Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 22, inarz 1974. meirihluta, og Eggert Jónsson verður bæjarstjóri, en seinni hluta kjörtimabilsins tók Alfreð Gislason við bæjarstjórastarfi af honum. Eftir kosningarnar 1962 hefst samstarf Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins, sem stendur i átta ár, og það timabil er Sveinn Jónsson bæjarstjóri, eða til ársins 1970. En þá hófst samstarf Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, sem stendur enn, og hef ég gegnt störfum bæjarstjóra þetta timabil. — Þetta hefur verið mikið at- hafnatimabil hjá ykkur, Jóhann? — Já, það hefur verið við mörg verkefni að glima, og flest hafa þau fengið farsælan endi, að ég vona. Það er ánægjulegt að lita yfir farinn veg, og það er margt, sem kemur i hugann, sem gaman er að minnast. Stoltastur er ég af þvi, hversu vel gekk að leysa úr vandamálum Vestmannaeying- anna. Þar fannst mér Keflviking- ar bregðast vel við og sýna sann- an náungakærleik. Bygging Við- lagasjóðshúsanna fórst vel úr hendi, og þau voru og verða lyfti- stöng. Mörg stórmál i þágu bæjarins sérstaklega hafa verið leyst af hendi, svo að vel var að staðið. Þar ber vitanlega hæst landakaupin. Þetta var eitt fyrsta málið, sem við tókum fyrir. Það var leyst með samningum og eignamati. Rikið hafði þegar fengið stórt svæði af þvi landi, sem bærinn þarfnaðist, allt i bæjarlandinu, og mikið i eigu félaga. Það var lika búið að byggja á miklum hluta þess lands, sem við keyptum. En sem sagt, við fengum þarna 100 hekt- ara hjá Keflavik hf, og eitthvað um 365 hektara hjá rikinu, og þetta kom sér sannarlega vel. Við ættum að minnsta kosti ekki að verða landlausir alveg á næst- unni! — Það er þá nánast fráleit spurning, hvort þú kunnir vel við þig I starfinu? Jóhann brosir meðan hann treður i pipuna sina. — Þú segir nokkuð. Þetta er fjölbreyttog umfangsmikið starf. Verkefnin hafa verið næg og virð- ast óþrjótandi. Annars er maður litið með bollaleggingar um það i sjálfu sér. Verkefnin koma hvert af öðru, og þá tekur maður þau til úrlausnar, snýr sér beint að þeim, hverju fyrir sig, eða fleiri i senn, ef mikið liggur við. — Hvað vilt þú segja um stöð- una hjá Keflavikurbæ, eins og hún er nú? — Ja, þaðer þetta með stöðuna. Ef þú átt við fjárhagslega stöðu, þá er hún nokkuö góð. Það er dug- legt fólk, sem byggir Keflavik, hér eru tekjur góðar hjá fólki. Hitt er annað mál, að tekjustofn- ar bæjarins voru lengi ekki full- nýttir, en það liggur i augum uppi, að sé hægt að fjölga tekju- stofnum, aukast opinberar fram- kvæmdir og verða fjölbreytilegri með auknum tekjum. Þetta segir sig sjálft, og er auðvitað mats- atriði. En fólkinu er alltaf að fjölga i bænum, eins og við erum búnir að taka fram. Hitt er svo annað mál, að raunverulegur fjöldi bæjarbúa er meiri. Það eru um 200 ibúðir i bænum, sem eru leigðar út til starfsmanna varnarliðsins á vellinum. Þetta fólk fær opinbera þjónustu að ýmsu leyti, án þess að greiða skatta eða skyldur til bæjar- félagsins. Þannig að það er ekki fjarri lagi að áætla raunveruleg- Jóhann Einvarðsson. Aldarf jórðungsafmæli Keflavíkur sem kaupstaðar Rætt við Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóra í Keflavík JÓHANN EINVARÐSSON, bæjarstjóri i Keflavik, er Reyk- vikingurað ætt og uppruna, fædd- ur 10. ágúst 1938. Foreldrar hans eru Vigdis Jóhannsdóttir og Ein- varður Hallvarðsson. Jóhann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum árið 1958 og gerð- ist þá fulltrúi i fjármálaráðuneyt- inu, þar sem hann starfaði til árs- ins 1966, en þá var hann ráðinn i bæjarstjórastarf á tsafirði. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1970, að hann var ráðinn bæjarstjóri i Keflavik, við myndun núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðis- manna, og þar hefur hann starfað siöan. Kona Jóhanns er Reykvikingur, Guðný Gunnarsdóttir, og eru for- eldrar hennar Friða Helgadóttir og Gunnar Armannsson. Þau Jó- hann og Guðný eiga tvo drengi, sem eru 8 og 5 ára gamlir. Það er vor i lofti, þegar við ök- um suður ineð sjó. Suðurnesin heilsa okkur með dumbungi, brimið svarrar i vikinni við Kúa- gerði og rigningartjásur krýna Kcili, en snjóa hefur enn ekki leyst i Kerlingarf jölluin. Hraunið er að byrja að taka á sig sinn sér- kennilega fagra blæ með tilheyr- andi litadýrð, sem nær fullkomn- un i haust, áður en snjórinn breiö- ir blæju sina yfir landið... Hefðir þú farið þessa leiö fyrir 25 árum, hefðir þú fengið að finna fyrir veginum. Þá hlykkjaðist hann á hraunkömbunum, óendan- legur, að manni fannst, alltaf hol- óttur, alltaf eins og þvottabretti, nema þá sjaldan maður var svo heppinn að lenda strax á eftir vegheflinum. Þá gerðist það nefnilega stundum, að ekki kom deigur dropi úr lofti vikum sam- an, svo að ekki var unnt að hefla veginn. Það finnst manni ótrúlegt nú. Og þegar suöur i Keflavik kom, fannst manni þetta hálfgerð Klondyke. Það var alveg cins og menn væru þarna i gullleit, bú- andi i herbergisskonsum út um allt, og dýrkuðu Mammoninn á vellinum og ösluöu aurinn á Hafnargötunni i ökkia á leiðinni á böllin i Bíókjallaranum eða Ungó... En á meðan þessu fór fram var ötul, ekki ýkja margmenn, en hiirkudugleg athafnastétt að leggja grundvöllinn að Keflavik vorra daga, útgerðarbænum, sem tekur á móti og vcrkar, frystir og vinnur meiri fisk en velflestir bæ- ir aðrir á landi voru. Völlurinn er svo sem enn fyrir hendi, en hann skiptir ekki sköpum nú, eins og hann gerði áður, og föst búseta þeirra, sem þarna starfa, færist i aukana með hverju árinu sem líð- ur. Frystihúsin gnæfa við himin, bátunum fjölgar í höfninni og at- hafnalifið gengur sinn taktfasta, vissa gang I litlu Suðurnesjaborg- inni, sem breiðir bergarma sina móti sæfaranum og býður hann velkominn til malbikaðra stræta sinna, reisulegra húsa, fjöl- breyttra þjónustufyrirtækja á öli- um hugsanlegum sviðum — vel- kominn i hóp þess fólks, sem þarna unir sér og vill hvergi ann- ars staöar eiga heima. Við erum staddir hjá bæjar- stjóranum i Keflavik, Jóhanni Einvarðssyni, og enda þótt i sjálfu sér sé engin ástæða til að finna sér tilefni til að ræða við þennan alúðlega, dugmikla æðsta mann bæjarfélagsins, sem gegnt hefur þessu vandasama starfi undanfarin fjögur ár við vaxandi vinsældir bæjarbúa og samstarfs- manna hans i bæjarstjórn, höfum við fundið okkur það til erindis, að Keflavik skuli nú vera 25 ára gömul sem kaupstaður, en kaup- staðarréttindi hlaut bærinn 22. marz 1949. — Það er svolitið gaman og eftirtektarvert að fylgjast með ibúafjölguninni hér i Keflavik-sið- asta aldarfjórðunginn, segir Jó- hann og blaðar i skjölum, sem stórt skrifborð hans er þakið af. — Seinasta árið, sem Keflavik telst hreppur, eru ibúarnir 2067, en fjölgar um 90 á næsta ári, og þeg- ar bærinn fær kaupstaðarréttindi, eru ibúarnir orðnir 2157. Þá fer skriðan af stað. Við manntal næsta ár eru ibúar Keflavikur 2383, fimm árum siðar 3742, og árið 1960 eru ibúarnir 4700. A næstu árum rennir Keflavik sér upp i fimmta sætið af kaup- stöðunum, hvað ibúafjölda snert- ir, og hefur haldið sig þar siðan. Árið 1965 eru ibúarnir 5.128, 1970 eru þeir 5.663 og 1. desember sl. reyndust þeir vera 5.977, — og ekki hefur þeim fækkað siðan. — Segðu okkur nú svolitið af forverum þinum i bæjarstjóra- starfi, Jóhann. — Já, fyrsti bæjarstjórinn var Ragnar Guðleifsson, og hann gegndi þvi starfi til 1954. Þá hefja Framsóknarmenn og Sjálfstæðis- menn samvinnu, og Valtýr Guð- jónsson verður bæjarstjóri. 1 næstu bæjarstjórnarkosningum vinna Sjálfstæðismenn hreinan Bær I byggingu. Séö yfir Garöahverfiö I Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.