Tíminn - 24.03.1974, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 24. marz 1974.
FRÆÐIRIT Á
FYRRA ÁRI
tJtgáfa á hvers konar fræðirit-
um og handbókum fyrir al-
menning er meðal þeirra verk-
efna, sem islenzkir útgefendur
hafa sinnt miður en skyldi. Slik-
ar bækur skila sjaldnast skyndi-
hagnaði, og gerð þeirra er tima-
frek og kostnaðarsöm. En hér er
um að tefla menningarlegt
nauðsynjastarf, forsendu þess
að unnt reynist að halda uppi
einhverri alþýðumenntun á
vorri tið, þegar flestir fjölmiðl-
ar þrifast einkum á léttmeti og
lákúru. Þvi verður ekki trúað.að
allur almenningur láti sér slikt
fóður lynda, en vitanlega þarf
allstóran lesendahóp til að risa
undir útgáfu fræðirita, eigi að
reka hana af nokkrum krafti. —
Á siðustu árum hefur mátt sjá,
að útgefendur séu að vakna til
vitundar um skyldu sina i þess-
um efnum. Hér verður drepið á
þrjú dæmi þessarar viðleitni frá
bókamarkaði liðins árs.
Hið islenzka bókmenntafélag,
ein elzta menningarstofnun i
landinu, hóf árið 1970 útgáfu
svonefndra lærdómsrita.Það er
flokkur þýddra meiriháttar
verka i fræðum og visindum, og
hafa þar birzt bæði klassiskar
bækur og samtiðarverk. Rit-
stjóri bókaflokksins er Þor-
steinn Gylfason. Eru nú alls
komin út fjórtán rit, ef með eru
taldar tvær bækur, sem áttu að
fylgja útgáfu liðins árs, en töfð-
ust i prentsmiðju. Það eru
BIRTINGUR, hið „heimspeki-
lega ævintýri” Voltaires i al-
kunnri þýðingu Halldórs Lax-
ness,sem áður birtist fyrir þrem
áratugum, fylgir henni inn-
gangur eftir Þorstein Gylfason.
ORÐRÆÐA UM AÐFERÐ, eftir
franska heimspekinginn, René
Descartes, i þýðingu Magnúsar
G. Jónssonar, ritstjóri bóka-
flokksins semur einnig inngang
að þvi riti.
Eftirtaldar þrjár bækur i
flokknum komu út á siðasta ári:
MÁL OG MANNSHUGUR, ný-
legt rit eftir bandariska málvis-
indamanninn Noam Chomsky i
þýðingu Halldórs Halldórssonar
prófessors, og ritar hann einnig
inngang. SÍÐUSTU DAGAR
SÓKRATESAR eftir Flaton.Is-
lenzkur búningur eftir Sigurð
Nordal, sem einnig ritar inn-
gang, og Þorstein Gylfason.
Þetta eru þrjú rit Platóns:
Málsvörn (varnarræða)
Sókratesar, Kritón og Faidon.
Tvö þau fyrrtöldu og brot hins
þriðja komu út 1925 i búningi
Nordals, sem raunar haföi lagt
til grundvallar óprentaða skóla-
þýðingu Steingrims Thorsteins-
sonar. En meginhluti Faidons
birtist hér i nýrri þýðingu Þor-
steins. — Loks kom i þessum
bókaflokki MENNT OG MATT-
UR eftir þýzka þjóðfélagsfræð-
ingin Max Weber (1864—1920),
tveir fyrirlestrar um starf
fræðimannsins og starf stjórn-
málamannsins. Þýðandi er
Helgi Skúli Kjartansson, en
Sigurður Lindal prófessor ritar
iangan og fróðlegan inngang,
þar sem hann litur meðal ann-
ars til Islenzkra aðstæðna og
stjórnmálaþróunar með hlið-
sjón af kenningum Webers.
Nú er það vitanlega ekki
ætlun min að leggja dóm á
þessar bækur. A það skal aðeins
bent, að lærdómsrit Bók-
menntafélagsins munu reynast
gagnleg öllum fróðleiksfúsum
lesendum. Og þær inngangsrit-
gerðir, sem bókunum fylgja,
auka mjög gildi þeirra. — Menn
kunna að halda þvi fram, að ekki
sé brýn þörf á að þýða þessar
bækur: þeir, sem liklegir séu til
að hafa af þeim not, muni full-
færir að lesa þær á einhverju
erlendu máli. En slik afstaða er
af misskilningi sprottin.
