Tíminn - 24.03.1974, Side 19

Tíminn - 24.03.1974, Side 19
♦♦♦+>♦++♦+ Sunnudagur 24. marz Í97<*. '■'tí'mínn 19 aa^sm verðtrygct — HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS 1974 20. mar« 1(74 ttl gfalddaga bréf* þttu 20. mar* 1004. HlSaO ar «IS akráningu Hag tlotu ftlarxtt é vititðlu framtaanlukottnaSar. £ ^KlUMttg VERÐTRYGCT 9 HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS *B*g Skuldabrél þalta ar hlull tvS hundruB og flmmtlu millién króna tkuldabrélalént riklttjóðt VagatióSa og ar galiS út aamkvamt halmlld I IJérlðgum tyrlr érlS 1974, abr. ISg um akattalaga maSfarS varSbréfa o. IL, aam rlklaaJÓSur jalur Innanlanda, fré mara t#74, um IJérðflun Ul vajja- og brúajarSa é SkalSaréraandl, ar —* *“*------------— um fjérðflun Ul vaga- og brúaoarSa é SkalSaréraandl, ar opnl hrlngvag um lan RfklaaJÓSur ar akufdugur handhalj feftaa rtuldabréty un^ hfó þvmrxl kfýflur. skuldabref. RiklatJÓSur andurgralStr akuldlna maB varSbótum I hlutfalll vlB þé hakkun. ar kann aB varSa é lénaUmanum é þalrrf vial- , i framfanlukottnaSar, or raknuS ar 20. mara 1974 Ul gjalddaga bréfa þaaaa 20. mara 1994. MlSaS ar vlS tkrénlngu Hagttofu Itlanda é vlaltStu framtmralukoal 1974 Ms5±( VERÐTRYGCT HAPPDRÆJmSLÁN RÍKISSJÓÐS 1974 S xJJIIIlíf m é þalrrl vla+ iréfa þaaaa 20. þatta, akal hana vttJaS Innan fJSgurra éra FJérmélaréSunaytlS, 20. mara 1974. lidrmdlardðherra rdðuneytiutjóri Bréfín Drllðt biliö Framkvæmdir viö vega- og brúagerð á Skeiðarársandi vegna hringveg- arins hafa gengið samkværrit áætl- un. Þessar framkvæmdir eru fjár- magnaðar með fé, sem inn kemur fyrir happdrættisskuldabréf ríkis- verið beðið eftir þeirri brú, sem nú er að verða að veruleika. Enn vantar nokkuð á, að bilið sé brúað, þess vegna eru nú til sölu brúar yfir Skeiðará, sem mun verða lengsta brú landsins, 900 metra allt verðtryggð happdrættisskulda- bréf rikissjóðs, þau kosta 2000 krónur. Brúum biiið. W SEÐLABANKI ISLANDS Sjaldan gerum við okkur grein fyrir ýmsum þeim verðmætum, sem land okkar hef ur upp á að bjóða, teljum það jafnvel meðal allra fátækustu landa heims. Það má samt benda á sitthvað, sem aðrar þjóðir geta sannarlega öfundað okkur af. % Mér er þar efst i huga þetta hreina loft, sem viö öndum að okkur, þetta tæra vatn, sem viö drekkum og höfum meira en nóg af. Svo langt erum við reyndar komnir, að við erum teknir að flytja vatnið okkar út, þeim þjóðum til handa, sem ekki hafa lengur tært vatn, sökum mengunar. Það er þess vegna þeim mun erfiðara fyrir okkur að skilja ástæðu^ eins og fyrirhendi eru i Mið-Afriku, þar sem þurrkar hafa um langan tima plagað landslýð. Þar rikir algjört neyðarástand , búpeningur drepst og börnin svelta heilu hungri,eins og fram kom i mynd þeirri, sem sjón- varpið sýndi nýlega. Manni rennur til rifja eymd þessa fólks, sem nú lifir aðallega á molum þeim, er hrjóta af borðum menningarþjóðanna svokölluðu, biða dægrin löng eftir fornfálegri eimlest, sem alltaf er að bila, en hún skyldi vera hlaðin gjafamatvælum, sem siðan er skammtað meðal þessa hungraða fólks. Svo var einnig sýnt hvað stjórnvöld heimamanna hefðust að til að létta örbirgðinni af fólkinu, en það var þá helzt að byggja hótel eða aðra aðstöðu til móttöku erlendra ferðamanna. Nú fer maður að skilja merkingu þess, þegar talað er um vanþróaðar þjóðir. Hér þarf að koma til sterk samhjálp þjóðanna, hinar auðugri geta auðvitað hjálpað, gera það lika, en bara ekki i nógu rikum mæli. Ýmsar þær gjafir, sem gefnar eru i þessu augnamiði, hafa þvi miður svo sorglega oft lent annars staðar en þeim var i upphafi ætlað, orðið til hjá alls konar milliliðum. Það er sem sé ekki nóg að gefa, það þarf að sjá um að matvælin komist alla leið, mér liggur við að segja standa yfir þessum hungruðu meðbræðrum okkar, meðan þeir neyta þess matar, sem við sendum þeim. Þessir menn eiga nefnilega rétt á að lifa