Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 1. febrúar 1974. Jón Þórðarson, sem skeytti saman strengina og vann annað raffræðilegt, sem til féll, stóð og formælti starfi sínu, og óskaði þess innilega, að hann hefði fylgt í fót- spor föður síns og pakkað inn f iski. I afturlestum ,,Gir- ling forseta" voru þrjú hundruð míluf jórðungar af nýj- um símastreng, og það var eitt af ótal verkefnum Jóns að mæla hitann í strengnum tvisvar á dag, eins og þetta væri einhver hitasóttarsjúklingur, og yfirleitt að annast hann eins og smábarn. Tvisvar á dag leiddu raf- fræðingarnir straum i gegnum þráðinn til þess að prófa hann, og fyrir aðeins klukkutima hafði komið í Ijós ein- hver galli í honum. — Já,já, og Pallander yfirraffræðingur skammaði mig, eins og þetta væri mér að kenna, sagði Jón. — Þú kemur til með að þurfa að vef ja hann upp, sagði Jónas. Hvar er bilunin? — Sjö míluf jórðunga frá enda, svaraði Jón. Ég verð langt fram á nótt að þessu. Hann tautaði rafmagnað blótsyrði og hrækti út á mánaglitrandi hafið. Tunglið var nú komið hátt upp yf ir Hondo-hæðirnar, og virtist vera svo óskaplega stórt. Það leið upp á við eins og loftbelgur, og fyrir neðan breiddi Japan úr sér, þögult eins og draumur, allt frá ógreinilegri ströndinni upp að Asama-Sama-f jöllunum. Allt í einu heyrðist stuna frá Jónasi. Kvöldmollan og tilhugsunin um Kóreu, sem lá þarna fyrir handan, og ís- land sem var þúsundir mílna í burtu, hafði skyndilega fyllt hann heimþrá. — Æi,já,ojá! sagði hann. Ég vildi gjarna gefa mánað- arlaun og möguleikjana á bónus fyrir það að fá að sjá Vík og Vestmannaeyjar og Fuglasker rísa úr hafi. Þetta verður nú síðasta f erðin mín. Ég vil ekki sjá að koma ná- lægt símastrengjum meira. Ég ætla að ganga í félags- skap við f rænda minn og fara að salta f isk. — Hvar átt þú annarsheima?spurði einhver hásetanna. — Það er í grennd við Skarðsstöð á vesturströndinni. Við Breiðaf jörð, þar sem áin rennur út í sjóinn, svaraði Jónas dreymandi. — Ég hef komið til Skarðsstöðvar, sagði Jón Þórðar- son. Fyrir f jórum árum fór ég þangað til að gera við símann. Ég var um borð í „Ceres". Ströndin er fögur þarna, og feiknarleg laxveiði í ánni. — Þá hef ur þú kannski kynnzt f rænda mínum, Stefáni Gunnarssyni? Hann á veiðiréttinn í mestum hluta árinn- ar, og húsið hans er það myndarlegasta í Skarðsstöð. — Hann Stefán, ojá, það held ég, að ég haf i séð hann — stór og mikil karl og á forkunnarfallega dóttur. — Svala, sagði Jónas ánægjulega. Það er f rænka mín. — Þú segir nokkuð. Hún er fegursta stúlka á Islandi — hún leit að minnsta kosti út f yrir að ætla að verða það. Og hann á veiðiréttinn, segirðu? Eru laxarnir vænir? — Já, þeir eru ekki amalegir, þegar þeir ganga, og það bregzt eiginlega aldrei. Þegar ég er búinn að græða nógu mikið, þá kaupi ég verzlunina. Ég ætla að setjast þarna að. — Ég skal koma í félag við þig, sagði Eiríkur, sem hafði staðið úti við borðstokkinn og horft til lands, án þess að blanda sér í samtal hinna. Hvernig eru þorsk- veiðarnar þarna? — Ég efast um, að þær séu nokkurs staðar meiri. Ufs- inn, þorskurinn og hákarlinn er hvergi betri en við ís- land. Og síldin kemur eins og stormsveipur upp að landi. Tveir menn með dálitla peninga geta grætt vel við Breiðafjörðinn. Jón Þórðarson reis á fætur. — Ég verð að fara að snúa mér að vinnunni, sagði hann. Hann hélt aftur á og tók símamennina með sér, að undanteknum Eiríki. Hásetarnir héldu til híbýla sinna, en þaðan bárust veikir f iðlutónar. Hásetinn Holger Niel- sen kunni að leika á f iðlu. Þeir Jónas og Eiríkur voru nú einir eftir. — Var þér alvara? spurði Jónas. — Ha? — Þetta með að koma í félag með mér? — Já, það. — Ég veit ekki almennilega. Ég sagði þetta bara. — Þetta væri nú