Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 23 Færeysk gamansaga eftir M. A. Winther Þýðing: Aðalsteinn Sigmundsson einn. Pabbi Katrinar, svaraði annar. — Haldið ykkur saman, ég vil vita, hvað hann gerði. Nei, þau vissu ekkert um það. — Jú, hann var sjómaður, skipstjóri, sagði Jón. — Á hvaða skútu? Nú var getið upp á ýmsum nöfnum. — Jú, einhver þeirra hefir það vist verið, hélt Jón, hann var sjálfur i vafa. — En hann strandaði einu sinni. Hvar var það? — Inni i Skálafirði, hélt einn. Á Klakksvik, hélt annar. Nú hafði Jón fengið nóg af þessu. Hann leit i gömlu Borgundarhólmsklukk- una, sem stóð þar úti i horni og gekk svo ógurlega seint. Jón geispaði: ekki nema 10! Hann færði klukkuna á 12. — Nú getið þið haft friminútur. — Yfir i Þönglavik liggur „blöðrubekill”. Það er bezt við förum öll að skoða hann. — Hvað er það, Jón? Jón bað þau að gæta að þvi sjálf og rak þau út. Pétur Kristján og hann voru einir eftir inni. Kristján tók stólinn aftur, svo að enginn missmiði sáust. Svo hlupu þeir á eftir hinum yfir i Þönglavik. Þar var ekkert að sjá, nema hræið af sjálfdauðu fol- aldi. Jón blistraði og tróð i pipuna sina, og Pétur Kristján fékk hjá 0 Leikfélag ekki fyrir sig. Tekið var til óspilltra málanna við æfingar, og Guðrún Indriðadóttir kom norð- ur. Frumsýning var svo 21. janú- ar 1922. Helzta hlutverkaskipun, auk Höllu, var á þessa leið: Kára (Eyvind) lék Gisli R. Magnússon, Arnes lék Haraldur Björnsson, og björn hreppstjóra lék Sigtryggur Þorsteinsson. Leikurinn hlaut hinar ágætustu móttökur og mikla aðsókn úr bæ og sveit. Allir voru stórhrifnir af leik Guðrúnar Indriðadóttur. Leikið var 10 kvöld og siðasta kvöldið hætt með 400 áhorfendur. Tjöldin hafði Freymóður Jóhannsson málað og þóttu þau listasmið.” Haraldur Björnsson siglir til leiknáms 1925 um vorið upplýsti Harald- ur Björnsson, að hann væri fljót- lega á förum til útlanda til leik- náms. Fannst fundarmönnum þá skarð fyrir skildi, þar eð Harald- ur var einn af beztu leikkröftun- um, en öðrum — og ef til vill fleiri — I bænum fannst þetta furðulegt uppátæki að fara til leiknáms og yfirgefa ágæta stöðu og hag. Um haustið, áður en Haraldur Björnsson og kona hans Júliana Friðriksdóttir lögðu frá landi, var þeim haldið fjölmennt skilnaðar- samsæti og Haraldi veitt vegleg gjöf frá félaginu að skilnaði. Danski leikarinn Adam Poulsen Árið 1927 kom danski leikarinn Adam Poulsen til Akureyrar á vegum leikfélagsins og lék hér aðalhlutverkið i Ambrosiusi eftir Molbeck. Bjó Haraldur Björns- son, sem þá var heima i náms- hléi, leikinn undir sýningum unz Poulsen kom. Arið 1928 bættist Leikfélagi Akureyrar ágætur starfskraftur, Agúst Kvaran, er flutzt hafði til Akureyrar frá Reykjavfk, en Agúst hafði verið einn af fremstu leikurum Leikfélags Reykjavik- ur. Tók hann fyrst að sér aðal- hlutverkið i Dauða Natans Ketils- sonar, eftir Eline Hoffman, en leikurinn var settur upp ,,á ábyrgð Haraldar Björnssonar,” en hann hafði eftir heimkomuna tekið að sér að taka „ábyrgð” á sýningum fyrir Leikfélagið. Haraldur setti ennfremur upp Galdra-Loftá sina ábyrgð og eftir nýár 1929 setti hann upp Munkana á Möðruvöllum eftir Davið Stefánsson, ennfremur leikinn Sá sterkasti eftir Karen Bramson, og um vorið voru leiknir Hrekkir Scapins, eftir Moliére. Árið 1930-1931 var ekkert leikið, þar eð fjárstyrkur bæjarsjóðs hafði lækkað. En á næsta ári var hann aftur hækkaður og hóf þá félagið starf með fullum krafti á ný. frh. JG. 0 Afengislaust Það verður að taka eitrið af óvitanum. í tilefni bindindisdagsins tók ég að Ihuga enn á ný áfengis- vandamál okkar tslendinga og leiðir til úrbóta. Niðurstöður minar urðu þær, að aðeins ein lausn væri fyrir hendi, þ.e. al- gjört áfengisbann. Rökin eru þessi: Það hefur sýnt sig, að þjóð vora skortir andlegan og trúlega einnig llkamlegan styrk til að um- gangast áfenga drykki. Við kunnum okkur ekki