Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 22. marz 1974. hugsanir sínar, meðan hann reiddist heimsku Jónasar, hefði hann sagt: — Fjandinn haf i allt kvenfólk! Hvers vegna þarf það að koma upp á milli okkar Svölu? Hvers vegna gat hún ekki verið karlmaður? I hvert skipti, sem ég hitti hana, tala viðhana, eða rétti henni höndina, rekur þetta asnastykki Jónas upp ramakvein! Fuglsgarg vakti hann upp af hugleiðingum hans, — hann var kominn langt inn fyrir bústað Ólafs Guðmundssonar. Hervirki dríslanna í dalnum umkringdu hann og innilokuðu, og í yfirþyrmandi kyrrðinni heyrði hann rödd árinnar. Honum datt í hug, hvað Svala hefði sagt um fossbúann og hættuna við að sofna á fljótsbakkanum,og upprifjunin barst honum ekki eins og upprif janir gera venjulega, heldur var eins og röddin talaði til hans. Það var rödd Svölu. Hann heyrði oð hennar, eins og þau voru sögð á þessari stundu. Og þau hljómuðu í eyr- um hans með unaðslegri, fagurri rödd hennar. Hjarta hans barst frá honum niður eftir eyðidalnum að húsinu með grindverkinu, en þar fyrir utan stóð stúlka og lítill bláref ur, það umvafði þau — því að hjarta hef ur arma, ekki síður en vængi — þrýsti þeim andartak að sér, og barst síðan aftur til hans fram dalinn. Refurinn litli hafði fundið rum i hjarta hans, engu síður en Svala, því að þegar sálin skynjar ást, spannar hún allt. í hverri manneskju eru sálarrætur, sem þó ná aldrei þroska eða vexti, nema þær komist í snertingu við ástina. Áeinni nóttu— já stundum á aðeins andartaki — á þetta kraftaverk sér stað, án þess að manneskjan sjálf geri sér það fyllilega Ijóst. Breytingin kom yfir Eirík eins og mild hlýja, yfir- þyrmandi gæka, fyrirgefning gagnvart því, sem aðeins klukkustund áður hefði gert hann fokvondan. Og þó, enda þótt ástin hefði snert sál hans, gerði hann sjálfur sér það ekki Ijóst, að hann væri ástfanginn af Svölu. Einskær skilningurinn kemur haltrandi miluvega á eftir óafvitaðri skynjan, og þar sem ástríðan hefði á samri stundu vakið meðvitun^ina eins og með lúðraþyt, kom þessi nýja tilfinning eins og sunnan vindur yfir limgerði, sem þekkti svo sem ekki áttirnar, sem fann líf sitt gjörbreytast við snertingu andvarans, og brumknapparnir skutu samtímis upp kollinum á meðal þyrnanna. Þegar hann gekk út dalinn aftur, var hann ekki vitund reiður Jónasi. Hann skyggndist um eftir Svölu, þegar hann gekk framhjá húsi hennar, hann hefði glaðzt yfir því að fá að heilsa henni en hún var hvergi sjáanleg, og hann var hálf-vonsvikinn. Skammt frá kirkjunni mætti hann Ólafi Guðmundssyni, sem heilsaði honum, eins og hann var vanur, og Eiríkur svaraði kveðju hans, án þess að gera sér Ijóst, að kveðja hans var talsvert vingjarnlegri en vanalega. Þegar hann kom heim, var Jónas kominn aftur og sat að kvöldverði. Það var eitthvað kyndugt við þessa heim- komu eftir það leikræna reiðikast, er geislað hafði þarna smástundu áður. Þetta var svo nauðalíkt Jónasi, og hálfa mínútu stóð Eiríkur og horfði á bakið á Jónasi, fátæklegt borðið og fábrotna innanstokksmunina. Það var eitthvað viðkvæmnislegt við aumingja Jónas, sem eftir allan flækinginn og nurlið hafði komið upp þessu yfirlætislausa heimili, og sem hafði hætt sér í eldinn vegna Svölu, sem hann áleit vera í hættu. Hann gekktil Jónasar og lagði handlegginn vingjarn- lega á öxlina á honum. -----Þú ert kjáni, Jónas, sagði hann. Jónas snéri eldrjóðu andlitinu að honum. Hann var með munninn fullan af mat og skær tárin streymdu niður kinnar hans. Að gráta og borða í sömu andránni, það var einmitt eftir Jónasi. Hann reyndi að kyngja matnum í flýti, svo að hann gæti mótmælt orðum Eiríks, en það var eitthvað í f ram- komu hins, sem stöðvaði hann, svo að hann kyngdi