siðustu vikur. En svo
sem vita mátti, hafa átök
nokkuð harnað, þegar nær
færist málalokum. 1
viðkvæmu og örlagaríku máli
eru slagorð og gifuryrði sizt til
til þess fallin að greiða fyrir
v a n d a s ö m u m v i ð r æ ð u m .
Auðvitað var, að sá hópur
manna, sein jafnan liefur
verið andvigur samstarfi
okkar við vestrænar þjóðir i
liverri mynd sem er, felldi sig
ckki við framhalds-
viðræðurnar við Bandarikin.
llann righeldur sér i algjöra
og skilyrðislausa uppsögn
varnarsamningsins. Kjörorð
þessara manna er þvi að sjálf-
sögðu varnarlaust land. Það
er að þeirra mati heillavæn-
legast fyrir þjóðina, á liverju
sem gengur.
Jafnvægi þarf
að haldast
Það ætti þó að vera fulljóst,
að okkur islendingum er
vandi á höndum iheimi, sem
býr við stöðugar viðsjár og
vigbunaðaraðgerðir hinna
stærri þjóða. Barátta um völd
og auðlindaaðstöðu skapar ó-
uinflýjanlega margs konar
liættur á meiri háttar átökum,
ef eðlilegu jafnvægi er ekki
haldið. Allt ráð þjóða er
sifelldum og oft afdrifarikum
breytileika háð.
Hvatt til ýtrustu
varkárni
Við höfum þegar fyrir löngu
skipaö okkur i sess með
vestrænum þjóðum, vina- og
frændþjóðum, I ýmsum veiga-
miklum efnum. A þeirri
stöðu Iiefur engin breyting
orðið.
Nú er það hlutverk rikis-
stjórnarinnar I fyrstu lotu að
ráða fram úr máli, sem beita
þarf ýtrustu varkárni við og
hlut eiga að vinveittar banda-
lagsþjóðir. Þaö er fullvist. að
flestra von er, að rikis-
stjórninni megi auðnast að
finna þá lausn, sem aðilar
geta fellt sig viö og tryggir
jafnfraint öryggi íslands."TK