Tíminn - 22.03.1974, Qupperneq 23

Tíminn - 22.03.1974, Qupperneq 23
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 23 Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. ,,Hver á þá að gæta systur þinnar og Adolfs litla?” spurði Georg. „Ætlarðu að skilja þau eftir ein? Nei, drengur minn! Þú verður hér kyrr, annars þori ég ekki að fara frá þeim”. Þessi orð fundu réttan stað i hjarta Leós, og til þess hafði Georg lika ætlazt. Leó fannst.að hann yxi nú, um helgina, vegna þeirrar ábyrgðar, sem á honum hvildi, og hætti nú algjörlega að hugsa um förina. III. KYNLEGURFANI Nú rikti gleðin á ný á heimili gullsmiðsins, þegar vonin urn lausn hans var vakin. ísabella var önnum kafin við að dytta að föt- um Georgs, og i hirzlum föður sins leitaði hún uppi barðastóran hatt, er gæti skýlt honum fyrir sólinni, og kápu, er hann gæti sveipað um sig i rigningu. Það var löng leið til Dijon, og i þá daga voru hvorki til járnbrautir né bilar. Georg vesalingur varð þvi að ferðast fót- gangandi, og var það allt annað en hættulaust. Landið var fullt af stigamönnum, og kostaði bæði kænsku og varkárni að lenda ekki i klóm þeirra. ,,Peninga verðurðu að hafa meðferðis,” sagði ísabella. ,, Hér er gullpeningur. Hann er að visu----” ,,Ég vil ekki sjá peninga!” svaraði Sæluvikan hefst FH—Reykjavlk. — Sæluvika Skagfirðinga hefst næst komandi sunnudag með frumsýningu Leik- félags Sauðárkróks á gaman- leiknum Gestur til miðdegisverð- ar. Siðan verða daglega leik- sýningar, kórar syngja og kvikmyndasýningar verða. Þá verður dansað fimm kvöld. Skemmtanirmánudagsins eru sér- stakalega ætlaðar börnum og unglingum. Leikritið Gestur til miðdegis- verðar verður eins og fyrr segir frumsýnt á sunnudaginn. Leik- stjóri er Kári Jónsson en leik- mynd gerði Jónas Þór Pálsson. A mánudaginn verður kvik- myndasýning i Sauðárkróksbiói kl. 14. Kl. 16 verður skemmtun i Gagnfræðaskólanum, söngur og leikbættir. Kl. 18 verður Gestur til miðdegisverðar sýndur i annað sinn, og kl. 21 verður barna og unglingadansleikur, en hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar leikur. Á þriðjudaginn verða kvik- myndasýningar kl. 5 og 17 i Sauðárkróksbiói og Gesturinn verður sýndur kl. 20, en dansleik- ur verður að lokinni sýningu, og leikur þá hljómsveit Ingimars Eydal. A miðvikudaginn verða enn kvikmyndasýningar kl. 15 og 17 og Gesturinn sýndur kl. 21. Á fimmtudag verður kvik- myndasýning kl. 15, Gesturinn verður sýndur kl. 17, en Karlakórinn Heimir heldur söng- skemmtun kl. 20. Kl. 23 hefjast gömlu dansarnir, hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur. A föstudaginn verður kvik- myndasýning kl. 14, Söngfélagið Harpa heldur söngskemmtun kl. 17, Gesturinn verður sýndur kl. 20, og dansleikur kl. 23, hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar leikur. A laugardaginn verður kvik- myndasýning kl. 13 og aftur kl. 17:30. Kl. 15 syngur Karlakórinn Heimir. Gesturinn verður sýndur kl. 20 og kl. 23 verður dansleikur, hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur. Gang- brautarslys Klp—Reykjavík — í fyrrakvöld varð gangbrautarslys á Hringbraut á móts við Elliheimil- ið. Þar var stórri fólksbifreið ekið á konu um áttrætt, sem var að fara suður yfir Hringbrautina á gangbraut. Konan var flutt á Slysavarðstofuna en hún mun hafa lærbrotnað. ® Undirskriftir menn söfnunarinnar verði að svara, þegar þeir birta niður- stöður sinar. Erlendis hafa verið þróaðar aðferðir til þess að komast að raun um skoðanir fólksins á hinu og þessu og eru þær skoðanakannanir oft á tiðum taldar gefa furðu nákvæma mynd af raunveruleikanum, þótt einnig hafi vissulega komið