Tíminn - 22.03.1974, Side 3

Tíminn - 22.03.1974, Side 3
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 3 16. KJÖRDÆMISÞING FRAMSÓKNAR- MANNA A NORÐURLANDI EYSTRA rómur gerður að þessum fróðlegu og skörulegu ræðum. Fyrir þinginu lágu drög að ýmiss konar ályktunum um landsmál, kjördæmismál og mál kjördæmissambandsins, sem nú voru öll tekin til endurskoðunar i þrem aðalnefndum, þeim breytt i meðförum nefndanna og svo þingsins sjálfs að þvi loknu, eftir þvi sem þurfa þótti og þingheim- ur óskaði. Formaður landsmálanefndar var Hjörtur E. Þórarinsson, formaður kjördæmisnefndar Sigurður Jónsson og formaður fjárhags- og skipulagsnefndar var Haraldur M. Sigurðsson. Umræður voru allmiklar á þingi þessu, en þó að sjálfsögðu minni en á tveggja daga kjör- dæmisþingum Þá var þinginu stjórnað af röskleika af aðalfor- seta. Kosin var tólf manna upp- stillingarnefnd, er undirbúi fram- boðslista fyrir næstu alþingis- kosningar, og ný sambandsstjórn var kjörin. Nýkjörna stjórn kjördæmis- sambandsins skipa þessir menn: Hilmar Daníelsson, formaður, Þormóður Jónsson, ritari, Hákon Hákonarson, gjaldkeri, Helgi Jónsson, varaformaður, með- stjórnendur; Jóhann Helgason, Armann Þórðarson og Aðalbjörn Gunnlaugsson. 1 miðstjórn voru kjörnir: Haraldur M. SigurðsSon, Ingi Tryggvason, Hjörtur E. Þórarinsson, Baldvin Baldursson og Sigurður Jóhannesson. Formaður, Hilmar Danielsson, sjálfkjörinn. Frá yngri mönnum: Guðmund- ur Bjarnason, Bjarni Aðalgeirs- son og Jóhann Antonsson. 1 framboðsnefnd voru eftirtald- ir menn kjörnir: Sigurður Jóhannesson, Sólveig Gunnars- dóttir, Ingvar Baldursson, Árni Hermannsson, Helgi Jónsson, Sigurgeir Halldórsson, Guð- mundur Bjarnason, Indriði Ketilsson, Haukur Halldórsson, Benedikt Lund, Jóhann Helgason og Sigurður Jónsson. GOLFRYMIÐ VERÐI EKKI MINNA EN 20x40 METRAR — tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn um byggingu íþróttahúsa, jafnframt að leigukjör verði endurskoðuð SEXTÁNDA kjördæmisþing Framsóknarmanna f Norður- landskjördæmi eystra var haldið á Hótel Varðborg á Akureyri 16. marz. Það var mjög vel sótt, enda samgöngur ágætar og áhuginn vakandi. Þingið hófst kl. 10 ár- degis og voru þá flestir þingfull- trúar mættir. Formaður kjördæmissam- bandsins, Ingi Tryggvason, setti þingiðmeðávarpi, bauð gesti vel- komna, rakti þær ástæður, er lágu til þessa óvenjulega þing- tima, en kjördæmisþingin hafa venjulega verið haldin á haustin, en var frestað sl. haust af ástæð- um, er taka varð tillit til. Þá lýsti hann þvi einnig, hvers vegna nú yrði eins dags þing f stað tveggja. Þá minntist hann Gisla Guð- mundssonar, alþingismanns, er svo stóran þátt átti i mótun og störfum fyrri kjördæmisþinga. Risu fulltrúar úr sætum til virðingar við hinn látna, virta og vinsæla þingmann kjördæmisins. Að venju var skipuð nefnda- nefnd og var formaður Guðmund- ur Sigurðsson og kjörbréfanefnd, en hennar formaður var Sigurður Jónsson. Aðalforseti þingsins var kjörinn Sigurður Öli Brynjólfsson og varaforsetar Hilmar Danielsson og Sigurður Jónsson. Þingritarar voru Aðalbjörn Gunnlaugsson Björn Hólmsteins- son og Björn Stefánsson. Að kosningum þessum loknum flutti Ingi Tryggvason skýrslu um störf stjórnar kjördæmissam- bandsins og. skrifstofunnar á Akureyri, sölu happdrættismið- anna, sumarferðina til Grimseyj- ar, sumarhátiðina, sem var hald- in á þrem stöðum, árshátfðir tvær, Framsóknarvistirnar, stjórnmálafundina viðsvegar um héraðið o.s.frv. Gjaldkeri sambandsins, Bald- ur Halldórsson, las og skýrði reikningana. Þeir sýndu, að eign- ir eru meiri en skuldir, en sjóðir þess eru þó fremur léttir. Reikningarnir voru samþykktir. Þá fluttu alþingismenn erindi, svo sem venja er á