Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 1. febrúar 1974. Tungumálaörðug leikar Araba Arabar vilja, að arabíska verði eitt hinna opinberu tungumála Sþ. Hinn 2. október s.l. — fjórum dög- um áður en til striðs kom á milli Araba og Israela — gengu margir sendimenn Arabarikjanna hjá Sþ. á fund Waldheims aðalritara og kröfðust þess, að arablska yrði viðurkennd sem eitt hinna opin- beru tungumála Sþ. Waldheim skýrði þeim frá þvi, að það myndi valda Sþ miklum aukaútgjöldum, eöa sem svaraði nálægt 350 milljónum íslenzkra króna, ef bæta ætti nýju tungu- máli viö þær fimm tungur, sem þegar eru notaðar hjá Sþ, en það eru enska, franska, spænska, rússneska og kinverska. Sendiherra Libýu svaraði óðara: — Það borgum við! En á þessu máli eru fleiri hliðar en hin efnahagslega og pólitiska. Arabiska ritmálið hefur að visu litt breytzt undanfarnar þrettán aldir og er hið sama meðal allra Araba, allt frá Indlandshafi til Atlantshafs, þótt stillinn sé að sjálfsögðu mismunandi eftir þvi, hver heldur á penna, rétt eins og gerist með okkur. Allt frá dögum Múhameðs spámanns hefur mál- ið öðru fremur verið einingartákn allra Araba. Upphaflega var ara- biskan einvörðugu mál þeirra þjóða, sem byggðu Arabiu. Þegar Arabar hófu landvinninga sina með Kóraninn i hönd, fylgdi tung- an þeim, og hún sigraði hvar- vetna aðrar tungur. Meiri breytingar hafa hins veg- ar orðið á talmálinu. Nú tala um 120 milljónir manna arabisku, og 500 milljónir að auki aðhyllast Múhameðstrú og eru þvi kunnug- ir ritmálinu. Þær 120 milljónir manna, sem mæla á arabiska tungu, tala margar sundurleitar mállýzkur. Mest hefur breytingin á talmálinu orðið i þeim löndum, sem áður voru nýlendur, þvi að þar hefur tunga nýlenduherranna spillt arabiskunni. Vegna þessa yrði talsverðum erfiðleikum bundið að nota ara- bisku sem opinbert mál hjá Sþ., þvi að hætt er við, að erfitt myndi reynast að skilgreina, hver mál- lýzknanna ætti að teljast ara- biska. Erfiðleikarnir I sambandi við ritmálið eru hvað mestir i Alsir. Frakkarriktu yfir landinu I röska öld og gerðu allt sem þeir gátu til þess að útrýma arabiskunni, með þeim árangri, að mikill hluti fólks i borgum og bæjum talar enn frönsku eða frönskublending. Þetta hefur stundum verið til trafala i samningaviðræðum Alsirmanna við aðrar Arabaþjóð- ir, Egypta t.d., og leitt til mis- skilnings. Alsirmenn reyna samt allt.sem hægt er, til þess að ryðja arabisk- unni braut, þótt þar sé við ramm-1 an reip að draga, þvi að talmálið verður ekki hreinsað,án þess að Grikkir sleppa Fregnir frá Beirut, höfuðborg Libanon, herma, að Palestinu- skæruliðarnir tveir, sem ný- lega voru dæmdir til dauða fyrir morð á fimm mönnum á flugvellinum i Aþenu I ágúst- mánuðis.l., verði náöaðir með þvi skilyrði, að Palestinumenn gripi ekki framar til aðgerða af þessu tagi i Grikklandi. Libanska blaðið ,,A1 Nahar”, sem skýrði frá þessu, sagöi að leynilegar viðræður um máliö hefðu farið fram I griska sendiráðinu i Beirut. Skæruliðarnir höfðu verið dæmdir til dauða af griskum dómstól fyrir að hafa skotið á farþega, sem biðu þess að ganga um borð i flugvél á Aþenuflugvelli, en þeir héldu, að farþegarnir væru á leið til ísraels. 