Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 7 GLUGGINN Sýning um ailt, er varðar glugga, á vegum Byggingaþjónustu arkitektafélags íslands fluttu m.a. erindi enskur ljós- tæknifræöingur, Walter Burt, og danskur tæknifræðingur, Ulrik Harder. Einnig fluttu þar erindi þau Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt, Hörður Jónsson verk- fræðingur, Gunnlaugur Pálsson arktitekt, Gisli Halldórsson arkitekt og dr. óttar P. Halldórsson. Bdtaóbyrgðarfélag Vestmannaeyja Lakleg þjónusta póst- og símastjórnar AÐALFUNDUR Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja fyrir árið 1972 var haldinn i Akógeshúsinu i Vestmannaeyjum, föstudaginn 25. janúar 1974. Afkoma félagsins á árinu 1972 var góð, tekju- afgangur af öllum tryggingum félagsins, sem eru: bátatrygging, skipatrygging, atvinnuslysa- trygging, farangurstrygging bátasjómanna og endurtrygging- ar. Nettóeign félagsins var i árslok kr. 38 milljónir, i séreigna- sjóði félagsmanna eru 14,6 millj- ónir. Séreignasjóðurinn er jafn- framt varasjóður félagsins. í tryggingu hjá félaginu voru 70 bátar að heildarverðmæti kr. 574 milljónir. Úr stjórn áttu að ganga Björn Guðmundsson, útgerðarmaður og Haraldur Hannesson, útgerðar- maður en voru báðir endurkjörn- ir. Fyrir eru i stjórn Martin Tómasson, formaður, Sighvatur Bjarnason, varaformaður og Jón Sigurðsson, ritari. Á fundinum kom fram mikill áhugi á að hraðaðyrði viðgerðum á dráttarbrautunum i Vest- mannaeyjum, svo hægt verði að taka upp báta. Ennfremur kom fram hörð gagnrýni á póst- og simamálastjórnina fyrir ófullnægjandi þjónustu á Vest- mannaeyjaradió og var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga frá Guðmundi Karlssyni: „Aðalfundur Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja, haldinn i Akógeshúsinu 25. janúar 1974, skorar á póst- og simamálastjórn, að setja nú þegar næturvakt á Vestmannaeyjaradió og að séð verði um, að radióið skili allri sömu þjónustu nú og fyrir eld- gos.” Vinnulöggjöfin, öryggi á vinnu- stöðumog félags- málastarfsemi kynnt á Höfn FrBj-Reykjavik. Menningar- og fræðslusamtök alþýðu efndu til námskeiðshalds á Höfn i Horna- firði frá þriðjudegi 22. janúar til s.l. mánudagskvölds. Námskeiðið var i þrennu lagi. Fyrst fjallaði Bolli Thoroddsen verkfræðingur um öryggi á vinnustöðum. Sigurður Lindal prófessor ræddi um vinnulöggjöfina, og að lokum leiðbeindu Björn Björnsson og Gunnar Gunnarsson i ræðu- mennsku og fundarsköpum. Þátt- takendur i námskeiði þessu voru milli tiu og tuttugu. Skipuleggj- andi námskeiðsins var Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem starfar hjá MFA. ÞESSA dagana stendur yfir sér- sýninj á gluggum, gleri og glerísetningarefni á vegum Byggingaþjónustu arkitekta- félagsins I hinu nýja sýningarhús- næði þeirra að Grensásvegi 11. Þar sýna um 20 apilar ýmislegt varðandi glugga, svo sem karma, gler, þéttiefni, gluggatjöld, sólbekki og margt fleira. Sýningin er eins og fyrr segir að Grensásv. 11, annarri hæð, og er hún öllum opin endurgjaldslaust alla virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá 10.00-12.00 og sunnudaga frá 14.00-17.00 A laugardaginn lauk ráðstefnu á vegum Byggingaþjónustu A.Í., sem að mestu fjallaði um gluggann og dagsbirtuna. Þar AFBROTA- MÁL UNGLINGA 31. JANOAR n.k. heldur Félag is- lenzkra sérkennara fund um af- brotamál barna og unglinga I ráð- stefnusal Hótel Loftleiða kl. 20:30. Frummælandi verður Hildi- gunnur ólafsdóttir, afbrota- fræðingur. Að framsöguerindi loknu fara fram umræður. Þátt- takendur verða: Björn Björns- son, prófessor, Helgi Danielsson, rannsóknarlögreglumaður, Hildigunnur ólafsdóttir, af- brotafræðingur, Kristján Sigurðsson, forstöðumaöur Upptökuheimilis rikisins, Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari, Sverrir Bjarnason, geölæknir. Umræðum stjórnar Gylfi Baldurs- son, heyrnfræðingur. F..I.S. var stofnað 1970 til að vinna að framförum I uppeldi og kennslu afbrigöilegra barna og unglinga. Aðild að félaginu eiga kennarar, sem lokið hafa sérnámi I kennslu og uppeldi þessara barna. Aukaaðild er heimil þeim, sem hafa kennslu og uppeldi af- brigðilegra barna að aðalstarfi. Hingað til hefur félagiö staðið fyrir námskeiðum fyrir sérkenn- ara og fengið ýmsa erlenda sér- fræðinga til að kynna nýjungar i uppeldis- og kennslumálum. A fundinn 31. janúar er allt áhugafólk velkomið. Útsala sem segir sex • • TROLLSLEGT URVAL Á DVERGAVERÐI Föt frá kr. 6,900 — Demin föt frá 3.900 — Terylene buxur frá 990 — Peysur frá 690 — Blússur frá 650 — Spælflauelsjakkar á dömur frá 3.500 — Herraskyrtur frá 790 — Gallabuxur (allar) á 990 — Safari jakkar úr indverskri bómull (allir) á 1150 — Auk þess: Skór, mussur, skokkar og margt fleira < Sendum gegn póstkröfu hvert sem er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.