Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Askriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. I > AAálið komst í höfn Er Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra mælti fyrir breytingatillögu sinni við skatt- kerfisfrumvarpið um að lækka söluskatts- aukann úr 5% i 4%, sagði hann, að ljóst hefði verið, þegar frumvarpið hefði gengið i gegnum báðar deildir Alþingis, að ekki væru mögu- leikar á þvi að koma frumvarpinu i gegnum þingið óbreyttu. Það hefði þá þegar sýnt sig, að ekki var þingmeirihluti fyrir þvi, að 5 sölu- skattsstig fengjust samþykkt til að mæta þvi tekjutapi, sem rikissjóður yrði fyrir vegna tekjuskattslækkunarinnar. Þess vegna væri breýtingatillagan fram borin. Fjármálaráðherra tók það hins vegar skýrt fram, að þeir útreikningar, sem fylgt hefðu frumvarpinu, hefðu af hálfu beggja aðila, bæði hagrannsóknadeildar og starfsmanna fjár- málaráðuneytisins og fulltrúa Alþýðu- sambandsins, verið unnir af hinni mestu samvizkusemi. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um, að báðir þessir aðilar hefðu verð þess full- vissir, enda þótt Alþýðusambandsmennirnir hefðu kosið að hafa söluskattinn lægri, að sam- komulagið væri byggt á þeirri vinnu, sem báðir aðilar hefðu unnið, og þeim gögnum, sem fyrir hefðu legið og sannfærðu þá um þá nauðsyn, að 5% söluskattsauka þyrfti til að mæta þvi tekjutapi, sem rikissjóður yrði fyrir vegna tekjuskattslækkunarinnar. Það hefði ætið verið tilgangur rikisstjórnar- innar að koma þessu máli i höfn. Bæði hefði verið vilji fyrir þvi hjá þeim, sem við var samið, og einnig hefði það sýnt sig á Alþingi, að vilji var fyrir þvi,að skattkerfisbreytingin tæki gildi. Fjármálaráðherra kvaðst einnig sann- færður um, að ef rikisstjórnin gerði ekki sitt ýtrasta til að koma málinu I gegnum Alþingi, myndi það reynast þeim, sem siðar ættu eftir að semja við alþýðusamtökin i landinu, Þrándur i Götu. Þess vegna væri það mat rikisstjórnarinnar, að þótt hún hefði ekki skipt um skoðun á þvi, að 4 söluskattsstig nægðu ekki til að bæta rikis- sjóði tekjutapið vegna tekjuskattslækkunar- innar, væri samt betra að freista þess að koma málinu I gegnum þingið, svo að þessu trausti yrði ekki glatað. Þetta gæti þýtt verulega erfiðleika fyrir rikissjóð, sem gætu léitt til greiðsluhalla, en niðurstaðan hefði samt orðið sú að meta meira það samkomulag, sem gert var við verkalýðshreyfinguna, og sveigja málið inn á þá braut, að meirihluti fengist fyrir þvi á Alþingi, þannig að þeir, sem sömdu við ríkisstjórnina i góðri trú, þyrftu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Samkomulagið við verka- lýðshreyfinguna var af heilindum gert að beggja hálfu. Við þessa lokaafgreiðslu málsins á Alþingi gaf forsætisráðherra þá yfirlýsingu, að rikis- stjórnin hefði fyrir nokkru ákveðið að nota ekki heimild til lækkunar niðurgreiðslna, og hún hefði i undirbúningi efnahagsráðstafanir, sem m.a. fælu i sér niðurskurð á rikisútgjöldum. —TK James Pringle, Newsweek: Atvinnulíf í Chile er að ná sér á strik á ný Verð á nauðsynjum er afar hátt og skortur vofir yfir í fátækrahverfunum ÉG leit á klukkuna á Vina del Mar, hinum fina sam- komustað við ströndina. Hún var stundarfjórðung gengin i fjögur, sem sagt að afliðnu nóni. Rakinn og svalinn i loft- inu olli þvi, að ströndin var orðin mannlaus. Margir efnaðir Chilebúar munu hafa verið að láta sér renna i brjóst eftir rikulega humarmáltið á veitingastöðum, sem