Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 19 Hræðslutilfinningin betri en draumórar Geir Hallsteinsson lýsir andstæðingum okkar í HM, Tékkum og Vestur-Þjóðverjum, sem tóku þótt í keppni í Vestur-Þýzkalandi, og ræðir möguleika íslands Eins og áður hefur komið fram á iþróttasíðu Timans, fylgdist Geir Hallsteinsson með fjögurra landa keppni í handknattleik, þar sem þátttökuþjóðirnar voru Vestur-Þjóðverjar og Tékkar — en báðar þessar þjóðir eru með Islandi í riðli í HM — og Norðmenn og Júgóslavar. Fór þessi keppni fram í Vestur- Þýzkalandi um síðustu helgi, og var Geir falið að taka leikina upp á mynd- segulband og skrifa niður þau atriði i sambandi við leiki Vestur-Þjóðverja og Tékka, sem mættu verða islenzka landsliðinu að gagni. Geir hefur sent íþróttasíöunni lýsingu frá þessari keppni, og fer hún hér á eftir: „Það, sem kom mest á óvart við þessa keppni, eins og vestur- þýzku blöðin komust að orðí var, að öll iöndin voru með sina beztu leikmenn, og það aðeins einum mánuði fyrir átökin i HM I Austur-Þýzkalandi. Það var greinilegt, að þjálfarar lands- liðanna voru að reka smiðshöggið á leikkerfin og finna út sterkasta kjarnann hjá iiðum sinum. Sem dæmi um þessa prófun má nefna það, að Vestur-Þjóðverjar voru með sextán leikmenn, og voru þeir allir til taks i hverjum leik, og var gaman að sjá hvernig II!!! STÓRSKYTTUR.. eins og Lacarevie frá Jpgóslaviu mega sln lltils gegn hinum sterka varnarleik og markvörzlu. þjálfarinn, prófessor liorst Kasler, reyndi að samstilla ákveðna menn. Það, sem mér fannst athyglisverðast við þessa leiki, er, hve markvarzlan er orðin ótrúlega góð, og varnirnar eins og klettar með „6-0” varnar- aðferð yfirleitt, en út frá henni komu fram allar hinar varnar- leiksaðferðirnar, • það átti við. leiksaðferðirnar, þegar það átti við. Og nú er komin fram stefnu- breyting I sóknarleik, sem á eftir að tröilrlða HM, ef að líkum lætur. Hún er sú, að landsliðin leika „2-4”, þannig,að meira en tveir þriðju af mörkunum koma nú af Iinu, köntum og með gegn- um brotum. Linumennirnir tveir (á miðjunni) eru á stöðugri hreyfingu, (krossa) eða hindra (blokkera) fyrir báða kánt- mcnnina, sem koma hiaupandi inn I eyðurnar. Þetta var sér- staklega vel útfært hjá Tékkum og Júgoslövum, og voru þeir með óteljandi aðferðir. Nú eiga skotmenn erfitt með að athafna sig vegna betri útfærslu varnarleiksins og snillingai markinu. Það kom greinilega I Ijós i þessari keppni, og sem dæmi má nefna, að stórskyttur eins og Hansi Schmidt, Vestur- Þýzkalandi, og Júgóslavarnir Lacarevic og Lavrnic, máttu sin litils, en i staðinn gáfu þeir oft stórkostlega á linumennina. Ég vil fjalla litillega um tvo landsleiki, þá beztu og áhuga- verðustu fyrir okkur tsiendinga, leiki Tékka og Júgóslava og Vestur-Þjóðverja og Norð- manna. Þessir leikir fóru fram I Göppingen, og lét ég taka þá báða upp á myndsegulband. Tékkar hafa alltaf átt I erfiðleik- um með Júgóslava, og svo leit út I upphafi, þegar staðan var orðin 2:6 eftir 15 minútur, en frábær markvarzla, varnarleikur og skynsamlegri sóknarleikur, þar sem sóknarloturnar voru lengdar og beðið eftir 90% marktækifærum, breytti stöðunni hjá Tékkum, svo að staðan i hálf- leik var 11:10, Júgóslövum I vil. Júgóslavarnir vildu greinilega ekki tapa þessum leik, þvi að Horvart, Lavinic og Lacarevic voru allan siðari hálfleikinn inn á, en það gekk samt ekki. Tékkarnir skoruðu sin mörk aðallega af Ilnu og úr hornum, með Statrapa og Jari stöðugt ógnandi fyrir utan, en þeir eru mjög áþekkir leikmenn. Sá fyrri er með lág- skot, en hinn siðarnefndi býr yfir geysilegum stökkkrafti og gefur þar aö auki góðar sendingar á linu, þar sem Konecny og Krepindl ráða ríkjum. Úti á könt- unum eru stórhættuiegir menn, eins og hinn örvhenti Benes, Papivinik, Haber og Lukosik. Tékkarnir unnu