Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 24
 GSÐI fyrir góöan wai 0 KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS m, oTo, K I Jf Sendið strax inn lausnir i Ferðagetraun Timans, þar sem dregið verður um verðlaunin 25. marz. Sendið svörin til Tímans, Aðalstræti 7, Reykjavík, merkt Getraun. Gustavsberg Mikilvægustu „húsgögn" baðherbergisins eru auðvitað hreinlætistækin, - handlaug, baðkar, salernisskál og undirlifsskál. Annað eru fylgihlutir sem auka nota- gildi, öryggi og þægindi. Allir slíkir smáhlutir gegna aukahlutverki samanborið við hina mikilvægari. Hönnun’baðherbergisins miðast þannig fyrst og fremst við hreinlætistækin, einkum þar sem þau eru fast- tengd. Þegar þeim hefur einu sinni verið búinn staður fá þau venjulega að vera þar kyrr. Þeim mun mikilvægara er því að skipuleggja vel frá uþþhafi. Gera þarf ráö fyrir nægu rými og velja „baðherbergishúsgögnin“, sem henta vel jafnvel þótt stærð og venjur fjölskyldunnar kunni að breytast. GUSTAVSBERG postulinshreinlætistækin eru úr þétt- stroknu kísilhrúöri og hafa harða sprunguþétta glerhúö. Allir fletir eru aðgengilegir og auðhreinsan- legir. Baðkörin eru framleidd úr úrvals stálplötum og glerungurinn er skv. bestu alþjóðlegu gæðaflokkun. BYGGING AVÖRUSAL A SAMBANDSINS Suðurlandsbraut 32 Reykjavik sími 8 2033 Aðalstcinn Jónsson. Haukur Haraldsson. Egill Olgeirsson. Tryggvi Finnsson. Jónfna Hallgrlmsdóttir. Ingimundur Jónsson. Bergþóra Glsladóttir FRAMBOÐSLISTI FRAMSÓKNAR MANNA Al. Haraldur Gislason, mjólkurbússtjóri. 2. Guðmundur Bjarnason, bankaiulltrúi. 3. Egill Olgeirsson, rafmagnstæknifræðingur. _ mm'mÆ* ja 4. Jónina Hallgrimsdóttir, húsfrú. U I I 5. Tryggvi Finnsson, framkv.stjóri. 6. Ingimundur Jónsson, kennari. 7. Aðalsteinn Jónasson, húsasmiður. m m ■ 8. Haukur Haraldsson, mjólkurfræðingur. 1 Iw 9. Bergþóra Bjarnadóttir, húsfrú. W I 10. Sigurður V. Olgeirsson, skipstjóri. 11. Stéfan P. Sigurjónsson, bifreiðastjóri. 12. Arni Björn Þorvaldsson, bifvélavirki. 13. Þorsteinn Jónsson, yfirgjaldkeri. 14. Kristján Benediktsson, bifreiðastjóri. 15. Kári Pálsson, verkamaður. 16. Stefán Hjaltason, skrifstofumaður. 17. Jóhann Skaptason, sýslumaður. 18. Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri. ÖLL SVEITARFÉLÖG í SAM- BANDI (SLENZKRA SVEITAR FELAGA fulltrúaráðsfundur stendur nú yfir Haraldur Gislason. Guðmundur Bjarnason. HHJ—Rvik — t gær hófst að Skúlatúni 2 i Reykjavlk 27. full- trú aráðsf undur Sambands islenzkra sveitarfélaga. Fundinn sitja 39 fulltrúar og 19 gestir. Páll Lindal formaður sambandsins setti fundinn með stuttri ræðu. Páll lét þess m.a. getið, að svo hlyti að fara, þegar landshluta- samtök sveitarfélaganna festust i sessi og styrktust, að sýslu- nefndir legðust af. Páll gat þess einnig að i ráði væri að taka upp orðið fylki i stað landshlutasam- taka. Páll skýrði frá þvi, að i Sam- bandi Isl. sveitarfélaga væru nú öll sveitarfélög á landinu nema eitt og búizt væri við þvi að það sækti um inngöngu á þessum full- trúaráðsfundi. Björn Jónsson