kjördæmis- þingum, þeir Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, en siðar á þinginu einnig Heimir Hannesson. Var góður BH—-Reykjavik — A borgar- stjórnarfundi i sl. viku flutti Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, gagn- merka tillögu varðandi hönnun iþróttahúsa og reglur um útlán og leigukjör iþróttasala. Undirstrikaði Alfreð i greinar- gerð sinni með tillögunni, að þörf væri á viljayfirlýsingu borgar- stjórnar f þeim efnum nú þegar, þvi að ekki væri seinna vænna að breyta i þá átt að fá löglega keppnissali, miðað við hand- knattleik, svo og áhorfendapalla, sem enn væru aðeins i sárafáum iþróttahúsum hér. Tillaga Alfreðs er svohljóð- andi: „Borgarstjórn felur iþróttaráði að leita samvinnu við fræðsluráð um það, að við hönnun íþrótta- húss skóla sé þess jafnan gætt, að salargólf séu eigi ntinni en 20x40 metrar, og jafnframt sé gert ráð fyrir áhorfendarými. Þá samþykkir borgarstjórn að fela iþróttaráði að endurskoða reglur um útlán og leigukjör iþróttasala undir æfingar iþrótta- félaganna i þvi skyni að lækka leiguna eða fella hana alveg úr gildi.” 1 greinargerð sinni með til- lögunni benti Alfreð á, aö aðal- lega séu það tveir aðilar, sem nýti salina, skólar og iþróttafélög. Það sé hyggilegt og öllum fyrir beztu, að salirnir nýtist til fullnustu. Nú hafi iþróttasalirnir fram að þessu yfirleitt verið miðaðir við þarfir skólanna og gólfflöturinn 14x27 eða 18x33 m, en með tilkomu hins mikla áhuga á handknattleik, sem sifellt færist í aukana, sé það eðlilegt og sjálfsagt að stækka gólfflöt salanna.svo að þar verði löglegir keppnisvellir, 20x40 metrar á stærð. FORSVARSMENN Varins lands afhentu i gær Eysteini Jónssyni, forseta Sameinaðs alþingis, og Ólafi Jóhannessyni, forsætisráð- herra, hina margumræddu undirskriftlista. Samkvæmt greinargerð forgöngumannanna eru á skránum 55.522 nöfn., er brott höfðu verið numdar 549 tviritanir, 448 nöfn fólks, sem ekki hafði náö tvitugsaldri 1. marz og nokkur fölsuð nöfn, sem fundust. „Undirskriftir Reykvikinga, Hafnfirðinga, Keflvikinga, Akur- eyringa og Kópavogsbúa voru bornar saman við íbúaskrár”, segir i greinargerðinni. Nokkur nöfn, sem bera með sér útlendan uppruna, eru á skránum, og var ekki kannað til hlitar, hvort þeir hefðu allir islenzkan rikisborg- ararétt. Undirskriftirnar skiptast þann- ig á milli lögsagnarumdæma, samkvæmt greinargerðinni: Reykjavik 26.416 Kópavogur 2.505 Hafnarfjörður 3.480 Akranes 919 tsafjörður 831 Sauðárkrókur 397 Siglufjörður 487 Ólafsfjörður 275 Akureyri 2.989 Húsavík 342 Seyðisfjörður 233 Neskaupstaður 146 Vestmannaeyjar 798 Keflavik 2.000 Kaupstaðir alls: 41.818 Gullbringusýsla, Kjósarsýsla 4.273 Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 621 Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 749 Dalasýsla 171 Barðastrandarsýsla 408 ísafjarðarsýsla 558 Strandasýsla 63 Húnavatnssýsla 565 Skagafjarðarsýsla 462 Eyjafjarðarsýsla 691 Alfreð kvaðst ekki ver. að Alíreð kvaðst ekki vera að ljóst, að nú bæri að fara nýjar, og jafn mörg iþróttahús og nú væru i teiknun eða byggingu, væri nauðsynlegt að fá fram viljayfirlýsingu i þessum efnum. — Það er sannfæring min, sagði Alfreð Þorsteinsson að lokum, að nái þetta mál ekki fram að ganga, verðum við innan fárra ára sakaðir um að hafa ekki verið nógu framsýnir i þessum efnum. Við höfum efni á að byggja stærri hús en gert hefur verið — og það er núna, sem við eigum að stfga þetta skref. Tillögu Alfreðs var vísað til Iþróttaráðs með samhljóða at- kvæðum. Þingeyjarsýsla 571 Norður-Múlasýsla 218 Suður-Múlasýsla 702 Skaftafellssýsla 527 Rangárvallasýsla 975 Árnessýsla 2.063 Sýsluralls: 13.617 Óþekktheimilisföng 87 Undirskriftarskrár þessar