Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 1. febrúar 1974.
Okkar menn voru búnir aö tapa i
öllu, sem hægt var að tapa, og Jón
Múli og Siggi Sigurðs, höfðu
nokkra daga til umráða. Sá fyrr-
nefndi leitaði upp jazzklúbba og
fann að lokum „einn að minum
skilningi”. Þar var Johnny Dank-
worth að spila „þjóðsöng” „be-
bopparanna”, Groovin high. Siggi
var að verða vitlaus... London
’48>
Arni Egilsson, — einn af þeim út-
völdu i háborg skemmtanaiifsins
vestan hafs, maðurinn, sem
„bankaði upp á hjá Sir John” og
jazzað hefur mikið með Prévin.
Myndin var tekin síðastliðið
haust.
t vor verður haldin listahátið
hér á landi, og þar munu koma
fram margir heimsfrægir lista-
menn, hver á sinu sviði, svo sem
rakið hefur verið i blöðum. Meðal
listamannanna, — en á þvi atriði
munu menn almennt ekki hafa átt
von, — eru fjórir topp-jazzistar.
Fyrstan fjórmenninganna skal
nefna Arna Egilsson. Þá eru það
hjónin Johnny Dankworth og Cleo
Laine, og loks snillingurinn André
Prévin. Þessi samankoma verður
efalaust mesti jazzviðburður hér
á landi fyrr og siðar.
Ekki erum við ýkja jazzfróðir
hér á blaðinu, en okkur þótti full
ástæða til að fræða lesendur ögn
um þessa listamenn, er heim-
sækja okkur á þjóðhátiðarvorinu.
Við höfðum tal af Jóni Múla
Arnasyni, jazzáhugamanni með
þeim meiri hér á landi, sem lét
okkur i té upplysingar um kapp-
ana i fáum orðum.
Að kunna allt
i músik
— André Prévin flyzt 10 ára
Af snillingum og
öðrum efnilegum
Rætt við Jón Múla Arnason um jazz d listahótíð,
„biggbandið" íslenzka o. fl
Jazzóhugi ráðherra
strákur með foreldrum sinum til
Bandarikjanna frá Berlin, en
hann fæddist þar i borg 1929. Þá
er hann búinn að læra pianóleik
frá þvi hann var smákrakki.
Hann heldur þvi námi áfram fyrir
vestan, en jafnframt kemst hann i
kynni við jazzinn. Og brátt fer
hann að spila jazz með hinum og
þessum af fullum krafti, með sitt
klassiska próf upp á vas-
ann.Flestir hér á landi munu
kannast eingöngu við nafn hans i
klassikinni, sem von er, þar sem
hann hefur gert þar stóra hluti.
En hann er einn af sárafáum
klassikmenntuðum mönnum,
sem eru ekta jazzpianistar lika.
Ég hef mest heyrt hann leika með
trióum, þvi miður þó ekki með
Arna Egilssyni. A fyrstu jazzplöt-
una sina lék hann 17 ára strákur,
þá þegar orðinn mikils metinn
sem jazzpianisti, en ekki þó sá
Andre Prévin, sem hann er nú. Og
hann heldur áfram i jazzinum og
er alltaf með toppmenn á tromm
ur og kontrabassa. Auk þessa hef-
ur hann svo mikið samið fyrir
kvikmyndir, eins og kunnugt er,
og fengið Oskarsverðlaun fyrir.
Þegar hér er komið tekur Múli
hliðarstökk og fer að segja mér
frá Red Mitchel, bandariska
jazzistanum, sem seztur er að i
Sviþjóð og hefur þar m.a. leikið
inn á plötu með Pétri okkar öst-
lund, plötu, sem við minnumst
nánar á hér á eftir.
— Prévin er einn af þessum
mönnum, sem nú. fyrst eru að
verða til, mönnum, sem kunna
allt I músik, ekki bara jazzmúsik
og ekki bara sigildri músik, held-
ur allt. Og Bandarikjamenn eru
farnir að gera þær kröfur til sinna
manna.
Einn af þeim
útvöldu
Þetta getur Arni Egilsson lika.
Hann er einn af svona 5-600
hljómlistarmönnum i Los
Angeles, sem hafa alla vinnu,
sem þar er að hafa, i allri músik, I
stúdíóvinnu alls konar, i kvik-
myndamúsikinni i jazzmúsikinni
og sinfóniuhljómsveitunum
o.s.frv. Hartn er einn af þeim út-
völdu. Þarna eru nokkur þúsund
hljómlistarmenn, 500 fá allt, og
þessir menn eru þeir beztu.
— Arni er liklega 17 ára gam-
all, þegar hann ætlar að taka próf
hér heima i fluglistinni. En hann
fær ekki að taka það próf, vegna
þess að augun eru ekki nógu góð,
vottur af litblindu. Strákur er á-
kveðinn og dugmikill. Þegar
þarna er komið, er hann búinn að
læra eitthvað á pianó, langar til
að leika á kontrabassa, og snýr
sér nú að honum frá morgni til
kvölds. Þegar hann er búinn að
læra eitthvað á hljóðfærið hjá
Einari Waage, fer hann út til
Hamborgar og er þar alllengi. Og
þar æfir hann sig af sama heljar-
kraftinum.
Þeir segja mér strákar, sem
voru þarna úti á sama tima og
sóttu böll og knæpur eins og geng-
ur og gerist, að það hafi verið
ómögulegt að fá hann með sér.