ekki svo vitlaust, ef þú hef ðir eitthvað af peningum. En þú eyðir svo miklum peningum í stelp- ur. — Þetta kemur nú úr hörðustu átt! Ég eyði þeim þó ekki í brennivin eins og þú, byttan þín. Jónas glotti. — Ég get nú sagt þér, að brennivín er ekki svo dýrt, ef maður veit, hvar maður á að kaupa það. Ég eyði pening- um! Nei, ég er sko sparsamur, og það hef ég alltaf verið. Veizt þú, hvað ég á mikla peninga í Landsbankanum í Reykjavík? — Þrú þúsund krónur. — Þú.sagði Eiríkur. — Já, ég. Ég er búinn að leggja peninga fyrir síðan ég var drengur, og símavinnan gefur gott í aðra hönd, bónusinn og yfirvinnan. Peningar gefa líka peninga. Ef þú leggur f yrir eina krónu, þegar þú ert f immtán ára, verður hún orðin að tveim, þegar þú ert þrítugur. — Og þrem, þegar þú ert dauður, sagði Eiríkur. — Það er betra að eiga þrjár krónur, þegar maður drepst, heldur en enga. Eiríkur stóð kyrr og blístraði lag, sem hann hafði lært á Timor.Hann heyrði naumast, hvað Jónas sagði, því að hann var að hugsa um stúlkuna í landi, og braut um það heilann, hvenær hann myndi fá að sjá hana aftur. HVELL ?Það tekur enginn eftír njósnaauganu, þa6 er ^/tolva °S sónvarD '■eins og fluga. JEn i þvi eru' Vi^Ef boröiB er ólöglegt, ^ i' vkemst augaö aö þvl hvers Svo segir þaö beltinu'1 þinu alla söguna. ^Viöskulum komal ábarinnámeöan. ■ IHI I 1 Föstudagur 1.febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Slödegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson Höfundur les. (2). 15.00 Miödegistónleikar Gladys Swarthout söngkona og RCA-Victor sinfóniu- hljómsveitin flytja „Ljóðið um ástina” eftir Ernest Chausson, Pierre Monteux stj. Suisse-Romande hljóm- sveitin leikur tónlist eftir Chabrier, Ernest Ansermet stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorniö 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garöinum”eftir Jón Björns- son. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (3). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veöur- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veöurspá. Fréttaspegill 19.20 Þingsjá Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 19.45 Tannlæknaþáttur Ólafur Björgúlfsson tannlæknir talar um tannréttingar. 20.00 Sinfóniskir tónleikar a. Háskólaforleikur „Akademische Festouverture” op. 80 eftir Brahms. Hljómsveitin Phil- harmonia leikur, Otto Klemperer stj. b. Pianókon- sert nr. 2 I f-moll op. 21 eftir Chopin. Vladimlr Asjkenazý og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika, David Zinn- man stj. c. Sinfónia nr. 4 i A-dúr „Italska hljóm- kviöan” eftir Mendelssohn. Sinfónluhljómsveitin I Pitts- borg leikur, William Stein- berg stj. 21.00 Kristin Svladrottning Séra Árelius Nielsson flytur síöara erindi sitt. 21.30 Otvarpssagan: „For- eldravandamáliö — drög aö skilgreiningu” eftir Þor- stein Antonsson. Erlingur Gíslason leikari les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Moröbréf Margeirs K. Laxdals, —■ þriðji' hluti-Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson I útvarpsgerð’ höfundar. Flytjendur með höfundi: Rúrik Haraldsson, örn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.50 Draumvisur, Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.50 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. I ilifllffitl Föstudagur 1. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiöargarði. (High Chaparral) Nýr, bandarísk- ur kúrekamyndaflokkur. 1. þáttur. Fyrirheitna landið. Aöalhlutverk Leif Ericson og Cameron Mitchell. Þýö- andi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Eiður Guönason. 22.00 Jass Forum. Norskur músikþáttur, þar sem Clark Terry og hljómsveit hans flytja vinsæl jasslög. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.