Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 22. marz 1974. 6___ RÆÐST TÍÐNI KRABBA- MEINS AÐ MIKLU LEYTI AF UMHVERFINU? Kissinger í forsetaframboð? Það er mjög mismunandi, hve hinar ýmsu tegundir krabba- meins eru algengar á mis- munandi stöðum á jörðinni. Nú hallast visindamenn að þvi, að þetta megi beint eða óbeint rekja til ýinissa þátta umhverfisins. John Higginson, sem er for- stöðumaður alþjóðarannsókna- stofnunar, sem fæst eingöngu við rannsóknir á krabbameini og er deild innan alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, heldur þvi fram, að þetta hafi það i för með sér, að fræðilega, að minnsta kosti, eigi að vera unnt að koma i veg fyrir 80% allra krabbameins- tilfella. Eitt af meginverkefnum rannsóknarstöðvarinnar, sem hann veitir forstöðu (In- ternational Agency for Res earch on Cancer), er að finna þá þætti umhverfisins, sem kunna að geta valdið krabbameini. t árs- skýrslu stofnunarinnar fyrir 1972- 1973 er meðal annars frá þvi greint, að þvi er krabbamein i hálsi varðar, geti tiðnimunurinn verið allt að þvi 200-faldur hjá mismunandi hópum. Þannig er tiðni hálskrabbameinstilfella 1,8 á ári hjá hverjum hundrað þúsund ibúum i E1 Paso i Texas, en i Gonbad héraði i Iran er tiðnin hinsvegar 206, 4 á hverja hundrað þúsund ibúa. Ennfremur kemur það i ljós við lestur skýrslu IARC, að háls krabbamein er oft að finna á mjög staðbundnum svæðum og raunar sérstaklega á ákveðnu belti, frá Mongóliu um norður Kina, sovézku Mið-Asiu, að ströndum Kaspiahafs. Háls- krabba i umtalsverðum mæli er raunar einnig að finna á afmörkuðum svæðum utan þessa beltis. Til dæmis i héruðunum Normandi og Bretagne i Frakk- landi, þar er tiðnin 40 á hverja hundrað þúsund karlmenn, og einnig verður hálskrabbameins vart i vaxandi mæli meðal blökkumanna i Bandarikjunum. En hvað varöar lifshætti manna og umhverfi, annarsvegar i Bretagne og hinsvegar við Kaspihaf, þá er þar-mikill munur á, enda þótt tiðni hálskrabba- meins sé mikil á báðum þessum svæðum. Tiðni hálskrabbameins i Bretagne er að nokkru, að minnsta kosti, talin eiga rætur að rekja til þess, að þar drekka menn mikið af heimabruggðu eplabrennivini, Calvados, en á þvi svæði i tran, þar sem háls- krabbamein er algengast, getur hinsvegar varla heitið, að um nokkra áfengisneyzlu sé að ræða. I tran er einnig mikill munur á tiðni þessa sjúkdóms, eftir þvi hvar borið er niður. t Mazandaran héraði er tiðnin hjá ~Ný tunga í Öryggis- ráðinu t UPPHAFI var það svo, að enska og franska voru þau mál, er eingöngu voru töluð á fundum Oryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Árið 1969 var rússnesku og spænsku bætt við og nú fyrir skömmu bættist kinverskan við. karlmönnum 44,5 á hver hundrað þúsund, en hjá kvenfólki 206,4 m að þvi er karlmenn varðar, en ennþá hærri hjá kvenfólki, eða 262,9. Við nánari athugun kemur i ljós, að þar sem hálskrabbamein eralgengast, þar er loftslag þurrt og þurrkar tiðir, en þar sem tiðni þessa sjúkdóms er minni, er yfir- leitt meiri úrkoma og mildara loftslag. Munur er einnig á mataræði. Þar sem minna er um hálskrabbamein, eru hrisgrjón meginfæðan, en brauðs er mest neytt, þar sem tiðnin er meiri. Te er mikið drukkið á báðum svæðunum. 1 skýrslunni segir, að viða þarna sé það siður að drekka brennandi heitt te (60 til 70 stig á Celsius). Nú er ætlunin að fram- kvæma frekari rannsóknir til að komast að þvi, hvort beint samband sé milli þess, hve heita drykki menn drekka, og tiöni háls- krabbameins, og verður sú rannsókn framkvæmd i Singa- pore, en þar eru aðstæður allar taldar sérlega heppilegar af ýmsum ástæðum. Til dæmis er það svo, að hálskrabbamein hefur reynzt algengara hjá þvi fólki i Singapore, sem talar Hokkien eða Teochew mállýzkur, en aftur mun sjaldgæfara hjá þeim sem tala kantónskar mállýzkur. Að þvi er varðar konur i fyrrnefnda hópnum er tiðnin 10.6 á hver hundrað þúsund, en i hinum siðarnefnda aðeins 3,3. t fyrri hópnum voru fleiri, sem kváðust hafa þann sið að drekka brennheita drykki, en i siðari