Tíminn - 24.03.1974, Síða 24
24
TÍMINN*
Sunnudagur 24. marz 1974.
Blómleg byggö Chiliying samyrkjubúsins
Samyrkjubúskapurinn
Nokkrir akuryrkjusérfræðingar kanna maisuppskeruna.
hefur orðið fólkinu
í Chiliying til góðs
Menningarbyltingin hefur haft
miklar breytingar i för með sér
fyrir fólkið i Kina. Afkoma þess
hefur batnað mikið, ef trúa má
frásögnum þaðan, og fólkið litur
framtiðina mun bjartari augum,
en það gerði fyrir byltinguna.
Mao formaður kom i heimsókn til
nýstofnaðs samyrksjubús i ágúst
1958. Samyrkjubúið nefnist Chili-
ying og er I Honan-héraði. Mao
gladdist yfir stofnun búsins, og
óskaði fólkinu góðs gengis.
Rúm fimmtán ár eru liðin frá
þessari heimsókn, og breyting-
arnar i Chiliying hafa orðið ótrú-
legar. Efnahagur ibúanna hefur
breytzt mjög til batnaðar, og
framleiðslan hefur margfaldazt.
Agæti samyrkjubúskaparins hef-
ur komið betur og betur i ljós með
hverjum deginum, sem liðið hef-
ur.
Gestur i Chiliying sér, hvert
sem litið er, græna trjátoppa,
blómlega akra og vatnsveitur,
sem færa ibúunum nægilegt vatn,
hvenær sem þess er þörf. Allt er
þetta mun betra heldur en það
var fyrir menningarbyltinguna,
og þessi áfangi hefur einungis
náðst vegna samvinnu ibúanna
allra. Alls staðar má sjá mais
vaxa, hrisgrjóna- og bómullar-
ekrunar ná einnig yfir stór land-
svæði, og uppskeran hefur verið
einhver sú bezta, sem um getur i
öllu Kinaveldi.
Chiliying er við Gulu ána, og
jarðvegur er þar siður en svo góð-
ur. Þar eru oft miklir þurrkar, en
þó kemur einnig fyrir, að þar
rigni svo mikið, að uppskeran sé i
hættu, ekki siður vegna vatns-
flaumsins en þurrkanna. Haustið
1956 rigndi til dæmis samfleytt i
tuttugu daga. Afleiðingin var sú,
að bómullarframleiðslan fór i
hundana það árið. Einhverju
hefði þó mátt bjarga, ef samvinna
fólksins i þorpum og sveitum
hefði verið nægileg, en það var
hún ekki orðin þá, þvi samyrkju-
búið var ekki komið til sögunnar.
Þess vegna dró mikið úr heildar-
framleiðslunni, og það hafði áhrif
á afkomu fólksins.
Þegar samyrkjubúið var svo
stofnað árið 1958, var ibúunum,
sem eru um 50 þúsund talsins,
skipt niður i 38 framleiðslueining-
ar, sem hver um sig hafði yfir að
ráða miklu ræktunarlandi.
Ræktunareiningarnar eru mjög
misjafnar, og landið er viða lé-
legt, eins og áður segir. Þó hefur
hver eining innan samyrkjubús-
ins gert sitt til þess að auka og
bæta framleiðsluna, og það hefur
sannarlega tekizt. Land hefur
verið rutt, og akrar komið i stað
óræktarlandsins.
Til þess að hægt sé að rækta
landið þarf vatn, og þess vegna
hefur orðið að koma vatnsveitu-
málum Chiliying i rétt horf. Vatn
hefur alla tið verið fengið úr Gulu
ánni, en til þess að það megi
takast, þarf áveituskurði um
landið þvert og endilangt. í
upphafi var nokkuð um áveitu-
skurði i Chiliying, en þeir nýttust
engan veginn til fulls. Dag
nokkurn voru hvorki meira né
minna en 10 þúsund menn settir i
það að styrkja'áveituskurðina og
lagfæra þá, eins og þurfti. Menn-
irnir grófu 320 minni áveituskurði
út frá heildaráveitukerfinu, og
einnig mikinn fjölda smáskurða.
Eftir það var hægt að veita vatni
svo til hvert sem var yfir land
samyrkjubúsins. Einnig var
grafinn mikill fjöldi brunna. Nú
er svo komið, að 90% landsins er
ræktanlegt, og það hvort sem ekki
kemur dropi úr lofti i 100 daga
samfleytt eða þótt úrkoman
komist i 200 mm á einum einasta
degi. Það er jafnt hægt að veita
vatni yfir landið i þurrkatið sem
dreifa þvi af hágkvæmni, þegar of