Tíminn - 14.05.1974, Side 4

Tíminn - 14.05.1974, Side 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 14. mai 1974. Neðanjarðarmusteri Fornleifafræðingar i Kazakstan hafa rannsakað neðanjarðar- musteri, sem fundizt hafa á Mangysjlakskaganum á austur- strönd Kaspiahafs. Þetta eru merkileg mannvirki, höggvin i kalksteinsfjall, og talin vera um 1000 ára gömul. Stærst þeirra er ★ Of stór biti Þessi hviti pelikani i Dakoda- dýragarðinum réðist að skarfi, sem var i sama fuglabúri, og reyndi að gleypa hann i heilu lagi. Skarfurinn var sallaróleg- ur á meðan pelikaninn var að reyna að gleypa hann, — hefur liklega vitað sem var, að hann var of stór biti, og varð pelikaninn að gefast upp við þetta, og láta sér nægja, að gleypa fisk þann daginn, eins og endranær. musterið við Sjachbagata. Salir mynda kross, i miðju lofti er stór hvelfing, og birta fellur inn gegnum kringlótt op. Yfir innganginum má greina töfra- rúnir og áletranir, og eru þar á meðal tilvitnanir i heimspekirit og ljóð miðaldaskáldsins og fræðimannsins Hadji Ahmed Jasevi, sem bjó i Syr-Darja- dalnum. ★ Skip sem leggur neðansjóvarleiðslur Hleypt hefur verið af stokkun- um i Baku skipi, sem er sér- staklega útbúið til að leggja neðansjávarleiðslúr og getur lagt allt að 1,5 km langa leiðslu á sólarhring á miklu dýpi. Skip þetta verður notað við vinnslu oliu úr botni Kaspiahafs en þar er olia unnin á 19 stöðum. Popp-dst í blóma Alan Osmond, 24 ára, heitir sá sem hefur forustu i hljóm- sveitinni Osmond Brothers. Hann varð nýlega hrifinn af stúlku, sem ekki er i frásögur færandi með unga menn, — en þessi unga stúlka, sem heitir Karen Carpenter og er 23 ára, er lika i systkina-hljómsveit. Sú hljómsveit heitir The Carpenters og er vinsæl mjög. Astin viðurkennir engar tor- færur en fjármálamennirnir, sem hugsa um peningahliðinu á málunum hjá þessum hljóm- sveitum eru mjög óánægðir með þetta. Þeir segja að það geti alveg eyðilagt framgang hljóm- sveitanna, ef þessi tvö ung- menni taki upp á þvi að fara að giftast — Það verður að halda uppi stöðugum æfingum hjá svona hópum, og samvinnan verður að vera svo náin, að utanaðkomandi tengsl geta eyðilagt allt, segja þeir. Nú er bara eftir að sjá hvort verður es þyngra á metunum hjá þessu söngglaða fólki, ástin eða peningarnir, — en ef til vill fæst nú lausn á þessum vandamálum með þvi að sameina bara syst- kinahópana og búa til blandaðan kór! ★ Drykkjumenn í verkfalli t Englandi nú á dögum er mönnum sagt að bjór sé beztur drykkja. En endur fyrir löngu var þvi haldið fram, að bjór væri hreinasta eitur og sala á honum tilræði við heilsufar þjóðarinnar. Þessi skoðun breyttist, þegar Hinrik VI gaf út yfirlýsingu þess efnis, að bjór væri æskilegur og heilsusam- legur drykkur. Einu sinni var hægt að fá bjór ókeypis á einum stað i Eng- landi. Það var i hinu 800 ára gamla sjúkrahúsi, sem kennt var við helgan kross i Winchester, sem byggt var til að gefa þurfandi förumönnum mat og drykk. Allir, sem þangað komu, áttu heimtingu á að fá horn fullt af bjór og brauðhleif. Jafnvel i dag er hægt að fá frian bjór i Englandi, en réttindin eru takmörkuð við einn tiltekinn dag á ári. Þá mega stúdentar við Brasenose College i Oxford drekka eins mikinn bjór og þeir geta i sig látið i Lincoln College. Ákvæðið var sett á miðöldum, er stúdent i Brasenose var myrtur af náungum úr hinum skólanum. Nýlega gerðu fastagestir fjöl- sóttrar krár i Bandarikjunum bjórdrykkjuverkfall til að mót- mæla hækkuðu verði á kránni. Eftir verðhækkunina komu fastagestirnir eftir sem áður og átu hnetur og smárétti, sem siður er að gestir fái endur- gjaldlaust á krám þar vestra, enda eykur þgð þorstann, en enginn keypti bjór. Svo fór að vertinn neyddist til að lækka bjórverðið aftur til að verða ekki gjaldþrota. 1 Texas datt gestgjafa nokkr- um i hug að selja aðgang að krá sinni.og greiddu gestir 60 sent fyrir að fá að vera inni i klukku- stund i einu. Á þeim tima máttu þeir drekka eins mikinn bjór og þeir gátu innbyrt.ef þeir gátu staðið á fótunum, en ekki minútu iengur. öllum til undrunar græddi hann vel á þessu tiltæki. ★ Súkkulaðisaga Orðið súkkulaði er komið úr máli Asteka i Suður-Ameriku. Á Astekamáli þýddi orðið xoko súr og ati vatn. Astekar uppgötvuðu efnið i aldinum kókostrjánna og lærðu að notfæra sér það. Spænski land vinninga- maðurinn og könnuðurinn Cortes flutti fyrstur manna ávexti kókos jurtarinnar til Evrópu frá Mexikó. Nú eru tveir þriðju af heimsframleiðslunni af kókói ræktað á vesturströnd Afriku. — Hvort eiga hendurnar aö fara yfir eða undir'? DENNI DÆMALAUSI Þetta er allt i lagi. Enginn mun öskra á þig og skamma þig fyrir að brjóta vasann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.