þennan leik verðskuldað 19:18, og er þetta einn bezti leikur, sem ég hef séð á minum keppnisferli, og slikir Tékkar verða okkur crfiðari, en c.t.v. ekki ósigrandi. Tékkarnir voru mjög snöggir fram og gerðu þannig mörg ódýr mörk. t seinni leiknum áttu V- Þjóðverjár ekki i miklum erfiðleikum með Norðmenn — þeir léku allt öðru visi en Tékkar. Þeir eru likamlega sterkari, varnarleikurinn grófari og and- stæðingaranir aldrei látnir i friöi. Sóknarleikurinn er þunglama- legri, en meira kerfisbundinn, miklar klippingar fyrir utan, og siðan dettur knötturinn inn á linuna eða þá að opnast fluga i vörninni fyrir kantmann. Herbert Wehneit, örvhentur, er þeirra hættulegasti skotmaður, en hann þarf Iangan aðdraganda. Hansi Schmidt er orðinn ragari við að skjóta, en leikur þess meira á lin- una. Hann virðist miklu þyngri en hann hefur verið. Spengler og Westebbe eru þeirra hættuleg- ustu linumenn, og varla hægt aö stöðva þá, svo sterkir og þungir eru þeir. Miiller, Bucher og Deckarni eru allir hættulegir hornamenn, og tveir þeir fyrst- nefndu örvhentir — allir koma þeir i skiptingarnar fyrir framan vörnina og skjóta með þvi að lyfta sér upp. Kater, Doge og Meyer eru hver öðrum betri i markinu. Leiknum lyktaði 20:14 Vestur-Þjóðverjum i vil, og telja Þjóðverjar sig örugga i 8-liða úr- slitin i HM, eins og hinar þrjár þjóðirnar, Tékkar, Danir og ís- iendingar telja sig lika, en aðeins tvær þjóöir komast áfram, og nú er það aðeins spurningin, hvaða tvær þjóðir komast 18-liða úrslitin ú'r þessum riðli. Það er mitt álit, eftir að hafa séö þessar þjóðir leika hér á hápunkti æfingaundir- búningsins, að ísland og Dan- mörk eigi undir eðlilegum kring- umstæðum, og þegar út I alvöruna er komið, ekki mögu- leika á tveimur fyrstu sætunum. En það er alltaf von, og við erum búnir að koma vörninni i lag, og ég tala ekki um markvörzluna. Einnig rikir meira öryggi i sóknarleiknum. Að endingu vil ég geta þess, aö það er oft bezt að fara með hræöslutilfinningu I svona keppni cn að vera með einhverja draumóra. Ég las I blaði álit þýzkra handknatt leikssér- fræðinga, þar sem þeir flokkuðu þjóðirnar sextán eftir getu. 1 fyrsta flokknum voru Júgóslavia, Rúmenla, Austur-Þýzkaland og Sovétrikin. t öðrum flokki vorU Vestur-Þjóðverjar, Tékkar, Pól- ÚRSUT I FJOGURRA LANDA KEPPNINNI Leikirnir i keppninni fóru þannig: Júgóslavia-V-Þýzkal. 21:15 Tékkóslóv .-Noregur 17:16 Tékkóslóv.-Júgóslavía 19:18 V-Þýzkaland-Noregur 20:14 V-Þýzkaland-Tékkós. 20:17 Júgóslavia-Noregur 25:14 lönd, Júgóslavia, V- Þýzkaland og Tékkóslóvakla, uröu jöfn að stigum, en Júgóslavar báru sigur úr býtum, þar sem þeir voru meö hagstæðustu markatöluna. Lokastaöan varö þessi: Júgósl. 3 2 0 1 64:48 V-Þýzkal. 3 2 0 1 55:52 Tékkósl. 3 2 0 1 53:54 Noregur 3 0 0 3 44:62 GEIR HALLSTEINSSON verjar og Sviar. 1 þriöja fiokki voru Danir, Ungvcrjar, ts- lendingar, Japanir og Búlgarir, og I fjórða flokknum voru Spán- verjar, Bandarikjamenn og Alsirbúar. En viö skulum vona.að þessispá eigi eftir aö breytast og að litla island setji strik i reikninginn, þvi að ég held, að við séum komnir með álit á getu okkar gegn stórþjóðum.” íslenzkir lögreglu- menn keppa í Khöfn Úrvalslið islenzkra lögregluþjóna I handknattleik tekur þátt I Norðurlandamóti lögregluþjóna i handknattleik, sem fer fram i Kaupmanna- höfn i april nk. Lögregluliðið hefur verið sigursælt undan- farin ár, það sigraði t.d. i firmakeppninni I handknatt- leik 1973. i liðinu leika margir kunnir handknattleiksmenn, eins og Axel Axelsson, lands- liðsmaðurúr Fram.sem er nú markhæstur I 1. deildar keppninni. Badminton- SPAÐAR 10 gerðir Badminton: PEYSUR BUXUR BOLTAR SOKKAR PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Óskansonar Klappantlg 44 — Slml 117» — ReykJ*r»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.