Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 15 Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. Vinstri stefna Ungir framsóknarmenn hafa lengi lagt á það mikla áherzlu, að þeir teldu Framsóknarflokkinn vinstri flokk, sem hefði það meginhlutverk að vera forystuafl vinstri aflanna i landinu — afl, sem tryggði það nána samstarf vinstri manna, sem nauðsynlegt er, til þess að vinstri stefna verði ráðandi i stjórn landsins um langa framtið. Nokkur ágreiningur hefur verið um það innan Framsóknarflokksins, hvort þetta sé i raun meginhlutverk flokksins, eða hvort hann eigi þvert á móti að vera svonefndur miðflokkur, seni hefur fyrirfram alveg óbundnar hendur um, hvort hann starfar með öðrum flokkum til hægri eða vinstri, og stundar slikt samstarf til skiptis, eftir þvi hvernig kaupin gerast bezt á eyrinni á hverjum tima. Ekki er að efa, að fjölmargir ungir fram- sóknarmenn, sem og hinir eldri flokksbræður þeirra viða um landið, lita svo á, að þessi deila um hlutverk flokksins ætti að vera óþörf af þeirri einföldu ástæðu, að aldrei hafi staðið til annað, en að flokkurinn væri og ætti að vera vinstri flokkur. Og það er vissulega eðlilegt, að framsóknar- mönnum, sem alizt hafa upp við það i flokki sin- um, að hann sé stærsti vinstri flokkurinn i landinu, þyki það nokkuð undarlegt, er ýmsir menn innan flokksins risa upp og reyna að villa mönnum sýn með miðflokksþoku sinni. Það, sem hlýtur að ákvarða stjórnmála- flokkum-ess i litrófi stjórnmálanna, er hins vegar ekki aðeins það, með hverjum þeir starfa, heldur þau stefnumál, sem flokkurinn berst fyrir bæði i orði og verki. Og hverjir eru þá stærstu þættirnir i islenzkri vinstri stefnu? Þeir felast I eftirfarandi 10 meginbáráttumálum: 1. Samfylkingu alþýðunnar i þéttbýli og dreifbýli i samræmi við það grundvallarhlutverk sannra vinstri manna að móta sameiginlegt stjórn- málaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis, sem megni að móta islenzkt þjóðfélag i anda róttækrar jafnaðar- og samvinnuhyggju á áttunda ára- tugnum. 2. Byggðastefnu, sem dugar til að skapa þjóðfélag jafnaðar og búsetudreifingar. 3. Jöfnuði milli allra þegna þjóðfélagsins. 4. Skipulegri efnahagsstjórn á grundvelli lýð- ræðislegrar áætlanagerðar. 5. Samstarfi verkalýðshreyfingar og samvinnu- hreyfingar. 6. Afkomuöryggi fyrir alla þegna þjóðfélagsins. 7. Heilbrigðu lifsgæðamati. 8. Opnara og heiðarlegra stjórnkerfi. í). Sjálfstæðri islenzkri utanrikisstefnu. 10. óskertu sjálfstæði islenzku þjóðarinnar, þar sem m.a. verði lögð megináherzla á frjálst, herstöðvalaust land. í þessum meginbaráttumálum hefur Samband ungra framsóknarmanna mótað sér skýra og ákveðna stefnu, islenzka vinstri stefnu. Ýmsir mikilvægir þættir þeirrar stefnu hafa þegar verið bornir fram til sigurs i æðstu stofnun Framsókn- arflokksins, þ.e. á flokksþingi — þótt misjafnlega gangi um framkvæmd þeirra i sumum atriðum. Hins vegar hafa ýmis önnur veigamikil atriði þessarar vinstri stefnu verið sett á oddinn hjá ungum framsóknarmönnum, frá þvi að verða Aðalfundur FUF í Reykjavík er á mánudagskvöld Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn n. k. mánudagskvöld, 25. marz, og hefst hann kl. 20.30 i Tjarnarbúð. Þessi aðalfundur er haldinn i samræmi við skýrslu sérstakarar rannsóknarnefndar SUF um ólögmæti þess fundar, sem haldinn var i félaginu 24. október 1973, og samþykkt stjórnar SUF i framhaldi af þeirri skýrslu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn i FUF i Reykjavik eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn á mánudagskvöldið. SUF Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Norður-ísafjarðarsýslu: Að standa við gefin heit Grein þessi hefur þvi miöur oröið aö biöa birtingar nokkurn tima vegna rúmleysis á SUF- siöunni, og er höfundur beöinn velvirðingar á þvi. Hann segir i bréfi til SUF-siðunnar, að greinin sc „skrifuö af meiri háttvisi en hægt sé að krefjast með góðu móti af vinstri fram- sóknarmanni á þessum timum”. Vegna áskorana 170 framsóknarmanna, þeirra á meðal ýmissa framámanna og „máttarstólpa” flokksins, eins og Morgunblaðið nefnir þessi uppáhöld sin, langar mig til að leggja örfá orð i belg. Það hefur að visu aldrei hvarflað að mér, að ég væri neinn máttarstólpi eða áhrifamaður, þó ég hafi starfað innan Framsóknar- flokksins, frá þvi ég hafði aldur til, setið flokksþing, verið i miðstjórn SUF o.fl. Gestrisni er forn islenzk dyggð. Hana skortir forsætis- ráðherra og flokksformann okkar, Ólaf Jóhannesson,ekki, ef dæma má af myndum, er hann brosti breitt (út i hægra munnvikið), og fast að þvi breiddi út faðminn, þegar hann tók á móti 32 flokksbræðrum i stjórnarráðinu 30. jan. s.l. Þetta