Tíminn - 24.03.1974, Síða 32

Tíminn - 24.03.1974, Síða 32
GKÐfl fyrirgóúan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS j ^------ ' í sólskinsskapi i skammdeginu er birtan naum, en svo fer sól sunnan, og áOur en varir eru komnir langir dagar og bjartir, og alit fær létt yfir- bragð. Þeim, sem inni vinna, verður tiðlitið út um gluggann, og beri nú svo tii, að musk og móða sé á rúðunum, þá er ráðið vita- skuid að pússa þær ærlega, svo að vorboðinn fari ekki fram hjá manni, þótt innan grárra steinveggja sé. Þetta hefur hann lfka gert, náunginn hérna á myndinni. Við sjáum, að hann gengur rösklega aö verki. Einbeitnin I dráttun- um kringum munninn ieynir sér ekki. Timamynd: Róbert B.T. um færeyskar stúlkur í Khöfn: Andúð og lítils- virðing hrekur þær í glötun „MEÐ ALLS KONAR rangsleitni og auðmýkingum eru ungar og einmana stúlkur frá Færeyjum hraktar út i drykkjuskap, skækju- lifnað og eiturly f janey zlu”. Þannig kemst þrjátiu og sjö ára gömul, færeysk kona að orði i blaðaviðtali I Berlingske Tidende. Þessi kona er danskennari og hefur lengi átt heima i Kaup- mannahöfn. — Ég þekki margar stúlkur, sem komu til stórborgarinnar úr litlum byggðum heima i Færeyj- um með bjartar vonir og glæsta drauma. En vonbrigðin uröu mik- il, er þær urðu þess áskynja, hvað beið þeirra: kuldi og óvirðing. 1 kránum i Nýhöfninni, heldur konan áfram, fara færeyskar stúlkur upp á borðin, kasta klæö- um og dansa naktar. Hvers vegna? Alls ekki af þvi, að það sé skemmtilegt, heldur i örvænt- ingu, svo að einhver gefi sig að þeim og tali við þær. Sjálf segist konan oft hafa átt erfitt með að fá vinnu — einungis af þvi að hún er færeysk. Jafn- skjótt og það vitnast, hvaöan hún er kynjuð, kveðst hún eiga upp- sögn yfir höfði sér. Þegar hún ræddi við Berlingske Tidende, var hún nýbúin að frá bréf frá sið- asta vinnuveitanda sinum, þar sem henni var tjáð, að hún þyrfti ekki að koma oftar til vinnu. — Ég var sjálf gift dönskum manni, sem ég kynntist heima i Þórshöfn og fór meö honum til Kaupmannahafnar. Móðir hans fyrirleit mig frá upphafi, og sjálf skildum við aldrei skaplyndi hvors annars. Og svo skildum viö. OG MIKLU VELDI ÞESSAR myndir sem hér birtast eru af þvi, sem eftir er til minja um veldi Duus i Keflavik — veldi, sem telja má, að staðið hafi í heila öld og fjórðungi betur — allt frá aldamótunum 1800 til ársins 1920. — Það má segja, að veldi Duus i Keflavik hefjist með Bátsanda- flóðinu árið 1799, sagði Helgi S. Jónsson, er við leituðum fræðslu hjá honum um þessi efni. Siðasti Duusinn, Hans Peter Duus, gafst upp árið 1920, og þá keypti Matthias Þórðarson frá Móum eignirnar. Eftir nokkur eigna- skipti gengu þær til Útvegsbank- ans, og nú eru húsin i eigu Kefla- vikur h.f. Lóðir og lendur, aðrar en þær, sem húsin standa á, keypti Keflavikurbær fyrir fjór- um eða fimm árum/ Hið elzta af Duushúsunum er frá árinu 1887, en önnur yngri, en sum hafa verið rifin á seinni ár- um, sagði Helgi. Hlaðni veggur- inn, sem nú er felldur inn i nýlega byggingu Keflavikur h.f. er frá arinu 1920 — einmitt þegar siðasti Duusinn var á förum úr landi. Þetta var garðveggur, og hann hlóð Simon Eiriksson steinsmið- ur, en efni allt i vegginn var dreg- iö ofan úr heiði. t húsunum er nokkuð af minj- um frá fyrri tið. í gömlu vöru- skemmunni er til dæmis enn geysistórt hjól, sem notað var til þess að lyfta vörum og draga þær inn, sagði Helgi að lokum. Þetta eru Duus-húsin I Keflavik, eins og þau nú eru (efri myndin). Ajneðri myndin&i sést, hvernig gama'l, hlaðinn steinveggur hefur verið felldur inn inýbyggingu Keflavfkur h.f. við Dúsgötu. —Tlmamyndir: GE. HÉR DROTTNAÐI DUUS MEÐ MAKT

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.