Tíminn - 24.03.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 24. marz 1974.
TÍMINN
9
Andrés Gunnarsson:
LÝSING A TILHÖGUN Á SKUTTOGARA 1945
1. Hvalbakurinn er lengdur
alla leiðað afturenda skipsins,
myndar þannig þilfar yfir öllu
aðalþilfari skipsins.
2. Stjórnpallur miðskips eða
framar.
3. Vélarúm miðskips.
Lestarrúm báðumegin við
vélarúm.
4. Fyrir aftan stjórnpall
kemur krani, sem lásaður er
niður á tannhjólaspor, sem
liggur frá stjórnpalli og aftur
á afturenda skipsins. —
Kranamastrið er þannig útbú-
ið að i þvi er stór tromla, sem
vörpupokinn og belgurinn eru
undnir inn á. Neðan við troml-
una kemur virskifa, sem ann;
ar gilsinn liggur i, en hinn gils
inn kemur úr nettromlunni. Að
sjálfsögðu getur kraninn snú-
izt i hring. Kranamastrið er
hægt að leggja niður og hækka
eftir þörfum.
5. Aftur úr skipinu, á milli
aðalþilfars og hlifðarþilfars,
koma þrjú op. í miðju kemur
„fiskiportið”, sem er kringum
3 metrar á breidd. 1 þvi er
bobbingatöngin, sem er opnuð
og lokuð með tvivirkum
vökvadúnkröftum.
6. Fram i hlifðarþilfarið er
tekið kringum 6 metra skarð,
með sömu breidd og ,,fiski-
portið”, i þvi er láréttur
hlemmur á hjörum að fram-
anverðu, sem lokar fiskiport-
inu, og myndar um leið
„skáplan” frá aðalþilfari upp
á hlifðarþilfarið. Hlemmurinn
er hreyfður með vökvadún-
krafti.
7. Til beggja hliða við fiski-
portið koma „hlera-portin” og
i þeim eru hlera-uglurnar, en
utan við þær eru hlerunum
ætlaður staður. Uglurnar eru
á liðamótum við þilfarið, og
eru hreyfanlegar aftur og
fram. Framan á uglunum er
vökvadúnkraftur, sem vinnur
þannig, að hann getur spyrnt
uglunum aftur, og er það not-
að, þegar hleranir eru látnir
út, en myndar mótstöðu, þeg-
ar hlerarnir eru teknir inn, svo
þeir siga hægt á sinn stað;
8. Sin hvorum megin á aft-
urþilfari, kringum 8 metra frá
hlerauglunum, komi vorpu-
vindurnar, sem eru með einni
„tromlu” og einum koppi
hvor, og standa þverskips.
Spilkopparnir snúa inn.
Kostir á togara, sem þannig
er útbúinn, er eftirfarandi, og
visast hér til kaflans um lýs-
ingu á skipinu.
1. Vegna hlifðarþilfarsins er
sjóhæfni skipsins stórlega
aukin, þvi sjór kemur enginn
á aðalþilfar, og lunning á efra
þilfari þannig gerð, að enginn
sjór tollir á þvi. Fiskvinnsla
fer öll fram i lokuðu rúmi, og
slysahætta á fólki vegna sjóa
þvi nær útilokuð. Einnig hætt-
an á þvi, að veiddum fiski,
fiskikössum og áhöldum skoli
fyrir borð, eins og oft á sér
stað á hinum venjulegu togur-
um. Vinnuafköst aukast að
mun vegna bættra vinnuskil-
yrða, og fólk þarf ekki að vera
meira klætt en við samskonar
störf i landi. Vegna hins aukna
þilfarsrúms er opin leið til að
koma fyrir flutningatækjum
og fiskvinnsluvélum af mis-
munandi tegundum. — Lifra-
bræðslutækjum er hægt að
koma fyrir svo nálægt aðgerð-
arplássi, að sérstakur maður
til þess að bera lifur sparast.