voru honum sjáanlega aufúsugestir. Munur að fá svona bakstuðning gegn Ólafi Ragnari og Eliasi Snæland og öðru „illgresi” og „Möðruvalla- pakki”, sem hefur verið að ganga i skrokk á honum og heimta,að flokkurinn standi við loforð sin og stefnu marg- itrekaða, bæði á flokksþings- samþykkt og i málefnasamningi stjórnarflokks okkar, um að losa okkur við herinn á kjörtimabilinu — Þvilik dæma- laus frekja og óbilgirni!! En þessi atburður er raunar ekkert gamanmál. Halda menn, að forsætisráðherra hefði tekið okkur „Möðruvellingum” og SUF-mönnum jafnhlýlega og brosað (út i vinstra munnvikið) við okkur, ef við hefðum farið i fylkingu á hans fund og beðið hann að standa við gefin heit, uppsögn varnarsamningsins og brottför hersins? Ég efa það mjög. Og þegar þeir, sem vilja fram- fylgja markaðri stefnu flokksins, eru kallaðir „illgresi”, „vargar i véum” og „klofningsmenn” á siðum „Timans”, en hinum er loks hafa skriðið úr skúmaskotunum og upp i stjórnarráð til að biðja um oss til handa hersetu er- lends stórveldis, kannski næstu 11 aldir, er hampað sem „sætu, þægu og góðu drengjunum minum” — ja, þá er eitthvað orðið bogið við flokksforystuna. Ég held, að okkur mörgum hafi orðið þessi ótimabæra gestrisni Ólafs mikið hyrggðar- efni og styrkt þann grun, að þessi stjórn muni ekki bera gæfu til að gera hreint fyrir sinum dyrum i þessu efni, og herstöðvamálið, þetta átumein flokksins um rúmlega 20 ára skeið, eigi enn eftir að draga langan óhappaslóða klofnings og sundrungar meðal vinstri manna. Hvað er þá helzt til bjargar? Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra' nýtur mikils trausts, ekki einasta flokksmanna, heldur langt út fyrir þeirra raðir. Hann hefur staðið sig með ágætum i ráðherraembættinu, og skuggi landhelgissamning- anna hefur ekki fallið á hann. Ég ætla ekki að ræða þá hér, þótt ærin ástæða væri til þess, en vist er, að þorri Vestfirðinga Framhald á bls. 23 Jón Kristjánsson, Egilsstöðum: Um undirskriftir (Jón Kristjánsson á Egils- stööum er cinn af forystu- mönnum ungra framsóknar- manna á Austurlandi og annast m.a. ritstjórn viö máigagn flokksins i þvi kjördæmi, Austra). Það getur varla farið hjá þvi, að varnarmálin hafi flögrað að manni i önn dagsins að undanförnu, svo mikið hefur verið um þau rætt og ritað, oft af meira kappi en forsjá. En stuttu eftir áramótin komust þessi mál á nýtt stig með stofnun samtaka, sem nefndust „Varið iand”, og með tilkomu þeirra gafst mönnum kostur á að kvitta undir það, hvort þeir viidu hafa áfram- haldandi hersetu eða ekki. Forskriftin að þessari undir- skriftasöfnun var ekki sérlega tignarleg, en ég mun láta hana liggja á milli hluta að .sinni, en vikja fáeinum orðum að aðferðinni, undirskriftasöfnun til stuðnings ýmsum málum. Ég held, að engum blandist hugur um það, sem á annað borð vilja viðurkenna staðreyndir, að undirskrifta- verkefni næsta flokksþings, sem samkvæmt sam- þykkt siðasta flokksþings verður haldið á þessu ári, og gera út um stefnuna i þeim málum. Vilji fólksins i Framsóknarflokknum er að okkar áliti ótviræður i þessum baráttumálum. Það hefur sýnt, að það vill vinstri stefnu jafnt i orði sem á borði. Það vill, að Framsóknar- flokkurinn hafi forystu um framkvæmd þeirrar stefnu og um það samstarf, sem nauðsynlegt er, til þess að hægt sé að framkvæma hana. Það hafnar miðflokksþokunni og öllum hugmyndum um samstarf til hægri i islenzkum stjórnmálum. Tryggja verður, að þessi skýri vilji fólksins i Framsóknarflokknum verði ávallt hið ráðandi afl i reynd. söfnun er afar ófullkomið tæki-i til að koma á framfæri réttrH mynd af skoðunum stórra hópa^ landsmanna. Undirskriftir eins< og þessar brjóta algjörlega I- bága við þann grundvölll lýðræðislegra stjórnarhátta, að + menn láti i ljós skoðanir sinar + óháðirán þess að standa auglitil til auglitis við einhvern áróðurs- 4- meistara á meðan. Ý Það er mörgum spurningum + ósvarað, þegar velt er fyrir sér^ úrvínnslu þessara undirskrifta.. Hvernig er það tryggt, að fólk ■ skrifi aðeins einu sinni undir?' ► Er það tryggt.að það finnist ekki ■ -nöfn á undirskriftalistanum.; ^sem enginn maður ber i raun og " h-veru? Hvar og hvenær voru ■ ^undirskriftalistar látnir ganga? ' ►•Voru þeir látnir ganga t.d. á- Kskemmtistöðum? Þessum og • Lraunar mörgum fleiri! ^spurningum héld ég,að forráða-■ Framhald á bls. 23 Ý ▼"▼▼▼TTTTTTTTTTTTTTTTT Athugasemd Eins og fram kom hér á siðunni siðast, hefur borizt grein frá Omari Kristjánssyni um FUF-málið. Vegna þeirra tak- markana á rými, sem SUF- siðan býr við.og efnis, sem lengi hefur beðið birtingar, verður ekki hægt að birta greinina fyrr en i næstu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.