hópnum, þar sem tiðnin var rúmlega þrefalt minni. Nu skömmu eftir áramótin var ákveðið að hefja i auknum mæli rannsóknir á krabbameini i meltingarfærum, lifur, þörmum og ristli. Til þessara rannsókna veittu tiu riki um 24 milljónir islenzkra króna og annars staðar fengust framlög að upphæð 7,2 milljónir til að standa straum af starfseminni á árinu 1973, en þá var alls unnið að 83 rannsóknar- verkefnum. Þau tiu riki, sem lögðu stofnuninni þannig til fé, eru: Ástralia, Belgia, Vestur- Þýzkaland, Frakkland, ttalia, Japan, Holland, Sovétrikin, Bret- land og Bandarikin. Meðal þess, sem fram kemur i skýrslunni, er eftirfarandi: Rannsókn verður framkvæmd á Norðurlöndum og i Singapore á krabbameini i meltingarfærum neðan maga. Einnig er þess að vænta, að hluti af þessari rannsókn fari fram á Nýja Sjálandi, ef tekst að afla nægilegs fjármagns. Þessi tegund krabba- meins hefur farið vaxandi sem dánarorsök bæði i Bretlandi og Bandarikjunum, og settar hafa- veriö fram ýmsar kenningar, sem ástæða þykir til að sannreyna með slikum rannsóknum, ef unnt er. Á tslandi mun fara fram rannsókn á brjóstkrabbameini hjá konum. Verður einn megintil- gangur rannsóknarinnar að reyna að greina á milli umhverfisþátta og ættgengi, að þvi er brjóstkrabba varðar. Það sem gerir það að verkum, að tsland varð fyrir valinu til þessarar rannsóknar, er sú staðreynd, að hvergi i veröldinni er eins auðvelt að afla ættfræði- legra upplýsinga langt aftur i timann eins og á tslandi. Heilbrigðisyfirvöld á Islandi hafa skráð krabbameinstilfelli allt frá árinu 1910. Þá verða gerðar rannsóknir til að reyna að fá vissu fyrir þvi, hvort um sé að ræða beint samband milli efnisins aflatoxins og lifrarkrabbameins, en þetta efni hefur meðal annars reynzt valda krabbameini i dýrum. Visindamenn i rannsókna- miðstöð IARC i Nairobi í Kenya eru einmitt byrjaðir að vinna að rannsóknum á þessu sviði og taka þeir sýnishorn af mat,um leið og hann er borinn á borð, til að komast að þvi, hve mikið sé af aflatoxini i fæðunni. Þeir hafa einkum beint athygli sinni að jarðhnetumjöli, en reynslan hefur sýnt, að aflatoxin myndast auðveldlega i þvi samfara myglu. Krabbamein i lifur er fremur algengt i Afriku, einkum meðal karlmanna. Þá fer nú fram rannsókn á þvi i Bandarikjunum,hvern þátt áfengi eigi i krabbameini i lifur og munni. Það hefur komið i ljós við rannsóknir bæði i Bretlandi og á Norðurlöndum, að lifrarkrabba- mein virðist algengara hjá þeim, sem neyta mikils áfengis, en hinum sem gera það ekki. Ennfremur er IARC með aðstoð bandarisku krabbameins- rannsóknastofnunarinnar að framkvæma rannsókn i Uganda, þar sem sérstök tegund blóð- krabbameins er mjög algeng. Þar verða tekin blóðsýni úr 35 þúsund börnum á aldrinum tveggja til fimm ára. Með rannsókninni er ætlunin að reyna að komast að þv; hvort virus kunni að valda þessari tegund krabbameins. Þetta eru aðeins fá af þeim verk- efnum, sem nú er unnið að til að reyna að komast fyrir rætur krabbameins. Heróinneyzlan verður æ alvar legra vandamái i Banda- rikjunum, einkum i stór- borgunum. Talið er, að i New York einni saman séu um 25 þús. heróinistar undir eftirliti lækna og heilbrigðisyfirvalda, en reynt er að venja þá af neyzlu heróins með þvi að gefa þeim efni, sem nefnist metadon. Á biðlista eru álika margir, en tala þeirra, sem ekki hafa ieitað læknishjalpar, er liklega margfalt hærri. Rockefeller fylkisstjóri hefur gert það að tillögu sinni, að þeim, sem uppvisir verða að þvi að verzla með heróin verði dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar. Oft er samt erfitt að greina á milli þeirra sem selja heróin og hinna sem kaupa það, þvi að ósjaldan gera menn hvort tveggja. Heróin-neytendur eru ekki færir um að stunda venju- lega vinnu, þegar þeir eru orðnir háðir eitrinu og gripa þvi oft til of beldis til þess að afla sér fjár til heróinkaupa. Fari svo, að tillaga Rockefellers nái fram að ganga biður löng fangelsisvist fjölda ungmenna, þvi að svo er ráð fyrir gert að ekki megi láta menn lausa til