Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 2
TÍMINN » r.;’ • T . Þriðjudagur 14. mai 1974. Þriðjudagur 14. maí 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Það er nú einu sinni svo, að maður á ekki að vera að krefjast of mikils af tilverunni, allra sizt i ástamálunum. Það getur vel verið, að þér finnist ekki allt vera sem bezt i þeim efnum, en þú skalt skoða hug þinn betur. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það litur út fyrir, að i dag séu möguleikar á þvi að ný kynni myndist, ný og ánægjuleg kynni i einhverjum hópi, þar sem gamlir kunningjar blandast nýjum. Ætli það sé ekki i sambandi við samkvæmi i kvöld, eða eitthvað svoleiðis. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það skyldi þó ekki vera, að þú hefðir meiri peninga handa á milli i dag, eða þessa dagana, heldur en vanalega? Sé svo, væri alls ekki óskynsamlegt af þér að gera „nauðsynleg innkaup” núna. Það er fremur hagstætt. Nautiö: (20. april-20. mai) Það er eitthver atriði, að likindum i sambandi við viðskiptamál eða fjármál, sem þú ert ekki öruggur um. Þú skalt hætta að fálma þig áfram I i blindni en kappkosta að komast fyrir hið sanna og rétta eöli málsins. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þetta er afskaplega ánægjulegur dagur, i flestu tilliti, ef til vill þó einkum i ástamálunum, og óhætt að fullyrða það, að þú komist eins nálægt þeim, sem þú elskar, og þú yfirleitt getur mögu- lega komizt. Krabbinn: (21. júní-22. júli) Þetta er nú heldur sviplitill dagur, og þú skalt ekki gera þér miklar vonir um, að það skipti sköpum, sem gerist i dag. Jafnvel þó að þú reyn- ir að breyta atburðarásinni, eru ekki miklar likur til að það takist. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Við fáum ekki betur séð, en að þú þurfir ekki að vera með fjárhagslegar áhyggjur i dag, þvi að áður en peningarnir ganga til þurrðar, áskotnast þér aðrir, og þú getur framkvæmt það, sem þú ætlaðir þér án fyrirhafnar. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það litur út fyrir, að um sé að ræða eitthvað i daglegum störfum þinum, sém þú verður að taka til nánari athugunar. Liklega verður þú að skipuleggja það algjörlega að nýju, eða jafnvel breyta þvi gjörsamlega frá grunni. Vogin: (23. sept-22. oktj Eitthvert er það atriði, að likindum i tilfinninga- málunum, sem þú hefur naumast vogað þér að láta þig dreyma um, að myndi rætast, sem skýt- ur upp kollinum mjög óvænt I dag og veldur þér mikilli ánægju. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú skalt gæta þess að vera ekki alltof hrein- skilinn i dag, enda þótt þú kunnir að vera annarrar skoðunar en einhver vinur þinn eða einhver þér nákominn, sem auðvelt er að særa og tekur nærri sér það, sem þú segir. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Núna allt i einu lagast f járhagurinn mjög óvænt. Það er rétt eins og þér berist upp i hendurnar einhver fjárupphæð, sem þú áttir alls ekki von á, að minnsta kosti er hér um að ræða hagnað, sem skiptir máli. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Það gengur nú ekki allt jafn vel þessa dagana, en það skiptir þó alltaf mestu máli, að þú skulir gera þitt bezta, og að þú skulir hljóta viður- kenningu, en það færð þú i dag, og hana ekki litla, að þvi er virðist. t 14444 ‘K mmm 25555 BÍLALEIG CAR REWTAL A Sviðsettir leiðarar Leikfélag Reykjavíkur: Minkarnir eftir Erling E. Halldórsson Leiktjöld: Steinþór Sigurðsson Tónlist og leikhljóð í umsjó: Atla Heimis Sveinssonar Leikstjórn: Þorsteinn Gunnarsson Fæstir munu lesa leiðara i is- lenzkum dagblöðum sér til verulegrar ánægju og stefnu- fastrar og haldgóðrar skoðana- myndunar. Sá andlegi' kostur, ef andlegur getur kallazt, sem þar er á borð borinn, þykir almennt