Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 1. febrúar 1974. sést hér, eftir að hann brauzt I gegnum iR-vörnina, og þá var ekki að sökum á 5 netinu- (Tímamynd Gunnar) „LÁNIÐLEIKUR VIÐ OKKUR" — sagði Gunnlaugur „LANIÐ leikur ekki við okkur”, sagði Gunnlaugur Hjálmarsson eftir leik ÍR og Vikings. Þar átti hann við vitakastið, sem Vil- hjálmur Sigurgeirsson misnotaði, þegar 30 sek. voru til leiksloka. Þá var staðan 25:25, og stuttu síöar var dæmt skref á Agúst Svavarsson, sem var þá að rekja knöttinn upp völlinn. Gunnlaugur bætti siöan við: „Við höfum þá bara lánið með okkur á sunnu- daginn, þegar viö vinnum FH”. EKKI ÍR-VÖRNIN RÉÐ EKKI VIÐ HINN GEYSILEGA SKOTKRAFT GUÐJÓNS... Hann skoraði 9 glæsileg mörk. — Vilhjdlmur misnotaði vítakast d síðustu stundu, og því varð jafntefli, 25:25, í leik Víkings og ÍR GUÐJÓN MAGNÚSSON, víkingurinn í Víkings- liðinu/ átti stórleik á mið- vikudaginn, þegar Víkingur og iR gerðu jafn- tefli 25:25. í 1. deildar keppninni. íR-vörnin réð ekki við hinn geysilega skotkraft Guðjóns, sem skoraði níu mörk í leiknum, öll mjög glæsileg og hrein. Guðjón skoraði átta mörk með lang- skotum, og einu sinni brauzt þessi sterki ieik- maður í gegnum íR-vörn- ina og skoraði. Þrjár af okkar mestu langskyttum, þeir Guðjón Magnúson og Einar Magnússon, ásamt Ágústi Svavarssyni í ÍR, létu mikið að sér kveða í þessum mikla markaleik liðanna. Einar skoraði 11 mörk í leiknum, þar af 9 úr vítaköstum, Guðjón skoraði 9 mörk og Ágúst 7. Af 25 mörkum Víkingsliðs- ins skoruðu þeir Guðjón og Einar samtals 20 mörk. Þá koni vftaskyttan kunna, Vil- hjálmur Sigurgeirsson, einnig við sögu i leiknum. Hann hafði úrsiit leiksins i höndum sér, þegar staðan var 25:25 og aöeins 30 sek, voru til leiksloka. Þá var dæmt vitakast á Vikingsliðið — Vilhj- álmur tók vitakastið, en honum mistókst. Hann skaut yfir mark- vörðinn — hitti ekki markið, og knötturinn fór yfir. Leikurinn var mjög jafn, sér- staklega i fyrri hálfleik. IR-liðiö- komst yfir, 3:1 i byrjun, en Vikingur jafnaði 3:3. Siðan skipustu liðin á um að skora, og það var jafnt þar til staðan var 12:12. Þá skoruðu IR-ingar tvö mörk og komust yfir 14:12 i hálf- leik. í siðari hálfleik komust 1R- ingar tvisvar i fimm marka mun, fyrst 19:14 og siðan i 20:15, en þá fóru Vikingar að taka við sér. Þeir jöfnuðu 22:22 á 19. min. og komust siðan yfir, 24:22. Leiknum lauk siðan 25:25. Guðjón Magnússon bar af i Vikingsliðinu, hann hefur sýnt mjög góða leiki upp á siðkastið og er nú greinilega kominn i HM- ham. Asgeir Eliasson lék vel hjá 1R, sömuleiðis Agúst Svavarsson og fyrirliðinn Gunnlaugur Hjálmarsson. Mörkin i leiknum skoruðu þessir leikmenn: VIKINGUR: Einar 11 (9 viti), Guðjón 9, Páll 2. Stefán 1 og Skarphéðinn 2. 1R: Ágúst 7, Asgeir, Gunnar og Vil- hjálmur fimm hver, Þórarinn, Hörður Á. og Jóhannes eitt hver. -SOS „Jæja Labbi, Mark aldar- innar AGÚST Svavarsson, örvhenti risinn i IR, skoraði stórglæsilegt mark i leik gcgn Vikingi. Þrumu- skot frá honum lenti i stöng Vikingsmarksins, þeyttist þaðan niður i gólfiö, þaðan i hina stöngina, siöan upp undir þverslána, og loks i netið. Geysi- leg fagnaöarlæti brutust út á áhorfendabekkjunum, og áhorf- endur kunna greinilega að meta mörk, sem þannig eru skoruð. Markið er tvimælalaust mark ársins, ef ekki mark „aldarinnar”. nú fer skeggið".... „Jæja Labbi, nú fer skegg- ið”...sögöu iR-ingarnir eftir jafnteflisleikinn við Viking. Gunnlaugur Hjálm arsson, fyrirliði iR-liðsins, eða Labbi, eins og hann er kallaður, ákvað það fyrir leikinn við Val á dögunum, að hann skyidi hvorki láta skera hár sitt né skegg, fyrr en iR-liðið væri öruggt i 1. deildinni. Siðan hef- ur iR-liðið leikið þrjá leiki og fengið út úr þeim fjögur stig. ÍR vann Val og gerði jafntefli við Hauka og Viking. ÍR-liöið hefur nú fengið sjö stig, en annars er staðan þessi i 1. deildinni: FH 9 9 0 0 213: 147 18 Fram 10 4 3 4 180: 166 11 Valur 9 5 1 3 180: 166 11 Vikingur 10 4 2 4 114: 112 10 Haukar 9 2 4 3 168: : 182 8 tR 10 2 3 5 193: :210 7 Armann 9 2 2 5 129: : 143 6 Þór 8 1 1 6 134: : 183 3 Eins og sést á stigatöflunni, er IR-liðið ekki enn sloppið úr fallhættu, og má þvi búast við, að Gunnlaugur láti skeggið vaxa áfram, a.m.k. fram að leik Þórs og ÍR, sem fer fram á Akureyri 16. febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.