reynslu eða veita þeim aðrar ivilnanir. Augljóst samband er á milli stjórnmála og þess hversu ötul lögreglan er við að elta uppi heróinsala og neytendur. Þegar dró að forsetakosningunum árið 1972, var mikið um þetta vanda- mál rætt og stjórnmálamenn hvöttu til aukinn átaka i þessu efni. Þetta leiddi til þess, að um tima var erfitt að ná i heróin, og nokkrir umsvifamiklir heróin- salar voru handteknir, þótt ekki væru stórlaxarnir þar á meðal. Eftir kosningar varð hins vegar auðveldara um vik á nýjan leik fyrir heróinsalana. ÞEIM Bandarikjamönnum fjölgar nú sifcllt, sem bera brigður á heiðarleika Nixons for- seta og gruna hann um græsku. Fari svo að Nixon hrökklist úr embætti mun Ford varaforseti taka við, en hvað siðar verður vcit auðvitað enginn enn sem komið er. Kissinger utanríkisráðherra Bandarikjanna, sem að margra áliti er i raun voldugasti maður landsins um þessar mundir, hefur komið til álita i umræðunni um væntanlegan forseta Banda- rikjanna. Margir eru þeirrar skoðunar, að hann ætti að verða forseti, þegar utanrikisráðherra- tið hans lýkur. 1976. Sá mein- bugur er þó á þvi, að samkvæmt stjórnarskránni bandarisku eru þeiraðeins kjörgengir til forseta- Lif heróinneytandans er ekkert sældarbrauð. Viman eftir sprauturnar er skammvinn og meiri hluta sólarhrings eru þeir á ferðinni til þess að afla peninga til heróinkaupa eða á flótta undan lögreglunni. Fjárins ervenjulega aflað með þjófnuðum, vændi sölu á stolnum munum eða öðru af svipuðu tagi. Heróin er unnið úr ópium, sem fæst úr risavalmúa, Helztu ræktunarlöndin eru Tyrkland, Indland og tran. Þaðan er varan flutt til Libanon, Frakklands, og Italiu og siðan áfram til austur- strandar Bandarikjanna. Eitrið fer um hendur margra milliliða og er þá drýgt með mjólkursykri, kinini eða einhverju sliku. Einn skammtur er venjulega um niutiu grömm, en þar af eruaðeins þrjú grömm af heróini eða þar um bil. Samkvæmt skýrslum eru stöku heróinneytendur svo forfallnir að þeir þurfa 40-50 skammta á dag, en meðalneyzlan er um sjö skammtar. Meðalverð hvers skammts er um tiu dollarar eða næstum niu hundruð isl. krónur. Meðalneytandi þarf þvi sem embættisins, sem fæddir eru i Bandarikjunum. Samkvæmt þvi þyrfti að breyta stjórnarskránni til þess að Kissinger komi til greina i þessu sambandi, þvi að hann fæddist i Bæjaralandi sem kunnugt er og kom ekki til Bandarikjanna fyrr en hann hafði náð fjórtán ára aldri. Stuðningsmenn Kissingers hafa þvi hafið mikla áróðursherferð undir forystu þingmannsins Jonathans Binghams og krefjast þess, að gerðar verði þær breyt ingar á stjórnarskránni, sem nægi til þess að Bandarikjamenn, sem fæddir eru utan landsins, komi til greina i forsetakosn- ingum. — Það er fásinna, að jafn mikil- hæfur Bandarikjamaður og Kiss- inger eigi þess ekki kost að verða forseti, segir Bingham. svarar um sex þús. isl kr. á dag til heróinkaupa, og þess fjár er sem fyrr segir tiðast aflað með glæpaverkum af einhverju tagi. Skýrslur sýna ennfremur, að heróinneytendur hafa fæstir langa skólagöngu að baki og að flestir eru þeir i fátækra- hverfunum. Flestir heróninneytendur hafa byrjað á þvi að neyta marihúana, hass, LSD eða einhverra annarra eyturlyfja Reynt er að lækna menn af heróinneyzlunni en árangurinn er sorglega litill. Aætlaðer að u.þ.b. niu af hverjum tiu falli i sama farið að meðhöndlun lokinni og er talið að það sé fyrst og fremst af félagslegum ástæðum. Nokkur hætta er talin á þvi að heróinneyzla aukist i öðrum löndum er Bandarikjunum. Viða er reynt að koma i veg fyrir eiturlyfjaneyzlu með upplýsinga- starfsemi og áróðri, en slikt getur verið tvieggjað vopn, þvi reynslan hefur sýnt að umtal getur orðið til þess, að ungmenni fái áhuga á að reyna eiturlyf. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. marz kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5 Sala Varnarliðseigna. Verður Kissinger forseti Bandarlkjanna Tlmamynd: Gunnar. HERÓÍNNEYZLA ALVARLEGT VANDAMÁL í BANDARÍKJUNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.