magamál, útkoman er skaði, skömm og dauði. Margs konar ráö hafa verið reynd til að koma í veg fyrir hinar illu afleiðingar áfengisnotkunar. útkoman er núll. Ég mun margan móðga, þegar ég lýsi yfir, að ég tel allt andóf bindindissamtaka magn- laust áraskak, og uppgjöfin er við bæjardyrnar. Hins vegar er böliö og skaðinn af drykkjuskap svo ofboðslegur vandi, að ekki verður hjá þvi komizt, að gera eitthvað til viðbótar orðræðum og góöum fyrirætlunum. Eina ráðið til að skepnur dræpu sig ekki á „mat” er ég um gekkst þær,var að taka'hann frá þeim, skammta hverri það, sem hún þurfti til viðbótar heyinu. (Rúgmjöl var þá kallaður „matur”, væri það gefið ili—— anrm nMmJl Framsóknarvist Akveðið hefur verið, að okkar vinsælu spilakvöld hefjist með þriggja kvölda keppni. Mjög góð heildar verðlaun og einnig aukavinningar. Spilað verður i Súlnasal Hótel Sögu 21. febrúar, 21.marzog 4. april, . Vistarnefnd FR. Keflavík og nógrenni Framsóknarvist verður spiluð i Félagsheimilinu Austurgötu 26 Keflavik sunnudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Fimm kvölda keppni. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Skemmtinefnd Bjarkar. Fulltrúaróð Framsóknarfélaganna í Kópavogi Heldur áriðandi fund föstudaginn 1. febrúar kl. 20.30 að Neðstutröð 4. Fundarefni: Lögð fram drög að samkomulagi Framsóknar- félaganna og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna um sameiginlegt framboð viö næstu bæjarstjórnarkosningar i Kópavogi. Stjórn fulltrúaráðsins. .( Félagsmólanómskeið ó Selfossi og í Hveragerði FUF á Selfossi og Hveragerði efna til félagsmálanámskeiðs, sem hefst laugardaginn 2. febr. kl. 3 að Eyrarvegi 15. Aðstoðar- menn verða Gunnar Gunnarsson, Björn Björnsson og Ása Kristin Jóhannsdóttir. Námskeiðið er öllum opið. 1 14444 ? Vm» * 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAt BORGARTUN skepnum, fóðurbætir kom siðar). Við erum að þvi leyti eins og skepnurnar, að við gætum ekki hófs við vin. Þá er að taka það frá okkur áður en ltfið flýr likamann. Já margt hefur verið reynt til bóta, en allt orðið til hins verra. Kenning var uppi um að vandinn leystist með meira frelsi t.d. að selja vin i staupum glærum á skinn- klæddum börum, þá yrðu menn svo kurteisir og sjálfstæðir i upphöfðu umhverfi, að enginn léti sjá á sér. Reynslan var hin sama og af vasapelafylleriinu, ósigur vor. Nú á öl, léttáfengt, að vera allra meina bót. Reynsla nágrannaþjóða er samt þúsundir áfengissjúkra kvenna og barna til viðbótar karlpeningi.— Einhver mun nefna tekjur rikisins af áfengissölu, gegn bannboðun minni. Ég spyr: Hver yrði nettógróði rikisins, ef allur kostnaður af vinneyzlu okkar væri reiknaður? Þyrfti jafnvel ekki að hafa væntanleg útgjöld við auknar lækningar áfengissjúkra með i dæminu, hvað þá reyna að meta alla þá ómældu þjáningu, sem aðstand- endur drykkjusjúkra verða að Hða, og þeir sjálfir. Okkur er gjarnara að meta viðfangsefni til fjár en tilfinninga. Hér verður þó vart framhjá gengið, plús, REIKNINGS- HALLA, rikisins i hofi Bakkusar. Jú, það yrði bruggað og smyglað og gæzla yrði óhemju dýr. En ávinningurinn, mannleg reisn, er stærri. Niðurstaðan er þvi ein. Það verður að taka eitrið af óvitanum. o Arsenal jöfnunarmarkið á laugar- daginn,sýndi áhorfendunum á Old Show Ground, að hann er sannkallaður „Super Mac”, þegar hann skoraði tvö mörk i leiknum. Þriðja mark New- castle skoraði Barrowclough. Eftir talin lið lenda saman i 5. umferðinni: Liverpool - Ipswich Notthingham Forest - Orient eða Portsmouth Southampton - Vrexham Burnley - Aston Villa Luton .- Leicester W.B.A. - Newcastle Coventry - Q.P.R. Bristol City - Leeds —SOS O Réttarstaða hlutá að máli. Samráð skal haft við stéttarfélög, áður en umsögnin er i té látin. Þá segir og i samningnum, að starfsfólk skuli njóta góðs af lif- eyrissjóðum rikisins i starfslandinu. Samninginn undirrituðu þeir Ólafur Jóhannesson forsætis- ráöherra, Ove Guldberg utan- rikisráðherra Dana, Pekka Tarjanne sam göngum ála- ráöherra Finna, Bjartmar Gjerde, kirkju- og menntamála- ráðherra Norðmanna, og Carl Lidbom dómsmálaráðherra Svia. Sennilega vekur hugmyndin um konsingarétt til handa öðrum norrænum rikisborgur- um I bæjarstjórnarkosningum mesta athygli. 