i ljós, að þær eru skeikular. Þær hafa þó þann kost, að þær eru framkvæmdar I kyrrþey af hlut- lausum aðilum. Almennar undirskrifta- safnanir um tilfinningamál og hitamál, eins og það sem hér hefur verið gert að umræðu, eru fráleitar og útilokað fyrir stjórnmálamenn og þá, sem málum ráða, að taka mark á sliku. Ég vil ekki láta hjá liða að geta þess, að nýlega bárust fréttir af skoðanakönnun um fréttatima útvarps, sem skilaði að minu áliti trúlegum niður- stöðum. Slikar aðferðir ber að þróa sem tæki til leiðbeiningar i hinum ýmsu málum. Það skal þó skýrt tekið fram, að það er mitt álit, að stjórnmála- mennirnir verði að liafa dómgreind til þess að taka ákvarðanir og standa eða falla með þeim. enda efast ég ekki um, að það verður gert i þvi máli, sem gert var að umræöu- efni i upphafi þessarar greinar. Lokadagur Sæluvikunnar verðui sunnudaginn 31. marz. Þá verða kvikmyndasýningar kl. 15 og 17, Söngfélagið Harpa heldur söng- skemmtun kl. 20 og kl. 22:30 verður lokadans1eikur , hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur. kom upp um vínsala Klp—Reykjavik. — i fyrrakvöld hringdi kona til lögreglunnar I Reykjavík og bauðst til þess að aðstoða lögregluna við að hand- sama og sanna leynivlnsölu á lcigubilstjóra, sem hún hefur haft mikil viðskipti við á undanförnum mánuðum. Kona þessi hefur verið drykk- felld og oft gert tilraun til að hætta að drekka, en það hefur ekki gengið sem bezt hjá henni. Taldi hún eina af ástæðunum fyrir þvi þá, hversu auðvelt það hefur verið að ná i áfengi eftir lokun vinbúða. Hún hafði keypt vin af ákveðn- um bilstjóra um siðustu helgi og bauðst hún nú til að aðstoðavið handtöku hans. Hringdi hún i bilstjórann og bað hann um að selja sér tvær flöskur af áfengi. Hann kom að vörmu spori og greiddi konan honum fyrir flösk- urnar með merktum peningaseðl- um, sem lögreglan hafði látið hana hafa. Eftir að viðskiptin höfðu farið fram, var bilstjórinn handtekinn, en hann neitaði að hafa selt kon- unni vinið. Var hann settur i varðhald og yfirheyrður i gær. Klámmyndir Gsal—Reykjavik — i fyrradag fckk lögreglan upplýsingar þess efnis, að ólöglegar sýningar færu fram i Tónabiói eftir að venju- legum sýningum væri þar lokið. Kannaði lögreglan málið i fyrra- kvöld, og urðu óeinkennis- klæddir lögregluþjónar vitni afi þvi, að „biógestir” voru að fá endurgreiddar 300 krónur sem þeir höfðu áður greitt fyrir hugsanlega sýningu. Að sögn lögreglunnar urðu lög- regluþjónarnir ennfremur vitni að þvi að einhver sýning væri i undirbúningi, —- og hún þá ólög- leg þar, sem ekki var um venju- legan sýningartima að ræða, laust eftir miðnætti. Með þessari skyndiheimsókn i bfóið fékk lögreglan staðfestan grun þess efnis, að um ólöglegar sýningar væri að ræða. Verður skýrsla um málið send fulltrúa Tónabiós og forráðamönnum biósins til aðvörunar og þeim til- kynnt að eftirleiðis muni lög- reglan fylgjast með bfóinu. ® Gefln heit kann ekki að meta þennan „glæsilega sigur” forsætisráð- herra. Á þá mátti þó sættast til að forðast stjórnarslit og þar með óbreytt ástand i her- stöðvarmálinu. En þær tillögur, sem utan- rikisráðherra hefur nú nýverið lagt fram, virðast benda til að hann sé lika að bogna. Ég skora þvi á hann að henda þessum „miðlunar” tillögum i rusla- körfuna og snúa sér nú þegar að þvi, sem allur þorri okkar framsóknarmanna vill, standa við gefin heit, uppsögn varnar- samningsins og brottför hersins'. Allur feluleikur og sýndar- mennska gerir aðeins illt verra. Annað hvort fer herinn eða hann fer ekki, svona einfalt er það. Er svona erfitt að ganga uppréttur, Einar? Yrði þjóðar- sorg i Framsóknarflokknum, þótt fáeinir Varðbergsmenn hrytu fyrir borð og flyttust til föðurhúsanna, ihaldsins? „Ég syrgi þá ekki, fari þeir vel”. Eða viltu heldur stofna, til slikrar skálmaldar innan Framsóknarflokksins, að hann biði þess seint eða aldrei bætur? Og nöfn þeirra 138, sem ennþá hafa verið svo hlédrægir og skriðu ekki með upp i stjórnar- ráð, eigum við hinir heimtingu á að fá að vita, svo við i framtið- inni getum þekkt andlitin á „heiðursmeðlimum” Framsóknarfiokksins, anno 1974. 