Þýðingar af þessu tagi eru ekki
einungis gerðar til að fullnægja
þeim metnaði að meginrit fræða
og visinda séu til á þjóðtung-
unni. Þær þjálfa málið við sér-
hæfð og oft torveld efni, rækta
garð tungunnar og eggja
islenzka fræðimenn til ,,að
hugsa á Islenzku”, eins og Þor-
steinn Gylfason hefur rætt um i
athyglisverðri ritgerð i siðasta
árgangi Skirnis. Útgáfa lær-
dómsritanna er hinu aldna
félagi til sóma, enda virðist lagt
kapp á að vanda frágang bók-
anna i hvivetna.
Ein forvitnilegasta bók liðins
árs um fræðileg efni virðist mér
rit Björns Th. Björnssonar,
ALDATEIKN CMál °S
menning). Hún flytur tiu þætti
úr myndlistarsögu heimsins, og
eru þeir að nokkru samhljóða
sjónvarpsþáttum höfundar 1969-
71, Frá sjónarheimi. Sem að
likum lætur, er mikill fjöldi
mynda i bókinni: skipta þær
hundruðum, stórar og smáar,
en þvi miður engar i litum.
Annars er ytri búnaður bókar-
innar góður: pappir, prentum
og band smekklegt.
I eftirmála kemst höfundur
svo að orði: „Við islendingar
munum vera eina þjóðin i
Evrópu, sem ekki á sér neina
heimslistarsögu á tungu sinni.
Hvert timabil og hver þáttur
lista stendur einni þjóð nær en
annarri og tengist menningar-
sögu hennar með ólikum hætti.
Þvi er frumgerð meira virði en
þýðing, sé um annað saman að
jafna. Þótt efni það sem hér
birtist sé bæði sundurleitt og
spanni yfir langan tima, vona ég
þó, að það megi verða visir til
slikrar sögu á Islenzku.”
Ekki verður annað séð, en vel
hafi til tekizt um þessa frum-
smið af sögu heimslistar á
islenzku. Bók Björns bætir úr
brýnni þörf: almenn fræðsla um
þessi efni hefur nánast engin
verið fram til þessa, nema þeir
sjónvarpsþættir sem nú eru
unnir i bókarform. Og Aldateikn
er einkar læsileg bók. — Birni
hefur einatt verið borin á brýn
óhófleg skrúðmælgi. Hvað sem
um það má segja, verður tæpast
talið, að þessi bók sé haldin
slikum ágalla. Frásögnin er ljós
og lipur, stundum gædd kimni
og nokkurri spennu. Hún er
þannig aðgengileg hverjum
þeim, sem áhuga hefur á sliku
efni.
Björn Th. Björnsson skoðar
myndlist jafnt i fagurfræðilegu
sem sögulegu ljósi. Hann túlkar
fagmannlega sjálfa myndgerð-
ina og leggur einnig rækt við að
rekja tengsl listarinnar og þjóð-
félagshræringa timans. Dæmi
þess má sjá i ýmsum þessara
þátta. Hér er m.a. greint frá
steinaldarlist, táknsærri list
miðalda, myndreflinum i
Bayeux I Frakklandi, niður-
lenzka málaranum Bænda-
Bruegel, nafvistanum Henri
Roussau. úr listasögu þessarar
aldar eru þættir af Bauhaus-
mönnum, De-Siijl hreyfingunni,
da-da og súrrealisma. En þótt
þessir þættir séu allir hinir læsi-
legustu, þykir mér höfundi
takast bezt upp i káfla um
franska byltingarmálarann,
David. Frásögnin af ferli hans
er einkar hugtækur lestur og
prýðilegt dæmi þess, hversu
Björn skipar myndlistinni i
samhengi pólitiskra sviptinga.
