Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. febrúar 1974. TtMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lý.singasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Orkumálin í umræðum um orkumálin á Alþingi sl. þriðjudag kom Steingrimur Hermannsson fram með ýmsar athyglisverðar upplýsingar um orkunotkun og orkuþörf þjóðarinnar. Steingrimur benti á, að tæplega helmingur landsmanna, eða um 96 þúsund manns, njóta upphitunar frá jarðhita. Rafhitun frá raf- veitum njóta nú um 13 þúsundir landsmanna, en rúmlega 100 þúsund kynda hús sin með oliu, eða um helmingur landsmanna. Áætlað hefur verið nú, að unnt sé að koma jarðhita til upphitunar til um 65% landsmanna. Aukning hitaveitna er fyrst og fremst möguleg á svæðunum i kringum höfuðborgina, i Ámes- sýslu, Borgarfjarðarsýslu og á ýmsum svæðum á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, en eftir verða á þessum svæðum all- stórar byggðir, og auk þess allir Vestfirðirnir og allir Austfirðirnir. Áætlað er, að orkuþörf þeirra landsmanna, sem ekki geta notið hitaveitu frá jarðhita, sé 800 til 1000 gigawattstundir til upphitunar húsnæðis. Þessi orkuþörf svarar til um 180 til 200 megawatta. Af þessum 800-1000 gigawattstundum, sem þarf til rafhitunar húsnæðis þessa fólks, eru 127 gigawattstundir þegar fengnar frá rafveitu- kerfinu. Nú er Ijóst, að það mun eiga talsvert lengra i land að Austurland og Vestfirðir tengist meginraforkukerfi landsins en þeir lands- hlutar, sem njóta munu byggðalinunnar, sem ákveðið er að leggja til Norðurlands. Orku- þörfin til húsahitunar á Vestfjörðum er áætluð um 100 gigawattstundir og álika mikil á Aust- fjörðum. Það er hæpið, að þessir landshlutar tengist meginraforkukerfinu fyrr en i fyrsta lagi við lok þessa áratugs, eða 1980. Ráðgert er að leggja byggðalinuna á þessu ári og þvi næsta. Þessi lina mun tengja mjög stórt svæði við orkuveitukerfi Landsvirkjunar. En jafnframt byggðalinunni þarf að styrkja flestar dreifilinur i veitukerfum, sem eiga að fá orku frá byggðalinunni. Og það þarf jafnframt að ákveða i tima, á hvern hátt raforkan verður nýtt til upphitunar i þéttbýlisstöðum. Þar kemur tvenns konar fyrirkomulag til greina: Annars vegar bein rafhitun, og hins vegar upphitun á vatni i kyndistöð, og er þá heitt vatn leitt um pipur i húsin. Stofnkostnaður er talinn minni við beina raf- hitun, en kostir hins fyrirkomulagsins eru taldir meiri og öryggi meira. Steingrimur sagði, að ef ekkert væri til sparað, mætti takast að tengja um þriðjunginn af þessari orkuþörf, eða sem samsvaraði 40-45 megawöttum, kringum árið 1977. Næsta stór virkjun verður Sigalda með um 100 megavött. Varía er ráðlegt að gera ráð fyrir fyrsta áfanga Kröflu fyrr en 1978. Er þvi sýnt, að ef taka á upp rafhitun allra húsa, sem ekki geta notið hitaveitu, eykst orkuþörfin mjög hratt, og má þvi ekki dragast lengi úr þessu að ákveða næstu stórvirkjum á eftir Sigöldu og Kröflu. ERLENT YFIRLIT Átök skæruliða og Portúgala harðna Skæruliðar njóta samúðar Sameinuðu þjóðanna SIÐASTLIÐIÐ haust fóru fram þingkosningar i Portúgal, sem voru raunar ekki annað en nafnið eitt. Gleggsta dæmi þess er ef til vill það, að næstum aldrei var minnzt á portúgölsku nýlendurnar i kosningabarátt- unni. Það var eitt af þvi, sem ekki mátti minnast á. Þó hefur framferði Portúgala i nýlend- unum verið eitt helzta umræðuefni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna áratugum saman, og innan Atlantshafsbandalagsins hef- ur það iðulega borið á góma og verið harðlega fordæmt, eink- um af fulltrúum smáþjóðanna þar. Á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna hafa ár- lega verið samþykktar álykt- anir, sem fordæma nýlendustjórn Portúgala og krefjast þess, að þeir hverfi heim og feli landsmönnum sjálfum völdin. Stjórn Portúgals hefur daufheyrzt við þessum og öðrum kröfum, sem ganga i þessa átt. Það, sem stjórnar þessu athæfi Portúgala, er framar öðru metnaður. Portúgalar voru fyrr á öldum ein mesta siglingaþjóð i heimi og helguðu sér þá viða lönd. Siðar innlimuðu þeir þessi lönd stjórnarfarslega sem hluta Portúgals, en ekki sem nýlendur. Þetta fordæmi tóku Danir sér til fyrirmyndar, þegar þeir innlimuðu Græn- land I danska rikið. Stjórnend- ur Portúgals telja sig þvi ekki vera að verja nýlendur, heldur hluta af Portúgal. Að sjálfsögðu græða þeir veru- lega á nýlendunum, en sá gróði tapast aftur að miklu eða mestu leyti vegna þess, að þeir verða að hafa fjölmennan her i nýlendunum. 