2. II. Liður hefur ekki neina
breytingu i för með sér frá nú-
verandi fyrirkomulagi.
3. Við það að hafa lestarrúm
i báðum endum skipsins er
hægt að hafa vald á legu þess
úti i sjó. Er það ákaflega stór
kostur fram yfir okkar venju-
legu togara, er mislestast svo,
að þeir eru litt hæfir til þess að
stunda veiðarnar i misjöfnu
veðri i siðari hluta „túrs”.
4. Krananum er ætlað það
hlutverk, að koma i stað
mastra, allra bómanna og ná-
lega hálfs þess mannafla, sem
nú er nauðsynlegur við að
tæma, innbyrða og kasta
vörpunni.
5. Fiskiportið gerir það auð-
velt að innbyrða og tæma
vörpuna aftan á skipinu, og
losar þar að auki skipshöfnina
við þá hættu, sem jafnan er
þvi samfara að innbyrða og
tæma vörpuna i vondum veðr-
um á siðunni, eins og nú tiðk-
ast.
6. Hlemmur sá, er um getur
i 6. lið, gerir það tvennt, að
loka fiskiportinu og mynda
braut fyrir vörpuna, þegar
hún er dregin upp á efra
þilfarið og niður af þvi aftur.
7. Hleraportin, sem um ræð-
ir i 7. lið hafa þá kosti ásamt
hinum hreyfanlegu, hleraugl-
um, að hlerarnir koma inn i
skipið, en það gerir vinnu alla
við hlerana auðveldari og
hættulausa, auk þess að þeir
koma alltaf réttir inn. Er það
og kostur fram yfir venjuleg-
an togara, þar sem afturhler-
ann ber oft rangt að, og
skemmir skipið og tefur fyrir
vinnunni. Ennfremur losnar
siðan öll við hnjask og hlera-
slátt sem ávallt hefur haft i för
með sér mikið slit og stundum
valdið stórtjóni.
8. Þar er gert er ráð fyrir
tveimur togvindum á afturþil-
fari, þannig fyrirkomið, að
virarnir liggja beint i hlera-
uglurnar, verður aðeins eitt
brot á hvorum vir i stað fjög-
urra og fimm venjulega. Hið
nýja fyrirkomulag er þvi mik-
ið kostnaðarminna i upphafi
og ódýrara i viðhaldi, þar sem
allir pollar, rúllur og togblökk
hverfa, að undanskilinni uglu-
rúllu fyrir hvorn vir. Slysa-
hætta minnkar þvi stórlega
vegna einfaldari viraútbúnað-
ar, og slit á virum verður mun
minna.
Lýsing á vinnuaðferð við botn-
vörpu.
9. Þegar vörpunni er kastað,
er það gert á eftirfarandi hátt:
Varpan liggur öðrum megin á
hlifðarþilfari, og þar er
„grandrópunum” lásað i
„rossin.” Þvi næst er pokinn
og belgurinn hifður inn á
kranatromluna, þar til
„busseimið” lyftist. Kraninn
ersiðan færður aftur og „ross-
in” um leið hifð i uglur, buss-
eiminu siðan slakað niður i
bobbingatöngina, og henni
lokað. (Þegar varpan er i
þessari stillingu, liggja báðir
vængir utanborðs — Skips-
skrúfan er það framarlega, að
þeir ná ekki til hennar, jafnvel
þó haft sé aftur á bak). Skipið
er þá sett á ferð áfram. Poka
og belg siðan sleppt, skipti- og
endalinur settar fastar á sin-
um stað, bobbingatöngin opn-
uð og lyftir hún um leið undir
bobbingana, svo þeir velta út-
fyrir. Grand-róparnir eru sið-
an gefnir úr, hlerunum lásað i
þá, þeim siðan spyrnt út með
ugludúnkröftunum, og slakað
siðan eins og venjulega.
