Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. mai 1974.
TÍMINN
7
Magnús Guömundsson við vél slna.
Vinnan í Austurstræti erfið, en
hefur gengið án þess að nokkur
I.M/* krvfi e + Rætt við Mognús Guðmundsson,
IflU nuil S B ETriQO sem unnið hefur við Austurstræti
FB-Reykjavik. Reykvikingar
hafa fylgzt af áhuga með fram-
kvæmdum i Austurstræti. Þar
verður i framtiðinni hægt að
ganga á stéttum, þar sem áður
var gata, en til þess að svo megi
verða, hefur þurft að grafa mikið
i strætinu, skipta um leiðslur og
lagfæra hitt og þetta. Við ræddum
nýlega við Magnús Guðmundsson
hjá Hverfli, en það fyrirtæki hef-
ur átt tvær gröfur við uppgröftinn
i Austurstræti. Hefur mörgum
þótt tiðindum sæta, að ekki hefur
frétzt af þvi, að þarna hafi verið
slitinn simavir eða rafmagns-
leiðsla við uppgröftinn.
Magnús hefur starfað á gröfu I
sjö ár, og hefur unnið við upp-
gröftinn i Austurstrætinu. Hann
sagði okkur, að litið hefði verið til
af teikningum yfir það, sem i
jörðu er i Austurstrætinu, enda
margt af þvi svo löngu lagt.
— Okkur hefur samt tekizt að
grafa þetta allt upp án þess að
eyðileggja nokkuð. Það hefur tek-
ið nokkurn tima, en tekizt samt.
Erfitt hefur verið að vinna þetta,
sérstaklega vegna þess, hversu
lítil samræming er milli hinna
ýmsu stofnana hjá borginni, sem
leita þarf til og hafa samvinnu við
viö uppgröft sem þennan. Nauð-
synlegt væri, að rafmagn, simi og
hitaveita hefðu meira samstarf,
þannig að hægt væri að samræma
lagningu og uppgröft fyrir þessar
stofnanir.
— Svo höfum viö lika þurft að
vinna hérna I götunni með fólk
gangandi svo að segja milli gröf-
unnar og bilsins, sem mokað er
upp á. Þetta stafar af þvi, að ekki
hefur verið hægt að loka götunni
fyrir umferö fótgangandi. Við
höfum reynt að hagræða þessu
þannig, að fyrst tókum við götuna
sjálfa, og siðan stéttarnar, svo
fólkið gæti einhvers staðar geng-
ið.
— Lagnirnar voru margar
hverjar allt að 70 ára gamlar, t.d.
skolplagnir. Fór skolpið þvi viða
beintúti jarðveginn, og leiðslurn-
ar voru allar ryðgaðar sundur.
Þetta hefur blessazt vegna þess,
að sjórinn gengur hingað upp á
flóði, og hefur hreinsað skolpið
með sér úr jarðveginum með út-
fallinu.
Þegar þetta var skrifað, um
mánaðamótin april—mai, var bú-
ið að koma gömlu sápuklukkunni
fyrir á sinum stað, þar sem hún á
að standa i framtiðinni. Þá var
einnig búiö að brjóta niður raf-
magnsspenniturninn, sem stóð á
mótum Hafnarstrætis og Lækjar-
götu, og senn átti að hefjast
handa um niðurrif Dráttarvéla-
hússins.
BRIDGESTONE
NYLON hjólbarðarnir japönsku
fóst hjó okkur.
Allar stærðir á fólksbíla, jeppa og vörubíla.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Verkstæðið opið alla daga
fró kl. 7.30 til kl. 22.00.
H
GÚHIHIÍVINNUSTOFAN
SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055
Þaö getur veriö erfitt aö vinna, þegar fólkiö svo aö segja stígur ofan á vinnuvélarnar. (Tlmamyndir GE).
B)S
F SIMI 200 80
BRÆÐRABORGARSTÍG 1
Hátalara-box sem hægt er að fullgera heima. I einum
kassa færð þú hátalara og tóndeilir, teikningar og
fullkomnar upplýsingar hvernig samsetning á að vera.
Hægt er að smíða t. d.: 40-70 watta hátalara-box,
4-8 ohm, 28-35.000 HZ, 40 lítra, eða 50-70 watta
hátalara-box, 8 ohm, 20 - 20.000 HZ, 80 lítra.
Hringið eða skrifið og leitið nánari upplýsinga. Svo
er verzlunin auðvitað opin og þar getur að líta meðal
annars stereo-hljómtæki og útvörp.
íRáöhorra-
°stólar til
ráðstöfunar
strax
Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér hina
eftirsóttu ráðherrastóla, sem svo margir hafa
dáðst að. ___
-4r
Einstök gjöf fyrir fólk
með framtíðardrauma.
HÚSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUDMUNDSSONAR
Skeifan 15 Sími 82898