1 her Portúgals i nýlendunum mun nú rúmlega 140 þúsund manns, þar af eru 40% svartir heimamenn. í hernum eru þannig um 80-90 þús. portúgalskir hermenn, og er það ekki litið framlag af hálfu þjóðar, sem telur tæpa 10 millj. manna. Af hálfu ýmissa and- stæðinga Atlantshafsbanda- lagsins er þvi haldið fram, að þetta væri Portúgölum ókleift, ef þeir fengu ekki mik- iðaf hergögnum frá bandalag- inu eða þátttökuþjóðunum, einkum þó Bandarikjunum. í ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna er þessi óbeini stuðningur Nato við Portúgal jafnan fordæmdur og Nato ásakað um nýlendustrið i Portúgal. AÐALNÝLENDUR Portúgala eru þrjár og allar i Afriku. Minnst þeirra er portúgalska Guinea, sem er á vesturströndinni.Guinea erum 14 þús fermilur að flatarmáli og ibúarnir tæp 600 þús. Guinea er vanþróað land- búnaðarland og er sennilega frekar baggi á Portúgal en hið gagnstæða, sökum hins fjöl- menna setuliðs, sem þeir verða að hafa þar. í Guinea hófst öflug sjálfstæðishreyfing fyrir rúmum áratug undir for- ustu Amilcar Cabral, sem var ættaður frá Cape Verde-eyj- unum, sem einnig eru undir stjórn Portúgala. Sjálfstæðis- hreyfingin, sem Cabral stofnaði, nær bæði til Guinea og Cape Verde-eyja, og er þekkt undir skammstöfuninni Paigg. Siðustu árin hefur Paigg ráðið yfir stórum hluta landsins og yfirráð Portúgala Skæruliði I Mozambique verið bundin við höfuðborgina Bissau og nágrenni hennar. Á siðastl. ári kallaði Paigg sam- an þing og lýsti yfir stofnun sjálfstæðs rikis, sem allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi á siðastl. hausti og veitti þvi m.a. aðild að haf- réttarráðstefnunni. Það er nokkurt dæmi um málamyndalýðræði Portúgala, að þeir gefa ibúun- um kost á að kjósa fimm fulltrúa á 17 manna þing, sem fer með vissa heima- stjórn. Ellefu fulltrúar eru stjórnskipaðir. Kosning á þessum fimm fulltrúum fór fram siðastl. vor. A kjörskrá voru aðeins 7.824, en kosningaréttur er háður margvislegum skilyrðum. STÆRSTA nýlenda Portúgala er Angola, sem er einnig á vesturströnd Afriku. Hún er um 482 þús. fermilur að flatarmáli og eru ibúar 5.5 milljónir. Angola er gott land- búnaðarland og sennilega auðugt af málmum, þótt enn séu litt nýttir, nema demantar og kopar. Þar eru einnig vax- andi fiskveiðar. Sjálf- stæðishreyfing hófst þar nokkru fyrir siðari heims- styrjöldina, en hún var bæld niður miskunnarlaust af Portúgölum rétt eftir striðs- lokin. Ný sjálfstæðishreyfing MPLA, hófst þar upp úr 1963, en þá kom til mikilla átaka i höfuðborginni, Luanda, sem hefur nú um 250 þús. ibúa. MPLA starfar að flestu leyti á svipaðan hátt og Paigg og hefur náð verulegri fótfestu i vissum landshlutum. SIÐUSTU mánuðina hefur mest athygli beinzt að þriðju nýlendu Portúgala i Afriku. Mozambique, sem er á austur- ströndinni. Mozambique er um 302 þús. fermilur að flatar- máli og eru ibúarnir um 7.5 millj. Mozambique er gott landbúnaðarland og þar eru talin veruleg námuauðæfi, þótt þau séu enn litið nýtt. Þar hafa starfað ýms skæruliða- samtök, en áhrifamest og öflugast þeirra er Frelimo, sem var stofnað 1963. Upphaflega starfaði Frelimo aðallega við landamæri Tanzaniu og fékk stuðning þaðan. Siðustu misserin hefur Frelimo náð vaxandi fótfestu i Tete-héraðinu, og þar komið oft til harðra átaka við hermenn Portúgala. Auk þess hafa Portúgalar teflt þar fram illræmdum málaliðsmönnum, sem starfa án beinna tengsla við herinn. Það var i sveitaþorpinu Wiziyamu, sem er i Tete-héraðinu, er framin voru hópmorð, sem mest umtal hafa vakið i sambandi við þessi átök. Samkvæmt sögnum hvitra kristniboða, sem starfa á þessum slóðum, myrtu portúgalskir hermenn um 400 óbreytta borgara i hefndarskyni fyrir árás, sem þeir höfðu orðið fyrir. Þetta geröist í desember 1972. Samkvæmt skýrslum þeirra, sem taldir eru fylgjast bezt með þessum málum, hefur árlegt mannfall vegna átaka milli skæruliða og Portúgala i portúgölsku nýlendunum verið til jafnaðar um 5000 manns siðustu árin. Skæruliðasamtökin voru að sjálfsögðu veik i fyrstu og höfðu óþjálfaða liðsmenn, en þeim hefur stöðugt verið að vaxa fiskur um hrygg, m.a. vegna aðstoðar, sem nágrannarikin hafa veitt þeim. Flest bendir til, að þau muni mjög eflast á næstunni og mannfall haldi áfram að vaxa á báða bóga. Fyrr en seinna, munu Portúgalar neyðast til uppgjafar og væri það þvi betra, sem það yrði fyrr. Miklu skiptir, að sam- starfsriki Portúgals i Atlants- hafsbandalaginu reyni að hafa holl áhrif á stjórnendur þess i umræddum efnum. — Þ.Þ. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.