Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 22. marz 1974.
Frumvarpið um skipulag ferða-
móla samþykkt í efri deild
Frumvarp rikisstjórnarinnar
um skipulag ferðamála var til 2.
umræðu i efri deild Alþingis á
miðvikudag. Samgöngunefnd
deildarinnar mælti með sam-
þykkt frumvarpsins með nokkr-
um breytingum. Páll Þorsteins-
son hafði framsögu fyrir nefnd-
inni og gerði grein fyrir
breytingatillögum hennar. Fer
hér á eftir meginkaflinn úr ræðu
Páls:
„Ferðalög hafa aukizt mjög ört
á siðustu áratugum og eru enn i
örum vexti. Orsakir þess eru af
ýmsum toga, svo sem að batnandi
lifskjör fólks ýta undir ferðalög,
og aukinn fritimi almennings viða
um heim hefur gert fólki fært að
ferðast meira og lengra, en áður
þekktist. öll þessi aukning bygg-
ist þó fyrst og fremst á þeirri
byltingu, sem orðið hefur siðasta
aldarfjórðunginn i flutningamál-
um, fyrst og fremst með tilkomu
reglubundinna, tiðra og öruggra
flugsamgangna um allan heim,
og einnig með bættum samgöng-
um á landi og sjó. Tilgangurinn
með flutningi þessa frumvarps er
sá, að stuðla að þróun ferðamála
og skipulagningu ferðaþjónustu
fyrir islenzkt og erlent ferðafólk
hér á landi, og að þetta geti orðið
mikill þáttur i islenzku félags- og
atvinnulifi. Þetta á að ná bæði til
ferðalaga landsmanna sjálfra og
útlendinga, sem til landsins
koma. Einnig skal þess gætt, að
miklum straumi erlendra ferða-
manna geti fylgt nokkur áhætta i
sambandi við umgengni um land-
ið og miður æskileg áhrif, einkum
fyrir fámenna þjóð. Er þvi mikil-
vægt, að unnið sé skipulega að
hæfilegri þróun og aukningu á
ferðamannaþjónustu og ferðum
manna um landið. Skipulags-
breytingar á þessu sviði sam-
kvæmt frumvarpinu eru m.a.
þessar:
Komið skal á fót ferðamála-
stofnun tslands. og fer hún með
stjórn ferðamála undir yfirstjórn
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
FóSTRA óskast i fast starf við
dagheimilið. Einnig óskast fóstra
til sumarafleysinga á sama stað.
HJÚKRUNARKONA óskast til
starfa á GÖNGUDEILD, vinnutimi
9-5 virka daga. Einnig óskast
hjúkrunarkonur á aðrar deildir
spitalans, m.a. á kvöld- og nætur-
vaktir. Hluti starfs kemur til
greina. Upplýsingar veitir for-
stöðukona spitaians, simi 38160
KLEPPSPÍTALINN: — FLÓKADEILD:
HJÚKRUNARKONA óskast til
starfa á kvöld- og næturvaktir.
Hluti úr starfi kemur til greina.
Upplýsingar veitir yfirhjúkrunar-
konan, simi 16630
LANDSPÍTALINN:
RAFMANGSTÆKNIFRÆÐ-
INGUR óskast á EÐLISFRÆÐI
og TÆKNIDEILD spitalans. Upp-
lýsingar veitir forstöðumaður
deildarinnar, simi 24160
KÓPAVOGSHÆLIÐ:
STARFSMAÐUR óskast til vinnu i
lóð hælisins. Nánari upplýsingar
veitir Bjarni W. Pétursson, bú-
stjóri, simi 42055
KÓPAVOGSHÆLIÐ:
DEILD ARÞRO SKAÞ JALFI
óskast til starfa nú þegar. Upp-
lýsingar veitir forstöðumaðurinn,
simi 41-500. Umsóknir, er greini
aldur, menntun og fyrri störf, ber
að senda skrifstofu rikis-
spitalanna.