munu verða látnar liggja frammi i gæzlu forsætisráðuneytisins. Skólahljóm- sveitin í Hlégarði SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfells- sveitar á II) ára starfsafmæli um þcssar mundir. Hljómsveitin hefur viða komið fram opinber- lega, m.a. I útvarpi og sjónvarpi, og farið nokkrar hljómleikaferðir um landið. Stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi hefur veriö Birgir D. Sveinsson, kennari, en auk hans starfa nú við hljómsveitina Lárus Sveinsson og Reynir Sigurðsson hljóðfæraleikarar. t tilefni afmælisins heldur hljómsveitin tónleika i Hlégarði n.k. laugardag 23. marz og hefjast þeir kl. 15. Leiðrétting Mishermt var i frétt i blaöinu i gær I grein um komu nýs skut- togara til Keflavikur nafn fyrsta vélstjóra, hann heitir Páll Karls- son og er Grundfirðingur og Vest- firðingur að ætt. [ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER ^SAMVINNUBANKINN Þorsteinn Sæmundsson afhendir forsætisráðherra og þingforseta plöggin. —Tfmamynd Gunnar 55.522 Á SKRÁM VARINS LANDS Verður efnt til alþingiskosninga? i Degi á Akureyri er birtur kafli úr ræðu, er Ingvar Gislason, alþingismaðui; flutti á k j ö r d æ m i s þi n g i Framsóknarmanna i Norður- landskjördæmi eystra, sem haldið var á Akureyri sl. laugardag. i þessari ræðu gerði Ingvar grein fyrir stjórnmála viðhorfinu nú og ræddi m.a. um þann mögu- leika,að þing yrði rofið og efnt til kosninga til Alþingis fyrr cn siðar. i lok ræðu sinnar sagði Ingvar ma.: „Eg hóf mál mitt með þvi að benda á, að eftir núverandi rikisstjórn liggur mikið og merkilcg uppbyggingarstarf , sem lcngi mun sjá staö i landinu, og sum verk hennar eru svo mikils háttar, að þau verða sett á bekk ineð stórvið- burðum islandssögunnar. Það er enginn kotungsbragur á hugsjónum þessarar rikis- stjórnar. Hcnni hefur farnazt vel i ýmsum grundvallaratrið- um. Ég nefni sérstaklcga landhelgis málið, atvinnu- uppbyggingu, byggðastefnu og margháttaðar félagslegar umbætur. En ég hef ekki dregið dul á neitt þaö, sem af- laga hefur farið. Ég hef gert grein fyrir hinni veiktu aö- stöðu rikissl jórnarinnar i neðri deild Alþingis og þeim erfiðleikum, sem framundan eru I efnahags- og fjármálum. Ég hef sagt, að rikisstjórnin standi á vegamótum. Veik staða stjórnarinnar Vegna hinnar veiktu aðstöðu er óvist hvernigtakast megi að koma fram nauðsynlegum þingmálum. Af þessum sökum má ’enginn láta sér koma á óvart, þótt alþingiskosningar verði á þessu ári. Ég vil einnig segja það sem mina skoöun, aö eölilegast væri, að F r a m s ó k n a r m e n n h e f ð u frumkvæöi að þvi,að stjórnar- flokkarnir sameinuðust um ákvörðun um þingrof og kosningar, sem fram færu annað hvort strax i vor eða i septembermánuði. Þá yrði að leggja þær kosningar þannig fyrir, að kosið væri um áfram- haldandi samstjórn vinstri flokkanna undir forystu Fra msókna rflokksins. Að öðrum kosti væri veriö að leiða ihaldið i valdastólana að nýju. Vinstra samstarf Akvörðun uni þingrof og kosningar er þó slikt stórmál, að það þarf náninnar ihugunar við. Ég vil fyrst benda á það, að slik ákvörðun er eklsi á valdi Framsóknarflokksins eins. Forsætisráðherra hefur ekki einn vald til þess að velja kjördag. Ef þessi hugsun mfn ætti að verða að veruleika, þá yrði ekki hjá þvi komizt að hafa fullt samráð við aðra stjórnarflokka, Alþýðubanda- lagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna.” Þannig fórust Ingvari Gislasyni orð. Alit fulltrúa á þinginu var á eina lund um nauðsyn áframhaldandi vinstra samstarfs. Sú skoðun átti fylgi aö fagna, að ríkis- stjórnin ætti að styrkja að- stöðu sina á Alþingi með þvl að cfua til alþingiskosninga á næstunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.