Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.03.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. marz 1974 TÍMINN 13 Gisli Alfreösson býr innan þessara veggja og hann er eini af lcikurunum i „Hollywood” sem býr nútimaiega. ;:«ít A húsi Fiosa Ólafssonar er mikið af útskornum ufsum, bæði á þak- skeggi og fyrir ofan glugga, eins og þessi mynd ber giöggt með sér. i þessari höll býr þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson... Gsal-Reykjavik. — Gömul hús höfðu um langan aldur lítíð sem ekkert aðdráttarafl, og fáa fýsti að hýsa í þeim fjölskyldur sinar. Þá voru mörg falleg timburhús i mikilli niðurniðslu og settu ljótan svip á bæinn, — einnig fengu sum þeirra skjót emdalok, þegar stór- virkar vélar með gapandi kjafta gleyptu þau i sig og möluðu þau mélinu smærra. Nú virðist áhugi á þessum gömlu húsum vera að vakna til muna, og margir lita á þau eins ogx dýrmætar perlur, sem beri vott um ákveðna sögu i islenzkri byggingarlist. Alkunna er fram- tak Torfusamtakanna, þegar þau máluðu Bernhöftstorfuna i Reykjavik einn morguninn, og vist er, að sá verknaður opnaði augu margra fyrir áður leyndri fegurð húsanna. Leikarastéttin hefur ekki farið varhluta af þessari stefnubreyt- ingu, sem sjá má á þvi, að marg- ir leikarar búa i sama hverfinu, þar sem gömul og falleg hús eru i miklum meirihluta. Að visu eiga þau tignarlegu hús litið sem ekk- ert skylt við húsin á Bernhöfts- torfunni, en margir leikaranna hafa komið auga á þessar gömlu perlur og þeir reyna eftir mætti að halda gamla stilnum innan veggja sem utan. Eðlilega eru húsin mismunandi vel farin og sum hver hafa tapað stórum hluta af sinum gömlu fallegu einkenn- um, en önnur eru svo til ósnortin. Hér er um að ræða húsin við Fremst á myndinni er húsið hans Flosa, stórt og tilkomumikið að sjá. Baldvin Halldórsson býr i húsinu við hliðina. Tjarnargötu norðan Skothúsveg- ar og húsin við Suðurgötu næst Skothúsvegi. Margir hafa nefnt þetta hverfi i gamni: „Holly- wood”, og það ekki að ósekju, þvi að sennilega búa hvergi i bænum fleiri leikarar i sama hverfi. Eftirtaldir leikarar búa i „Hollywood”: Baldvin Halldórs- son, Sveinn Einarsosn, þjóðleik- hússstjóri, Flosi Ólafsson, Gisli Alfreðsson og Helgi Skúlason ku ætla að flytja inn næstu daga. Þetta er álitlegur hópur og við höfum vitneskju um fleiri leikara, sem vilja og hafa fulla huga á, að fá inni I leikaraparadisinni fyrir ofan Tjörnina. i náinni framtið mun Helgi Skúlason og fjölskylda hreiðra um sig I þessu myndarlega húsi við Suöur- götu. ...og hér sést baksvipur hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.