Tíminn - 14.05.1974, Side 10

Tíminn - 14.05.1974, Side 10
10 TÍMINN Þri&judagur 14. mai 1974. ÁBYRGÐARLEYSI STJÓRNARANDSTÖÐ- UNNAR í FJÁRMÁL- UM ÍSL. RÍKISINS Timinn átti um heigina viötal við Halldór E. Sigur&sson, fjármálaráöherra, um rikisfjár- málin og ábyrgöarleysi stjórnar- andstöðunnar i meöferð þeirra á Alþingi eftir að Bjarni Guönason yfirgaf stjórnarherbúöirnar og gekk I lið meö fjendunum og veitti þeim stöövunarvald I neöri deiid. Fer vi&taiiö við fjármálaráðherra hér á eftir: — Hvernig likaði þér Halldór þinghaldið, sem nú er nýlokið? — Þetta þinghald verður mér minnisstætt fyrir margra hluta sakir. I fyrsta lagi er það, að ég hef verið þannig settur, að ég hef haft með þau mál að gera i rikis- stjórninni, sem snúa að tekjuöfl- un rikisins og fjármál þess yfir- leitt og það sem stjórnarandstað- an lagði höfuðkapp á, var að nota aðstöðuna, sem hún fékk i neðri deild Alþingis eftir að Bjarni Guðnason snerist á sveif með henni og gegn stjórninni. Þessa aðstöðu notuðu þeir stjórnarand- stæöingar til að koma i veg fyrir tekjuöflun umfram það, sem áður var lögbundið. EFTA OG EBE- samningarnir Hins vegar var tekjuöflunar- kerfið með þeim hætti, að nauð- syn bar til að breyta þvi og kom þar fyrst til, að skv. samningun- um við EFTA og EBE átti að koma til framkvæmda tollalækk- un á aðfluttum vörum frá þessum löndum þann 1. janúar sl. Ef við þetta hefði eingöngu ver- iðstaðið, þ.e. tollalækkanir vegna EFTA og EBE-samninganna, og engar aðrar breytingar gerðar á tollskránni, hefði þetta ekki þýtt nema um 200 milljóna króna tekjutap fyrir rikissjóð á þessu ári. Mólið var stærra Hins vegar var öllum það ljóst og sú stefna var mörkuð þegar EFTA-samningurinn var gerður, að þaö yrði að búa islenzkan iðnað undir aukna samkeppni með þvi að lækka tolla vegna véla- og að- fangakaupa iðnaðarins meira en næmi þessari tollalækkun á vör- um frá EFTA og EBE. Jafnhliða kom svo i ljós, þegar farið var að vinna að málinu, að óhugsandi var að halda uppi svo háum fjár- öflunartollum, sem við höfðum haft á vörum frá þeim rikjum, sem kaupa mest af útflutningsaf- urðum okkar, eins og Bandarikin og Sovétrikin, svo hjá þvi varð ekki komizt að lækka toll frá þessum rikjum þannig að hlut- fallið á milli þeirra og EFTA og EBE tolla raskaðist ekki. Stuðningur við iðnaðinn Sú ákvörðun var tekin, að lækka eða jafnvel fella niður verulegan hluta, af tollum vegna aðfanga og véla til islenzks iðnað- ar. Sú stefna var mörkuð, aö það, sem nú stendur eftir af þessum tollum skuli falla alveg niður árið 1976. Þegar tollskrárbreytingin var orðin þetta mikil var tekju- tap rikissjóðs vegna tollalækkana i heild orðið milli 600 og 700 milljónir króna. 1 % söluskattur Þvi var ákveðið i rikisstjórn- inni, að mæta þessu tekjutapi með einu prósentustigi i sölu- skatti. t þeirri ákvörðun fólst það eitt aö fylgja fram þeirri stefnu, sem mörkuð var af viðreisnar- stjórninni, en sú stefnumörkun kemur skýrt fram i ræöum þáver- andi fjármálaráðherra og við- skiptaráðherra þ.e. að fara yrði i framhaldshækkun á þessum toll- um meö hækkun á söluskatti. Millirikjasamninga verður að halda Ég leit alltaf svo á og geri enn, að millirikjasamninga, sem is- lenzka rikið gerði verði umfram allt að halda, og fylgja fram þeirri meginstefnumörkun, sem ákveðin er við gerð slikra samn- inga. Það hefði kostað brot is- lenzka rikisins á samningum við tugi erlendra viðskiptaþjóða okk- ar, ef islenzka rikisstjórnin hefði ekki lækkað þessa tolla eins og gert var ráð fyrir samkvæmt þeim samningum, sem gerðir höfðu verið og jafnframt hefði það orðið islenzkum iðnaði óbæri- legt, ef tollalækkunin hefði aðeins náð til vara frá EBE og EFTA en ekki til annarra viðskiptalanda okkar. Ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar Stjórnarandstaðan, sem stóð fyrir samningunum við EFTA á sinum tima og þóttist bera mikla umhyggju fyrir islenzkum iðnaði neitaði rikisstjórninni um tekju- öflun til að mæta þvi tekjutapi rikissjóðs, sem af tollalækkunun- um leiddi. Hún notaði stöðvunar- valdið i neðri deild til þess. Þvi var ekki um neitt annaö aö ræða, en að svikja millirikjasamninga og taka á sig þá áhættu, að hluti islenzks iðnaðar stöðvaðist, eöa að fjárhag rikisins yrði stefnt i halla sem tollalækkununum næmi. Rikisstjórnin ákvað að bjarga heiðri landsins út á við og um leið hagsmunum okkar i viðskipta- löndum okkar ásamt Islenzkum iðnaði. Þessi ákvörðun var ekkert sérlega geðsleg fyrir mig, eins og allir skilja, ef horft er til rikis- sjóös eins, sem mér var falið að gæta. Svik á samningum við aðr- ar þjóðir og atvinnuleysi og upp- lausn i islenzkum iönaöi voru al- varlegri hlutir að minu mati. Skattkerfisbreytingin — En það voru fleiri tekju- öflunarmál á Alþingi, þar sem ábyrgðarleysi stjórnarandstöð- unnar i meðferð rikisfjármála kom rækilega fram? — Annað stórmál, sem mikil átök urðu um á Alþingi var skatt- kerfisbreytingin. Ég haföi marg oft lýst þvi yfir, að ég væri reiðu- búinn til þess að lækka beinu skattana ef að rikisstjórnin fengi tekjur á móti með óbeinum skött- um, sem hefðu áhrif á kaup- gjaldsvisitöluna fremur en beinu skattarnir, en eins og kunnugt er hafa beinir skattar engin áhrif haft á kaupgjaldsvisitöluna en hækkun söluskatts myndi hækka hana að óbreyttum reglum. Viðræðurnar við ASÍ um skattamól Viðræður voru hafnar við ASI snemma á árinu 1973 um skatt- kerfisbreytingu. Þær viðræður féllu niður með Vestmannaeyja- gosinu og þeim afleiðingum, sem það hafði i för með sér i fjármál- um þjóðarinnar. 1 ályktun Reykholtsráðstefnu ASI á sl. hausti var m.a. óskað eftir viðræðum við rikisstjórnina um breytingu á skattkerfinu, sem fælu i sér iækkun beinna skatta. Af hálfu rikisstjórnarinnar vorum við Björn Jónsson og Lúövik Jósefsson tilnefndir i þessar viðræður. Auk þess tóku svo á siðara stigi málsins þátt i þeim hagrannsóknastjóri og ráðuneytisstjórinn i fjármála- ráðuneytinu. Af hálfu ASI tóku i fyrstunni forystumenn þess þátt i viðræð- unum, en á siðara stigi var kosin af hálfu ASI þriggja manna nefnd og fékk hún sér til aðstoðar tvo sérfróða menn um skattamál til að vinna að málinu með sér. Vísitölumálin Strax i upphafi viðræðnanna kom það fram, að rikisstjórnin gæti ekki beitt sér fyrir lækkun beinna skatta i krónutölu en sem næmi þeim tekjum, sem aflað væri I staðinn i rikissjóð með óbeinum sköttum og ekki færu inn i kaupgjaldsvisitölu fremur en beinu skattarnir. Fullur skilningur kom þegar fram hjá fulltrúum ASl að um slétt skipti yrði að vera um að ræða I þessu sambandi. Skattasamkomu- lagið við ASI Ég vil geta þess nú vegna þess, sem siðan hefur komið fram um viðræður