Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 22. marz 1974. Föstudagur 22. marz 1974 Vatnsberinn: (20. jan.-18. febn) Reyndu nú að hrista af þér slenið. Það er ekki hægt að láta dagana liða svona og aðhafast ekki neitt i þessu, sem þú ert að brjóta heilann um. Það er i raun og veru þess virði að framkvæma það. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er eins og þú sért eitthvað rólegri i dag en þú átt að þér, og ef til vill kemur það ekki að sök svona einn dag, en hitt er annað mál, að það er eitthvað fjörugt og spennandi, sem biður eftir þér. Hrúturinn. (21. marz-19. aprii) Það litur út fyrir, að þetta verði hálfskritinn dagur og þú skalt vera við öllu búinn. Það eru talsverðar likur til þess.að einhver æsi þig upp i umræðum út af einhverju nauðaómerkilegu, sem engu máli skiptir. Nautið: (20. april-20. mai) Hugmyndir þinar eru ágætar, það vantar ekki, en eitt verður þú að gera þér ljóst: Það er ekki möguleiki á að koma þeim öllum i framkvæmd i einu, öllum saman. Þú þarft að taka til hönd- unum við skipulagningu. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þetta er fyrirtaks góður dagur til bréfaskrifta, og það litur sannarlega út fyrir, að það sé eitthvað, sem þú hefur trassað i þeim efnum, svo að þér veitir bara ekkert af að taka nú til höndunum i þeim efnum. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það er rétt eins og dragi ský frá sólu i dag, og þér stendur allt ljósara fyrir hugskotssjónum. Nú getur þú gengið beint að markinu i staðinn fyrir að krækja einhverja hliðarstigu, sem þú varst að hugsa um að fara. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það litur út fyrir, að þetta sé einhver óróadagur, að minnsta kosti er rétt að vara þig við þvi að lenda i einhverjum illindum, sem töluverð hætta virðist vera á,að risi upp i námunda við þig i dag. Jómfrúin: (23. ágúst-22. septj Þetta virðist vera einhver ógurlegur annatimi, sem stendur yfir hjá Jómfrúnum núna, og þú ættir að nota timann i dag til að hreinsa frá þér, það sem fyrir liggur, svo að þú getir umsvifa- laust snúið þér að öðru. Vogin: (23. sept-22. oktj Þetta er einstaklega góður dagur fyrir þá, sem fæddir eru i Vogarmerkinu, og sérstaklega eru vinir og starfsbræður upplifgandi og samstarfs- fúsir i dag og þar af leiðandi allt bjart og fagurt i umgengni við aðra. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það eru þó talsverðar likur til þess, að dagurinn verði allur hinn ánægjulegasti, en á einu skaltu þó vara þig: gleymdu ekki þeim, sem þér standa næstir, þvi að það getur leitt til leiðinda, sem ■seint verða bætt. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Góð samvizka er alveg nauðsynleg til þess að geta öðlazt sálarlegt jafnvægi, svo að þú skalt flýta þér að ljúka þvi af, sem vofir yfir þér eins og mara. Þú ert það röskur, að þetta tefur þig ekkert. Steingeitin: (22. des-19. jan). Það er nú vist einu sinni svo með þetta unga, ást- fangna fólk, að það er og verður löngum upptekið af sjálfu sér öðru fremur. En það er reglulega hugsunarlaust af þér að vanrækja nákominn aðila, sem vill þér vel. t 14444 « 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN Reykvískir kennarar í heimsókn til skóla d Mið-Vesturlandi A SL. VETRI komu um 100 kenn- arar frá Kennarasambandi Vesturlands I heimsókn til skóla Reykjavikur. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur skipulagði dvöl þeirra i skólum borgarinnar og veitti hópnum viðtækar upp- lýsingar um skólastarf i höfuð- borginni. Dagana 14.-16. mars sl. fóru 110 kennarar úr Reykjavik til Vesturlands i boði Kennarasam- bandsins til að kynna sér skóla- mál fræðsluumdæmisins og stofna til kynna meðal kennara. Dvöldu kennararnir i skólum á svæði frá Akranesi vestur á Snæ- fellsnes og Dali, alls á 18 stöðum. Bjuggu gestir i heimavistum eða á heimilum kennara og voru móttökur með miklum glæsibrag. Farið var frá Reykjavik sið- degis fimmtudaginn 14 marz. Föstudaginn 15. kynntu gestir- nir sér skólastarf og aðstöðu kennara og nemenda úti á lands- byggðinni, en þar er margt frá- brugðið þvi, sem menn eiga að venjast i skólum borgarinnar. Að kvöldi föstudags var siðan efnt til mikils kvöldfagnaðar að Logalandi i Reykholtsdal með þátttöku um 250manns. Þar sýndi U.M.F. Reykdæla leikritið Draugalestina eftir A. Ridíey. Þá var upphafinn almennur söngur, siðan snæddur kvöldverður og að lokum stiginn dans. Heim kom hópurinn siðdegis laugardag eftir Fjársöfnun til dvalarheimilis aldraðra í Dýrafirði DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ i Iteykjavik hugsar til stórátaks i fjáröflun til fy rirhugaðrar byggingar dvalarheimilis fyrir aidraða i Dýrafirði. Mikill skriður cr að komast á það mál heima i licraði, þar sem báðar hrepps- nefndir fjarðarins hafa samþykkt að hefja nú þegar fjáröflun. Tveir hvatar liggja að þvi máli aðallega. Eru þeir höfðingleg gjöf þeirra hjóna frú Margrétar Kristjánsdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar, sem nú er látinn, og voru það 400.000 krónur, er skyldi varið til þessa málefnis. Hinn er svo hin nýju lög frá alþingi, er skilda rikissjóð til að greiða 1/3 hluta kostnaðar við slika byggingu fullgerða. Fyrsta skref félagsins i þessa átt er að stofna til fundar, sem haldinn verður i Tjarnarbúð niðri, sunnudaginn 31. marz n.k. kl. 14. Þangað er óskað að allir þeir komi, er vilja leggja málinu lið. Þar verður rætt um, hvernig að fjáröflun verður staðið, kosin framkvæmdanefnd o.fl. Fundur- inn verður nánar auglýstur. ISl vel heppnaða ferð. Við heimkomu töldu kennarar, að ferðin hefði i senn verið mjög fróðleg og jafnframt skemmtileg. Þátttakendur I ferðinni senda kveðjur og þakklæti til allra gest- gjafa og annarra, sem unnu að undirbúningi þessarar ferðar. EMUR HVAÐ GAMALL TEMUR UNGUR ^ SAMVINNUBANKINN ifreida stjórar SOLUM; Afturmunstur Frammunstur Snjómunstur BARÐINNHF. ARMULA7 V30501&84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.