Tíminn - 24.03.1974, Síða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 24. marz 1974.
Andrés Gunnarsson vélstjóri meö likaniö aö fyrsta skuttogaranum, en þaö var sýnt togaramönnum
þegar áriö 1945. Nokkrar likur eru á aö þarna sé hugmyndin um skuttogara sett fram i fyrsta sinn.
Eru
skuttogarar
íslenzk
uppfinning?
o
Var Fairtry brezki skut-
verksmiðjutogarinn smíðaður
eftir íslenzkum hugmyndum?
RÆTT VIÐ ANDRES
GUNNARSSON,
HUGVITSMANN OG
VÉLSTJÓRA, SEM
SETTI FRAM
HUGMYNDIR UM
SKUTTOGARA ÁRIÐ
1945
Eitt umtalsverðasta átak i at-
vinnumálum hér á landi, er smiði
og útgerð á skuttogurum, sem
tryggja á hráefnisöflun hjá hrað-
frystihúsunum. Hefur fjöldi tog-
ara komið til landsins á undan-
gengnum mánuðum og hafa þeir
ýmizt verið smiðaðir i Evrópu
eða Asiu.
— Menn deila um margt, er
þessa togaraútgerð varðar, en
um eitt deila menn þó ekki, hvort
skuttogarar séu betri veiðiskip,
en gömlu siðutogararnir. Hin
gamla röksemd — að það skipti
ekki máli fyrir aflann, hvort troll-
ið er tekið inn á siðuna, eða um
skutinn, — er að fullu úr sögunni.
Aflahæstu togarar flotans eru
skutarar og það er enginn vandi
að manna þessi skip.
Meðan umræðan stóð sem hæst
um smiði nýrra skuttogara þá var
það ein röksemdin, að tslending-
ar væru á eftir öðrum þjóðum i
togaraútgerð. Rétt var, við vor-
um á eftir og togarar okkar voru
gamaldags, ef miðað var við
togaraflota ýmissa útlendra
þjóða, sem voru búnar að koma
sér upp öflugum úthafsflota af
skuttogurum og íslendingar, sem
nutu virðingar sem ein fremsta
togaraþjóð I N-Atlantshafi, dróg-
ust aftur úr.
Það var sorgarsaga út af fyrir
sig, að endurnýjun togaraflotans
skyldi ekki geta farið fram á
löngum tima, þvi að það er býsna
óþægilegt að þurfa að verja mill-
jörðum króna á stuttum tima til
að vinna upp aðgerðarleysi og úr-
ræðaleysi þeirra, er réðu rikjum
og stefnu i atvinnumálum.
Endurnýjun nótaskipa var svo
til eina endurnýjun skipastólsins.
tslendingar voru á eftir öðrum
þjóðum að hefja útgerð skut-
togara og þeir hafa orðið að til-
einka sér þessa veiðitækni meðal
annars með þvi að fá sérfræðinga
erlendis frá t.d. frá Japan til þess
að kenna notkun skuttogara. Um
þetta er ekki nema gott eitt að
segja, nema eitt, að það er dálitið
grátbroslegt að þurfa að læra
þessar veiðar af útlendingum,
þar sem fullvist má telja, að skut-
togarinn sé íslenzk uppfinning og
aö skuttogarar þeir, sem nú
kemba heimshöfin séu i raun og
veru upprunnir frá Patreksfirði,
þar sem snjall vélsmiður og vél-
stjóri dreymdi snjallan draum
um betri togara. Þessi maður
heitir Andrés Gunnarsson og
liann hefur l'undið upp fleira en
skuttogarana. Hann hefur t.d.
sett fram margar fleiri snjallar
hugmyndir i vélfræði, svo sem
bílageymslur og hraðfrystitæki.
Við hittum Andrés Gunnars-
son að ináli og inntum hann eftir
þessum hugsmiðum hans, en
Andrés býr að Hjallavegi 31 hér i
borg. Báðum við hann fyrst að
segja frá uppvaxtarárunum og
sagðist honum frá á þessa leið:
Grunnt fyrir landi
sigldu skipin
— Ég fæddist að Hólmum i
Landeyjum 29.9. árið 1904, en þar
bjuggu foreldrar minir, Gunnar
Andrésson og Katrin Sigurðar-
dóttir.