Reykjavik, 21. marz 1974.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
samgöngumálaráðuneytisins.
Stofnunin verður til með samein-
ingu Ferðaskrifstofu rikisins og
starfsliðs Ferðamálaráðs, þess
sem nú starfar.
Verkaskipting milli þessara
tveggja aðila hefur ekki verið
nægilega skýr, og á með þessum
ákvæðum að reyna að bæta úr
þvi, og stuðla að aukinni hag-
kvæmni i störfum. Auk þeirra
verkeína, sem þessum tveimur
stofnunum eru nú falin með gild-
andi lögum um ferðamál, er gert
ráð fyrir ýmsum nýjum verkefn-
um, eins og 6. grein frumvarpsins
sýnir.
Ferðamálaþing á samkvæmt
frumvarpinu að koma i stað
ferðamálaráðstefna þeirra, sem
haldnar hafa verið árlega frá þvi
að ferðamálaráð var stofnað árið
1964. En ákveðið verður með
reglug., hverjir hafa þar rétt til
setu. Ferðamálaþing skal sam-
kvæmt frumvarpinu kjósa 7
manna ferðamálaráð, en það
verður sá hluti hagsmunasam-
takanna, sem hefur beint sam-
band við stjórnkerfi rikisins.
Ferðamálaráð á siðan að kjósa 2
af 5 mönnum i stjórn ferðamála-
stofnunar tslands, og 2 af 3 i
ferðamálasjóðsnefnd, en hún á að
fjalla um málefni ferðamála-
sjóðs, og m.a. gera rökstuddar
tillögur um lán eða framlög úr
sjóðnum. Samkvæmt frumvarp-
inu verða ferðamálaþing og
ferðamálaráð tengiliður milli
þeirra fjölmörgu aðila og stofn-
ana og samtaka, sem ferðamála-
þjónustuna varðar á einhvern
hátt og þess hluta af stjórnkerfi
rikisins, sem þessi starfsemi lýt-
ur. Fjórði kafli frumvarpsins
fjallar um almenna ferðaskrif-
stofu. A þeim kafla eru gerðar
litlar breytingar frá þvi sem er i
gildandi lögum. Þess skal þó get-
ið, að trygging sú, sem ferða-
skrifstofu ber að setja, er sam-
kvæmt frumvarpinu hækkuð úr
1,5 millj. i 3 millj. kr. Þannig að
leyfi til reksturs ferðaskrifstofu,
má þvi aðeins veita, að umsækj-
andi setji bankatryggingu, sem
eigi sé lægri en 3 millj. kr. Rekst-
ur ferðaskrifstofa er að þvi leyti
frábrugðinn flestri annarri at-
vinnustarfsemi, að viðskipta-
maðurinn greiðir þar oft fyrir-
fram þá þjónustu, sem ferða-
skrifstofan veitir. Af þvi leiði að
viðskiptavinurinn á þar undir
heiðarleika ferðaskrifstofunnar
fyrstog fremst, hvorthann fær þá
þjónustu fyrir greiðslu sína, sem
til var ætlast og um var samið.
Þegar við þetta bætist að ferða-
skrifstofan fái i langflestum eða
öllum tilfellum gjaldfrest hjá
skipafélögum, flugfélögum,
hótelum og greiðasölustöðum, þá
liggur i augum uppi að starfsemi
ferðaskrifstofu krefst ekki mjög
mikils rekstrarfjár. En nokkur
freisting er þá fyrir hendi fyrir
einstaklinga til þess að hafa
rekstur ferðaskrifstofu i skjóli
þess án þess að ráða yfir nægilegu
fjármagni til þess að mæta
óvæntum áföllum. Með tilliti til
þessa, er gert ráð fyrir að hækka
það gjald, sem ferðaskrifstofu
ber að setja sem tryggingu gagn-
vart rekstrinum. Og reynsla
undanfarinna ára sýnir, að það
er full ástæða til að gefa þessu at-
riði gaum.