17. febrúar 1974. iiiilfii Snæfellingar Þriðji hluti spilakeppninnar verður að Lisuhóli laugardaginn 23. marz og hefst kl. 21. Aðalverðlaun Sunnuferð til Mallorca fyrir tvo. Alexander Stefánsson oddviti flytur ræðu og H.L.O. Tríóið leikur fyrir dansi. Framsóknarfélögin. FUF Árnes-sýslu 28. marz Trúnaðarmannafundur verður haldinn fimmtudaginn 28. marz kl. 21:00 i Selfossbió, litla sal. Afundinum mæta Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og Elias S. Jónsson, formaður SUF. Félagsmálanámskeið á ísafirði dagana 22. til 27. marz Félagsmálanámskeið á ísafirði dagana 22. til 27. marz. Félagsmálanámskeið verður haldið dagana 22.-27. marz I framsóknarskrifstofunni,Hafnarstræti 7. A námskeiðinu verður tekið fyrir ræðumennska, framburður, hljómburðartækni, fundarreglur og fundarstjórn. Námskeiðið hefst föstudaginn 22. marz kl. 21.00. Leiðbeinandi verður Kristinn Snæland, erindreki. Steingrimur Hermannsson, alþingismaður, mætir á nám- skeiðinu á laugardag, og talar um ræðumennsku o.fl. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Sveinsson. Allir velkomnir. Alm. stjórnmálafundur á ísafirði 24. marz Framsóknarmenn á Isafirði halda almennan stjórnmálafund i Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 24. marz klukkan 16.00. Stein- grimur Hermannsson alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfið. Allir velkomnir. Keflavík, nágrenni Framsóknarvist i félagsheimilinu, Austurgötu 26. sunnudaginn 24. marz kl. 20.30. Siðasta kvöldið i fimm kvölda keppninni. Mætið vel og stundvislega. Allir velkomnir. Skemmtinefnd Bjarkar. Rangæingar Spilakeppni. (3 keppni) Lokakeppni á spilavist framsóknar- manna verður að Hvoli sunnudaginn 24. marz og hefst kl. 9 s.d. Aðalverðlaun ferð til sólarlanda fyrir tvo. Stjórnin. Akranes Akranes Framsóknarfélagið á Akr mesi heldur fram- sóknarvist i félagsheimili sinu,að Sunnubraut 21,sunnu- daginn 24. marz. kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. J Slapp með reykeitrun KLP—Reykjavik. — Siðari hluta dags i gær kom upp eldur i hcr- bergi að Kárastig 1. Þar inni var maður og komst hann við illan leik út úr herberginu og fram á gang, þar sem hann leið útaf. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn fundu þeir hann á gang- inum og var hann þegar fluttur á Slysavarðstofuna. 1 sjúkrabflnum rankaði hann við sér eftir aö honum hafði verið gefið súrefni, enhann var þjáður af reykeitrun. Áður en hann féll i ganginum hafði honum tekizt að loka her- berginu, þar sem eldurinn kom upp. og er það talið hafa bjargað þvi að eldurinn læsti sig ekki um allt. Herbergi mannsins skemmdist aftur á móti mikiö svo og innbú allt. Frá Fósturskóla íslands Þeir, sem áhuga hafa á skólavist i Fóstur- skóla íslands haustið 1974, gjöri svo vel að senda inn umsóknir fyrir 1. mai Skv. nýjum lögum njóta þeir forgangs, sem hafa stúdentspróf, kennarapróf eða gagnfræðapróf með 2 ára framhalds- menntun, t.d. frá framhaldsdeildum gagnfræðaskólanna, verzlunarskóla, lýð- háskóla eða húsmæðraskóla. Skrifstofa skólans i Vonarstræti 1 veitir allar nánari upplýsingar (simi 21688)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.