helzti bætiefnasnauður, undir- stöðulitill og leiðigjarn. Það er einlægt sami grauturinn i sömu skál. Eldamennska brasaranna einkennist öðru fremur af starfsleiða og áberandi skorti á nýjum og ferskum hugmyndum og vinnubrögðum. Dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár er sömu gömlu tuggunni þröngv að ofan i mann. Nú hefur Erlingi E. Halldórs- syni dottið það snjallræði i hug að sviðsetja leiðara eða færa þá i leikform fyrir skoðanabræður sina og systur, og hlýtur það að vera þeim mikill akkur og raunabót i prentaraverkfallinu, sem aðrir eru svo ósvifnir að blessa. í niu „nýstárlegum” leiðurum deilir leikskáldið, eða réttara sagt ieiðarahöfundurinn, Er- lingur E. Halldórsson af þrálátu vægðarleysi og einhyggju á ásælni erlends stórveldis, her- setu þess hér á landi svo og á siðspillingu sjálfra lands- manna, sem sigldi i kjölfarið ásamt óhjákvæmilegu her- mangi og ófögru braski á öllum sviðum. Þótt of margir Is- lendingar hafi þannig gert samning við Satan, og glatað sjálfsvirðingu sinni, er ánægju- legt til þess að vita, að enn séu til menn á borð við Erling E. Halldórsson, sem standa örugg- an vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar og sóma og eru ávallt jafn búnir og boðnir til að bægja öllum óvættum frá ströndum landsins hvort heldur þær koma úr austri eða vestri. Þetta eru sannar hetjur og tslendingar. Sumum þykir boðskapur höf- undar bera nokkurn keim af prédikun i sértrúarsöfnuði og áróður hans þvi einkennast um of af villu og svima, þröngsýni og ofstæki. En hvaða vit hafa þessir náungar á þvi? Veit ekki Erlingur lengra en nef hans nær? Bernhard Shaw og Bertolt Brecht náðu jafnan meistara- legum tökum á viðfangsefnum sinum, þótt þau væru sum hver af stjórnmálalegum toga spunn- in. Enda þótt Erlingur E. Halldórsson hafi farið i smiðju til hins siðarnefnda hefur hann auðsæilega ekki haft erindi sem erfiði. Lærisveinn Brechts lætur til að mynda ggingu og per- sónusköpun, leiKþráð og senni- lega atburðarás lönd og leið. I þess stað setur hann fáránlegt öngþveiti i öndvegi og leikur sér að illa gerðum leikbrúðum. Vilji skáld brjóta leikreglur, ryðja nýjar brautir eða gerast hefð- rofi eins og Brecht og ef til vill arftaki hans, verður það að hafa meira til brunns að bera heldur en Erlingur E. Halldórsson. Mönnum væri ef til vill hollt að minnast þeirra sanninda, að „góður málstaður” og listfengi eru ekki samvaxnir tviburar. Þrátt fyrir ótviræða hæfileika og bezta viljá góðra leikenda eins og t.d. Guðrúnar Stephen- sen, Helgu Bachmann, Jóns Sigurbjörnssonar, Guðrúnar Asmundsdóttur og Karls Guð- mundssonar svo að nokkrir séu nefndir tekst ekki að blása lifs- anda i þessa misheppnuðu hug- smið Erlings E. Halldórssonar. Enda þótt Þorsteinn Gunnars- son sé ákaflega vel verki farinn i flestum greinum leiklistar reyndust Minkarnir honum ekki siður erfiðir viðfangs en leikendunum. Þegar öllu er á botninn hvolft, er tæplega við betra að búast, þar sem þetta ófullburða ádeiluverk er litið annað en frumdrög að uppkasti að leikriti. Leikfélag Reykja- vikur er svei mér kjarkað að bera þetta hráæti á borð fyrir almenning. Sýningin er i siðasta orði sagt sú hrútleiðinlegasta, sem undirritaður hefur séð á liðandi leikári, er hefur þó ekki fram til þessa af ýkja mörgum finum dráttum að státa. Rétt er að taka það fram, að höfundur- inn einn á alla sök á þeim miklu leiðindum. Erlingur E. Halldórsson prédikar bara og prédikar leikinn á enda. Það liggur sjálft við, að hann prédiki mann upp úr sætinu. R-vik 7. april Halldór Þorsteinsson Bændur Við seljum dráttar- vélan búvélar og allar tegundir vörubila BÍLASALAN Bræðraborgarstig 22 Simi 26797. Fyrstir á morgnana BORGARTUN ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.