Tíminn - 14.05.1974, Qupperneq 19

Tíminn - 14.05.1974, Qupperneq 19
Þriðjudagur 14. mai 1974. TÍMINN 19 Reykja- víkur- meist- arar... REYKJAVÍKURMEISTARAR Vikings. Aftasta röð: Tony Sanders þjálfari, Stefán Halldórsson, Óskar Tómasson, Ólafur Þorsteinsson, Gunnar örn Kristjánsson, Þórhallur Jónas- son, Hafliði Pétursson og Helgi llelgason. Miðröð: örn Guðmundsson, Gunnar Gunnars- son, ögmundur Kristinsson og Eirikur Þorsteinsson. Fremsta röð: Bjarni Gunnarsson, Jóhannes Bárðarson, Kári Kaaber, Diðrik ólafsson, Magnús Þorvaldsson og Jón ólafsson fyririiði (Timamynd G.E.) ------> mm 1 «9fej J jj jm W tm.***> il m „Týndi sonurinn er kominn heim" — sagði gamall Vfkingur, þegar Víkingsliðið tók á móti Reykja víkurmeistaratitlinum. Litla austurbæjarliðið er orðið stórveldi „TÝNDI sonurinn er kominn heim, eftir 34 ára útlegð”, sagði gamall Vikingur, þegar Vikings- liðið tók á móti Reykjavíkur- meistaratitlinum I knattspyrnu á sunnudaginn. Það eru nú liðin 34 ár slðan Vikingur hlaut slðast Reykjavikurmeistaratitilinn — en það var árið 1940. Vikingsliðið, sem tók á móti titlinum á sunnudaginn, hefur þvi hlotið sæmdarheitið bezta knattspyrnu- lið Reykjavikur. Liðið er vel að þvi sæmdarheiti komið, þvl að það hefur verið áberandi bezta liðið I Reykjavlkurmótinu. Það var sagt fyrir nokkrum árum, að Vlkingsliðið væri efnilegt lið — nú er liðið ekki lengur efnilegt. Vik- ingsliðið er orðið fastmótað lið, sem gefst ekki upp fyrr en I fulla hnefana. t liðinu eru leikmenn. sem hafa næmt auga fyrir sam- <--------------- „HAT TRICK”—JÓI...Jóhannes Bárðarson heldur á tákni Reykja- vlkurmeistaratitilsins. (Timamynd G.E.) leik og eru ákveðnir og baráttu- glaðir. Litla austurbæjarliðið er nú búið að skipa sér á bekk með beztu knattspyrnuliðum landsins. Það er greinilegt, að enski þjálf- arinn Tony Sanders hefur haft góð áhrif á Vlkingsliðið, þann stutta tima, sem hann hefur stjórnað þvl. Það hvllir ró og festa yfir Vfkingsliðinu, og er það ekki einmitt aðalsmerki góðs knattspyrnuliðs? Vikingsliðið, sem vann Reykjavikurmótið með yfirburðum, þarf ekki að kviða framtiðinni — það verður gaman að fylgjast með þvi I sumar. Jóhannes Bárðarson, sem skor- aði 17 mörk á siðasta keppnis- timabili, var maður Vikings á sunnudaginn, þegar það vann UEFA-liðið Val 4:0 á Melavellin- um. Hann skoraði þrjú mörkog varð fyrsti leikmaðurinn til að skora „hat trick” á keppnistima- bilinu. Fjórða mark Vikings skor- aði ungur og efnilegur unglinga- landsliðsmaður, óskar Tómas- son. Vikingsliðið skoraði alls 11 mörk i Reykjavlkurmótinu, en fékk ekkert á sig. — SOS. „Galdramaðurinn fró Englandi"... — Hooley vekur athygli í Noregi „GALDRAMAÐURINN frá Englandi" er Joe Hooley, fyrrum þjálfari Kef lavíkurliðsins, nú kallaður í Noregi. Eins og menn muna gerðist Hooley þjálfari i Noregi, eftir að hann hafði svik- ið KR-inga. Hooley tók við 1. deildar liðinu Molde, sem tryggði sér 1. deildar sæti á síðasta keppnistímabili, og leik- ur liðið nú í fyrsta skipti í 1. deild. Fyrsti leikurinn, sem Molde lék i 1. deildinni norsku, var gegn bikarmeisturunum Strömgodset, og var bikar- meisturunum spáð öruggum sigri. Það varð annað upp á teningnum, þvi að strákarnir hans Hooley komu, sáu og sigruðu 3:1. Eftir þennan sig- ur Molde var mikið talað um Hooley i norsku blöðunum og honum likt við galdramann. Nú, þegar fjórar umferðir eru búnar i norsku keppninni, er Molde i einu af efstu sætun- um. Liðið hefur aðeins tapað einum leik — gegn norsku meisturunum Vikingi. — SOS. Marteinn hóf keppnis tímabilið ★ Hann skoraði fyrsta markið i ór ★ Steinar er byrjaður að hrella markverði MARTEINN GEIRSSON, landsliðsmaðurinn snjalli úr Fram, hóf knattspyrnu- keppnistímabilið með því að verða fyrstur til að skora mark á timabilinu. Marteinn, sem hefur verið þekktur fyrir að skora með skalla, skallaði knöttinn að sjálfsögðu i netið, í fyrri leik Fram og og Vals í meistarakeppni KSi. Þessi sterki miðvörður, sem er oft stórhættulegur uppi við mark andstæðinganna, MARTEINN GEIRS- SON.fyrsta mark ársins. skoraði tvö mörk í meist- arakeppninni. Steinar Jóhannsson, marka- kóngurinn mikli úr Keflavik, sem skoraði 34 mörk sl. keppnistima- bil, er nú byrjaður að senda knöttinn i netið af fullum krafti. Hann skoraði þrjú mörk i meist- arakeppninni, en hefur nú skorað 6 mörk á keppnistimabilinu. Félagi hans, Ólafur Júliusson, varð fyrstur manna til að skora mark beint úr hornspyrnu — en það gerði hann i fyrri leik Fram og Keflavikur. Fyrstur til að skora sjálfsmark á keppnistimabilinu varð Jón Pétursson, fyrirliði Fram. Hann skoraði jöfnunarmark gegn Val, 1:1, þegar aðeins 25 sek. voru til leiksloka i fyrri leik liðanna. Félagi hans, Ómar Arason, varð fyrstur til að fá bókun á keppnis- timabilinu. — SOS. Loka- staðan Lokastaða Reykjavikurmótsins varð þessf; Vikingur 5 4 1 0 11:0 9 KR 5 4 0 1 11:3 8 Fram 5 3 1 1 8:5 7 Valur 5 1 1 3 9:11 3 Þróttur 5 1 1 3 3:9 3 Armann 5 0 0 5 3:15 0 Markhæstu menn: AtliÞórHéðinsson, KR 4 Kári Kaaber, Vikingi 4 Hermann Gunnarsson, Val 3 Jóhannes Bárðarson, Vik. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.