matn- um, en sagði ekkert. Eiríkur gekk að stólnum sínum, þar sem lagt hafði verið á borð fyrir hann. — Þú skilur mig alls ekki, sagði hann. í dag, þegar ég fór til þess að líta á ísjakann, fór ég, alveg eins og ég hefði gert, ef ég hefði verið með þér. Ég hafði ekki hugsað mér að eyðileggja líf frænku þinnar. Drottinn minn, ég gæti alveg eins hugsað mér að leggja hendur á eitthvað af börnum séra Ólafs. Veiztu virkilega ekki, að kvenfólk skiptir mig alls engu máli lengur? Jónas fann innst í vitund sinni, að Eiríkur var að segja satt, en engu að síður fann hann það á sér, að það hafði orðið breyting á Eiríki. Hann kom alls ekki með neinar skýringar eða reyndi að afsaka sig. En jaf nskjótt og hann var búinn að gera sér grein fyrir því, að Eiríkur bjó ekki yfir neinu illu gagnvart Svölu, fæddist nýr ótti innra með honum. Hugsa sér, ef Eiríkur væri orðinn alvarlega ástfanginn af Svölu og hún af hon- um? Tilhugsunin um, að Eiríkur eyðilegði líf Svölu, fannst honum næstum ekki eins skelfileg og sú, ef hún færi að giftast honum og elska hann. Hann gat sætt sig við það, að hún giftist ólafi, vegna þess að það hjónaband yrði ekki byggt á ást. En hann imyndaði sér, að hann myndi ekki geta afborið að sjá hana giftast og búa í ástríku hjónabandi. Hann sagði við Þú gejtur ekki j saet.rii'er a>.. < nátturan hafi )-------- myndað þessar Hver Eða hérlendur listamaður, fvlanny. Ertu enn sanni færður um að plánetan, ■\ sé óbyggð? Til þess að segjaþér, hvaða dagun lillllll I 1 Föstudagur 22. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Föstuhald rabbian” eftir Harry Kamelmann Séra Rögnvaldur Finnbogason les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Maurice Ravel Hljómsveit tónlistarskólans I Paris leikur Menuett Antique 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréítir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 titvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi með gull- leitarmönnunum” eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundur ies (7). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku 17.40 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 F’réttaspegili 19.40 Þingsjá 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Ka'rsten Ander- sen. Einleikari: Gunnar Kvaran a. Sinfónía nr. 3 i Es-dúr „Hetjuhljóm- kviðan” eftir Ludwig van Beethoven. b. Seliókonsert i a-moll op. 129 eftir Robert Schumann. c. „Benvenuto Cellini”, forleikur eftir Hector Berlioz. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana 21.30 Otvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen NexöEinar Páls- son les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusáima (35) 22.25 Ummyndanir Sex goð- sögur i búningi rómverzka skáldsins Óvids með tónlist eftir Benjamin Britten. I fimmta þætti les Ingibjörg Þ. Stephensen söguna um Narkissus i þýðingu Kristjáns Árnasonar. Kristján Þ. Stephensen leikur á óbó. 22.45 Draumvisur Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 22. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að lleiðargarði Bandariskur kúrekamynda- flokkur. Ofrikismenn Þýðandi Kristmann Eiðsson 21.25 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Ums jónarmaður Svala Thorlacius. 22.05 Litið skákmót i sjón- varpssal Sjötta og siðasta skák. Hvitt: Tringov. Svart: Friðrik Ólafsson. Skýringar flytur Guðmund- ur Arnlaugsson. 22.35 Ugla sat á kvisti Skemmtiþáttur með upp- rifjun á dægurtónlist og dansmenningu áranna 1954 til 1960. Meðal gesta i þættinum eru Lúdó-sextett, KK-sextett og Kristján Kristjánsson Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson Áður á dagskrá 2. febrúar siðastl. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.