Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 1. febrúar 1974. Hamingja og óhamingja Við höfum sagt frá þvi hér i Speglinum, að sálfræðingar i Bandarikjunum telji, að Kathleen Kennedy, dóttir Roberts heitins Kennedy hafi gift sig röngum manni, manni, sem hún eigi aldrei eftir að geta orðið hamingjusöm með. Við rákumst svo á brúðkaups- myndir af Kathleen og manni hennar David Townsend og þau eru sannarlega glaðleg, enda nýkomin úr kirkjunni, þegar myndin er tekin. önnur mynd er hér af Edward Kennedy, sem fylgdi brúðinni upp að altarinu i Kirkju hinnar heilögu þrenning- ar i Washington, þar sem gift- ingin fór fram. Daginn, sem Kathleen gifti sig var fóturinn tekinn af hinum 12 ára gamla syni Edwards, en eins og kunnugt er varð að gera það, þar sem drengurinn reyndist vera með krabbamein i hné, og var þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að sjúk- dómurinn breiddist út. Edward hlýtur þvi að hafa verið áhyggjufullur i brúðkaupinu, þótt hann hafi reynt að láta litið á þvi bera. Kokkur gerist ieikkona Glenda Allan var matreiðslu- kona i heimavistarskóla i Eng- landi, þegar henni datt allt I einu I hug, að ef til vill væri hún ekki á réttri hillu i lifinu. Hún fann til mikillar löngunar að verða leikkona, og ekkert gat stöðvaö hana á framabrautinni. Hún sagði upp kokksstöðunni, og nú er hún á góðri leið með að verða fræg, að þvi er sagt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.