45 manns særðust og fimm létu lifið fyrir byssukúl- um skæruliðanna. Fregnir voru á kreiki um að palestinsku skæruliðasamtök- in „Svarti spetember” hefðu sent griskum yfirvöldum bréf, þar sem hótað var, að árásir yrðu gerðar á grlska rikis- borgara búsetta I Miðaustur- löndum og Evrópu, ef Arabarnir tveir yrðu ekki látnir lausir, en starfsmenn griska sendiráðsins i Beirut neituðu þvi, að slikt bréf hefði borizt. Arabaríkin styrkja Afríkuríkin til olíukaupa Arabisku oliulöndin hafa kom- ið sér saman um að koma á fót sjóði, sem ætlað er það hlut- verk að styrkja Afrikuriki til oliukaupa, að þvi er Mahmoud Rayd, aöalritari Arababanda- lagsins, skýrði frá i Kairó fyr- ir fáum dögum. Til sjóðsins eiga að renna sem svarar um 17600 milljónum Islenzkra króna. Aöalritarinn skýrði einnig frá þvi, að i marzmánuði n.k. yrði opnaður arabiskur banki, sem ætlað væri að styrkja Afrikuriki I landbúnaðar og iðnaðarmálum. Til þess yrði varið sem svarar um 44000 milljónum islenzkra króna. Ákvörðun um þetta hvort tveggja var tekin á ráðstefnu Araba- og Afrikurikja I Kairó fyrir skömmu. Ráðstefnuna sitja fulltrúar tiu arabiskra oliurikja og sjö rikja, sem aðild eiga að Einingarstofnun Afrikurikja. Afrikurikin hafa farið þess á leit við arabisku oliurikin, að þau komi i veg fyrir frekari verðhækkanir á olíu til Afriku- rikja. Flest Afrikurikjanna slitu stjórnmálasambandi við Isra- el, þegar októberstriðið geis- aði, og studdu Arabarikin á þann hátt. Talið er, að þau lán og styrkir, sem Arabarikin hafa ákveðið að veita Afriku- rikjunum, séu veitt þeim I þakklætisskyni fyrir þann stuðzt sé við ritmálið. Þá verða menn að leita til Kóransins og fornbókmennta Araba, en þessi rit eiga engin orð um margt af þvi, sem séð hefur dagsins ljós undanfarnar fimm aldir eða svo. Þótt unnt hafi verið að skrifa veigamikil og nýstárleg rit á þeirri tungu fyrir mörgum öldum um margvisleg efni eins og sagn- fræði, stjarnfræði, rökfræði og al- gebru, hrekkur orðaforðinn ekki til, þegar rita á um ýmsar hinna nýrri visindagreina, svo að ekki sé minnzt á fjölda hluta, sem nú eru hversdagsmatur, en ekki þekktust á þeim öldum, þegar rit- málið varð til. Þess vegna hafa menn orðið að taka upp f jölda út- lendra orða i ritmálið. Allt veldur þetta miklum örðugleikum i skólunum. Nú er arabiskan ein saman notuð i yngstu bekkjum I barnaskólun- um, en þegar fram i sækir, verður að gripa til frönskunnar. Hún er notuð við kennslu i stærðfræði og náttúrufræðum á þriðja ári i skólunum. Fyrir allmörgum ár- um var gerð tilraun til þess að ^ • Arabiska ritmálið hefur lltt breytzt undanfarin 1300 ár. Það veldur miklum örðugleikum i skólum I Árabaríkjunum. nota arabiskuna i þeim greinum i efri bekkjunum, en sú tilraun fór út um þúfur, þvi að hún reyndist ekki nothæf i öðrum greinum en bókmenntum og trúarsögu. Þá er ekki heldur hægt að skrifa allar þær kennslubækur, sem þörf er á, vegna þessara örðugleika. Alsirmenn eru sammála um, að hefja beri arabiskuna til vegs og virðingar á nýjan leik, þótt þá greini á um, hvernig þvi verði bezt hagað. Til þessa ásetnings má rekja tilmæii arabisku sendi- fulltrúanna um, að arabiskan vérði eitt hinna opinberu tungu- mála Sþ. Tæpast er nokkrum vafa bundið, að slikt myndi flýta mjög fyrir þvi, að arabiskan öðlaðist þann orðaforða, sem nauðsynleg- ur er nú á dögum. * Jx&jlll (Jy civil Ætlaði ítalski herinn að taka völdin um helgina? miklar vangaveltur og sögusagnir Ætlaði herinn að taka völdin á ítallu um helgina? Hafi svo verið, er hættan þá liðin hjá? Þessar spprningar eru mjög til umræðu meðal stjórnmálamanna og fréttamanna á ttallu um þess- ar mundir, og er andrúmsloftið mettað óróa og óvissu. Litlar upplýsingar liggja fyrir um þá dularfullu atburði, sem áttu sér stað um helgina. Menn velta mjög vöngum, en i ljósi blaðafrétta á ttaliu undanfarna daga, væri rangt að efast um sannleiksgildi gamla orðtaksins um, að sjaldan rjúki, án þess að eldur leynist einhvers staðar. 