'Verði hún að veruleika, mun áhrifanna gæta mest i Sviþjóð, þar sem útlendingar eru tiltölulega flest- ir. Hér á landi munu vera búsettir um 1200 manns annars staðarað á Norðurlöndum, eins og skýrt var frá i grein i Timan- um um þetta efni fyrir skömmu. Carl Lidbom, dómsmála- ráðherra Svia, skýrði Timan- um frá þvi, að I Sviþjóð væru nú um 407 þús. útlendingar, og þar af væru tveir þriðju hlutar eða rösklega það frá Norðurlönd- um.Flestir eru Finnar, eða 197 þúsund. Þeir eru svo fjölmennir i sumum sveitarfélögum, að þeir kynnu að geta ráðið nokkru um úrslit konsinga i þeim. Lidbom sagði enn fremur, að norræna samstarfsnefndin gæti eðli sinu samkvæmt ekki fjallað um aðra en norræna rikis- borgara,en Sviar myndu hafa aðra útlendinga i landinu i huga, þegar þetta mál yrði ihugað, þvi að ekki væri loku fyrir það skotiö, að óánægja kynni að risaámeðal þeirra, ef aðeins ákveönum hluta útlendinga i Sviþjóð yrðu veitt þessi hlunnindi. O Hitaveitumál vatn aldrei verið Veitt svo langa leið. Taki hitaveitan einnig til Akraness, hefur stofnkostnaður verið áætlaður um 520 milljónir króna,þar af dreifikerfi á Akra- nesi um áttatiu milljónir króna. Það tefun ákvörðun Akur- nesinga, að ekki hefur verið kannað til hlitar, hvort nægjan- lega mikið af heitu vatni til hita- veitu á Akranesi er fáanlegt i Leirársveit. Siðast liðið ár var tálið, að Borgarnes hefði þurft seytján sekúndulitra að sumarlagi og tuttugu og fjóra að vetrarlagi, Hvanneyri þrjá að sumarlagi og fjóra að vetralagi og Akranes fimmtiu og fimm að sumarlagi og sjötiu og niu að vetrarlagi. Þessi þörf mun sfðan vaxa hrööum skrefum næstu ár og verða orðin sem næst tvöföld i þessum byggðarlögum árið 1996, samkvæmt spám fram i timann. Bætist þar við gróðurhúsaræktun og graskögglaverksm iðja i Bæjarsveit á allra næstu árum, eykst þörfin á heitu vatni enn stórlega. 1 áætlunum þessum er gert ráö fyrir, að Borgarnes- og Hvann- eyrarveita skili tæpri milljón króna i hagnað á fyrsta ári, en rúmum átta milljónum á ellefta ári. Verði einnig lögð hitaveita til Akraness, verður hallinn á fyrirtækinu i heild rúmar átta milljónir á fyrsta ári, en hagnaður rúmar sex milljónir á ellefta ári. Við þessar tölur er þess þó að gæta, að útreikningar eru byggðip á verðlagi sumarið 1973, jafnt á efni og vinnu og oliu, og reiknað með fullum toll- um og söluskatti af innfluttu efni. En hin mikla hækkun sem siðan hefur orðið á verði oliu. ger- breytir vitaskuld þessum tölum og gerir hitaveituna mun álit- legra fyrirtæki. Hitalögnin til Borgarness verður lögð y! ir Borgarfjörð af Seleyri, en veroi það ofan á, að Akranes gerist aðili að virkjun Deildartunguhvers, mun lögnin þangað liggja meðfram Hafnar- fjalli á svipuðum slóðum og þjóðvegurinn og siðan annað tveggja um Leirársveit og yfir Leirárvog eða um Melasveit og á brú yfir ósa Grunnafjarðar. 0 Fryst loðna verðlagsráði — en ekki væri þar mikill munur á. Söluverðið til Japans er þannig heldur lægra, en gert var ráð fyrir aö það yrði, er ákveðið var verð á loðnu til frystingar, sem er eins og kunnugt er kr. 13.60 fyrir hvert kg. Það verö gildir til loka febrúarmánaðar, en þá verður það óhjákvæmilega endurskoðaö, að sögn Sveins Finnssonar hjá Verðlags- ráði Sjálvarútvegsins. Sveinn bætti þvi við að lok- um, aö þótt endurskoðun færi fram, væri ekki þar með sagt, að um verðbreytingu yrði að ræða. Samningar verða gerðir á næstu dögum, og ennfremur mun Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gera samninga við Japani á næst- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.