Sögulega umfjöllun Björns
Th. Björnsson ættu fróðari
menn en undirritaður að leggja
mat á. Vitanlega er hér ekki til
að dreifa nýjum rannsóknum
höfundarins, og að bókarlokum
birtist skrá yfir helztu heim-
ildir. Vonandi verður Alda-
teiknum tekið svo sem bókin
verðskuldar: það yrði útgef-
endum hvatning til frekari
starfa á þessum vettvangi.
Björn Th. Björnsson hefur lagt
meiri skerf en nokkur annar til
að kynna og túlka myndlist á
voru máli. Þar er fremsta að
nefna hina stóru sögu islenzkrar
myndlistar á nitjándu og
tuttugustu öld, sem höfundur
nefnir raunar „drög að sögulegu
yfirliti,” Seinna bindi verksins
kom I fyrra, og gerist vonandi
einhver fróður maður til að
fjalla rækilega um það, áður en
langt liður. Myndlistarsagan er
mikils háttar brautryðjanda-
verk á sinu sviði og veigamikil
athugun islenzkrar menningar-
sögu.
I Alfræöi Menningarsjóðs
kom þriðja bókin á liðnu ári.
Það er fyrri hluti ISLENZKS
SKALDATALS, A-L. Hannes
Pétursson og Helgi
Sæmundsson tóku saman. I
þessum flokki er áður komið
uppflettiritið Bókmenntir, i
samantekt Hannesar; virðist
það hafa komið I góðar þarfir.
Ekki er að efa að Skáldatalið
reynist einnig þarflegt, bæði
skólanemum og öðrum þeim,
sem vilja með skjótum hætti
afla sér upplýsinga um islenzk
skáld, feril þeirra og verk.
Bókin tekur til skálda allt frá
fornöld til samtiðar, og munu
vera liðlega þrjú hundruð skáld
talin i þessum helmingi. Verka-
skipting höfunda er þannig, að
Þorsteinn Gylfason.
Helgi Sæmundsson fjallar um
skáld,sem fædd eru eftir 1874, en
Hannes Pétursson um önnur.
1 formála gera höfundar
nokkra grein fyrir verkinu. Eins
og nafnið bendir til,er bókin ekki
rithöfundatal og „tekur þvi
aðeins til höfunda um fræðileg
efni og aðrar greinar en skáld-
menntir, að þeir hafi getið sér
orð fyrir skáldskap.” Um val
skálda i bókina segja höfundar:
„1 skáldatal þetta á ekki að
vanta neinn þann höfund, sem
óumdeilanlega hefur sett mark
á skáldskaparsögu þjóðarinnar.
En þegar kemur út fyrir raðir
slikra höfunda, vakna álita-
málin. Hér var sá háttur hafður
á um skáld fyrri tiðar, þau sem
ekki gátu talizt sjálfkjörin á
ofangreindri forsendu, að valin
voru þau, sem helzt er getið i
bókmenntasögulegum skrifum
og/eða átt hafa verk i sýnis-
bókum og úrvölum.... Um nú-
lifandi skáld var m.a. á það
litið, að þau hefðu að minnsta
kosti gefið út tvö frumsamin
skáldverk og með þeim haslað
sér völl i bókmenntalegum
skilningi. Frá þessu eru þrjár
undantekningar, þ.e. að núlif-
andi skáld sé talið* sem enn
hefur ekki sent frá sér nema eitt
frumsamið verk.”
Indriði Hallgrimsson, bóka-
safnsfræðingur, birti glögga
umsögn um Skáldatalið i
Morgunblaðinu 24. febrúar, og
vil ég visa til hennar. Taka má
undir ýmsar athugasemdir sem
þar eru gerðar, til að mynda
þær, að hlutur barnabókahöf-
unda sé um of fyrir borð borinn
og fulllangt gengið i þvi að tina
upp skáld frá fyrri öldum, sem
sáralitið er vitað um og nánast
ekkert varðveitt eftir. Annars
tel ég, gagnstætt Indriða, að
fremur megi segja, að of mörg
skáld hafi verið tekin með en
hitt. Að visu er betra of en van i
þessu tilviki og engum
mönnum ætlandi að kveða upp
Salómonsdóm um, hverjir séu
verðugir að fá inngöngu.