einkum gæða gestum sinum á sjávar réttum, eins og t.d. Chez Jacques-veitingastaöurinn, en þar eru veitingar nokkuð dýr- ar. Biðröð var þegar tekin að myndast framan við skraut- legt spilavitið við ströndina, enda þótt drjúglöng stund liði, unz það yrði opnað. Ég kallaði á leigubil og bað bilstjórann að aka með mig til kirkjugarðs- ins Santa Inés, þar sem Salva- dor Allende Gossens, siðasti forseti Chile, var lagður til hinztu hvildar. MARXISTINN, hinn látni forseti, er nú litils virtur opin- berlega i Chile. Bilstjórinn hikaði þó ekki við að nema staðar við kirkjugarðinn, þar sem likami forsetans hvilir. Hikleysi hans jók mér kjark og ég lét sem ég sæi ekki hermanninn með vélbyssuna við hliðið, vatt mér inn fyrir og lagði af stað eftir stignum milli grafhýsanna. Ég kom auga á litinn dreng og spurði hátt og skýrt um gröf Allende forseta. Ég hafði naumast sleppt orðinu, þegar sérkennilegt hljóð tók aö berg- mála milli steinhvelfinganna. Hljómurinn stafaði frá skot- belti, sem verið var að koma fyrir i vélbyssu. Ekki gat ég almennilega trúað þvi, að hermaðurinn gerði alvöru úr þvi að skjóta mig aftan frá. En ég lagði engu að siður á flótta og hraðaði mér á burt frá Santa Inés, horfinn frá allri leit að gröf Allende. HERSTJÓRNIN fer með húsbóndavaldið i Chile,eins og sakir standa, og enginn dirfist að bjóða henni birginn. Hers- höfðingjaklikan, sem fer með völdin, keppist miskunnar- laust við að setja lifsvefinn i Chile upp að nýju eftir sinum ihaldssama geðþótta, og hún liður enga andstöðu. Enn rikir ástand borgara- styrjaldar i landinu og heimildir frá kaþólsku kirkj- unni segja mannfallið i átök- unum nema fimm þúsundum á sex mánuðum. Enn gildir hvorki mál- né ritfrelsi, fang- elsin eru full af vinstrisinnuð- um stuðningsmönnum All- ende, en á fæsta þeirra hafa verið bornar ákveðnar sakir. Ilerinn stjórnar öllum þáttum opinbers lifs, meira að segja við háskólana. Stjórnmálastarfsemi — ..ómerkileg pólitik” eins og foringi hershöfðingjaklikunn- ar, Augusto Pinochet, kemst að orði — hefir blátt áfram verið afnumin. „Hershöfð- ingjarnir eru ekki fasistar”, sagði sendimaður vestræns rikis. ,,Þeir fylgja ekki neinni ákveðinni stefnu, nema helzt barnalegum and-marxisma. En þeir kenna stjórnmálum um, að rikið var komið á heljarþröm.” CHILEBÚAR eru enn i hálf- gerðu stjórnmálaroti eftir at- ganginn að undanförnu og eru að reyna að byrja að átta sig á, hvernig daglegu lifi þeirra sé eiginlega háttað undir Augusto Pinochet og frú. hernaðarstjórn. Meðan Allende sat að völdum, rikti spenna og háværar deilur geisuðu, en nú virðist eðlileg kyrrð rikja i daglegu lifi. Fylgjendur hershöfðingja- stjórnarinnar hafa hreinsað burtu kjörorð marxista, sem máluð voru i regnbogalitunum á veggi húsa við Huérfano- stræti i miðborg Santiago. Áberandi auglýsingar um vinstriril eru horfnar úr bóka- búðunum við Augustin-stræti og auglýsingar um meinlaus- ar skemmtibækur komnar i þeirra stað. Chiiebúar voru orðnir þreyttir á iburðarmiklu rúss- nesku kvikmyndunum, sem einkum voru sýndar undan- gengin ár. Þeir skipa sér glaðir i biðraðir við kvik myndahúsin, sem nú sýna myndir frá Bandarikjunum, eins og Kabarett til dæmis. Ibúar Santiago deila ákaft um, hvort hinir ströngu skoðunar- menn hershöföingjaklikunnar muni leyfa sýningu hinnar „djörfu” kvikmyndar „Siðasti Tango i Paris.” EFNAHAGSLÍFIÐ hefir óneitanlega tekið framförum undir stjórn hershöfðingj- anna. Erlendir