Samkvæmt frumvarpinu á að
efla ferðamálasjóð verulega frá
þvi sem nú er, með þvi að árlegt
framlag úr rikissjóði verði eigi
lægra en 10 millj. kr.. Einnig á að
renna til sjóðsins hluti tekna af
aðgöngumiðagjaldi af vin-
veitingahúsum, samkvæmt lög-
um. Ennfremur skal ferðamála-
sjóði heimilt, að fengnu samþykki
rikisstjórnar að taka allt að 200
millj. kr. lán, eða jafnvirði þeirr-
ar fjárhæðar i erlendri mynt, ef
árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins
nægir ekki til þess að hann geti á
viðunandi hátt gegnt hlutverki
sinu.
Samkvæmt ákvæðunum i frum-
varpi um ferðamálasjóö, þá er
gert ráð fyrir nokkuð viðtækara
starfssviði sjóðsins heldur en er
samkvæmt gildandi lögum.
Samkvæmt þeim má sjóðurinn
eingöngu lána til framkvæmda
við gisti- og veitingastaði, og er
hann þvi i reynd ekki almennur
ferðamálasjóður heldur fyrst og
fremst hótelsjóður.
Samgöngunefnd hefur orðið
ásátt um að bera fram nokkrar
breytingartillögur við frumvarp-
ið og eru þær prentaðar á þing -
skj. 451. Þessar breytingartillög-
ur fela ekki i sér stórfelld efnisat-
riði, heldur er i mörgum þeirra
fremur um orðalagsbreytingar að
ræða, eftir þvi sem nefndinni að
athuguðu máli þótti mega betur
fara.
Fyrsta breytingartillagan er
um það, að i greinina, þar sem
rætt er um tilgang laganna, sé
það tekið fram, að ferðamál eigi
að vera mikilvægur þáttur i is-
lenzku félags- og atvinnulifi.
Þarna er orðinu félags- eða
félagslifi bætt inn i.
önnur breytingartillagan fjall-
ar um það, að einn af 5 stjórnar-
mönnum Ferðamálastofnunar Is-
lands skuli skipaður eftir tilnefn-
ingu Náttúruverndarráðs. En af
þvi leiðir að ráðherra skipar fast-
an starfsmann i samgöngumála-
ráðuneytið i stjórnina, og enn-
fremur einn mann án tilnefning-
ar. En i frumvarpinu, er gert ráð
fyrir, að ráðherra skipi tvo menn,
óbundiðeða án tilnefningar. Þessi
tillaga er flutt eftir ósk Náttúru-
verndaráðs.
Þriðja breytingartillagan er við
6. grein, þar er gert ráð fyrir að
felld séu niður orðin i 1. kafla 3.
tölulið. Þessi orð fara á meðal
aðildarrekstri kynninga skrif-
stofa erlendis. Nefndinni sýnist
það vera ástæðulaust að það sé
lögbundið að Ferðamálastofnun
tslands skuli eiga aðild að rekstri
kynningaskrifstofa erlendis. Þó
að þetta verði ekki lögbundið, þá
verður það að sjálfsögðu frjálst
val, þeirra sem að stofnuninni
starfa á hvern hátt þeir vinna að
landkynningarstarfsemi.
Aðrir liðir í breytingartillögu
við 6. grein, eru orðalags-
breytingar, sem ég tel ekki
ástæðu til að fjölyrða um.
4. breytingartillaga er um
það, að binda það ekki svo fast
sem frumvarpið gerir ráð fyrir, i
hvaða mánuði ársins ferðamála-
þing skuli haldið. t frumvarpinu
er það ákveðið að það skuli vera i
septembermánuði, en að athug-
uðu máli þykir eðlilegra að það sé
meiri sveigjanleiki i þessu efni,
en þingið verður þó eigi haldið
siðar en i septembermánuði.
t 5. breytingartillögunni felst
það, að gert er ráð fyrir að ferða-
málaráð kjósi sjálft formann og
varaformann úr hópi aðalmanna i
ráðinu, en þeir séu ekki kosnir
sérstaklega á ferðamálaþingi.
