Tíminn - 22.03.1974, Page 1

Tíminn - 22.03.1974, Page 1
w Auglýsingadeild TÍMANS Aðalstræti 7 C 66. tbl. — Föstudagur 22. marz 1974 —58. árgangur KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 Fréttatilkynning um varnarmálin í dag: SAMKOMULAG UM MÁLSMEÐFERÐ Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í GÆR — verður kynnt utanríkismála nefnd alþingis í dag JH—Reykjavik — Rikisstjórnin mun að undanförnu hafa rætt her- stöðvamálið, og að þvl er Tlminn bezt veit hefur náðst fullt sam- komulag innan hennar um grundvöll viðræðnanna við Bandarikjamenn og málsmeð- ferðina. . Abyrgir aðilar vildu ekki láta neitt uppi um efnisatriði þessa samkomulags I gær, en Byggð skal það vera HHJ—Reykjavik. Samband islenzkra sveitarfélaga efndi fyrir nokkru til samkeppni um nýyrði, er komið gæti i stað orðanna kaupstaður og hreppur. Páll Lindal formaður sambandsins skýrði frá þvi i gær, þegar hann setti fulltrúaráðsfund sambandsins, að þátttaka hefði verið mikil, og hefðu alls borizt 225 tillögur frá nokkuð á annað hundrað manns. Dómnefnd taldi að orðið byggð væri bezt. Til- lögur um það orð bárust frá tiu mönnum, þannig að draga varð um verðlaunin, sem i boði voru og kom upp hlutur Lárusar Salómons- sonar yfirlögregluþjóns á Seltjarnarnesi. Báturinn frá Færeyjum finnst ekki Klp—Reykjavik. I gær var haldið áfram leit að sjúkraflutningabáti Færeyinga, Rauða krossinum, sem geðbilaður maður stal við bryggju i Þórshöfn um miðnætti s.l. miðvikudags, og sigldi til hafs. Flugvél Landhelgisgæzlunnar fór tvivegis i gær til leitar austur af landinu. Fyrst var farið um klukkan niu i gærmorgun en menn urðu einskis varir. Vélin fór aftur af stað um klukkan fjögur i gærdag, og þegar siðast var haft samband við hana hafði ekkert fundizt. Samkvæmt upplýsingum frá Færeyjum áttu oliubirgðir báts- ins að nægja til klukkan fjögur i gærdag, ef bátnum hefur verið siglt á fullri ferð allan timann. Reiknað hefur verið út, að báturinn heföi átt að vera nálægt Islandsströndum, ef honum hefur verið siglt i vesturátt siðari hluta dags i gær. En ekkert er vitað um i hvaða átt maðurinn stefndi. Leitað var einnig frá Færeyjum, Skotlandi og Noregi i gær, en sú leit bar heldur engan árangur. fréttatilkynning er væntanleg i dag. Endanlega mun hafa verið gengið frá þessu samkomulagi á fundi rikisstjórnarinnar i gær- morgun á grundvelli tillagna, sem þeir ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra og Einar Ágústs- son utanrikisráðherra báru fram. — Það er rétt, að fréttatil- kynning um þetta er væntanleg, sagði Ólafur, er Timinn sneri sér til hans i gær. En formsatriði leyfa ekki, að ég segi neitt um efni hennar að svo stöddu. Við munum leggja málið fyrir utanrikismála- nefnd alþingis, og þegar það hefur veriö gert, veröur fréttatil- kynningin birt. SKELLUR SJOMANNA- VERKFALL A EFTIR 10 DAGA? —hs—Rvik. — Ekkert gerðist á sáttafundinum með undir- mönnum og útgerðarmönnum i fyrrakvöld, sem stóð frá kl. 21-0.30. Hefur ekki verið boðaður nýr fundur, en i undirbúningi hjá Sjómannasambandinu er nú að hefja verkfall 2. april. t viðtali við Timann, sagöi Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands tslands, að báðir aðilar stæöu fastir á sinu, þ.e. sjómenn, að samningstiminn verði til 1. janúar 1976, en útgerðarmenn, að hann verði til 15. mai sama ár. Sá siöari var samþykktur af yfirmönnum á bátaflotan- um, en samningar þeirra hafa ekki enn verið bornir undir at- kvæði. Sagðist Jón álita, að beðið yrði með það, þangað til undirmenn væru búnir að semja, svo unnt yrði að breyta þeim, ef undirmenn fengju hágstæðari gildistima. Jón sagði, að þeir hjá Sjómannasambandinu væru ófáanlegir til að samþykkja gildistimann lengurentil 2ja ára, en i raun þýddi gildistim- inn til 15. mai 3ja ára samning. Hann sagði að lokum, aö nú væri verið að gera ráðstafanir til verkfallsboðunar, sem liklega hefst 2. april, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tima. Mannslíf í veði, ef þekkingu brestur SJ—Reykjavik. Það verður sifellt torveldara fyrir sérfræðinga og áhugamenn að fylgjast með nýjungum i hinum ýmsu fræði- greinum. Þekking mannkynsins eykst stöðugt að umtaki, og mikil leit getur orðið að þvi, sem menn þurfa á að halda hverju sinni. Mikilvægt er, að læknar og aðrir, sem aö heilbrigðismálum vinna, fylgist vel með I greinum slnum og auki þekkingu sina dag frá degi. Þar er oft um líf og dauða að tefla. í dag og á morgun kynnir sænskur læknir, Gunvor Svartz- Malmberg, sem starfar við