Tíminn - 24.03.1974, Page 5

Tíminn - 24.03.1974, Page 5
Sunnudagur 24. marz 1974. TÍMINN 5 Romen-leikhúsiö i Moskvu — atriöi úr sjónleiknum Ég er Sigaunastúlka.—Ljósmynd: APN. Eina Sígaunaleik- innr Sígaunar komu fyrir æva- löngu frá Indlandi og flökkuöu um allan heim. AIls staöar uröu öriög Sigaunanna hörmuleg. Þeir voru hundelt- ir, bannfæröir, réttdræpir og útrýmt eins og villidýrum. Arið 1911 spáði hinn frægi rússneski rithöfundur, Alex- ander Kúprin, á þennan veg: ,,Enn mun líða fjórðungur ald- ar og enginn man lengur eftir þeim (Sigaunasöngvunum). Fornir tjaldsöngvar, sem hafa gengið frá ætt til ættar, frá fjölskyldu til fjölskyldu, eftir mirfíli, hurfu i gleymsku. Eng- inn hefur safnað þeim, enginn hefur skráð þá. Þeir verða ekki endurvaktir”. Til allrar hamingju átti spá- dómur hans ekki eftir að koma fram. Árið 1931 var opnað i Moskvu fyrsta rikisleikhúsið i heimi, ,,Romen”, þar sem list þessarar smáþjóðar fékk tækifæri til að þróast og full- komnast. (Arið 1970 voru i Svétikjunum 175 þúsund Si- gaunar samkvæmt manntali). Listaleikhúsiö i Moskvu hafði yfirumsjón með hinu óvenjulega leikhússtarfsfólki. Hinir frægu leikarar. Mikhail Janshin og Nikolaj Khmelev voru fyrstu kennararnir i leik- húsinu, en þar var ekkert at- vinnufólk, nema ef telja mætti nokkra söngvara úr Sigauna- kórum i veitingahúsum. Það þurfti ekki aðeins að kenna mörgum leiklistina, heldur einnig að lesa og skrifa. Að ári liðnu var fyrsta verk- ið sýnt i leikhúsinu. Það var ,,LIf á hjólum” söngleikur eft- ir Sigaunahöfundinn Germano. Sýningin var stór- kostlegur sigur. Sigaunarnir töfruðu leikhússgesti i Moskvu með óvenjulegum hæfileikum sinum. Bráðlega var se$ upp leikrit eftir sögu Kúprins „Olesja”, sem fjallaði um harmleik úr sögu hinnar útskúfuöu þjóðar. Siðan bættust á leikskrána „Sigaunar” eftir Púshkin, „Karmen” eftir Merimer, „Esmeralda” eftir Hugo, „Si- gaunastúlkan” eftir Servantes og „Makar Tsjúdra” eftir Gorki. Á fjölum leikhússins urðu til söngvar um nútimalif Sigauna i Moskvu. Þeir voru skrifaðir af Mikhail Svetlov, Júri Nagibin, Alexander Afinogenov og fleiri efnilegum sovézkum rithöfundum og leikritahöfundum. 1 leikhúsinu er sett upp mik- ið af leikritum um lif Sigauna i öðrum löndum. Hverjir eru þaö, sem koma fram i Romen-leikhúsinu? Hverjar eru stjörnurnar? Nokkrar kynslóðir leikara hafa alizt upp i Romen. Aðal- leikkonan, Olga Jakovskaja, kom fyrst i leikhúsið fyrir 40 árum. Þá var hún 13 ára og kom beint úr Sigaunatjöld- unum, berfætt i skærlitum Si- gaunaklæðnaði. Henni var vis- að burtu. Fljótlega birtist hún aftur, klædd eins og „fullorðin kona” i hælaháum skóm og siðu pilsi. Fötin hafði hún keypt fyrir peninga, sem hún fékk fyrir að spá á markaðn- um. Þegar ljóst varð, að ekki yrði losnað við hana, var hún sett upp á svið og sagt að syngja nokkur sönglög, sem hún og gerði á listrænan og glæsilegan máta. Ævisaga Olgu Jakovskaju var notuð sem efniviður i leikritið „Stúlkan úr tjaldbúðunum”, en það hefur gengiö i mörg ár i Romen. Maður hennar er Ivan Khrústaljev, fyrrverandi starfsmaður i prentsmiöju. Hann er mikilhæfur leikari, leikstjóri og höfundur. Nikolaj Slitsjenko, hinn færgi leikari og söngvari, var 17 ára að komast yfir byrjun- arörðugleikana. 1 fyrstu fékk hann eingöngu smáhlutverk. Eitt sinn á leikferðalagi fékk hann Andrej Shishkov til að gera sér upp veikindi, sem hann og gerði á sannfærandi hátt. En Nikolaj lék i hans stað eitt aðalhlutverkið i söng- leiknum „Fjórir biðlar” og hlaut almenna viðurkenn- ingu. Nú er hann ekki aðeins leiðandi leikari, heldur lika vinsæll söngvari. Parísarbúar kölluðu hann „Þjóðsögusi- gaunann”. Arið 1965, þegar Slitsjenko kom fram þar, báru hrifnir áhorfendur hann bók- staflega út af sviðinu i gullstól. Ekki fékk hann siðri móttökur i Tékkóslóvakiu og Búlgariu. I hópinn bætast stöðugt ung- ir piltar og stúlkur með mikla hæfileika. Margir ungir leikarar hafa hlotið æðri leikhúsmenntun. Þeir hafa lokið námi i frægum leikskólum og tónlistarskól- um. En leikararnir i Romen- leikhúsinu koma ekki alltaf fram á sviði. Þeir hafa oft orö- ið að koma fram og syngja og dansa i verksmiðjum og á ný- byggingarsvæðum. Sigauna- listamenn hal'a sýnt i öllum stærri verksmiðjum i Moskvu. Sigaunasöngvarnir og Si- gaunadansarnir hafa ekki gleymzt, ekki horfiö. Beztu hefðir listsköpunar Sigauna- þjóðarinnar lifa og þróast. í þvi á Romen-leikhúsið, eina atvinnuleikhús Sigauna i heimi, drjúgan þátt. Eduard Alesin, APN. Meistari í þungavigt HIHBFOCO Hiab-Foco kraninn er byggöur rneð þekkingu og reynslu tveggja stórvirkustu kranafyrirtækja Svíþjóóar. Enda eru Hiab-Foco kranar vafalaust meö þeim traust- ustu sem völ er á. Lyftigeta: 0-5 tonn. Armlengdir frá 1,7m til 8,95m. Hiab-Foco er staðsettur fyrir miöjum palli. Þunginn hvílir á miöri grind, en armlengdin er hin sama beggja vegna bílsins. Stjórntækin eru beggja megin. Snúningsgeta Hiab-Foco er 360 gráöur. Fullkomin varahluta- og viógerðaþjónusta. VELTIR HF SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBlLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð fekin d sólningunni. Kaupum nofaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumsf allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum fækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. Auglýsið í Tímanum argus

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.