Hann æfði frá morgni til kvölds.
Einn kunningi Arna segir mér,
að honum hefði einu sinni tekizt
að fara með Arna út. Þeir voru
búnir að fara inn á eina sjoppu og
drekka eitt glas af bjór. Þeir vorli
ekki einu sinni búnir úr glasinu,
þegar Árni sagði: „Ja, ég fer
ekki, ég fer heim”.
Bankað upp á
hjá Sir John
— Árni er nú búinn að vera all-
lengi þarna úti i Hamborg og far-
inn að spila nokkurn veginn hvað
sem er. Þá er Sír John Barbirolli
staddur þarna I borg að stjórna
hljómsveit eða eitthvað. Einn
góðan veðurdag er bankað upp á
hjá Sir John og við dyrnar stend-
ur maður með kassa. Hann hefur
engin orð um það, segir bara
góðan daginn, labbar inn á mitt
gólf og fer að spila. Þegar hann
er búinn að ljúka sér af, sér Sir
John, að þetta er maðurinn, sem
hann hefur verið að leita að, en
hann hafði þá verið fenginn af
stjórninni i Texas i Bandarikjun-
um til að stofna sinfóniuhljóm-
sveit, sem þeir áttu enga. Og
hann var á leiðinni til Houston
vegna þessarar hljómsveitar og
var að tina saman menn i hana.
Og Arni fer með honum. Þegar
Sir John Barbirolli er búinn að
koma þessari sinfóniuhljómsveit I
gang, verður aðalstjórnandi
hennar André Prévin. Þá er
Prévin orðinn svo upptekinn sem
stjórnandi, pianóleikari og höf-
undur kvikmyndatónlistar i
Hollywood, að hann er nú ekki
mikið i jazzinum. En þegar hann
fer að spila jazzmúsik, hefur hann
Arna með sér...
Með ,,be-bopp”
á heilanaum og
Sigga Sigurðs
i London ’48
— .... Það var dálitið skemmti-
legt I sambandi við það. Við Siggi
Sigurðs vorum þá frá útvarpinu á
Olympiuleikunum i London, 1948,
og ég var alltaf með á heilanum
þjóðsöng „be-bopparanna”, þeir
voru kallaðir það þessir ungu
jazzspilarar, sem spiluðu „bopp-
ið”. Ég segi nú þjóðsöng, þetta
var melódia, sem gekk i gegn hjá
þeim öllum. Ég hafði þá eignazt
plötur með Charlie Parker og
Dizzy, þar sem þeir voru að blása
þennan alþjóðasöng „be-boppar-
anna”: Groovin high. Ég var allt-
af aðblistra þetta og gjörsamlega
að gera Sigga vitlausan, en hann
var aðstoðarmaður minn þarna.
Svo var ég nú að reyna að kom-
ast inn á jazzklúbba þarna, þegar
við vorum búnir að þvi, sem við
áttum að vinna. En þá áttum við
10 daga eftir, áður en leikarnir
voru búnir, okkar menn sem sagt
búnir að tapa öllu, sem hægt var
að tapa þarna, og úr leik. Við vor-
um þannig eiginlega i frii eftir
það, við Siggi.
Það var dálitið skritið, — ég
hitti einhverja skarfa i járnbraut-
arlest og fór að tala við þá um
jazzmúslk, og Bretar eru ekki
frekar en við fyrir það að vaða of-
an I fólk. En af þvi jazzfólk er nú
alþjóðlegur.trúarsöfnuður, þá fór
ég að taía við þá. Og þeir visuðu
mér á klúbb, sem var jazzklúbbur
að minum skilningi. Og þangað
dreg ég Sigga með mér. Og um
leið og við komum inn, byrjar
„bandið” á sviðinu á Groovin
high, sem var að gera Sigga vit-
lausan, þvi ég var búinn að vera
með það i þrjár vikur I eyrun á
honum. Og það er Johnny Dank-
worth, sem er þar að spila á alt-
saxófón, þá, 1948, orðinn topp-
maður....
Siðan hef ég alltaf fylgzt með
Johnny, heldur Jón Múli áfram,
enda vart hægt að komast hjá
öðru. Hann hefur ekki bara haldið
sig við jazzinn. Það kemur varla
sú kvikmynd orðið frá Bretlandi,
sem Johnny Dankworth hefur
ekki samið músikina við. Svipaða
sögu er að segja um sjónvarpið.
Og svo hefur hann haft þá
„tendensa”, eins og fleiri jazzist-
ar, að semja klassik, og raunar
spilaði Sinfóniuhljómsveitin eitt
af slikum verkum hans hér um
árið, Konsert fyrir jazzhljómsveit
og sinfóniuhljómsveit eða eitt-
hvað svoleiðis.
,,Discovery of
The Decade”
— Jazzsöngvari er dálitið svona
einkennilegt orð. En af þessum
svokölluðu jazzsöngkonum i Bret-
landi skarar Cleo Laine langt
fram úr þeim öllum. Ef hægt er
Viðtal: Steingrímur Pétursson
Johnny Dankworth, — varð him-
inlifandi, er hann frétti af „bigg-
bandinu” okkar.
Cleo Laine, — tvimælalaust
fremsta jazzsöngkona Bretlands.
Pétur östlund. Þeir kalla hann
„Uppgötvun áratugsins”.