Karolinsku stofnunina i Stokk- hólmi, tölvuþjónustu við heil- brigðisstéttirnar I Norræna hús- inu og verður m.a. haft beint simasamband við tölvu i Stokk- hólmi sem geymir upplýsingar um læknisfræðigreinar úr tima- ritum. Munu islenzkir læknar og aðrir fá svör við spurningum sinum nær samstundis, ef ekkert ber út af. Að sögn Kristinar H. Péturs- dóttur bókavarðar á Borgar- sjúkrahúsinu hafa upplýsingar fengizt frá tölvu þessari hingað áður, en með pósti og tekur það viku til tiu daga. Kvaðst hún sannfærð um, að fleiri myndu nota sér tölvuþjónustu þessa, eft- ir að Gunvor Svartz-Malmberg hefur kynnt hana og flutt fyrir- lesturhér. — Ég vona að þetta til- efni verði til þess, að ræddir verði möguleikar á að koma á slikri tölvuþjónustu fyrir heilbrigðis- stéttir hér. Háskólinn mun fá móttökutæki eins og það, sem nauðsynlegt er I þessu tilfelli, og komi samvinna við hann mjög til greina fyrir heilbrigðisstéttirnar. Þær þyrftu væntanlega aðeins af- not af tækinu i nokkrar minútur i hverri viku. Medline nefnist tölvukerfi það, sem Svartz-Malmberg kynnir aðallega hér. Enginn læknir hefur tima til að lesa öll timarit um læknisfræði, sem út eru gefin. Með kerfi eins og þessu geta læknar fengið upp gefið hve margar greinar ritaðar hafa ver- ið um ákveðið efni, og lista yfir þær. Við getum nefnt sem dæmi, að læknir biðji um skrá yfir nýjar greinar um notkun C vitamins gegn kvefi. Eins er hugsanlegt aö læknir hafi gefið sjúklingi ákveðið lyf, en siðan kemur fram einkenni hjá sjúklingnum, e.t.v. hliðar- verkun. I þessu tilfelli getur hann fengið svör frá tölvunni um hvort þessi hliðarverkun sé þekkt með þessu ákveðna lyfi. Þegar læknir eða annar, sem notar sér tölvuþjónustuna, hefur fengið upplýsingarnar frá tölv- unni verður hann að sjálfsögðu að fara á bókasafn og leita svara við spurningum sinum i greinum þeim, sem tölvan hefur bent hon- um á. — En ef við skyggnumst inn I framtiðina, segir Gunnar Svartz-Malmberg, þá sjáum við lækna fá ljósrit af greinunum, sem þeir þurfa á að halda, send simleiðis. 1 náinni framtið munu tölvur verða ódýrari i framleiðslu og eins trúi ég að greiðsla fyrir tölvusimtöl verði innan skamms með öðrum hætti en verið hefur til þess, en simgjöld hafa verið einn stærsti kostnaðarliðurinn við þessa þjónustu hingað til. Medline tölvan i Stokkhólmi geymir upplýsingar um 400.000 greinarum læknisfræðileg efni og nýjar bætast við mánaðarlega. Nýtt efni fá Sviar frá National Library of Medicine i Washing- ton, en kerfi þetta var fyrst tekið upp I Bandarikjunum. önnur seinvirkari kerfi voru komin áð- ur. Sviar tóku upp Medline kerfið 1972 og eru nú sextán stöðvar á Norðurlöndum og i Hollandi sem njóta þjónustu miðstöðvarinnar i Stokkhólmi. En kerfi þetta er einnig notað i Englandi, Frakk- landi og Vestur-Þýzkalandi. Svartz-Malmberg kvaðst álita að svipuð tölvukerfi væru i notkun i Sovétrikjunum i þágu ýmissa fræðigreina en upplýsingar eru ekki fyrir hendi um hvernig þessum málum er háttað þar. Gunvor Svartz-Malmberg stjórnar námskeiðum fyrir fólk, sem ætlar sér að leita upplýsinga með Medline tölvukerfinu. Bóka- verðirnir Guðrún Karlsdóttir og Kristin H. Pétursdóttir sóttu slikt námskeið við Karólinsku stofnun- ina i Stokkhólmi i haust. Raunar er Medlinekerfið svo einfalt að læknar eða aðrir, sem þurfa á upplýsingum að halda, geta notað það milliliðalaust. En hagkvæm- ara er að sérþjálfað fólk annist milligöngu. — Notkun tölvuþjónustu nýtur sifellt meiri vinsælda hjá þeim, em fylgjast með i fræðigreinum sinum, sagði Gunvor Svartz- Malmberg, enda hefur fólk nú greiðari aðgang að tölvum en verið hefur. Fyrirlestur Gunvor Svartz- Malmberg i Norræna húsinu er kl. 20.30 i kvöld (ekki 21.30 eins og misritað var i fréttatilkynningu i blaðinu i gær). A laugardags- morgun kl. 9.30 verður siðan kynning á Mediinekerfinu. Söluskatts- hækkun ó mánudag —hs—Rvik. Nokkuð varð vart við það i gær, að hamstrað væri I verzlunum, þvi að ýmsir liéldu, að söluskattshækkunin kæmi til framkvæmda i dag. Söluskattshækkunin, sem eins og kunnugt er verður 4%, kemur hins vegar ekki til framkvæmda fyrr en n.k. mánudag, 25. marz. Gunvor Svartz-Malmberg við ritvélina, sem hún skrifar á fyrirspurnir til tölvunnar I Stokkhólmi. Skrifleg svör koma um hæl þaðan, en á myndinni sést líka siminn, sem I fyrramálið verður I beinu sambandi við læknisfræðilegu tölvumiðstöðina I Stokkhólmi. (Timamynd Gunn- ar). raparadís við Tjörnina — sjá bls. 12-13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.