Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 19 ..Ef Dietzenbach heldur sér uppi fer ég þangað" — segir Axel Axelsson, sem hefur skorað 105 mörk í I. deildarkeppninni „Ef SG Dietzenbach heldur sér uppi, þá reikna ég fastlega með því, að ég fari þangað, heldur en til Hutten- berg", sagði Axel Axelsson stórskyttan í Fram, þegar við spurð- um hann, hvort hann væri ákveðinn í því að fara til V-Þýzkalands næsta keppnistimabil. Axel sagðist hafa fengið bréf frá for- ráðamönnum Dietzen- bach sl. mánudag, þar sem þeir segjast ganga að öllum kröfum hans. Nú bíður Axel bara svars við þvi, hvort Dietzenbach heldur sér uppi í v-þýzku suður- deildinni, og ef liðinu tekst að halda sér uppi þá má búast við þvi, að Axei pakki niður hand- knattleiksdótinu sínu og haldi til V-Þýzkalands í haust til þess að leika m------► AXEL AXELSSON...sést hér skora 101. markiö sitt úr vita- kasti. (Tímamynd Kóbert) með liðinu næsta keppnistímabil. Axel braut blað i Islenzkri h a n d k n a 111 e i k s s ö g u á miðvikudagskvöldið, en þá varð hann fyrstur manna til að skora yfir 100 mörk i 1. deildar keppninni, siðan byrjað var að leika i stórum sal. Axei skoraði 101. mark sitt úr vitakasti, og hann skoraði 6 úr vitakasti, og hann skoraði 6 önnur mörk i leiknum gegn þrumuskotum, sem hann er þekktur fyrir. Axel hefur nú skorað 105 mörk i 1. deildar keppninni, og þar að auki hef- ur hann matað Björgvin Björgvinsson, linumanninn snjalia, sem hefur skorað 56 mörk i deildinni. -SOS. ÍR-RISINN SKORAÐI 2000. AAARKIÐ... Íll-RISINN, Ágúst Svavarsson, skoraði 2000. mark I. deildarkeppninnar i handknattleik, þegar i R vann Ármann 14:11 i írekar lélegum leik i Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið Mörkin i leiknum skoruðu þessir leikmenn: ilt: Vilhjálmur 6 (2 viti), Ágúst 5, bórarinn 2 og Gunnlaugur 1. ARMANN: Hörður 3 (1 viti), Jón 3. Vilberg 2. Stefán, Olfert og Björn eitt hver. -SOS 6 AAÖRK í LEIK Geoff Hurts (nú Sloke) hefur skorað 6 mörk i 1. deildar leik. Hann skoraöi 6 mörk fyrir VVcst Ham á Upton Park i Lundunum, þegar West Ham vann Sundcrland 8:0 20. október 1968. Alf Wood <nú Millvvall) hefur skorað 5 mörk i deildar- leik. Hann skoraöi 5 mörk fyrir Shrewsbury gegn Blackburn Rovers i 3. deild 1971. ÓLAFUR FÆRÐI VALS- MÖNNUM SILFRIÐ... — hann var óstöðvandi gegn Fram og skoraði 8 mörk með sínum frægu undirskotum ÓLAFUR JÖNSSON handknattleiksmaðurinn snjalli úr Val, færði Valsmönnum silfurverðlaunin i 1. deildar keppninni i hand knattleik á miðvikudags- kvöldið. ólafur lék frábærlega vel gegn Fram og hann skor- aði 8 stórkostleg mörk i leikn- um — öll með undirskotunum, sem hann er einn frægur fyrir. Ólafur var óstöðvandi undir lok leiksins og hann átti mest- an þátt i þvi, að Valsmönnum tókst að breyta stöðunni úr 16:16 i 22:18, en þannig lauk leiknum. Ólafur sannaði það enn einu sinni, að hann getur skorað með langskotum. llann á að gera meira af þvi að skjóta, þegar honum tekst upp. Annar Valsmaður, Jón Karlsson,átti góðan leik, sinn bezta á keppnistimabilinu. Björgvin Björgvinsson var beztur i Framliðinu, en félagi hans, Axel Axelsson, náði sér ekki á strik.fyrr en 9 min. voru til leiksloka, en þá var það of seint. Það voru einnig tveir aðrir menn, sem voru áberandi i leiknum, en þaö voru dómar- arnii; Björn Kristjánsson og Óli Ólsen, sem dæmdu leikinn mjög illa. Þeir túlkuðu regl- urnar mjög einkennilega — dæmdu smábrot og slepptu siðan grófum brotum stuttu siðar. Þeir áttu það til að visa leikmönnum út af leikvelli fyrir brot, sem voru mjög væg, og stundum. græddu þeir leikmenn, sem brutu af sér. á brotunum og saklausir leikmenn fengu .áminningu fyrir brot andstæðinganna. Finda var það orðið þannig undir lok leiksins. að menn skildi hvorki upp né niöur i dómum þeirra. Mörkin i leiknum. skoruöu þessir leikmenn: VALUR: Ólafur 8, Jón K. 5. Bergur 4. Agúst 2. Gisli 2(2 viti) og Stefán 1. FRAM: Axel 7 (1 viti). Björgvin 5, Pétur 2, Ingólfur. Sigurbergur, Hannes og Andréas.eitt hver. — SOS. GEOFF HURST.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.