gagnrýnendur lofa hershöfðingjana fjóra fyrir hyggilegar ráðstafanir til þess að greiða úr öngþveit- inu, sem þriggja ára stjórn Allende olli. Sum fyrirtæki, sem áður voru þjóönýtt, eru nú komin i eigu einkaðila að nýju, þar á meðal margar vefnaðarvöruverksmiðjur. Rikisstjórnin er að semja um bætur fyrir bandarisku eirnámufyrirtækin þrjú, sem Allende tók eignarhaldi. Söluverð eirs nemur fjórum fimmtu hlutum af útflutnings- tekjum Chile, og námurnar afkasta nú meiru en nokkru sinni fyrr. Eignarnám ræktar- lands og ólöglegar landtökur einstaklinga háðu landbúnað- inum á stjórnarárum Allende, en hann virðist nú vejja að ná sér á strik. Stöðugleiki efna- hagslifsins yfirleitt hefir valdið þvi, að rikisstjórnin hefir öðlazt lánstraust er- lendis, en á þvi var knýjandi þörf. EIN harkaleg ráðstöfun hershöfðingjaklikunnar kemur illa niður á mörgum ibúum Chile, en það er ákvörðunin um frjálst verðlag á vörum. Lifsnauðsynjar hafa hækkað i verði um þrjátiu af hundraði tvo undangengna mánuði. Af þessu leiðir, að verzlanir i Chile eru vel birgar að vörum, en salan litil. Af- greiðslustúlkurnar prjóna og rabba við þá, sem inn koma, enda segjast þeir flestir vera aðeins komnir til þess að „skoða”. Sennilega veldur þessi verð- bólga litlum vandkvæðum fyrir þá, sem eru i efri röðum miðstéttanna, en þeir skáluðu fagnandi i kampavini, þegar fréttin um fall Allende barst. öðrum kemur verðhækkunin afar illa. Mánaðartekjur margra fjölskyldna i fátækra- hverfum Santiago ná tæpast jafnvirði 2000 króna islenzkra, og þegar verðlag hækkar upp úr öllu valdi, gefur auga leið, að einfaldasti matur verður hátiðamatur hjá þessu fólki. „Rikisstjórnin verður með einhverjum ráðum að koma i kring aðstoð við fátækling- ana”, sagði áhyggjufullui; kaþólskur prestur við mig. „Að öðrum kosti verður hér alvarlegur sultur”! ÞRÁTT fyrir þessar skuggahliðar viröist meirihluti Chilebúa fagna hinni nýju festu og sætta sig við hershöfðingjastjórnina, eða láta hana að minnsta kosti óáreitta. „Við lifðum viö hörmungar undangengin ár”, sagði ung kona við mig. „Allt er betra en það ástand”. Margir Chilebúar viðurkenna. að Aliende hafi viljað draga fjöldann upp úr feni örbirgðarinnar, en þeir llta ekki svo á, aö hann hafi farið rétt að. „Allende bar þá i einlægni fyrir brjósti, sem miður mega sin, og hann gæddi fátæklingana sjálfs- virðingu”, sagði útlendingur einn, sem lengi hefur búið i Santiago. „Chilebúar fárast nú um skyssur hans, en ég gæti eigi að siður bezt trúað, að sagnfræðingar á komandi timum lýsi honum á þann veg, að hann öðlist samúð”. ALLENDE veröur naumast hátt metinn i Chile á næstunni. Enn sjást þess engin merki,að hershöfðingjastjórnin hafi i hyggju að draga úr hörku sinni gagnvart vinstrisinnun- um. Suma grunar meir að segja, að hershöfðingjarnir séu farnir að kunna vel við valdið. Augusto Pinochet hefir lýst yfir opinberlega, að engar kosningar verði látnar fram fara næstu fimm ár að minnsta kosti, og stjórnmálalimbóiö verður búið að reyna á þolrif margra Chilebúa, þegar þau eru liðin öll. Einn erlendur fulltrúi komst þannig að orði: „Alvarlegasti vandinn i Chile er i þvi fólginn, aö rikis- stjórn afar einfaldra aðferöa á i höggi við þá þjóð Suður- Ameriku. sem lengst er komin i stjórnmálaþróun. Fróðlegt verður að sjá, hve lengi þetta ástand getur varað, án þess að glufur taki að myndast á yfir- borðinu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.