rikisstjórnarinnar og ASI um skattamál, að inn I þessar umræður komu einnig visitölu- málin almennt. Var þá m.a. rætt um þann möguleika, að visitala yrði ekki framkvæmd fyrstu 6 mánuði eftir gerð þeirra heildar- kjarasamninga, sem þá voru i bigerð. Jafnhliða var þá einnig talað um að draga úr áhrifum nýrra kjarasamninga á verðlag vöru og þjónustu eða með öðrum orðum að hamla gegn áhrifum nýrra kjarasamninga til hækkun- ar á framfærsluvisitölu. Þetta sannar, að rikisstjórnin gerði sér þá þegar grein fyrir þvi, að nauðsyn bæri til að h£(fa fulla gát á þessum málum vegna ástandsins i efnahagsmálum, auk þess, sem hún tók beinan þátt i þvi i reynd að bæta kjör hinna lægst launuðu mest, svo sem gerðist i kjarasamningunum við BSRB. Ég vil jafnframt geta þess, að þessar umræður um skattamálin voru einnig kynntar forráðamönnum BSRB og Banda- lags háskólamanna. Allir aðiljar töldu að tilboð rikisstjórnarinnar bæri að meta sem kjarabætur við gerð kjarasamninga. Tekjuskatturlnn og gömlu persónuskattarnir Niðurstaðan af þessum viðræð- um var svo sú, sem kunnugt er, að samkomulag var gert við samninganqfnd ASI, þegar heildarkjarasamningarnir voru á lokastigi. I samkomulaginu fólst lækkur. beinna skatta, sem áætluð var yfir 40% af heildarskatttekj- um rikissjóös af tekjusköttum einstaklinga. Ætluðu að fella ASÍ-samkomulagið Þetta samkomulag sannar að mjög hafi verið vel orðið við ósk ASÍ um lækkun beinna skatta af rikisstjórnarinnar hálfu. Mönn- um verður ljósar en ella hve vel var þarna að verki verið, þegar haft er i huga, að persónu- skattarnir, sem almennir skatt- þegnar urðu að greiða áður til al- mannatryggingakerfisins og sjúkrasamlaganna er nú felld inn i tekjuskattinn, svo að heildar- tekjuöflun rikisins i beinum skött- um er nú litið eitt hærri en persónuskattarnir einir hefðu numið, ef búið hefði verið við gamla persónuskattakerfið áfram. Astæða þessa er auðvitað m.a. sú stórfellda hækkun á tryggingabótum tið bótaþega al- mannatrygginga, sem orðið hefur i tið núverandi rikisstjórnar, enda nemur tryggingakerfið nú um 35% af heildarútgjöldum rikis- sjóðs. Þrátt fyrir það, að þetta sam- komulag við ASl um skattamál væri gert meö yfirgnæfandi meirihluta I 30 manna samninga- nefnd verkalýðsfélaganna, sem fjallaði um samningsgeröina á lokastigi heildarkjarasamning- anna, en telja má vafalaust að i þeirri nefnd hafi fulltrúar allra stjórnmálaflokka greitt atkvæði með samkomulaginu, þá mat stjórnarandstaðan á Alþingi það einskis og hugsaði sér að nota málið til þess eins að gera f járhag rikisins sem verstan og var svo purkunarlaus i þeirri afstööu sinni i krafti þess stöðvunarvalds, sem Bjarni Guðnason haföi fært henni i neðri deild, að hún ætlaði að fella samkomulagið við ASI um lækkun beinu skattanna. Þó lágu fyrir á Alþingi þingmál stjórnarandstöðunnar um lækkun beinna skatta og hækkun óbeinna skatta i staðinn, þingsályktunar- tillaga frá Alþýðuflokknum og frumvarp frá Sjálfstæðisflokkn- um. Kom fram i þessum þing- Framhald á 17. siðu. Viðtal við Halldór E. Sigurðsson, fjármálaróðherra, um hegðun stjórnarandstöðunnar eftir að hún fékk stöðvunarvald í neðri deild. AA. a. varðandi tekjuöflun vegna tollalækkana og lækkunar á beinum sköttum í stað hækkunar óbeinna skatta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.