félagsmálaráð- herra ávarpaði fundarmenn og lagði áherzlu á mikilvægi samstarfs rikis- og sveitarfélaga. Þá talaði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri. Þegar kjörið hafði verið I fastar nefndir tók Jón Sigurðsson ráðu- neytisstjóri til máls og hélt erindi um áfangaskýrslu fimm manna nefndar, sem skipuð var til þess að kanna tekjustofna og tekju- öflun rikisins og gera úttekt á og endurskoða þau mál. Rakti Jón megininntak skýrslunnar og tengslin á milli tekjuöflunar rikis og sveitarfélaga. Nefnd þessi var skipuð i nóvember s.l. Hún er skipuð tveimur embættismönnum og þremur sérfróðum fulltrúum stjórnarflokkanna. I áliti nefndarinnar er fyrst og fremst stefnt að einföldun þess- ara mála — einföldun i tvöföldum skilningi eins og Jón orðaði það. Þ.e. annars vegar fækkun tekju- stofna og hins vegar einföldun skattkerfa með afnámi sérreglna o.fl. atriða. Nefndin leggur til að felldir verði niður ýmsir skattar og gjöld og tekjustofnum þannig fækkað. Flestir þessara skatta skipta litlu máli og eru sumir lik- lega flestum ókunnir og má til dæmis nefna sérstök gjöld af eyðublöðum, heillaskeytum og samúðarskeytum Landssimans. Verði frádráttarkerfið afnumið eða einfaldað lækka m.a. skatt- hlutföll. Þá er það skoðun nefndarinnar að samræma beri tekjuhugtak tekjuskatts og útsvars með tveimur mikilvægum undantekn- ingum. Annað er eigin húsaleiga, sem nefndin telur nauðsynlegt að sé skattskyld og hitt eru vextir, sem talið er óhjákvæmilegt að hafa frádráttarbæra, þó e.t.v. innan vissra marka. Þá er að mati nefndarinnar mjög mikilvægt að rikið hafi for- ræði á þeim sviðum, sem bezt eru fallin til hagstjórnar. Það er nýmæli, sem fram kemur i nefndarálitinu, að þörf er talin á að Alþingi heimili fjár- málaráðherra árlega að hækka eða lækka ýmsa tiltekna skatta innan vissra marka, þannig að þeir hækki, ef þennsla eykst, en lækki, ef vart verður samdráttar. Nefndin telur að fasteigna- skattur og útsvar eigi að vera aðaltekjustofnar sveitarfélaga og leggur til að aðstöðugjöld verði felld niður. Þá er mikilvægt talið, að sam- ræmi sé i tekjuöflun rikis og sveitarfélaga, og að tengja megi lög um tekjuöflun þeirra. Jón gat þess, að vegna aðildar okkar að EFTA og EBE falli nið- ur tolltekjursem mikilvægar séu jöfnunarsjóði. Tillögur og hugmyndir nefndarinnar munu ekki raska verulega tekjuöflun sveitar- félaganna að þvi er Jón taldi, ef frá er talin niðurfelling aðstöðu- gjalda. Eðlilegt er, sagði Jón, að aukið verði svigrúm sveitarfélaga að þvi er varðar skattlagningu fast- eigna, og taldi hann að tengja bæri tekjustofna sveitarfélaga sem mest þeirri þjónustu, sem þau þurfa að veita. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga leiðir af þvi geysilega einföldun margvislegra inn- heimtustarfa, gagnayinnsla inn- an rikiskerfisins minnkar að mun og þar með aukast möguleikar á eftirliti I þessum efnum. Sam- skipti borgara og rikiseinfaldast og tök stjórnvalda á hagþróuninni gerbreytast, sagði Jón Sigurðsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.