Sú regla, að höfundar skuli
hafa gefið út tvö skáldrit til að
fá inni i bókinni, virðist eðlileg:
og þeir þrir höfundar, sem ekki
uppfylla það skilyrði, eru mak-
legir að hljóta rúm. En vissu-
lega er komið út á hálan is,
þegar menn veita slikar undan-
þágur. — Þess er að geta að höf-
Björn Th. Björnsson.
undar bókarinnar halda sig við
hefðbundna þrigreiningu skáld-
skapar I ljóð, leikrit og sögur,
En ljóst er, að i þessum efnum
gilda ekki sömu reglur um þau
skáld,sem enn eru ofar foldu.og
hin, sem safnazt hafa til feðra
sinna. Koma hér upp dæmi um
slæmt misræmi.
Núlifandi skáldum er gert að
hafa frumsamið tvö skáldrit til
að teljast hlutgeng. En verða
einungis lifandi menn að hlita
þeirri reglu? Þessi spurning er
fram borin.vegna þess að Helga
Hálfdánarsyni er vægðarlaust
visað á dyr, en á hinn bóginn fá
Jón Sigurðsson frá Kaldaðar-
nesi og Karl Isfeld báðir inn-
göngu. Annar þeirra gaf ekki út
neitt frumsamið skáldverk og
hinn eitt ljóðakver, sem að hálfu
leyti var þýtt. Af þessu mætti
ráða, að Magnúsi Asgeirssyni
verði það til bjargar i seinna
bindi, að hann er ekki i lifenda
tölu, annars yrði honum úthýst.
Vitanlega eiga allir þessir þýð-
endur skýlausan rétt á sæti i
Skáldatali. En hitt er lágmarks-
krafa, að höfundar geri grein
fyrir sjónarmiðum sinum i
þessu efni.
I bók eins og þessa geta auð-
vitað slæðzt missagnir, a.m.k.
fyrstu útgáfu. Að visu hef ég
ekki gert nákvæma leit að
villum i Skáldatali. Þó tel ég
rétt að drepa hér á atriði er ég
hef rekizt á, svo að unnt verði að
færa þau til betri vegar við end-
urútgáfu siðar. Sumt er að visu
smálegt, en slikar villur eiga
engu fremur en aðrar skilið að
standa óáreittar.
Einna verstu mistökin,sem ég
hef séð i bókinni, eru brottfall
Sjálfstæðs fólks úr talningu á
skáldsögum Halldórs Laxness.
Þá segir, að Jónas Jónasson frá
Hrafnagili hafi ritstýrt Nýjum
kvöldvökum sjö árum eftir
dauða sinn. Sagt er, að Davið
Stefánsson hafi fyrst orðið
kunnur fyrir ljóð sin i Eimreið-
inni 1916; hann birti einnig ljóð i
Iðunni sama ár. Þá er
ónákvæmt að Hannes Pétursson
hafi „kvatt sér hljóðs” i Ljóðum
ungra skálda 1954; hann hafði
áður birt ljóð i Tfmariti Máls og
menningar. Ef á annað borð er
talin þörf að nefna atriði eins og
þessi eiga þau vitaskuld að vera
rétt. — Ótalin eru þrjú smárit
Gunnars Dal um heimspeki-
sögu, svo og þýðing hans á
Varnarræðu Sókratesar.
I formála segir svo: „Ef höf-
undur hefur frumsamið bækur
sinar jöfnum höndum á islenzku
og erlendu máli, þá eru fyrst
taldar bækur hans á islenzku;
eins er um islenzkar þýðingar
bóka, sem frumsamdar voru á
útlendu máli.” Þessari reglu
hefur ekki verið fylgt til hlitar.
Bækur Gunnars Gunnarssonar,
Jóhanns Sigurjónssonar og
Kristmanns Guðmundssonar
eru taldar i þeirri röð, sem þær
komu á islenzku, en rit Guð-
mundar Kambans i réttri tima-
talsröð. Fer mun betur á þvi,
enda liða oft mörg ár, jafnvel
áratugir, frá fyrstu útgáfu
erlendis, þar til bækurnar koma
á islenzku. Með þvi að fylgja röð
Islenzkra útgáfna reynist les-
endum miklu örðugra að afla
sér skipulegs yfirlits um skáld-
feril höfundanna. Hlýtur þó að
teljast einn megintilgangur
Hannes Pétursson.