eins og við. Mér þótti kenna nokkurrar kaldhæðni hjá sjónvarpsyfir- völdum valið á þvi efni, sem kom á eftir þessari mynd um hungrið og eymdina I Mið- Afriku, en hún fjallaði um fóstureyðingar. Þar var greint frá aðferðum við fóstureyðingar og sýndar myndir af slikum aðgerðum. Þessi mynd kom frá Svium, eins og annað gott. Sviar eru meðal auðugustu þjóða hins vestræna heims, þess vegna er það með öllu óskiljanlegt, að þeir skuli ekki hafa ástæður til að eignast börnin sin, heldur verði til þess að eyða þvi lifi, sem þegar er kviknað i móður- kviði. Breytingar á löggjöf um fóstureyðingar hafa verið á dagskrá i sölum Alþingis, og hnigur lagabreytingin i átt til rýmkunar. Þetta er sem sé harla óglæsileg mynd, annars vegar deyja börnin úr sulti, meðal vanþróaðra þjóða vegna alls kyns eymdar og stjórn- leysis, hins vegar er það menntaði maðurinn,sem drepur börn sin i móðurkviði. Hvað skyldi annars vera orðið um hinar göfugu siðgæðishugsjónir, sem trúarbrögðin boða? Þátturinn „Landshorn” s.l. föstudag kom inn á ýmis mál, sem nú eru á döfinni,og upplýsti margt áður ókunnugt. Samkvæmt þvi, sem þar kom fram, eru nú gömlu hverfin meira og minna að leggjast i eyði, fólksfækkun hefur orðið þar mikil. Astæðan er talin sú, að lánveitingar hafa ekki nað til eldri ibúða, heldur aðeins nýbygginga Auðvitað þurfa allir þak yfir höfuðið, en hversu miklar fórnir hefur það ekki kostað marga? Þeir eru vist ófáir heimilisfeðurnir sem misst hafa heilsuna i byggingarstriðinu, þau eru vist lika ófá, blessuð börnin, sem ekki hafa fengið notið eölilegrar umönnunar, sökum þess að foreldrar þeirra hafa bæði unnið úti hörðum höndum myrkranna á milli, til þess að geta staðið undir vöxtum og afborgunum af húsnæði þvi, sem þeir hafa komið upp. Orsakir þessa eru oft þær, að ibúöirnar eru svo stórar og iburðarmiklar, eru og eiga að þvi er virðist að vera dugnaðar- og velmegunartákn. Umgiörðin um heimiliö. bennan hornstein þjóðfélagsins skyldi þvi glæsileg vera. Það mætti af þessu ætla, að ménn ætluðu sér um of, byndi sér of þunga bagga með þessu. En þá kemur blessuð hjálpin, sem af himnum send. Það er svo einkennilegt meö þessa blessaða hjálp, að flestir bölva henni, jafnvel þótt hún hafi forðað mörgum hús- byggjandanum frá magasári eða kransæðastiflu. Þessi hjálp er dýrtiðin, sem hefur langa hrið verið þess valdandi, að menn hafa á tiltöluíega skömmum tima komizt yfir öröugasta hjallann við afborganir á skuldum sinum. Vilmundur Gylfason er góður sjónvarpsmaöur, kemur oft meö atriði, sem eru umhugsunarverð. Hann spurði forsvarsmenn múrara og trésmiða nokkurra spurninga, einkum um „uppmælingar- aöalinn” svonefnda. Einhvern veginn fannst mér, að þessir aðilar þ.e. spyrjandi og þeir, sem fyrir svörum voru, töluðu hvor sitt tungumálið. Iðnaðar- mennirnir mótmæltu þvi eindregið, að stétt þeirra hefði hátt kaup, þótt i uppmælingu væri, siður en svo. Auðvitað sannaði þetta aðeins hið forn- kveðna, að „það er enginn bóndi, sem ekki kann að berja sér”. Siðast i þessum sama þætti, var svo bifreiðainnflutningur gerður að umræðuefni. Hann er með allra mesta móti þessa siðustu daga og ástæðan talin vera ótti við gengisfellingu. Þegar slikur ótti gripur um sig, virðist mönnum ekki vera fjár vant. Já, þessir blessaðir bilar, þá held ég, að þar sé nú eitt metnaðarmálið. Fjöiskyldu- billinn er i sumum tilvikum nauðsynlegur, einkum þar er vegalengdir til og frá vinnustaö eru miklar, en hann gegnir lika öðru hlutverki, sem er það aö vera stöðutákn. Hann er sem sé staðfesting á vissum áföngum i lifskjarakapphlaupinu. Margt af þessum farartækjum, sem við erum að keppast við að eignast — eru alls ekki byggð fyrir malarvegina okkar, enda er stór hluti þjóðvegakerfisins oft ekki fær nema jeppum. Ending þeirra er lika eftir þvi. Kjartan Sigurjónsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.