Þarna er hafnleysa, eins og all-
ir vita, og róið var á opnum skip-
um úr sandinum. Tugir kilómetra
til næstu hafna, sem voru Eyrar-
bakki og Stokkseyri. Eigi að siður
kynntist ég fljótlega skipum.,
miklu betur en flesta heföi grun-
að, þvi skipin sigldu milli Eyja og
lands og fóru þá oft grunnt, og það
var ótrúlegt, hve togararnir fóru
þarna nærri landi.
— Ég fór að heiman árið 1922,
og lagði þá leið mina til Vest-
mannaeyja, þar sem ég fór að
vinna i smiðju hjá Einari
Magnússyni frá Hvammi undir
Vestur-Eyjafjöllum. Þarna var
aðallega unnið að viðgerðum á
bátum og öðru tilfallandi, en
þetta var fremur smátt i sniðum,
litið verkstæði.
Þarna var ég i hálft annað ár,
en fór þá til Reykjavikur og hóf
járnsmiðanám i Héðni, sem þá
vartilhúsa þar sem núna stendur
Morgunblaðshöllin. Þá ráku þeir
Bjarni Þorsteinsson og Markús
Ivarsson þessa smiðju, en þeir
eru báðir þjóðkunnir af störfum
sinum.
Þarna lærði ég að smiða, en eft-
ir eitt og hálft ár báðu þeir mig að
fara að vinna suður i Hafnarfirði,
þvi þeir áttu einnig um það leyti
Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Þarna
vantaði þá rennismið, og gerði ég
það góðfúslega að fara til Hafnar-
fjarðar og vinna þar.
— Hvenær fórstu i Vélstjóra-
skólann?
í Vélskólann
1926 — draumurinn
um skutarann
— Ég lauk við sveinsstykkið ár-
ið 1926, og þá fór ég i Vélskólann,
og þaðan útskrifaðist ég sem vél-
stjóri árið 1929, ásamt eitthvað 17
öðrum ungum mönnum. Þá fór ég
til sjós og varð vélstjóri á
togurum og fraktskipum.
Ég var þá á ýmsum þekktum
skipum, eins og Eddu, sem siðar
varð Fjallfoss Eimskipafélags Is-
lands, en eftir þetta fluttist ég til
Patreksf jarðar og hóf vinnu i vél-
smiðjunni þar, nánar til tekið um
áramótin 1938-’39.
— Hvenær byrjaðir þú að gera
þér grein fyrir þvi, að ,,siðu-
togararnir” eru ekki nógu góðir
við botnvörpuveiðar?
— Það má rekja nokkuð langt
aftur i timann. Liklega hef ég
verið með þessa hugmynd i
kollinum i tiu ár, áður en hún varð
að veruleika, sett fram þá i skips-
likani.
Það hljóta allir menn að sjá, að
siðutogararnir eru alls ekki
byggðir fyrir þetta veiðarfæri.
Það er allt of erfitt og mikið basl
að taka vörpuna inn á siðunni, og
skipið er stjórnlaust á meðan að
kalla. Sérstaklega er þetta þó
erfitt i vondum veðrum, eins og
oft vill verða hér við land.
— Hvenær teiknaðirðu fyrsta
skuttogarann?
— Éghef ekki teiknað neitt. Ég
bara hugsaði og gerði likön, og
þegar ég var búinn að fullmóta
þessa hugmynd, þá sýndi ég hana
nokkrum reyndum togaraskip-
stjórum, og það einkennilega var,
að þeir komu ekki með eitt ein-
asta atriði, sem þeir töldu að
þyrfti að breytast, til þess að unnt
væri að stunda veiðar á sliku
skipi. Þeim leizt mjög vel á þetta
nýja togskip, og sögðu, að þetta
hlyti að verða framtiðin.
Það var i árslok árið 1945, sem
ég lauk við likanið, sem sést hér á
myndinni.
— Við skoðun á þessu virðist
skuttogari þinn að einu leyti frá-
brugðinn öðrum, þvi að i honum
er krani, þar sem tvö möstur eru
algengur á nútima skuttogurum.
— Ég var nú reyndar meö þrjár
útfærslur af þessu. Margs er að
gæta og ég valdi þennan krana-
búnað einkum með tilliti til