6. breytingartillagan er um
það, að það sé ekki gert að ófrá-
vikjanlegu skilyrði til þess að
geta öðlazt rétt til þess að reka
ferðaskrifstofu, að aðili hafi náð
25 ára aldri. Það er i samræmi við
lækkun aldursmarks á ýmsum
öðrum greinum, enda hlýtur það
að nokkru leyti að bindast að
þeim skilyrðum; sem sett eru um
undirbúning og starf, áður en
menn geta öðlazt slik réttindi, að
mjög ungur maður getur fengið
þau skilyrði, — eða fengið þann
rétt, sem 14. grein frumvarpsins
á að veita.
7. breytingartillagan fjallar um
það að gera nokkru viðtækari þá
heimild eða fyrirmæli, sem i
greininni felast til Ferðamála-
stofnunar Islands, og hniga að þvi
að bæta — hreinlætis- og snyrti-
aðstöðu á fjölsóttum ferða-
mannastöðum.
8. breytingartillagan, er um
það, að sú orðalagsbreyting felist
i þeirri tillögu, að i stað þess að i
frumvarpinu var gert ráð fyrir að
heimild til þess að greiddur skuli
aðgangseyrir að fjölsóttum ferða
mannastöðum, sem eru eign
rikisins, þá sé þetta orðað á þann
veg, að það geti komið sanngjarnt
gjald fyrir þjónustu, sem veitt er
á stöðum i umsjá rikisins. Þetta
felst i 9. breytingartillögunni.
í 8. breytingartillögunni er
fjallað um nefnd manna, sem á
að hafa til athugunar málefni
ferðamálasjóðs. 1 frumvarpinu
segir, að ráðherra skipar 3 menn
til 4 ára i senn til að fjalla um
málefni ferðamálasjóðs. Skulu
þeir gera rökstuddar tillögur um
lán eða framlög úr sjóðnum.
Ferðamálaráð tilnefnir 2 fulltrú-
anna. En i breytingartillögu sam-
göngunefndar er lagt til, að
formaður stjórnar Ferðamála-
stofnunar Islands eigi sæti i
nefndinni.Ferðamálaþing tilnefni
1 nefndarm. og hinn þriðja skipi
ráðherra án tilnefningar.
Þessar breytingartillögur við
frumvarpið voru samþykktar,
svo og nokkrar breytingartillögur
frá Jóni Arnasyni og Steinþóri
Gestssyni um minniháttar
breytingar á frumvarpinu.
i^i nnimin inu 1111 jr i liiri i
■
Hlutfall erlendra lána af
þjóðartekjum lægra nú
en um langt árabil
Við 2. umræðu um
4. stjórnarfrumvarp um lán-
4 tökuheimildir svaraði fram-
■ sögumaður fjárhags- og við-
-f skiptanefndar
4
—r----------- dcildarinnar
4 Ragnar Arnalds þeim áróðri
4- stjórnarandstöðunnar að nú-
4 verandi ríkisstjórn sé að
sökkva þjóðinni i fen erlendra
skulda. Nefndi Ragnar tölur
um hlutfail erlendra lána af
þjóðartekjum frá árinu 1969.
1969 nam hlutfall erlendra
lána af þjóðartekjum 34,3%.
Arið 1970 nam það 25.9%. 1971
27.1%. 1972 var hlutfallið 26%.
1973 var þetta hlutfall komið
niður i 23.8% 1974 er það svo
áætlað 22.7% af þjóðar-
tekjunum, eða lægra en það
hefur verið um langí árahil.
Þetta er sannleikurinn i
málflutningi stjórnarand-
stöðunnar.