1 blaðaumræðum og sögusögnum er undirtón að finna, sem bendir til þess, að ástandið sé alvarlegt, segirfréttamaður Reuters I Róm. Einkum kemur eftirfarandi vel fram i leiðurum og fréttum blað- anna: — Þó að það reynist rangt, að tekizt hafi að koma i veg fyrir valdatöku hersins nóttina milli laugardags og sunnudags, þá hefði enginn orðið sérlega hissa, þó að skriðdrekar hefðu ekið upp að forsetahöllinni. Það sem vitað er, er þetta: A sunnudagsnóttina tóku stórir hóp- ar lögreglumanna og björgunar- sveita sér stöðu við allar mikil- vægustu byggingar, s.s. þinghúsið, útvarpið og flugstöðv- arnar. Þá voru varðmenn við heimili helztu stjórnmálamanna. Blöðin tilkynntu, að svipaðar aðgerðir hefðu átt sér stað i Milanó. Torino, Genova, Bergamo og mörgum stórum borgum viða um landið. Skýring innanrikisráðuneytis- ins á aðgerðunum i Róm var sú, að lögreglan hefði fengið upplýs- ingar frá Alþjóðalögreglunni, Interpool, um að hryðjuverka- menn ætluðu að láta til skarar skriða i höfuðborginni. Lögreglan i Róm sagði, hins vegar, að allt hefði þetta verið gert til að fylgjast betur með öku banninu, sem gekk I gildi kl. 01.00 um nóttina. Hins vegar hafa eng- ar skýringar komið á aðgerðun- um úti um landið. A sunnudagsmorguninn skrif- aði kommúnistablaðið L’Unita, að I herbúðum um alla ítaliu hefðu menn fengið skipanir um aö veravið öllu búnir. Blaðið bætti þvi við, aö I hverjum búðum hefðu yfirmenn hersins haldið fundi og rætt stjórnmálaástandið I land- inu. Varnarmálaráðuneytið bar greinina I blaðinu þegar til baka og sagði, að enginn grundvöllur væri fyrir þessum upplýsingum. En á mánudaginn endurtók blaðið, að upplýsingarnar væru réttar, og kæmu þær frá kommún- ista-hópum, sem einnig hefðu skýrt blaðinu frá þvi, að leyfi her- manna hefðu verið afturkölluð fyrir helgina. Með þvi að leggja tvo og tvo saman fékk meirihluti blaðanna og stjórnmálamannanna það út, að lögreglan i Róm hefði verið kölluð út eftir fregnir um,að hluti hersins væri að undirbúa bylt- ingu. Jafnframtkom I ljós, að undar- legar hernaðaraðgerðir höfðu átt sér stað næstum um alla ttaliu, að næturlagi undanfarnar vikur. 1 þessum æfingum hafði verið sett- ur vörður um hinar og þessar byggingar. Það hafa vaknað spurningar um, hvað allir þessir hermenn hafi verið að gera öðru hverju á flugvöllunum við Róm. Þvi hefur jafnan verið haldið fram af yfir- völdum, að þar væri um að ræða að vera viðbúinn, þar sem Inter- pool hefði grun um að hryðjuverk væru I aðsigi. En þær raddir hafa heyrzt með- al sérfræðinga, að aðgerðirnar á flugvöllunum séu alls ekki til varna, heldur einkennist þær öllu meira af sókn. Yfirmenn gáfu skipanir með skeiðklukku I hönd- um, rétt eins og verið væri að æfa árás. Hægri öfl á ttaliu hafa fordæmt allar umræður um þetta og segja, að þær séu til þess eins að sverta herinn og skapa nýtt almennings- álit gegn hægri öflunum. En vinstri öflin segja, að þó að þetta kunni allt að vera vitleysa, sé enginn vafi á þvi, að nýfasistar séu farnir að hreyfa sig á ný. Margir telja að lýðræðisgrund- völlurinn á italiu sé heldur ótraustur um þessar mundii; og kemur þar margt til, einkum fjármálin, sem eru nánast i kaldakoli og skána litið við oliu- kreppuna. Þá er verið að rannsaka reiður. ýmissa manna, meira að segja máttsettra, i þvi skyni að komast að þvi, hvort þeir eru i sambandi við Mafiuna. Grunur leikur á, að dómarar láti múta sér unnvörpum,og ekki bæt- ir slikt álitið á réttarkerfinu. Blöð á Italiu hafa krafizt gildr- ar skýringar á aðgerðunum um helgina — að þagga málið niður er að sá efasemdum um traust- leika lýðræðisins, sagði blaðið Corriera Della Sera I Milanó á dögunum. — SB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.