Þegar varpan er drégin inn,
er höfð hæg ferð áfram. Þegar
hlerarnir koma að uglunum,
er tekinn þrýstingurinn af
ugludúnkröftunum, við átakið.
frá vindunni leggjast uglurnar
fram, og fylgja hlerarnir með
og setjast i sæti sitt. Þvi næst
er hlerunum krækt úr og
grand-róparnir dregnir inn.
Þegar „rossin” eru komin að
uglunum er rópunum krækt
úr, og þeir tengdir við svo-
nefnd húkk-reipi. Á sama tima
er hinum endum húkkreip-
anna fest i spilkppsröndina, og
róparnir siðan hifðir inn
þannig, að þeir vefjast upp á
koppana án þess að dregið sé
af þeim, þar til busseimið
veltur inn i bobgingatöngina,
og henni þá læst.
Aðferð við að innbyrða fisk-
inn er hugsuð á eftirfarandi
hátt: í endann á pokanum
kemur lina, sem er tengd við
gilsinn fram i belginn. Ofar-
lega á belgnum kemur skipti-
gjörð, og úr henni skiptilina.
Hún er tengd við hinn gilsinn,
sem liggur undir kranatfoml-
unni. — Þegar fiskurinn hefur
runnið fram eftir belgnum og
fram fyrir skiptigjörðina að
nokkru eða öllu leyti (eftir þvi,
um hve mikinn fisk er að
ræða), þá er endalinan
(pokalinan) gefin laus, en
samtimis hift i skiptilinuna,
þangað til fiskurinn hefur
runnið fram úr vörpunni, yfir
bobgingatöngina, og inn á
þilfarið. Þetta siðan endurtek-
ið, þar til varpan hefur verið
tæmd. Á meðan fiskurinn er
tekinn inn gera spilmenn og
hleramenn tilbúna rópa og
húkk-reipi fyrir næsta kast. Að
sjálfsögðu er venjuleg skipti-
aðferð framkvæmanleg á
þessum skipum sem öðrum.
Þegar taka á vörpuna alveg
innfyrir, er það gert þannig:
Þegar fiskurinn hefur verið
innbyrtur, en hlemmurinn
fyrir fiskiportinu látinn falla
niður, og myndar hann þá
skáplan það, sem áður er lýst,
og sem varpan dregst eftir.
Síðan er poka og belg rúllað
upp á kranatromluna, eftir þvi
sem þurfa þykir, busseiminu
sleppt úr tönginni og kranan-
um siðan snúið og hann um
leið færður fram eftir braut-
inni, fram undir stjórnpall,
eða það langt, að „rossin”
komi upp á efra þilfar. Siðan
er vörpunni slakað niður til
annarrar hliðarinnar, og hún
lögð niður með krananum,
eins og henni er ætlað að vera.
Þegar skipt er yfir, er grand-
rópnum lásað úr rossunum, og
þeim siðan lásað i hina vörp-
una, og hún siðan látin út á
sama hátt og áður er lýst.
Viðvikjandi lýsingu á vinnu-
aðferð vil ég aðallega benda á
tvo meginkosti, en þeir eru
sparnaður á fólki við að inn-
byrða og tæma vörpuna, og
stórbætt aðstaða við neta-
vir.nu, en hún fer fram á efra
þilfari fyrir aftan brú.
Þegar varpan er tekin og
tæmd þarf fjóra menn sinn
mann við hvort spil og mann
við hvort hleraport. — Þegar
hleramennirnir hafa tengt
saman rópa og húkkreipi, fer
annar i kranann, en hinn að
fiskportinu, og skal sá tengja
skiptilinu og pokalinu við
kranagilsana. A þennan hátt
er hægt að tæma vörpuna án
alls erfiðis, mun hraðar en nú
tiðkast og með um hálfu færri
mönnum en nú þarf til að
verkið gangi greiðlega.