Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 13 Þóra Hallgrlmsdóttir og Sigtryggur Þorsteinsson I „Dómar” Svava Jónsdóttir og Þóra Havsteen i „Dómar” óskiptur í Minningarsjóð Margrétar Valdimarsdóttur”. Orkukreppan, 1917-18 Ekkert er nýtt undir sólinni Fyrsta leikárið hjá LA var erfitt, þvi það var orkuskortur á Islandi vegna heimsstyrjaldarinnar, sem þá geisaði. Reyndist ógerlegt að fá leikhúsið hitað upp og margt annaö varð til tálmunar, en vorið eftir (1918) efndi félagið til kvöld- skemmtunar i fjáröflunarskyni. Var leikinn gamanleikur i einum þætti og á eftir leikinn var kvartett-söngur, en Valdimar Steffensen og fleiri sungu. Um haustið voru siðan leiknir gaman- leikirnir Grái frakkinn, og Frúin sefur. Meðal leikenda varþá Haraldur Björnsson, en hann hafði gengiö i félagið skömmu eftir stofnun þess. Leikirnir voru sýndir fimm kvöld, en taka verður tillit til þess, að miklu fámenna var á Akureyri er þetta var, en núna er og er I rauninni afbragösgóð aðsókn. 5 krónur fyrir sýninguna styrkir Leikendur gáfu yfirleitt vinnu sina á þessum fyrstu árum Leikfélags Akureyrar en stund- um voru greiddar 5 krónur fyrir sýninguna og stöku sinnum 15 krónur. Gæta varð ýtrustu spar- semi og ráðdeildar til að hægt væri að spara fyrir nauðsynleg- ustu útgjöldum. Þetta varð til þess, að unnt var að mynda dálit- inn félagssjóð, en félagið naut ekki opinberra styrkja fyrstu ár- in. Það mun hafa verið árið 1923 sem leikfélagið fékk fyrst styrk úr bæjarsjóði Akureyrar, en þá fékk það greiddar 100 krónur. Var þessi rausn bæjarfélagsins þökk- uð með virktum. Fáum árum sið- ar var þessi styrkur hækkaður upp I 500 krónur og árið 1947 nam þessi styrkur 6000 krónum og alþingi veitti félaginu sömu upp- hæð. Nú veitir rikissjóður og bæjarsjóður Akureyrar Leikfélagi Akureyrar um 4 milljónir króna. Fjalla-Eyvinduri 1922 Eins og fram kemur hér að framan, hélt félagið sig einkum við léttara efni fyrstu árin, en þar kom að þvi, að það lét til skarar skriða viö stærri og viðameiri verkefni. Frumsýndi Leikfélagið t.d. Fjalla-Eyvind árið 1922. Um þetta segir Hallgrimur Valdi- marsson á þessa leið: „Arið 1921 var farið að gera gangskör að þvi, hvort ekki væri hægt að taka Fjalla-Eyvind, Jó- hanns Sigurjónssonar til með- ferðar. Var fyrst talað við Guörúnu Indriðadóttur sem þá var búin aö geta sér mikla frægð fyrir meðferð á hlutverki Höllu á leiksviði i Reykjavik og Vestur- heimi, hvort hún myndi fáanleg til að koma og leika Höllu hér (Akureyri). Tókustu samningar um að svo yrði. Þótti mörgum i mikið ráðizt af fátæku og styrk- lausu félagi, aö taka þetta leikrit til sýningar, þar sem og lika var þröngt i búi hjá mörgum með peninga. En á hinn bóginn sýnt, að kostnaður hlaut að verða ær- inn. En þeir bjartsýnni settu þetta Framhald á bls. 23 Stefán Jónsson I „Dansinum i Hruna”. Jón Norðfjörð helgaði sig til dauðadags störfum fyrir LA„ bæöi sem ieikari og leikstjóri. Hér sést hann i hlutverki sínu i „Skálhoiti” Kambans. Jóhannes Jónasson I Gunnar Magnússon Skugga-Sveini. „Skrúðsbóndanum” Haustið eftir lagði Stefania hingað leið sina aftur.” Var þá settur upp leikurinn Kinnarhvolssystur og leiknir kaflar úr Galdra-Lofti. Skugga Sveinn Um likt leyti var Frænka Charleys leikin af ungmenna- félaginu og árið 1916 tóku nokkrir áhugamenn sig til og settu Skugga-Svein séra Matthiasar á svið. í þeirri sýningu lék Jón Norð fjörð, sem siðar varð einn merk- asti leikari LA, en þetta var fyrsta leikhlutverk hans. Leikendur i Skugga-Sveini 1916 voru Jón Steingrimsson, sem lék Skugga-Svein, en aðrir íeikendur þau Sigtryggur Þorsteinsson, Páll Vatnsdal, Jóhann Þ. Kröyer, Ingimar Eydal, Eva Pálsdóttir (Kröyer), Alfheiður Einarsdóttir, Hallgrimur Sigtryggsson, Konráð Jóhannesson, Jóhannes Jónas- son, Gisli R. Magnússon, Halldór Ólafsson frá Pálmholti og Jón Norðfjörð, eins og áður sagði. Leikfélagið stofnað Skugga-Sveinn hlaut ágætar viðtökur og hefur án efa orðið hvöt að þvi, að Leikfélagið var stofnað á sumardaginn fyrsta ár- ið 1917. Stofnendur voru: Gisli R. Magnússon, Guðbjörn Jónsson, Hallgrimur Sigtryggs- son, Hallgrimur Valdimarsson, Jóhannes Jónasson, Ingimar Eydal, Július Havsteen, Sigurður E. Hliðar, Pétur Þorgrimsson, Sveinn Á. Bjarman, Jón Stein- grimsson, Páll Vatnsdal, Jónas Jónasson og Sigtryggur Þor- steinsson. „Tilgangur félagsins er að koma á fót góðum leiksýningum i Akureyrarbæ eftir þvi, sem kost- ur er á og kraftar leyfa”, segir I 2. grein félagslega og segir það sina sögu, og ennfremur 5. grein. „Enginn félagsmaður má taka þátt i sjónleikjum utan félagsins, ef það að dómi stjórnarinnar kemur I bága við tilgang þess og framkvæmdir”. Með stofnun leikfélagsins var búið aö sameina flestalla leik- krafta á Akureyri og á næsta fundi sem haldinn var 29. mai 1917 bættust I félagið þeir Tryggvi Jónatansson og Aðalsteinn SKristinsson. Vafalaust hefur bjartsýni verið rikjandi á stofnfundum félagsins en þó hefur það hvarflað að stofnendum, að farið gæti, svo að ekki reyndist unnt aö halda uppi föstu leikstarfi, þvi aö i 7. grein félagslaga sagði á þessa leið: „Leysist félagið upp, skal sjóð- ur þess, ef nokkur er, renna Sigurjóna Jakobsdóttir I „Lenharði fógetá':

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.